Tíminn - 28.06.1972, Blaðsíða 11

Tíminn - 28.06.1972, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 28. júni 1972 TÍMINN 11 UiWi an á það hefur Axel Túlinlus rit- Ljósmynd: Björn Björnsson. nóvember 1956, stóð hann ellefu skyttur að ólöglegum fugla- veiðum á Norðfjarðarhöfn. Þessar skyttur voru allar sektaðar. Nú ætti það svo að vera - eða svo finnst þeim, sem þetta skrifar -, að hver, sem rækir starf sitt af samvizkusemi og elju, hlyti heiður og þökk. Og vissulega munu margir hafa kunnað Guðmundi þakkir fyrir framtak hans. En hins munu líka hafa verið dæmi, að hann hafi orðið fyrir óþægindum og áreitni, einmitt vegna þess arna, sérstak- lega þegar þeir voru drukknir, er þóttust eiga honum grátt að gjalda fyrir vikið. Það hefur sagt mér maður, sem minnist þessara ára þar eystra. AD SEXTÁN ÁRUM LIÐNUM Hvað um það - vikjum að fram- haldi þessarar sögu. Austur á Norðfirði var annar maður, sem vissulega er vert að nefna, Björn Björnsson ljósmyndari. Hann er landskunnur maður fyrir af- bragðsgóðar fuglamyndir, frábær fuglavinur eins og að likum lætur og glöggskyggn náttúruskoðari i mörgum greinum. Þvi ma skjóta hér inn, að náttúruverndarráð sem nú er góðu heilli komið á laggirnar og gera má sér góðar vonir um, að starfi af auknum þrótti á næstu árum, ætti að sýna manni eins og Birni Björnssyni einhvern sóma, þótt slikt hafi ef til vill ekki verið meðal þess, sem beinlinis hefur verið gert ráð fyrir, að það sinni. Það getur þá gara bætt þvi á viðfangsefnaskrá sina. Nú, einn daginn á þessu dæmafáa vori 1972 hittust þeir, Axel Túlinius, fyrrverandi bæjar- fógeti i Neskaupstað, og Björn Björnsson. Það hafði lengi staðið til og mátti ekki lengur undan dragast, að minnast þess dags, er Guðmundur Björgúlfsson gerði herför sina gegn skyttunum á Norðfjarðarhöfn, og það varð sammæli þeirra Axels og Björns, að Björn gerði fallegt mynda- spjald til þess að gefa Guðmundi til minja. Þetta spjald árituðu þeirbáðir, Axel og Björn, núna 6. júni og færðu Guðmundi. Þetta spjald og þessi saga var það, sem maðurinn, er hringdi til min, var að hvetja mig til aðútvega, og hér hafa þessi orð verið skrifuð, áður en tvær klukkustundir voru liðnar frá þvi ábendingin barst, þótt nokkrir dagar kunni að liða, áður en þetta kemst á siður Timans. Til viðbótar má drepa á, að það hefur ekki aðeins verið þyrmt lifi fugla fyrir atbeina Guðmundar Björgúlfssonar á meðan hann gegndi lögregluþjónsstarfi. Hér á landi er þó nokkuð af fólki, sem á það lögregluþjónum að þakka, að það hefur ekki drukknað. Ég hef spurnir af þvi, að Guðmundur bjargaði fimm mönnum úr sjón- um á meðan hann starfaði eystra. Þetta voru tveir bræður ósyndir, sem lent höfðu i sjónum, drengur á kajakk, sem hvolfdi, og flæktist i seglgarnsdræsu og tveir menn, sem féllu niður á milli skips og bryggju. Hafi einhverjir borið kala til Guðmundar á einhverju skeiði vegna þess, að hann gat ekki, þvert gegn skyldu sinni, horft upp á það, að fuglar væru myrtir fyrir augunum á sér i trássi við lög og reglur, ættu allir að hafa kunnað honum þakkir fyrir að bjarga mannslifum. NÁTTÚRUGRIPASAFN SID BÓT ARSTOFNUN En hverfum ekki alveg strax með hugann burt úr Neskaupstað. Nú er risið þar upp náttúrugripa- safn, sem áhugasamur maður, Hjörleifur Guttormsson, veitir forstöðu - menningarstofnun, sem viðskulum vona, að veki marga, unga og aldna, til nýs eða aukins skilnings á náttúrunni umhverfis, til samúðar með öllu, sem lifir og hrærist, og þess skilnings, sem getur varðað lif eða dauða mann- sins, homo sapiens, að hann er aðeins hluti af náttúrunni, peð á mikluskákborði allifsins, og getur ekki skákað öðrum lifsþáttum i hróksvaldi, án þess að gjalda þess sjálfur grimmilega. Slikt ætti fólkið i sjávar- byggðum auðveldlega að skilja - það, sem lifir af nytjum hafsins, og má öllum betur vita, hvað það kostar að búa ekki réttilega við Frh. á bls. 15 '^ÍBÍttá, Úr náttúrugripasafninu i Neskaupstað. FSF D STARF þekkingarstig væri gert að skil- yrði fyrir þátttöku, er liklegt að