Tíminn - 16.06.1972, Side 1

Tíminn - 16.06.1972, Side 1
IGNIS ÞVOTTAVÉLAR kæli- skópar jQftg A/ RAFTÆKJADEILD Hafnarstræti 23 Símar 18395 & 86500 |IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII1IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIJIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIÍIIIIIIII1IIIIIIIIIIIIIIIIIIIÍ I Umhverfis I • •• X t / joroina a I 500 dögum I tímarítinu Hjarta- vernd er skýrt frá því, að árið 1971 hafi 1240 vindlingar verið reyktir í landinu á hvert einasta mannsbarn, allt fra hvít- voðungunum til örvasa öldunganna. Hér er þó aðeins talið það tóbak þessarar tegundar, sem Áfengis- og tóbaks- verzlun ríkisins seldi,alls 253 milljónir vindlinga. Við þetta bætast sextiu og sex smálestir af reyktóbaki og rösklega þrettán milljónir vindla. Alls voru þaö átta hundruð og tiu milljónir króna, sem íslendingar brenndu milli vara sér þetta eina ár. bað er snöggt um hærri fjarhæö en varið var alls til vegamála árið 1970 og meira en þrefalt framlag rikisins til heilbrigðismála það ár. Væri sigarettunum, sem við reyktum þetta ár, raðað hverri við endann á annari, myndu þær ná meira en fimm niundu hluta leiðarinnar um- hverfs jörðina um miðbaug. Hér við bætast að sjálfsögðu bæði smyglaðir vindlingar og vindlingar, sem ferðafólk hefur með sér til landsins á löglegan hátt. En óvarlegt er að gera þvi skóna, að þetta sé svo mikið magn, að endarnir nái saman um miðbauginn, þótt þvi væri aukið við. En á fimm hundruö dögum komumst við umhverfis jörðina á þeim vindlingum einum, sem komnir eru frá Áfengis- og tóbaksverzluninni. J.H. Hvað á húsið að heita? Klp—Reykjavik. Hvað á Myndlista- húsið, sem byggt hefur verið á Miklatúni og verður formlega tekið i notkun i haust, að heita?.... Þessu hafa margir verið að velta fyrir sér að undanförnu og ekki að ástæðulausu, þvi að dagblöðunum og öðrum fréttastofum, hefur ekki borið saman um heiti hússins, bæði nefnt það Kjarvalsstaði, Kjarvalshúsið á Mikla- túni og Myndlistarhúsið á Miklatúni. Viö höfðum i gær tal af Páli Lindal, borgarlögmanni, og spurðum hann, hvort einhver ákvörðun hafi veriö tekin i sam- bandi við nafngift á húsinu. Páll kvað það ekki vera, en hann geröi ráð fyrir þvi,að húsinu yrði form lega gefiö nafn við vigslu þess I oKioDer n.K. „A Borgarreikningnum heitir húsið Myndlistarhúsið við Mikla- tún” sagði Páll — En Geir Hallgrimsson, borgarstjóri varpaði fram þeirri hugmynd, þegar fyrsta skóflustungan að húsinu var tekin, að það yrði nefnt Kjarvalsstaðir. Hvort nafnið það verður er enn ekki vitað. Fólkið hefur oftast sjálft ráðið nöfnum á opinberum byggingum, a.m.k. svo lengi sem nöfnin eru talin hæf. T.d. hét Iþróttahöllin i Laugardal hjá okkur Sýninga og íþróttahúsið i Laugardal, en fólkið skýrði það Laugardalshöll, og hefur það fest við það siðan”. Mönnum ber ekki saman um, hvort nafnið á þessu húsi á að vera Kjarvalsstaðir, eða Mynd- listarhúsiö við Miklatún. beir, sem eru á mðti fyrra nafninu, telja það ekki viöeigandi, að húsið beri nafn eins manns, þar sem aðeins hluti þess verði notað undir sýningar á verkum hans. Hinn hlutinn verði notaður fyrir almennar sýningar. Auk þess sé þegar komið hús, sem beri nafn Kjarvals, Kjarvalshúsið á Sel- tjarnarnesi. Geti þvi þessi nafna- gift aðeins orðið til að valda mis- skilningi hjá fólki. Hinir, sem vilja nefna húsiö Kjarvalsstaði, telja, að húsiö eigi aö bera nafn þessa fremsta list- málara þjóðarinnar. I þvi verði standandi sýningar á verkum hans árið út i gegn, og sé lág- markskrafa, að það beri þvi nafn