Tíminn - 17.05.1972, Blaðsíða 3

Tíminn - 17.05.1972, Blaðsíða 3
Miövikudagur 17. mai. 1972. TÍMINN 3 HLUTAFÉ EIMSKIPS VERÐUR ÞREFALDAÐ Afkoma félagsins var góð á sl. óri og hagnaður 1.2 millj eftir afskriftir ÞÓ—Reykiavik. Aðalfundur Eimskipafélags tslands hf., sem haldinn var i gær, ákvað að félagið neytti þeirra. heimildar, sem i skatta- lögum er veitt um útgáfu jöfnunarhlutabréfa, þannig að hlutafé félagsins, eins og það er nú, verði þrefaldað, þ.e. úr kr. 61.932.250.00 i kr. 185.796.750.00. Fundurinn ákvað, aö útgáfa jöfnunarhlutabréfanna færi fram fyrir árslok 1972. Fundurinn fól félagsstjórn að afhenda hluthöfum án endur- gjalds jöfnunarhlutabréfin i réttu hlutfalli við skrásetta hlutafjár- eign þeirra. Afkoma Eimskipafélagsins fyrirárið 1971 var góð. Hagnaður af rekstri félagsins nam 1.292.730.42 kr. Hafði þá verið af- skrifað af eignum félagsins kr. 199.114.347.71. Hagnaður af rekstri eigin skipa félagsins, 14 að tölu, varð á árinu 1971 kr. 277.485.120, hagnaður af rekstri leiguskipa og þóknun vegna greiðslu erlendra skipa nam tæpum 11 milljónum og brúttóhagnaður af rekstri vöruaf- greiðslu nam kr. 9.462.565 Eru fyrningar eigna vöru- Stangaveiðifélag Rangá rvallasýslu Stofnfundur Stangaveiðifélags Rangæinga verður haldinn i Félagsheimilinu að Hvoli.Hvols- velli, næstkomandi fimmtudag, 18. mai og hefst kl. niu s.d. Ariðandi er, aö allir áhugamenn i héraðinu,um stangaveiði mæti á stofnfundinum. afgreiðslunnar, sem námu 16.5 millj., þá ekki reiknaðar. A fundinum i gær, kom fram, að Eimskipafélagið vinnur nú að byggingu vörugeymsla á 3 stöðum á landinu. Þ.e. á Akur- eyri, Isafirði og i Reykjavik. Byggingaframkvæmdir á Akureyri hafa stöðvazt, vegna þess að i ljós kom, aö jarðvegur varekkinægilegatrausturá þeim staö.sem húsinu var ætlað stæði. A Isafirði er nú verið að reisa vörugeymslu, og er áætlað að hún veröi tekin i notkun i sumar. 1 febrúar i vetur hófust fram- kvæmdir við Sundahöfn, á athafnasvæði þvi, sem félaginu hefur verið úthlutaö þar. Þar verða reist tvö einlyft vöru- geymsluhús, hvort um sig 6000 fermetrar aö flatarmáli. Saman- lagt verður rúmmál beggja vöru- geymsluhúsanna 75.600 tennings- metrar. A aöalfundi E1 1967, var sam- þykkt, að fram til 1. júli 1971 skyldi stefnt aö aukningu hluta- fjársins um allt að 66.4 milljónum, þannig aö hlutaféö yrði samtals 100 milljónir kr.- Þegar þessi frestur rann út voru óseld hlutabréf að nafnverði kr. 38.067.750.00. Aðalfundur El, i gær, sam- þykkti að veita félagsstjórn um óákveðinn tima, heimild til að selja þessa aukningarhluti að fjárhæð kr. 38.067.750. gegn stað- greiðslu. A fundinum var ákveöið að greiöa hluthöfum 10% arð. Stjórn Eimskipafélags Islands var öll endurkosin og hana skipa nú: Einar B. Guömundsson, formaður, Birgir Kjaran, vara- formaöur Thor R. Thors, ritari og Pétur Sigurðsson, ritari, aðrir i stjórn eru Halldór H. Jónsson og Ingvar Vilhjálmsson, Ennfremur eru i stjórninni af hálfu Vestur- Islendinga þeir Grettir Eggertsson og Sigurður Hjalti Eggertsson. Stýrið fast í stjór! Klp—Reykjavik. 