Tíminn - 13.05.1972, Blaðsíða 6

Tíminn - 13.05.1972, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Laugardagur 13. mai 1972. ■i— Leikfélag Keflavíkur: Kjarnorka og kvenhylli með ferskum þrótti og fjöri Þingsályktunartillaga allsherjarnefndar: Stjórnarskrárfrumvarp fyrir Alþingi 1974 - Stjórnarskráin endurskoðuð með sérstakri hliðsjón af tillögum Gísla Guðmundssonar og Gunnars Thoroddsens EB—Kcykjavík. Allsherjarnefnd Alþingis hefur fjallaö um þingsályktunartillögur (íisla Guöniundssonar (F) og Gunnars Thoroddsens (S) um endurskohun stjórnarskrárinnar. Ilefur orftift aft samkomulagi i nefndinni aft afgreifta báftar þcss- ar tillögur sameiginlcga, þannig aft nefndin flytur sjálf nýja tillögu um málift, þar sem lagt er til.aft nefnd verfti kosin til aft endur- skofta stjórnarskrána og skuli miftaft aft þvi, aft unnt verfti aft leggja stjórnarskrárfrumvarp þessarar ncfndar fyrir Alþingi 1974. Þingsályktunartillaga allsherj- arnefndar fer hér á eftir: „Alþingi ályktar, aft skipuö skuli 12 manna nefnd til aö end- urskoöa stjórnarskrána með sér- stakri hliösjón af tillögum þeim til þingsályktunar, ásamt grein- argerðum, á þingskjölum 525 og 531, sem fluttar h'afa verið af Alþingi, en rfkisstjórnin skipar 5 menn. Skulu 2 þeirra tilnefndir af Hæstaréttj, 2 af lagadeild Há- skóla Islands ogeinn af Sambandi 1sl. sveitárfélaga. Forsætisráö- herra kveður nefhdina saman. til fysta fundap, en hún skipár sjálf með sér verkum. Miðaft skal a.ð þvi, að unnt verði að leggja stiórnarskrárfrumvarp nefndar- innar- fyrir Alþingi 1974. Nefridinni ber aö leitá álits sýslunefndar og bæjarstjórna landshlutasambanda sveitárfé- laga og landssambanda stéttarfé- laga. Með opinberri tilkynningu skal þeim, 'sem þess kynnu að óska, gefinn kostur á að koma á framfæri við nefndina skriflegum og skriflega rökstuddum breyt- ingartillögum við núgildandi stjórnarskrá fyrir þann tima, sem nefndin tiltekur. Kostnaður viö endurskoöun stjórnarskrárinnar greiðist úr rikissjóöi”. Leikfélag Keflavfkur hefur að undanförnu sýnt sjónleikinn Kjarnorka og kvenhylli eftir Agnar Þórðarson heima i Kefla- vfk við ágæta aösókn og góðar viðtökur, bæði heimamanna og gesta. Nú mun félagið hafa i hyggju að bregða sér með leikinn á Seltjarnarnesið, eins og nú er mest i tizku hjá leikfélögum úti á landi, og gera Reykvikingum hægara fyrir að skemmta sér við leikinn eina kvöldstund. Kjarnorka og kvenhylli er býsna haglegur gamanleikur með mannfélagsháði og jafnvel bein- skeyttri ádeilu að ivafi. 1 leik- gerðinni er beitt aðferð reviunnar að nokkru leyti en leiksagan sam- felld. Leikfélag Reykjavfkur sýndi þennan leik Agnars allan vet- urinn 1955—56 og bætti þó nokkr- um haust- og sumarvikum við, áður en áhugi leikhúsgesta mett- aðist. Siðan hefur leikurinn verið sýndur viða um land, svo sem á Akureyri, Isafirði, Húsvik og Sauðárkróki, og alls staðar þótt gott gaman. Svo var einnig i Keflavik. Aðstaða til sýningarinnar i Keflavik var engan veginn góð vegna þrengsla á sviði, og mér fannst umhverfið heldur fábreytt i fyrsta þætti, þar sem guðsgræn náttúran varð að hvitu tjaldi og leikendur reikuðu um sviðsbrún- ina. Þar hefði mátt nota lit- skuggamyndir með góðum árangri, eins og gert var síðar i sýningunni, i þvi atriði, sem gerð- ist á Austurvelli. Hins vegar var stofa Þorleifs alþingismanns meö fullum búnaði, og var sú leik- mynd Sævars Helgasonar hagan- lega og smekkvislega gerð. Hann var einnig leikstjóri og verður