Tíminn - 28.06.1972, Blaðsíða 10

Tíminn - 28.06.1972, Blaðsíða 10
10 TÍMINN Miövikudagur 28. júni 1972 HUGLEIÐINGAR 0G STAÐREYNDIR Ég horfi út um gluggann minn og stari upp i þennan undurbláa himin, sem hvelfist yfir okkur, og virði fyrir mér skýjadreifarnar, sem koma siglandi úr austri yfir dimmblátt þakið á útvarpshúsinu (iuðniuiiclur Björgúlfsson. og halda sina leið yfir Sambands- húsið og íþróttahús Jóns Þor- steinssonar, unz þær hverfa mér við grá hamravirki þjóðleik- hússins. Og þá hvarflar það mér i hug, hversu margt gerist i landi okkar undir þessum bláa himini og öllum skýjunum, sem hann tjaldar á ýmsa vegu, svo að okkur skorti nú ekki tilbreytnina. Mér verður hugsað um allan marg- breytileik þess lffs, sem lifað er frá Langanesfonti til Reykjanes- táar, allt amstur mannfólksins, ýmist einfalt i óllum sniðum,rótt og kyrrlátt. undarlega flókið, ýmist þrotlaus sókn ,að settu marki, oft býsna erfið, eða eirðarlaust flökt án stefnumiðs, fálm i myrkri og rek fyrir vindi og veðrum. Og hér sit ég sjálfur á gömlum stól, sem ég get snúið i kring, eftir þvi, hvort ég er að tala i simann eða taltækið eða tek til að lemja á ritvélina, óskandi þess, að himinninn blási mér ein- hverju i brjóst, sem geti fundið náð fyrir augum lesendanna, helzt nokkrum tugum þúsunda. Það er kapphlaupið, sem ég sjálfur þreyti. LÖGREGLUÞJÓNNINN, SKYLDAN OG FUGLARNIR Sem ég kem þessum orðum á pappirinn, hringir til min maður og segir: „Talaðu við hann Guðmund Björgúlfsson hjá Sam- vinnutryggingum. Hann er ný- búinn að fá dálitið i hendur, sem að visu kemur seint til skila - þér á ekki að vera ofvaxið að grafa upp, hvað ég á við". Guðmundur Björgúlfsson er maður nálægt miðjum aldri, og i eina tið var hann lögregluþjónn austur i Neskaupstað. Það var löngu áður en menn fóru að tala um náttúruvernd, og satt að segja var náttúruverndin ekki alls staðar á marga fiskana þá (frekar en enn er). t bibliunni er mönnum sagt að lita til fugla himinsins og gefa gaum að liljum vallarins. 1 fjöldamörgum kaup- túnum - ekki aðeins i Neskaup- stað eða þorpunum á Aust- fjörðum, heldur mjög viða um land - litu menn til þeirra með byssu i hönd. Skothvellirnir Myndspjaldið, sem Guðmundi Björgúlfssyni var gefið á dögunum. Aftan að: „Til minja um rösklega verndun fugla á Norðfjarðarhöfn". L glumdu, og fuglarnir böðuðust blóði sinu, sumir dauðir, aðrir særðir, og það var ekki ævinlega um það spurt, hvort byssunum var lyft á stöðum, þar sem skot voru leyfð, eða peim beint að fuglum, er vinna mátti grand. Jæja - Guðmundur Björg- úlfsson var lögregluþjónn i Neskaupstað árið 1956, og þar i bæ voru skyttur, sem áttu það til að haga sér bæði ógætilega og óvægilega. Guðmundur Bjórg- úifsson var maður, sem unni fuglalifinu og náttúru landsins, og hann var lika maður, sem vildi af trúnaði rækja það starf, sem hann hafði tekið að sér. Hann beindi geiri sinum að skyttunum skot- glöðu, og á einum degi, 25. m sl VI Þ SÉ s\ s; h( Þorsteinn Matthíasson BUSKAPUR VEITIR AAEIRI Ll INGU EN NOKKUÐ ANNAI Við, fólkið sem hörfað höfum frá þvi, er við köllum harðbýli heimasveitar og leitað á vit fjöldahreyfingarinnar viö Faxa- flóa, höfum gjarnan þann sið, aö koma saman nokkrum sinnum á ári til þess að eiga orðskipti og rifja upp minningar frá fyrri dög- um. Það var einmitt á einum slikum mannfundi, sem ég hitti fyrst Viggó Valdimarsson. Hann var þá húsvörður i Hlégarði i Mos- fellssveit, en