hans bað myndi einnig auka að sókn aö húsinu og þá um leið öðrum sýningum, sem þar yröu haldnar, ef húsiö héti nafni þessa fræga listmálara. Fólkið kæmi á söfn og staði, sem bæru nöfn frægra manna, og benda þeir á sem dæmi Emil Nolde-safnið i býzkalandi, Munk-safnið i Noregi og fleiri viða um heim. Svo erþaðþriöji hópurinn,sem hefur gefið þessu húsi nafn. Eru það yngri listamenn, sem vilja nefna það Myndlistarhúsið við Klambratún. bað sé mikið list- rænna nafn en Myndlistarhúsið við Miklatún eöa Kjarvalsstaðir. betta tún, sem húsið standi á , hafi heitið Klambratún frá fornu fari, og sé engin ástæða að breyta þvi nafni. AAenningarvitinn brenndur & Eyjapiltar fóru frá Höfn í gær SB—Reykjavik Vestmannaeyingarnir fimm, sem lögðu af stað frá Eyjum i fyrrakvöld á tveimur gúmbatum og ætla að fara umhverfis landið, komu tll Hafnar I Hornafirði kl. 9.30 I gærmorgun og munu hafa farið þaðan aftur I gær. t fjarveru hafnsögumanns á Höfn reyndist erfitt aö fa upplýs- ingar um ferðir Eyjamanna, en Hornafjaröarradió sagði, að þeir hefðu boðað komu sina. Frétta- ritari Timans i Höfn kvað menn hafa séö til bátanna, en þeir heföu ekki komiö aö bryggju. Ekki hefur orðiö vart ferða bátanna á Djúpavogi eöa Breið- dalsvik i dag og Neskaupstaðar- radió kvaðst i gærkvöldi ekkert hafa frétt af þeim. Bliöuveður er fyrir austan og sjór nánast spegilsléttur. Enn sprengju- gabb í„Queen Elizabeth II” NTB—New York 1 annaö sinn á einum mánuði, varö farþegaskipiö „Queen Elizabeth II fyrir barðinu á sprengjugöbburum i gær. Hringt var til útgerðarinnar og tilkynnt, aö sprengja mundi springa I skip- 'nu siðari hluta dagsins. Skipið lagðist aö bryggju I New York I gærmorgun, Engin sprengja fannst, þrátt fyrir itarlega leit með sporhundum og ýmsum tækjum. Um borö i skip- inu voru 2100 manns. Viö lok Listahátiðar f gærkvöldi, að afloknum tónleikum í Laugar- dalshöllinni, var „Menningarvit- inn”, listaverk Kjartans Guöjóns- sonar, brennt til ösku. Skemmtu áhorfendur sér hið bezta við brunann en myndina tók Róbert viö það tækifæri. Sjá nánar um Listahátið á bls. 3. ..................... (Kvikmyndun Brekkukots-I annáls hefst 25. júlí | ÞB—Reykjavik | Eins og kunnugt er | stendur fyrir dyrum | að kvikmynda | Brekkukotsannál | Halldórs Laxness. | Blaðamaður hitti þá | Ernst Steinlechner, | sem stjórnar fram- | leiðslu kvikmyndar- | innar, og Sölve Kern, | en hann hefur mikið | fengizt við stjórn og I framleiðslu kvik- mynda bæði i Þýzka- landi og Noregi, hann er norskur. Voru þeir félagar að koma úr för sunnan úr Gerðum i Garði og sér til full- tingis höfðu þeir leik- tjaldamálarana Björn Björnsson og Jón Þórisson. Að sögn Sölve Kern lizt þeim vel á staðinn. Eyrar- bakki kemur lika við sögu, en þar á að taka hluta mynd- arinnar. Ennfremur skýrði hann frá þvi,að þýzka sjón- varpiö sæi um gerð myndar- = innar aö öllu leyti öðru en þvi, = að islenzka sjónvarpiö heföi = meö höndum leikbúninga og g leiksviö. Björn og Jón hafa = verið aö teikna og vinna að 1 leiksviðunum, en þau eru 30 að = tölu. Handrit og leikstjórn eru = verk Rolf Hádrich, sem að = sjálfsögðu hefur haft fullt = samráð við Laxness. Sveinn b Einarsson veröur aðstoðar- = leikstjóri og allir leikendur = Islenzkir. Ekkert hefur verið = ákveöið um það hverjir muni |j leika i myndinni, nema Jón = Laxdal, hann er þegar ráðinn. || Kvikmyndatakan hefst 25. Z júl' g lýkur 20. september. = xún r öll fram á Islandi. g .iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiTÍI

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.