ekki annað séö en það farist vel úr hendi. Sviðshreyfingum leikara var yfirleitt vel stjórnað, sýningin hröð og liðleg og blasti jafnan opin við áhorfandanum. Hins vegar var framsögn nokkuð mis- jöfn eins og eðlilegt er, hraðmælgi stundum i mesta lagi og samræmi i raddbeitingu ekki ætið sem skyldi I samtali leikenda. Þorleif alþingismann lék Egg- ert ólafsson slétt og fellt og hóf- samlega, en beitti ekki tilþrifum. Mun hann hafa fundið þar meðal- hóf, sem hæfði honum bezt og skilaði hlutverkinu áfallalaust. Karitas konu hans lék Ingibjörg Hafliðadóttir og gaf hlutverkinu fasmikinn svip, svo að megin drættir þess komu vel fram, en fremur skorti á hin finni blæ- brigði til dýpkunar i túlkuninni. Sigrúnu dóttur þeirra hjóna lék Hrefna Þ. Traustadóttir og hafði lag á að sýna ungæðislegt kæru- leysi og hrjúfa en snemmfengna lifsreynslu, heyjaða hjá brokk- gengum foreldrum. Mesta kátinu á sviðinu vakti Albert Karl Sanders i hlutverki Sigmundar bónds. Fjör hans og leikgleði er mikiö i gamalgóðum skopleiksstil, en fyrirgangurinn var i mesta lagi og ærslin óþarf- lega mikil. Þarna er þó augsýni- lega snjall gamanleikari á ferð. Af minni hlutverkum leiks- ins verður sérlega minnistæð skopstæling stjórnmálaleið- togans hjá Baldri Hólmgeirssyni, og fór þar skilrikt en nokkuð gróf- gert kimniskyn, afar góð fram- sögn og vald á svip og hreyf- ingum. Skellifrúrnar þrjár voru hressilegar i bezta lagi og hver með sinu fasi i höndum þeirra Guðbjargar Þórhallsdóttur, Jóninu Kristjánsdóttur og Ey- glóar Jensdóttur. Ef til vill var.þó mest inntak i leik Karls Guðjónssonar i hlut- verki Bóasar þingvarðar. Þar var birt sönn og sérstæð persóna, og augsýnilega á ferð gamalreyndur leikari, sem hafði vald á persónu- sköpun og kunni að beita smá- munum til áhrifa. Þessisýning þeirra Keflvikinga er góðra gjalda verð, og hún megnaði að koma bæði skemmt- an þessa leiks og alvarlegra inn- taki til skila. Það fór ekki milli mála, að alúð og góð viöleitni hafði mótaö æfingar. Leikfélag Keflavikur sýndi gildi og árangur góðs fé- lagsstarfs og bætti góðu við menningarlif bæjar sins á þessum liðna vetri. Það skilaði góðu leik- verki með ferskum og sjálfstæð- um hætti. Slikt framlag I erli dagsins við erfiðar aðstæður er nokkurs virði. — Ak. HUGLEIÐA ÞARF VEL SKIPTINGU FJARMAGNS TIL VEGAFRAMKVÆMDA EB—Reykjavik alls ekk’ lagöir eða óakfærir eöa Þegar vegaáætlun 1972—1975 'lla akf®r>r- sýnist þvi full var til umræöu i Sameinuðu þingi ástæða til þess að hugleiða þetta fyrr i vikunni kvaddi Steingrimur mál mjög vandlega, þegar gerð Hermannsson (F) sér hljóðs og er fjögurra ára vegaáætlun, sagði ræddi nokkuö um skiptingu fjár- Steingrimur. magns til vegaframkvæmda milli Þá sagði Steingrfmur m.a. að þjóðbrauta og landsbrauta. Stein- fyrir þyrftu að liggja góðar upp- grimur fagnaði þvi átaki, sem lýsingar i sambandi við skiptingu gert hefur veriö i hraðbrautar- fjármangsins til vegafram- framkvæmdum á Suövesturlandi kvæmda. Kvaðst hann fyrir sitt „En engu að siöur sýnist mér þaö leyti telja eðlilegast, að fyrir sanngjarnt sjónarmið, að réjt sé lægju með' þingsályktunartillög- aö gera þjóövegi um landið atla unni um vegaáætlúnina góðar amk akfæra áður en nælægt þvi upplýsingar um hvernig ástand helmingi fjármagns, sem varið er yega væri í hirium ýmsp kjör- til nýrra þjóðvega, er varið til dæmum landsins. í greinargerð hraðbrautá. Ég held, að þetta með tillögunni væri að finna hljóti aö véra eölileg krafa