þar höfðum við fengið inni fyrir þessa gleði okk- ar. Siðan þetta var hefur margt breytzt, meðal annars það, að Viggó er ekki lengur velsæmis- vörður fyrir Mosamenn heldur bóndi austur i Olfusi. Ég er fæddur á Bildudal i Arn- arfirði. Foreldrar minir voru Valdimar Guðbjartsson trésmið- ur, Arnfirðingur að ætt, og Bjarn- friður Tómasdóttir, einnig Arn- firðingur. Móður mina missti ég ungur og fór i fóstur til Guðmundar Jónssonar og Guðriðar Guð- mundsdóttur, þau bjuggu á Sveinseyri i Tálknafirði. Hjá þeim ólst ég upp til átján ára ald- urs, þá fór ég á bændaskólann á Hvanneyri. Eftir dvölina þar var ég heima eitt sumar. Arið 1946 fluttist ég til Reykja- vikur og var þar nokkur ár stræt- isvagnabijstjóri. Eitt sumar vann ég hjá vegagerðinni og annað hjá Búnaðarsambandi Borgarfjarð- ar. Ég mun hafa verið þrjú ár hjá strætisvögnunum og finnst mér sem það sé eitt leiðasta starf, sem ég hef nokkru sinni stun<S|að. En þetta var róleg vinna, vinnutim- inn ekki langur, og gaf þvi mögu- leika á ýmiss konar aukavinnu. Þegar ég hætti hjá strætisvögn- unum fór ég út i Viðey og var þar bóndi eitt ár ásamt öðrum. Þar var skemmtilegt að vera. Þetta eröndvegisjörð, sem gefur mögu- leika til stórbúskapar. Við höfð- um eingöngu kýr. Þá var verið að leggja niður búið i Þorlákshöfn. Skúli Þorleifsson, maóurinn sem átti það, var að hætta. Af honum keyptum við 19 gripi. Þessi búskapur stóð aðeins eitt ár, og hefði þvi mátt búast við stórfelldu tapi, þar sem það hafði mikinn kostnað i för meö sér að flytja út i eyjuna. Að betur fór or- sakaðist af þvi, að eigandi jarðar- innar keypti allt búið af okkur um vorið. Við vorum þarna kauplausir þetta ár, öðru tópuðum við ekki, en lærum heilmikið á þessu. Frá Viðey fór ég upp að Ala- fossi og var þar við búskap hjá þeim feðgum Sigurjóni og sonum hans Ásbirni og Pétri, i ein þrjú ár og svo bilstjóri á flutningabil þeirra önnur þrjú. Eftir það fór ég i Hlégarð og var þar fjögur ár. Þar féll mér mjög sæmilega. Það var gaman að kynnast ýmsu fólki, sem þangað sótti og maður hafði samskipti við. Ljósustu punktarnir voru sam- komur ýmissa átthagafélaga. Sérstaklega var það eitt átthaga- félag, sem mér þótt alltaf gaman að taka á móti. Það var Atthaga- félag Sléttuhrepps. 011 dagskrá þeirra var heimatilbúin og mjög vönduð. Ekki yfirgripsmikil, en anzi sniðug og vel gerð. Það leyndi sér ekki, að félagarnir voru prýðilega samhentir. Þegar ég fór frá Hlégarði réðist ég rýðsmaður við barnaheimilið i Skálatúni. Það likaði mér ágæt- lega. Þá gerist það, að litið ný- býli, Hulduhólar, er auglýst til sölu og það kaupi ég. A Hulduhól- um bjó ég i átta ár, frá 1961 til 1969, þá i'lyt ég hingað að Bræöra- býli. Keypti hús og girðingar, en rikið á landið. Hér hef ég um tutt- ugu mjólkandi kýr. — Hvað þarft þú að eiga mik- inn vélakost á þinu búi?— — Ég þarf nauðsynlega að eiga tvær, væri gott að hafa þrjár. — 1 þessu er gifurleg fjárfesting og nýting vélanna ekki eins mikil og vera ætti, þegar tillit er tekið til stofnverðsins. Eina vélina nota ég allt árið, en tvær ekki nema fimm til sex mánuöi. — — Er hægt að gera ráð fyrir, að neytendur, t.d. mjólkur séu, færir um að greiða hana þvi verði, að framleiðsla á ekki stærra búi beri þennan vélakost og allan annan kostnað rekstrinum viðkomandi? — Til þess að geta rekið svona bú, unnið eins og maður og lifað lifi eins og fólk vill hafa nú á tim- um, verður þetta að