1 fyrradag barzt hjálpar- beiðni frá norsku skipi, Lars Nyvoll, sem er um 500 tonn aðstærð, þar sem það var statt um 60 sjómílur suö- vestur af Garöskaga. Stýri skipsins var fast í stjórnborða og var það algjörlega hjálparlaust. Varpskip fór á staöinn og kom aðskipinu f gærmorgun. Tók þaö skipið í tog og ætlaði að draga það inn til Vest- mannaeyja. Voru þau væntanleg þangað seint i gærkveldi og verður þar reynt að gera við biiunina. Verzlunarhús á ferðalagi PE — Hvolsvelli I gær var verzlunarhús flutt i heilu lagi frá Búrfelli og austur aö Kirkjubæjarklaustri. Hér var um að ræða verzlunarhús Kaupfélags Arnesinga, sem verzlaö var i meðan á virkjunarfram- kvæmdunum við Búrfell stóð. Ætlunin er að setja húsið niður við þjóðveginn hjá Kirkjubæjar- klaustri, þar sem Kaupfélag Skaftfellinga ætlar að opna verzlun. Húsið er nokkuð fyrirferðar- mikið i flutningi, því þaö er 10 metra langt og 6,5 m. á breidd. Frá aðalfundi Eimskipafélags Isiands, sem haldinn var I gær. (Tfmamynd Gunnarl Vínarkvöld í Háskólabíói Aukatónleikar Sinfóníuhljómsveitarinnar annað kvöld - Stjórnandi verður Willi Boskovsky Selveiði að hefjast á Skeiðarársandi Klp—Reykjavlk. Annað kvöld heidur Sinfóniu- hljómsveit islands aukatónieika i Háskólabió og hefjast þeir kl. 21,00. A efnisskránni verða Vfnar- lög, flest eftir þá Johann, Josef og Eduard Straus, og verða þessir tónleikar þvi einskonar Vfnar- kvöld. Stjórnandi tónleikanna verður hinn frægi hljómsveitarstjóri, Willi Boskovsky, sem kemur hingað gagngert til að stjórna þeim, og hann mun einnig leika með hljómsveitinni á fiðlu. tslenzkir sjónvarpsáhorfendur hafa þegar haft kynni af Boskovsky úr hinum viðfrægu áramótarþáttum hans, sem tvi- vegis hafa verið sýndir i sjón- varpinu. Willi Boskovsky, hefur stjórnað mörgum frægum hljómsveitum viða um heim og einnig leikið með þeim. Eftir að hann útskrifaðist úr Tónlistarakademiu Vinar- vorgar vann hann Fritz Kreisler verðlaunin og var skömmu siðar ráðinn við Vinar Óperuna og Fil- harmoniuhljómsveit Vinar. Hefur hann notið mikilla vinsælda i heimalandi sinu og annarsstaðar bæði sem stjórnandi og einleikari. Hann hefur ekki áður komið til Islands, en hér er hann nú ásamt eiginkonu sinni. A efnisskránni annað kvöld verða eingöngu Vinarlög, sem mörg hver eru þegar góðkunn hér á landi. Má þar t.d. nefna Sögurúr Vinarskógi, Keisaravalsinn og fl.. En tónleikunum lýkur með hinu viðkunna lagi. Dóná svo blá. Aðgöngumiöar á tónleikana verða seldir i dag og á morgun i bókaverzlunum Eymundssonar og hjá Lárusi Blöndal. PÓ—Reykjavik. „Selveiðin hér á sandinum hefur verið i minnalagi siðustu árin. Við höfum fengið þetta 200 — 400kópa á hverju vori, en i fyrra voru þeir um 200,” sagði Ragnar Blý fyrir lýðræði Enn hafa gerzt þau hörmuleg tföindi á pólitiska sviðinu i Bandarikjunum, að maður hefur verið skotinn. Að visu er George C. Wallace hugað líf að óbreyttu, en það skiptir ekki máli. Verknaðurinn er samur og jafn fyrir þvi. Þaö er engu likara en morð og morðtilraunir á stjórn- málamönnum vestra sé að verða eins árviss verknaöur og forseta- kjör I landinu. Það er þungt undir þessu að risa fyrir mikla og volduga þjóð, sem hefur mikil völd i hendi sér, en ekkert vinnur fljótar á sjálfsvirðingu þjóðar og virðingu hennar út á við en einmitLþegar blýið er hvað eftir annað látið stöðva iýðræðislega athöfn. Þeir eru orönir ófáir forustu- menn Bandarikjanna, sem hafa verið drepnir, til þess að