Tíminn - 28.06.1972, Blaðsíða 16

Tíminn - 28.06.1972, Blaðsíða 16
16 TÍMINN Miövikudagur 28. júni 1972 Umsjón: Alfreð Þorsteinsson Verða Framarar Reykjavíkur- meistarar þriðja arið 1 röð? - þeim nægir jafntefli við Val, þegar liðin mætast á Laugardalsvellinnm Bcrgsveinn Alfonsson, fyrirliði Vuls, leksl honum að stýra liði sinu til sigurs i kvöld og fara mco Iteykjavikurmcistaratitilinn, að llliðarcnda. (Timamynd llóbcrt) Urslitaleikurinn i Revkjavíkur- mótinu i knattspyrnu, verður leikinn i kvöld. Það veroa tvö Austurhæjar-Iio Kram - Valur, sem ganga til leiks á Laugardals- vellinum, lið, sem löngum hafa eldað grátt silfur á knattspyrnu- sviðinu. Liðin leika ólika knatt- spyrnu, Valsliðið er mjög sókn- djarft og er oft nefnt, liðið með sljörnuframlinuna. Framliðið hefur á aft skipa, cinni stcrkustu vörn, sem fclagslið getur státað af. Bæði liðin hafa frábæra mark- mcnn og liðin i hcild lcika mjög skemmtilega knattspyrnu, enda lalin þau skemmtilegustu i islcn/.kri knattspyrnu i dag. Framliðinu, nægir jafntefli til að hljóta Heykjavikurmeistara- titilinn i ár — liðið er núverandi meislari og hefur haldið þeim titli tvö siðastliðin ár og ef liðið vinnur i kvöld, heldur það bikarnum, sem keppt er um. Iþróttabanda- lag Heykjavikur, gaf þann bikar til keppninnar 1959, en það var l'yrst keppt um hann 1963, þessi lélög hafa hlotið bikarinn og orðið þar með Heykjavikurmeistari. 1963 Valur 1964 Fram 1965 KH 1966 Þróttur 1967 KH 1968 Valur 1969 KH 1970 Fram 1971 Fram 1972 ? Reykjavikurmótið, sem likur i kvöld, er það 54. i röðinni — áður hafa verið haldin 53. mót og hafa Reykjavíkurtitlarnir, skipzt þannig: KR 24 sinnum, Valur 15, Fram 13,Vikingur 1 og Þróttur 1 sinni. Leikurinn i kvöld verður örugg- lega skemmtilegur og vel leikinn, það verður hart barizt og ekkert gefið eftir. Liðin eru i góðri æfingu — það má búast við að þau verði þannig skipuð: Framliðið: Þorbergur Atlason, Baldur Scheving, Ágúst Gunnars- son, Marteinn Geirsson, Sigur- bergur Sigsteinsson, Ásgeir Eliasson, Gunnar Guðmundsson, Erlendur Magnússon, Snorri Hauksson, Eggert Steingrimsson og Kristinn Jörundsson. Valsliðið: Sigurður Dagsson, Vilhjálmur Kjartansson, Róbert Eyjólfsson, Páll Ragnarsson, Sigurður Jónsson, Bergsveinn Alfonsson, Alexander Jóhannes- son, Jóhannes Eðvaldsson, Her- mann Gunnarsson, Ingi Björn Albertsson og Ingvar Elisson. Það má búast við.að framlina Vals með þá Hermann, Inga B. og Alexander, verði Framvörninni þung i skauti, en ef vörnin hjá Fram leikur eins og hún hefur leikið i siðustu leikjum sinum, verður erfitt fyrir framlinu Vals, að komast i gegn um hana. Framlinan hjá Framliðinu, er alltaf stórhættuleg og sérstak- lega, þar sem hún nær alltaf hættulegustu sóknunum sinum, upp miðjuna, þar sem Valsvörn- in, er veikust fyrir. Ná Ásgeir, Erlendur og Gunnar völdum á miðjunni fyrir Fram og fá að ráða miðvallarspilinu? Eða snýst þetta við og verða það Bergsveinn, Jóhannes og Ingvar, sem stjórna ferðinni á miðiunni? Það má búast við að það verði háð hörð orrusta um miðjuna, þvi að miðjan skiptir öllu máli fyrir liðin, sem byggja bæði upp sóknirnar sinar þaðan. Það verður margt spennandi við leikinn i kvöld — og eflaust biða margir spenntir eftir svari við tveimur spurningum: Skora Framarar mörk með skalla? Verður Hermann óstöðvandi i kvöld, eins og i siðustu leikjum hans? Setja Frammarar Gunnar Guðmundsson, til höfuðs Her- manni? Svar við þessum spurn- ingum