ske. — Þyrftir þú að hafa meiri vél- ar, þótt kýrnar á búinu væru fjörutiu? — — Já, en ég þarf tiltölulega litlu að bæta við. Og þaö er alveg rétt, að sum búin eru óhagstæð vegna þess, hvað þau eru litil miðað við þann vélakost, sem verður að hafa. Hins vegar er það hugsan- legt, að bændur i þéttbýlum hér- uðum geti átt sumar vélar sam- an, þó þvi aðeins að þeir séu sam- starfsfúsir og kunni að laga sig hver eftir öðrum eða sýna tillits- semi. Nú, þegar komnar eru jafn — afkastamiklar vélar og t.d. þyrilsláttuvélar, þá ætti að vera mjög auðvelt fyrir fleiri bændur á meðalbúi — miðað við svona tutt- ugu kýr — að eiga slika vél sam- an, án þess að neinir árekstrar þurfi að verða. — Finnst þér, að þrengt sé að sjálfræði bændastéttarinnar, meðan svo horfir sem nú er, að rikið stendur að nokkru leyti und- irrekstrinum, þótt það jafnframt hefði hönd i bagga með skipulagi búrekstursins, t.d. þannig, að staðsetningu fjárbúa og kúabúa væri hagað eftir landsháttum og með tilliti til þess, hvar auðveld- ast er að riá til markaða með mjólkurframleiðslu? — — Nei, mér finnst það bara al- veg sjálfsagt, þetta er einmitt það, sem þarf að gera. Skipu- leggja kúabúin sem næst fjölbýl- inu, þar sem dagleg neyzluþörf er mest. En aftur sauðfjárbúin þar sem sumarlönd eru viðáttumest og vel gróin fjalllendi. Það er engin ástæða til að segja mér fyr- ir um það hvort ég skuli gefa mig að sauðfjár- eða nautgriparækt. Það á að vera mér i sjálfsvald sett. Ég verð aðeins að haga bú- setu minni eftir þvi. Ég er eigin- lega undrandi á, að þessi mál skyldu ekki vera tekin fastari tök- um þegar verið var að deila um staðsetningu mjólkurbúanna og kostnað við mjólkurflutninga, sem verður oft ótrúlega mikill þegar um litið magn er að ræða frá fjarlægum stöðu'm. Nú nýlega er komið fram at- hyglisvert sjónarmið, sem ég er i rauh og veru hissa að enginn skuli hafa hreyft fyrr,.en það er að lög- gilda búskapinn sem iðnað. Eins og nú er, getur hver sem er, ef hann með einhverjum ráöum kemstyfir jarðnæði, hafið þar bú- rekstur. Maðurinn þarf ekki að hafa neina þekkingu til brunns að bera og getur, ef svo vill verkast, verið algjör landeyða. Hann getur komizt yfir öll lögboðin lán og þannig fengið i hendur fé, enda þótt hann hafi ekkert vit á að meðhöndla skepnur svo forsvar- anlegt sé. Þessi dæmi eru til. Það virðist ekki óeölilegt, þó að þjóðfélagið krefjist einhverrar fagþekkingar af þeim mönnum, sem leggja fyrir sig sjálfstæðan atvinnurekstur á sviði landbún- aðarins og eru þar stjórnendur. Það'eru orðnir svo miklir fjár- munir.'sem liggja i einu búi og oftast mikillhlutiþeirra tekinn að láni af almannafé, að sjálfsagt sýnist að setja þau skilyrði, að menn þekki eitthvað til þess, sem þeir eru að taka sér fyrir hendur. Það er sjálfsagt ekki hægt að taka fram fyrir hendurnar á pen- ingamanni, sem vill kaupa jörð og hefja búrekstur, enda þótt hann sjálfur kunni engan verks- hátt þar að lútandi. En vilji hann á einhvern hátt njóta fyrir- greiðslu þjóðfélagsins við þessa starfsemi. ætti honum að vera skylt að hafa bústjóra, sem aflað hefði sér þekkingar á þessu sviði og kynni þar full skil á. Á sama hátt og útgerðarmaður, sem ekki hefur þekkingu sjálfur, verður að fela öðrum stjórn á s'kipi sinu og mat á þeim fiski, sem flutt er á land og boðinn til sölu. Yrði landbúnaðurinn rekinn sem iðngrein, þar sem ákveðið

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.