gera á stuttum ferli Bandarikjanna. Fjórir forsetar hafa verið skotnir til bana á meöan þeir gegndu em- bætti, McKinley, Garfield, Lincoln og Kennedy. Þaö er ærin tala á einni öld eöa svo. Þá eru nýjustu dæmin um morðin á þeim Robert Kennedy og Martin Luther King. Nú siðast átti að Stefánsson i Skaftafelli er við spurðum hann um selveiðina á austanverð- um Skeiðarársandi. Ragnar sagöi, aö stofninn virtist ekki vera minni. Þetta fer allt eftir þvi, hvernig hagar til á sandinum i hvert skipti. Selurinn er mikið veiddur i Skeiðarárósunum og veiöjn fer kála George C. Wallace I miöju kosningaferöalagi. A þessari upptalningu sést, að enn er i góðu gildi hin ákafa og viöurkennda byssumeöfcrö, sem svo mjög var einkennandi á landnamssvæðum Banda- rikjanna á öldinni sem leið, þegar sexhleypan var látin gilda sem lög,hvenær sem sótt var út fyrir numin landssvæði. Aöferðir á slikum landssvæöum áttu sfnar réttlætingar. ööru máli gegnir um lif i háþróuðu samfélagi nú- timans. Evrópumenn skilja t.d. ekki þessi þrálátu morð og skot- árásir á bandariska forustumenn. Þeir eiga að vfsu nokkra sögu um sllka atburði, á þessari öld, eins og i Sarajevo og Marseilles. Sú saga er einnig óskiljanleg. Pólitisk fjöldamorð i Rússlandi og Þýzkaiandi eru annars eðlis, þótt þau séu ekki afsakanlegri. Allt beinir þetta spurningum að þroska mannsins. 1 miðri tækninni, auðnum og velferðinni, þar sem gervitunglin blika á himni og fréttir berast frá mánanum annan hvorn mánuð situr maöurinn næstum óbreyttur. Afbrot hans veröa þvi hrikalegri sem umhverfiö veröur meira sklnandi og skipulagt. Það mikið eftir þvi, hvernig hagar þar til, en sandfjaran þar breytist frá degi til dags. Veiðarnar standa frá lok mai og fram eftir júnimánuöi, og eru 3—6 menn við veiðarnar. Svo til allur selur, sem veiöist þarna, er land- kópur og i fyrra fengust 2000 kr. fyrir 1. flokks skinn. — A haustin er þarna lika nokkuö um útsel, en hann hefur ekki verið veiddur, þar sem lágt verð hefur fengizt fyrir skinn af honum. er cins og hann hafi gley mzt mitt I framvindunni með þeim af- leiöingum, að hann drepur án ástæðu og umhugsunarlaust inni- lokaöur i litilli sjálfsveröld, óupp- lýstur og svolitið geöbilaður, alveg eins og frægar hetjur villta vestursins. Kannski eru Bandarlkjamenn komnir skemmra á veg en margur hyggur. Viö býsnumst yfir gangi mála hjá Afríku- ncgrum. Hin myrka álfa þeirra fannst þó ekki til neinnar hlitar fyrr en á slðari hluta nltjándu aldar. Hin svokallaða siö- inenningin hefur ckki veriö meðtekin þar á einum degi. Landnámslifið i Bandarikjunum stóö sem hæst um þær mundir, sem Livingstone var aö kveikja ljós sin i Afriku. Timinn siöan hefur fært okkur heim sanninn um, aö þjóðir þurfa langan tima til að vitkast. Þess vegna geta ákveðin rök hnigiö aö þvi að enn um stund geti hugmyndaheimur villta vestursins valdi þvi, að cin- staklingar kjósi að láta blý koma fyrir lýðræði með þeim af- leiðingum, að helzta forusturiki vestrænna þjóða gengur halt til leiksins. Svarthöfði. Stjórnandi Vinarkvöldsins I Háskólabiói annað kvöld, Willi Boskovsky, sem margir kannast eflaust við úr Islenzka sjónvarpinu, ásamt eigin- konu sinni. (Timamynd Gunnar) m

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.