fást i kvöld og það má búast við aðmýjum spurningum, skjóti upp koílinum, i leikhlé leiksins. Til gamans ætlum við að birta úrslit i fjórum siðustu leikjum lið- anna: 1971 Rvk.m. Fram - Valur 2:0 1971 tsl.m. Valur - Fram 5:3 1971 Isl.m. Valur - Fram 2:1 1972 Isl.m. Fram - Valur 1:1 Og að lokum kemur staða lið- anna i Reykjavikurmótinu: Fram 4 4 0 0 16:3 8 Valur 4 3 10 6:3 7 SOS. Baldur Scheving, fyrirliði Kram, tekst liði hans að hljóta Heykjavikurmeistaratitilinn, þriðja árið i röð. (Timamynd Róbert) Kona á Neskanpstað fékk íyrsta silfnrmerki KSÍ ÞÖ—-Neskaupstað tslenzka landsliðið i knatt- spyrnu, stjórn KSI, fulltrúar fra sambandi knattspyrnudómara og félagi knattspyrnuþjálfara gistu Austfirði um helgina. Stjórn KSt héltfund i Valhöll á Eskifirði með ýmsum f orráðamönnum austfirzkra knattspyrnumála og var stjórn KSl svo til öll mætt á fundinum. A fundinum voru rædd ýmis þau mál, sem reynzt hafa Austf'irðingum erfið á knatt spyrnusviðinu, sérlega þau, sem rekja má til fjarlægðar lands- hlutans frá þéttbýliskjarnanum á SV-landi. Einnig voru flutt erindi um dómara- og knattspyrnumál. A fundinum voru nokkrum dómurum veitt héraðsdómara réttindi, og Óla Fossberg voru veitt landsdómararéttindi. Þá sæmdi stjórn KSt frú Elmu Guðmundsdóttur á Neskaupstað silfurmerki sambandsins og er hún fyrsta konan, sem þann sóma hlýtur. Eftir hádegi á sunnudaginn keppti úrvalslið KSt við úrval úr Ungmenna- og iþróttasambandi Austurlands, UIA, og sigraði landsliðið að sjálfsögðu, 6:0. Var leikurinn litt skemmtilegur, til þess var hann of ójafn, en Aust- firðingar áttu nokkur góð tæki- færi, meðal annars tvö skot i stöng. Fór leikurinn fram á knatt- spyrnuvellinum á Eskifirði. Leika Valur og FH til nrslita í úti- handknattleiksmótinn? - nr |iví fæst skorið í kvöld I kvöld likur riðlakeppninni i ts- landsmótinu i handknattleik utanhúss. Leiknir verða tveir leikir og hafa þeir úrslitaþýðingu — i a-riðli mætast FH og ÍR, næg- ir FH-ingum jafntefli til að kom- ast i úrslit. 1 b-riðli leika Vikingur —Spasski kom á golfvöllinn á Jónsmessunótt- Úrslit i Coca Cola i Vestmannaeyjum — Landslið Pressa i golfi- Meistaramótin i næstu viku og f.l. A laugardagskvöídið og aðfara- nótt sunnudagsins fór fram hjá öllum klúbbunum hin árlega Jónsmessukeppni i golfi. Þá hefst keppni venjulega um kl. 21 til 22 á laugardagskvöldið og er þá leikið fram yfir miðnætti- hjá sumum jafnvel fram á rauða morgun. Þetta fyrirbrigði þekkist hvergi i heiminum nema hér á tslandi, enda kemur það útlendingum einkennilega fyrir, að golf skuli vera leikið að nóttu til. Sumir ferðamenn gerðu sér ferð á vellina til að sjá þetta fyrirbæri, m.a. kom heimsmeistarinn i skák, Boris Spasský, ásamt fylgdarliði út á golfvöll Ness á Seltjarnarnesi tilað sjá þetta, svo og að sjá þessa iþrótt leikna, en hún er með öllu óþekkt i heima- landi hans. Þótti honum mikið til hennar koma, og sagði að það væri áreiðanlega gaman að taka þátt í henni, og þá sérstaklega að geta sagt, að maður hafi leikið að nóttu til uppi á tslandi. 