og ósk nokkrar upplýsingar um ástand þess fólks, sem býr við vegakerfi, veganna, en þær væru langt frá sem viða er þannig að vegir eru þvi að vera fullnægjandi. Magni Guðmundsson, hagfræðingur: XXVII. Stjórn á starfi og starfsmönnum - 2. Vegna mistaka birtist grein um Stjórn á starfi og starfsmönnum nr. 3 siðastliöinn þriöjudag. Og biðjúmst vér velvirðingar á þvi. Aft virkja starfift. — Það er fyrsta skrefið til afkastaaukning- ar. Hið næsta er að virkja fólkið, sem að starfinu vinnur. Kaupgjald, sem fullnægir frumþörfum verkamannsins til sjálfstæðs og viðunandi lifs, er honum fyrsta hvatning til vinnu. En þegar launastefna er mörkuð, verður að horfa lengra. Taka verður tillit til starfsins sjálfs, sem unnið er, gildis þess fyrir reksturinn, ábyrgðarinnar, sem þvi fylgir, og siðast en ekki sizt hæfileika mannsins til að inna þaö af hendi. Þetta er i rauninni framlag vinnurannsókna til stjórnsýslu. Vinnurannsóknir greina starfið sundur i frumþætti sina og reyna aö bæta afköst verkamannsins i hverjum og ein- um þeirra: „Kerfisbundin, hlut- læg og gagnrýnin könnun allra atriða, sem ráða afköstum i til- tekinni starfsemi. I þvi skyni að auka þau”, eins og stjórnfræðing- ur hefir komizt að orði. Margt hefir verið ritað og mikið deilt um vinnurannsóknir, og mun slíktaðlikum fara vaxandi á öld tækni og sjálfvirkni. Megin- máli skiptir, að með þeim er grundvallaratriði viðurkennt: Þörf þess að kanna sérhvert verk til hlitar, svo að verkamaðurinn, sem er mannleg vera, fái notið sin sem bezt. Þetta viðhorf hefir valdið gerbyltingu i stjórnsýslu. Sýnt hefir verið, að vinnurann- sóknir eiga ekki aðeins við i fram- leiðslu, heldur i hvers konar ann- arri starfsemi: skrifstofuhaldi, banka- og tryggingastarfsemi. Úrtaksprófanir á tilrauna- eða teiknistofu geta leitttil jafnmikilla framfara og aðferðakannanir og verkmælingar i iðnaði. Segja má, að allan fyrri helm- ing þessarar aldar hafi iðnkerfi Vesturlanda látið blindast af kenningunni um frumhreyfingu, - þeirri skoðun, að hvort starf skuli vera sem næst ein athöfn. Astæða þess er m.a. sá árangur, sem Hnery Ford náði i bilaverksmiðj- um sinum. Hins vegar hefir kom- ið i ljós, að þau skilyrði, sem þar riktu, eru ekki fyrir hendi i öðrum greinum vöruframleiðslu. Færi- bandsaöferðin hefir ekki reynzt nýta mannlegt vinnuafl sem skyldi. Þegar sú aðferð á við, hafa „handtökin" verið vélvædd og er nú svo komið i bilaiðnaðin- um sjálfum. I nýju Ford-verk- smiðjunum i Cleveland er bæði efnistilfærsla, vélgæzla og verk- könnun sjálfvirk. Þegar menn eiga i hlut, ekki vélar, fæst betri árangur með þvi að skipa mörgun hreyfingum i eina heild. Sú méginregla þróað- ist i seinni heimsstyrjöld. Þá tókst Bandarikjamönnum i manneklunni að láta alls ófag- la rðar negrastúlkur búa til flókna rahluti i flugvélar. Starfið r.rafðist yfir 80 ólikra athafna. I staf þess að fela hverri verka- konu eina athöfn, var hver þeirra um sig af tækniástæðum látin vinna allt verkið. Henni var feng- ið leiðbeiningarkort, er sýndi stig af stigi, hvað gera átti. öllum til undrunar varð árangurinn mjög jákvæður, - ekki aðeins meiri afköst, heldur betri vinna en þekkzt hafði meö færibandsað- ferðinni. Greint er frá póstverzlun, sem endurskipulagði bréfaskriftir sin- ar til viðskiptavina. Aður hafði hver vélritari annazt sinn flokk bréfa. Einn svaraði umkvörtun- um, annar fyrirspurnum, hinn þriðji beiðnum um afborgunar- kjör o.s.frv. Notazt var við prentuð form, sem