Tíminn - 20.05.1972, Síða 8

Tíminn - 20.05.1972, Síða 8
8 TÍMINN Laugardagur 20, mai. 1972, Ljósmæðranemar og Ijósmæður hafa hug á menntun sem gildir, einnig i öðrum löndum, eins og menntun hjúkrunarkvenna Helga Hinriksdóttir, Anna Harftardóttir, Sigrl&ur Einvarðsdóttir, Kristin Björg JjLristjánsdóttir, Gu&run tna Ivarsdóttir, og Jóhanna Sigur&ardóltir, saman komnari einu herberginu á heimavistinni. LJÓSMÆÐRUM GEFINN KOSTUR Á STYTTU HJÚKRUNARNÁMI Guftrún tna hugar a& einum af yngstu borgurunum á Fæ&ingardeild Landsspitalans. (Timamyndir Gunnar) Næsta haust gefst ljósmæörum kostur á að fara i hjúkrunarnám, sem verður tvö ár, að afloknu inn- tökuprófi. Hjúkrunarnám er annars þrjú ár nú, og eru þess þegar dæmi, að ljósmæöur bæti þvi við sig að loknu ljósmæðra- námi. Einar fimm ljósmæður eru t.d. i Hjúkrunarskóla Islands og fá þær væntanlega um 1/2 árs styttingu á hjúkrunarnáminu niður i 2 1/2 ár. Viðast erlendis eru ljósmóður- störf sérgrein aö loknu almennu hjúkrunarnámi. tslenzkar ljós- mæður hafa þvi ekki haft réttindi til að starfa erlendis eins og hjúkrunarkonur hafa haft. Þaö er m.a. af þessari ástæðu, sem margar ljósmæður og ljósmæðra- nemar hafa hug á hjúkrunar- námi. T.d. eru flestar af 12 ljós- mæðranemum, sem ljúka námi i haust, að hugsa um að reyna að komast á tveggja ára hjúkrunar- námskeiðið. Ljósmæðranámið sjálft er nú tvö ár. Ljóðmæðra- nemarnir vinna fimm daga vinnuviku á vöktum átta tima á sólarhring og stunda einnig bók- legt nám og sækja 1-2 kennslu- stundir daglega. Ljósmæðraskóli Islands er til húsa i Fæðingar- deild Landsspitalans og I tengslum við hana. Nemendur eru skyldugir til að búa i heima- vist. Ljósmæðranemar á siðara ári hafa nú 11.200 kr i fast kaup á mánuði. Ljósmæðranemar þurfa að vera tuttugu ára, þegar þær fara i skólann. Aldurstakmark i Hjúkrunarskólann er hinsvegar 18 ár. Við hittum nokkrar af ljós- mæðranemunum tólf á siðara ári, sem allar eru sterklega að hugsa um hjúkrunarnámið. Anna Haröardóttirúr Kópavogi fékk áhuga á hjúkrunar- og ljós- móðurstörfum, þegar hún vann um hálfs annars árs skeið sem gangastúlka á Landsspitalanum. Sigriftur Einvar&sdóttir, hafði unnið I banka í 5 ár, þegar hún ákvað að fara I Ljósmæðra- skólann. Jóhanna Sigurðardóttir, úr Reykjavik er samvinnuskóla- gengin. Hún fékk sig fullsadda á skrifstofustörfum eftir 3 1/2 ár og fór i Ljósmæðraskólann. — Ljós- mæðrastarfið er miklu meira lifandi og ekki eins mikil rútina. Kristin Björg Kristjánsdóttir er i frá Akureyri og vann við bókband hjá Prentverki Odds Björnssonar i 5 ár. Hún var orðin leiö á Akur- eyri og útkoman varð sú,að hún fór suður i ljósmæðraskólann. Helga Hinriksdóttir úr Vest- mannaeyjum kvaðst vera hætt við að gerast ljósmóðir i Eyjum i haust. — Ertu þá ákveðin að fara i hjúkrunarnámið? — Nei, ég er að hugsa mig um. En ég verð að gefa ákveðið svar heim, þvi þaö er búiö að auglýsa stöðu þar. Loks er Gu&rún Ina ívarsdóttir, úr Reykjavik, sem fór i ljósmæðra- nám að loknu stildentsprófi. — Það var