Tíminn - 06.05.1972, Blaðsíða 11

Tíminn - 06.05.1972, Blaðsíða 11
Laugardagur 6. mai 1972. TÍMINN 11 Umsjón: Alfreð Þorsteinsson ÍR-ingar reyndust sterkari á lokamínútum úrslitaleiksins ÍR-ingar nældu sér i tslands- meistaratitilinn i körfuknattleik, fjórða árið i röð, þegar þeir sigr- uðu KR i æsispennandi aukaúr- slitaleik s.l. fimmtudagskvöld i iþróttahúsinu á Seltjarnanesi. Húsfyllir var og stemmningin gifurleg — allt ætlaði um koll að keyra, þegar 5 min voru til leiks- loka, og staðan 67:66 fyrir KR — en á lokamin. reyndust IR-ingar sterkari. Liðin skiptust á um að halda forustu i byrjun fyrri hálfleiks — þegar staðan var 25:25 og 8 min eftir, taka IR-ingar mikinn fjör- kipp. Kristinn Jörundsson og Kol- beinn Kristinsson skora hverja körfuna á fætur annarri, og við það bættist, að Agnar Friðriksson fann fjölina sina á kantinum — þaðan skoraði hann hvað eftir annað, með skotum, sem „smöss- uðu" i körfunni. Áður en KR-ing- ar vissu hvaðan á sig stóð veðrið, voru IR-ingar búnir að ná 9 stiga forskoti fyrir hálfleik, 47:38. IR-ingar komast i 11 stiga mun á 6. min. siðari hálfleiks, 57:46. Þá taka KR-ingar heldur betur við sér, þeir saxa á forskot 1R- inga og komast yfir, 57:58, og voru þá 9 min eftir til leiksloka. En einmitt þá gera þeir stóra skissu — þeir biðja um leikhlé. Notar þá Einar Ólafsson, þjálfari tR, timann og skiptir i fyrsta skipti leikmönnum út af, þeim Agnari, Sigurði og Kolbeini, en þeir voru búnir að leika inn á all- an timann, ásamt Kristni og Birgi Jakobssyni. KR-ingar auka forskotið i þrjú stig, 64:67, en þá er eins og liðið springi — IR-ingar taka stórgóð- an endasprett og sigra örugglega 85:76. Af niu siðustu stigum 1R skorar Agnar sjö. Birgir Jakobsson var bezti mað ur ÍR i leiknum, stóð hann sig mjög vel I vörninni og átti oft frá- bæran leik i sókn, sérstaklega þann tima, sem IR-ingar voru að saxa á forskot KR-inga i siðari hálfleik. bá var Agnar Friðriks- son mjög góður, þegar hann fann fjölina sina, og var þá ekki að sökum að spyrja — knötturinn „small" i körfunni. Kristinn Jörundsson átti góðan fyrri hálf- leik (15 stig), en eftir að hann fékk fjórar vilíur i siðari hálfleik, fór hann sér að engu óðslega. Kol- beinn Kristinsson átti einnig góð- an leik. Einar Bollason var beztur i KR- liðinu, en hans var vel gætt i leiknum, skoraði hann t.d. aðeins eina körfu, með sinum frægu ,,hook"-skotum. Hjörtur Hansson átti góðan leik, þegar KR-ingar komust yfir i siðari hálfleik — skoraði hann þá lOstig i röð, eftir það bar litið á honum, enda kom- inn með fjórar villur. Þá kom á óvart i Kr-liðinu Bryn.jólfur Markússon (IR-ingur f hand- knattleik), sem lék aftur með lið- inu eftir langt hlé — var hann mjög góður i vörn og einn af lykil- mönnunum i sókninni — en greinilega mátti sjá, að hann er i lililli æfingu. Stigahæstu menn IR voru: Birgir Jakobsson 25, Agnar Frið- riksson 23, Kristinn Jörundsson 19. Stigahæstu menn KR voru: Einar Bollason 25, Hjörtur Hans- son 18, Kristinn Stefánsson 12. Góðir dómarar leiksins voru Erlendur Eysteinsson og Hörður Tulinius — eiga þeir mikið hrós skilið fyrir erfitt starf, en van- þakklátt. SOS. Ein öld liðin frá því að