1 keppninni út á Seltjarnarnesi sigraði Thomas Holton, sem lék á 65 höggum nettó. Annar varð Hörður Olafsson á 67 höggum og þriðji Hreinn M. Jóhannsson á 70 höggum. Hjá Golfklúbbi Reykjavikur sigraði Hallgrimur Þorgrimsson, annar varð Ragnar Vignir og þnöji Oskar Sæmundss. eftir aukakeppni við Sigurð Matthiass. sem fékk sérstök afreksverðlaun, en hann lék i 5 tima stanzlaust með aukakeppni og öðru. t Hafnarfirði sigraði Niels Karlsson, annar Orn Isebarn og þriðji Ingólfur Helgason. I Vest- mannaeyjum sigraði aftur á móti Atli Aðalsteinsson eftir auka- keppni við Jón Hauk Guðlaugs- son. önnur úrslit hafa okkur enn ekki borizt. FYRIR helgina lauk i Vest- mannaeyjum Coca Cola-keppn- inni, en það er 72 holu keppni og þvi ein sú stærsta, sem þar fer fram. Sigurvegari í henni fær m.a. rétt til að taka þátt i Meistarkeppni Fl, sem fram fer á velli Golfklúbbs Ness undir lok keppnistimabilsins. Sigurvegari að þessu sinni varð Jón Haukur Guðlaugsson, sem lék á 305 hóggum. Jón er að verða einhver bezti kylfingur Eyja- skeggja, en hann er nú komin með 4 i forgjöf, og er það lægsta forgjöf þar. Annar varð Hallgrimur Júliusson, bróðir Haraldar Júliussonar, á 308 höggum, þriðji Arsæll Sveinsson á 312 höggum og i fjórða og fimmta sæti, Atli Aðalsteinsson og Marteinn Guðjónsson á 313 höggum. Með forgjöf sigraði bæjar- stjórinn i Vestmannaeyjum Magnús H. Magnússon. Á laugardaginn kemur fer fram opin keppni hjá Golfklúbbi Reykjavikur. Er það fyrsta opna keppni karla, sem fram fer á þeim velli i ár. Þessi keppni er ný og ber hún nafnið CHRYSLER-keppnin. Er hún 18 holu höggleikur, og hafa þeir, sem eru með 15 eða meir i forgjöf aðeins rétt til að taka þátt i henni, hinir, sem eru meb lægri forgjöf en 15,fá ekki að vera með. Eftir næstu helgi hefjast i öllum golfklúbbum landsins, meistara- mót klúbbanna. Eru það að sjalf sögðu stærstu mótin i hverjum klúbb, og er jafnan góð þátttaka i þeim. Þar er 'keppt "i ÖÍlum flokkum, karla , kvenna og unglinga og eru leiknar 72 holur, svo keppnin stendur yfir i fjóra daga. Liklegt er að á föstudaginn fari ItíRi .l(íii Haukur Guðlaugsson sigraði i Coca Cola-keppninni i Vestmann- eyjum. fram á Grafarholtsvelli keppni milli landsliðsins i golfi, sem tekur þátt í NM-mótinu i Danmörku um miðjan júli og liðs, sem Iþróttafréttamenn velja, eða svokallaðs Pressuliðs. Mun það verða i fyrsta sinn, sem landslið og pressa mætast i keppni i golfi hér á landi. Nánar mun verða sagt frá þessari fyrirhuguðu keppni á morgun. ^p og Valur, en félögin hafa hlotið 4 stig, fer þvi liðið, sem sigrar i kvöld, i úrslit. Fyrri leikurinn i kvöld hefst kl. 20.00 og má búast við að það verði hart barizt og góður handknattleikur sýndur i leikjunum. Eftir s.l. helgi hafa verið leiknir fjórir leikir i mótinu og hafa þeir farið þannig: Haukar — Fram KR — Grótta Haukar — Ármann Fram— FH 21:17 15:13 20:16 22:22 Haukar komu á óvart gegn Fram og sigruðu, Fram-liðið með alla sina landsliðsmenn. Haukaliðið hafði 11:10 yfir i hálf- leik, en liðið náði enn betri tökum á leiknum i siðari hálfleik og sigr- aði örugglega. Leikur KR og Gróttu var jafn allan timann, en undir lokin tókst KR-ingum að tryggja sér sigur. Armenningar áttu i miklum erfiðleikum með Haukaliðið og tókst þeim ekki að skora hjá Sigurgeiri markverði Hauka, lang-timum saman. Staðan i hálf- leik var 10:10, en i siðari hálfleik, tóku Haukarnir leikinn i sinar hendur. Leikur Fram og FH var mjög spennandi, um tima var Fram- liðið komið i sjö marka forskot, en það dugði ekki gegn hinu baráttu- glaða FH-liði. Leikmönnum liðs- ins tókst smátt og smátt að saxa á forskot Framliðsins, og þeim tókst að jafna 20:20, 21:21 og rétt fyrir lokin 22:22. Það var klaufa- legt hjá Framliðinu að missa svona niður leikinn, sem það um tima var búið að sigra i.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.