aðeins þurfti að fylla út. Eftir breytinguna fékk hver vélritari til meðferðar öll bréf viðskiptavina, sem höfðu að upphafi nafns stafina A-E, F-J, K- O o.s.frv. I stað þess aö endurtaka sama verkið, sömu athöfnina, i sifellu, þurfti hann nú að fram- kvæma allar hreyfingar, 40 að tölu, samfara bréfaskriftunum. Arangurinn varð nær 30% afkastaaukning. Rétt er að taka fram, að slik samhæfing ólikra hreyfinga i eina heild (integration) gengur út frá sömu meginreglu og vélvæðing (mechanization): greiningu vinnu i frumparta sina. Báðar að- ferðir skipa verkinu i rétta röð hreyfinga. Báðar gefa gaum aö hverri hreyfingu um sig, - hvernig hún geti orðið auðveldari og hrað- ari. En hin siðarnefnda raðar hreyfingunum á „mekaniskan” hátt, þannig að eiginleikar vélar- innar verði nýttir sem bezt: hin fyrrnefnda, samhæfingin myndar heild úr pörtum, svo að sérhæfi- leikar mannsins, dómgreind, hugvit og skipulag, fái notið sin. Aft virkja starfsliftið. — Skv. framanskráðu vinna menn ekki bezt sem vélar. Þeim er lagið að vinna sem einstaklingar eða hóp- ar. Oftmá hagræða störfum I verk- heildir handa einum manni. Svo er ma. um viðgerðarþjónustu alls konar. Simvirkinn er gott dæmi. Uppsetning og tenging sin>a er sjálfstæð, samhæfð heild. Verkið krefst e.t.v. ekki mikillar leikni, en þó nægilega mikillar til þess, að það reynir á kunnáttu og dóm- greind simvirkjans hverju sinni. Starfinu fylgir ábyrgð og upp- örvun. Þess gerist ekki þörf að lita eftir simvirkjanum i starfi eða spyrja simnotandann, hvort hann sé ánægður. Þegar starfið er of umfangs- mikið, flókið eða erfitt, þarf tvo eða fleiri, er deila með sér verk- um á kerfisbundinn hátt, - en tengjast ekki vélrænum böndum. 1 kafla um framleiðslustjórn voru tilfærð dæmi um skiptingu ein- ingaframleiðslu i sjálfstæð þrep eða áfanga, þar sem þjálfun mannanna fór fram innan áfang- ans og starfshópurinn vann öll verkin, unz áfanganum var lokið. Fólk, sem annast hópvinnu (teamwork), myndar með sér persónusamband, sem er ofar starfstengslunum. Oft kviknar andi samkeppni gagnvart öðrum hópum. 1 vinnuskipulagningu eða hagræðingu ber að nýta þessa eigind, en ekki bæla hana niður, þvi að slikt hefnir sin og kemur niður á afköstunum. Hópurinn þarf verkefni, sem er samstæð heild hreyfinga, myndar ákveðið stig i framleiðslunni og skirskot- ar til hæfni og þekkingar. Sjálfa einstaklingana verður að aðlaga hópvinnu-hugtaki: Fá þá til að vinna saman, en ekki hver gegn öðrum, launa þeim bæði fyr- ir eigin afrek og afrek hópsins, þannig að þeir finni til sjálfsvit- undar bæði sem einstaklingar og hópur. — I ljós hefir komið, að leyfa þarf nokkurt svigrúm innan hópsins, þvi að mennirnir sjá i sumum tilvikum sjálfir, hvað bet- ur hentar. Mannráftning. — Hluti vinnu- skipulagningar er i þvi fólginn að velja starfsmann til þess verks, sem hæfir honum bezt. Aðeins með þeim hætti verður fyrirtæk- inu unnt að ná mestu afköstum. Sjálfur þarf einstaklingurinn þann starfa, sem gerir honum fært að nota hæfileika sina, þrosk- ast og vaxa. Starfsmannavali fylgir af þessum ástæðum mikil ábyrgð. Reynsla virðist benda til, að verksmiðjufólk velji sér stað, þar sem það kemur að mestu liði. En slikt er ekki skjótfundið, heldur verða menn að þreifa fyrir sér. Mannaráðning er kerfisbundin ög langvinn leit, sem heldur áfram eftir komu starfsmannsins. Stjórnandinn verður að kynnast manninum og maðurinn starfinu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.