fyrsti bikarúrslitaleik- urinn var háður KR vann Armann 2:0 KR sigraði Armann 2:0, þegar liðin mættust i Reykjavikurmót- inu i knattspyrnu s.l. fimmtu- dagskvöld. Björn Pétursson (Blöffi) skoraði bæði mörkin I fyrri hálfleik — á 2. og 44 min. Armenningar léku 10 i siðari þessi i dag fer fram á Wem- bley-leikvanginum í Lund- únum úrslitaleikurinn í ensku bikarkeppninni, og eigast við að þessu sinni Arsenal og Leeds. Ein öld er liðin frá því fyrsti úr- slitaleikurinn í keppninni var háður, og verður þvi enn meiri hátiðablær yfir leiknum i dag en ella. Bæði liðin, Afsenal og Leeds, eru, eins og fle^stir vita, mjög sterk, og verður þvi um mikla JOHNNY GILES — LEEDS. Einn af tengiliðum liðs sins, og á miklu veltur að hann standi sig vel, þar sem baráttan um miðj- una getur skorið úr um, hvort liö- ið ber sigur úr býtum. baráttu að ræða. Arsenal er ekki undir eins miklu álagi og Leeds, sem keppir um Englands- meistaratitilinn á mánudag. Nokkurrar tvisýnu gætti um hvort meiðsli kæmu i veg fyrir, að nokkrir beztu menn Leeds lékju með, en nú þykir liklegast að þeir leiki allir með, utan að sjálfsögðu Terry Cooper, sem er fótbrotinn. Bob Wilson, markvörður Arsenal, leikur ekki með sökum meiðsla, en i hans stað kemur Geoff Barnett, fyrrum Everton- leikmaður, en hann hefur leikið með Arsenal siðan Wilson meidd- ist i leik gegn Stoke i undanúrslit- unum. Að öðru leyti verður lið Arsenal fullskipað. Vonandi verð- ur leikurinn i dag skemmtilegur og vel leikinn, en svo hefur þvi miður ekki alltaf veriö undanfar- in ár. Það er bezt að vera ekki með meiri málalengingar að sinni — láta þær heldur biða frásagnar- innar um leikinn sjálfan. —kb— hálfleik, þar sem einn leikmaður liðsins meiddist á fyrstu min., og mátti enginn leikmaður koma inn á fyrir hann, þvi að búið var að skipta um tvo leikmenn hjá liðinu i hálfleik. Markvörður Armanns, Arnþór Óskarsson, bjargaði lið- inu frá stærra tapi — með góðri markvörzlu. Staðan er nú Reykjavikurmótinu: Valur 3 KR 4 Fram 2 Vikingur 4 Þróttur 3 Armann 4 0 1 3 1:7 1 Það vekur athygli, að Armann og Þróttur hafa aðeins skorað 1 mark i þeim leikjum sem liðin hafa leikið — og það var i leiknum milli liðanna 1:1. 2 1 0 2 1 1 2 0 0 5 5 4 2 0 2 7:5 4 0 1 2 1:7 1 PETER STOREY — Arsenal. Mikill baráttumaður og á eflaust eftir að gera leikmönnum Leeds marga skráveifuna. Geoff Barnett — markvörður Arsenal. Fyllir skarð Bob Wilson, og spurningin er, hvort hann stendur i stöðu sinni. FimmtarþrautArmanns Næstkomandi sunnudag (7. mai) hefst i þriðja skipti innan- félagsmót Armanns i fimmtar- þraut, og verður keppt i fimm mismunandi greinum, kapp- göngu, hjólreiðum, 200 m bringu- sundi, kringlukasti og skiða- göngu. Mótinu lýkur 28. mai — en annars er fyrirkomulag keppn- innar þannig: Sunnud. 7. mai kl. 17.00 200 m bringusund, i Laugardalslaug. Fimmtud. 11. mai kl. 10.00 Kringlukast, Armannsvöllur. Laugard. 13. mai kl. 16.00 Skiðaganga, Bláfjöll. Miðvikud. 24. mai kl. 20.00 Hjólreiðar, við Armannsvöll. Sunnud. 28. mai kl. 10.00 Kappganga, Armannsvöllur. Nánariupplýsingar, er hægt að fá hjá Guðmundi Ingólfssyni, I sima 83409.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.