ekkert háskólanám, sem vakti áhuga minn sérstaklega, enda get ég alltaf farið i það seinna. Það er alveg prýðilegt aö taka sér eitthvað verklegt fyrir hendur eftir að hafa setið yfir bókaskruddunum svona lengi. En ég sé ekki eftir að hafa gengiö i menntaskóla, þvi hef ég alltaf gagn af. Annars er sjaldgæft,að stúlkur úr menntaskólum hér verði ljósmæður. Ég veit aðeins um eina, sem útskrifaðist fyrir nokkrum árum. Það verður úr, að Guörún Ina, sem er formaður nemendafélags Ljósmæðraskólans hefur einkum orð fyrir þeim stöllum. — 1 framtiðinni verður ljós- mæðranámið hér sennilega eins árs framhaldsnám eftir þriggja ára hjúkrunarskóla. Með þvi að eiga kost á tveggja ára hjúkrunarnámi náum við þessu vonandi á sama tima. 1 sumar stendur til aö halda námsskeið i liffærafræði og barnafræði, það ég bezt veit. Það stendur senni- lega i sex vikur, en að þvi loknu verður inntökuprófið. Vonandi getum við sótt þetta námskeið samhliða ljósmæöranáminu, en viö útskrifumst ekki fyrr en 30.september. Hjúkrunarnámið hefst svo væntanlega i byrjun október, ef nægur áhugi verður meðal ljósmæðra. — Verður þetta ekki erfitt fyrir ykkur fjárhagslega að náms- timinn lengist um tvö ár? — Nei, við verðum sennilega á svipuðu kaupi og við erum núna, og fæði er á hagstæðu verði fyrir hjúkrunarnema. Við kunnum allar vel viö okkur i heimavist og viljum gjarnan komast á heima- vist Hjúkrunarskólans, ef nægt rúm verður þar. Stúlkurnar segja ljósmæður, sem jafnframt eru hjúkrunar- konur koma til með að vera mjög góða starfskrafta, sérstaklega á landsbyggöinni.' Auk þess telja þær slika menntun hagkvæmari en ljósmæðranámið eitt. Þær láta vel af náminu. Raunar er ein bekkjarsystir þeirra hjúkrunarkona,sem er að bæta við sig ljósmæðranáminu. Engin stúlknanna hefur orðið fyrir von- brigðum. — En það hefur verið mjög mikið að gera undanfarna mánuði, það er svo mikið um fæðingar, segir Guðrún ína. Ekki veitir af,þvi hver ljósmæðranemi á að gegna ljósmóðurstörfum við 60 fæðingar á námstímanum, en að sjálfsögðu er útlærð ljósmóöir alltaf viöstödd i öryggisskyni. — Það er svo margt, sem maður sér i þessu námi, sagði Guðrún tna._ — Ég get ekki sagt a& maður sé hræddur,þegar eitthvað alvarlegt er á seyöi. Hér eru læknar og ljós- mæður, sem taka vandamálin i sinar hendur. En það er reynt aö mennta okkur þannig, að við getum einar sinnt öllum eðli- legum fæðingum. Og ef eitthvað er athugavert senda ljósmæður úti á landi, þar sem ekki er þvi betri aðstaða,konurnar i öruggari hendur um tima. -S.J. 1*30*0GH Adidas fótboltaskór Malarskór: La Plata, stærð5 -7, verð kr. 1807 Real, stærð 41/2-71/2, verð kr. 1575 Grasskór: Inter, stærð 41/2-81/2, verð kr. 1581 Sportvöruverzlun Ingólfs Oskarssonar Klapparstig 44 — Simi 11783 — Reykjavík AÐALFUNDUR LANDVARNA Landsfélag Vörubifrei&aeigenda á flutningaleibum verOur haldinn a& Hótel Esju, laugardaginn 27.mai n.k. og hefst kl. 13.30. Dagskrá: Venjuleg a&alfundarstörf. Stjórnin.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.