niðurgreiðslur og styrkir féllu út. En ég veit ekki hvort það væri svo óheillavænlegt. Einhverjir mundu vafalaust draga saman seglin og hætta. En ef löng og hagkvæm reksturs- og stofnlán kæmu i stað styrkjanna hygg ég að flestir, sem i raun og veru vilja búa vegna þess að þessi störf kalla á þá öðrum fremur, mundu sæmilega við una. Þessir styrkir hafa nú lika sinar neikvæðu hliðar. T.d. fæst kostn- aður við jarðræktarframkvæmdir ekki dreginn frá skattskyldum tekjum, vegna þess að fram- kvæmdirnar njóta styrks af opin- beru fé, enda þótt sá styrkur sé aðeins litið brot af kostnaðinum. — Hvernig er að búa? — — Já, hvernig er að búa. Ég held það sé nú með þvi lélegra, sem menn leggja fyrir sig. — En svo ég segi þér eins og er, það er ákaflega gott að búa. Það er ekkert betra til en að búa. En þú getur gert allt annað, ef þú ætl- ar að skapa þér og fjölskyldunni þau þægindi, sem fólk nú á dögum vill hafa. — — Heldur þú þá, að það sé hægt aö skapa fjölskyldunni meiri hamingju við öll önnur störf'? — — Nei, ekki meina ég það. Bú- skapurinn gefur manni þá lifsfyll- ingu, sem ekki fæst i neinu öðru starfi. A hverju vori, þegar klakaböndin bresta af jörðinni, er maður þátttakandi i sköpunar- starfi guðs. Það er naumast hægt að lýsa með orðum þeim hughrif- um, sem maður verður fyrir á björtum morgni þegar gengið er út til að sá lifsfræi i mjúka gróð- urmold, ellegar þegar fyrsti ný- græðlingurinn skýtur upp koll- inum og réttir varirnar móti morgundögginni. — Heldur þú ekki að þessi frjóa, lifandi náttúra sé sterkur samstarfsaðili við uppeldi barns- ins i sveitinni? Ég er ekki i nokkrum vafa um það. Þetta er alveg sérstök sál, sem hægt er að rækta i börnum sveitarinnar, sem ekki er mögu- legt að borgarbarnið geti tileink- að sér við þau skilyrði, sem þar eru fyrir hendi. Sveitabarnið tekur þátt i og lifir alla þá nýsköpun náttúrunnar, sem á sér stað á hverju vori. Það fylgist með blómunum, fuglunum og dýrunum. Og sé talað við það og þvi sýnt hvað hér er að ske — þau undur, sem gerast, þegar jörðin, sem i vetrarfjötrunum sýndist stirnuð og dauð, lifnar og grær undir ylgeislum risandi sól- ar. Barn, sem hlustar á raddir vorsins og skynjar þá' marg- breytilegu tóna, sem þar má heyra, eignast i sinni innri vitund eitthvað það, sem siðan fylgir þvi alla ævi og verður aflvaki á erfið- um augnablikum. Annað er það, að börnin i sveit- inni eru beinir þátttakendur i öll- um störfum heimilisins, fylgjast með daglegri önn, hryggjast þeg- ar miður fer og gleðjast þegar vel gengur. Þessi opni heimur, þar sem allir, bæði ungir og gamlir, eiga aðild að, er mikils virði, ekki hvað sizt fyrir börnin. Hjá mér var sex ára drengur úr Reykjavik. Eftir að hann hafði dvalið hjá mér nokkur tima, var hann orðinn þátttakandi, sem lét sér ekkert óviðkomandi, sem snerti heimilið. Ef misfórst um kú, var hann alveg eyðilagður. — Þetta var svo mikið tap. Hann var næstum eins og fullorðinn maður, ef eitthvað skeði. Þvi vil ég segja það, að þegar við erum komnir það neðarlega á borgarmenningunni, að við eig- um ekki lengur bónda á alþingi eða mann, sem hefur veriö i sveit og þekkir lifshætti og lifsviðhorf þess fólks, sem þar kýs að hafa staðfestu, og ekki heldur menn, sem sjálfirhafa sótt út til miða og skynja af eigin raun þarfir þeirra, sem þaöan draga björg i þjóðar- búið, þá má ætla, að fari að halla undan fæti. Þegar ráðamenn þjóöarinnar eru ekki lengur valdir úr róðum þess fólks, sem starfað hefur að þessum tveim höfuðatvinnuveg- um þjóðarinnar, þá fer okkur að verða hætt, þvi það er ekki annar meiður, sem ennþá stendur undir þjóðarskútu okkar en sjávarút- vegur og landbúnaður. En að'þvi virðist stefnt, að draga áhrifa- og ákvórðunarvald þjóðmálanna úr höndum þeirra, sem standa i fremstu viglinu ábyrgðar og athafna, og færa það i hendur hinna skriftlæröu at- vinnupólitikusa, sem skortir raunþekkingu á flestum sviöum. Þetta kann að tröllriöa þjóðfélag- inu fyrr en varir, og þvi timabært að þar verði breyting á. Verjum groöur Viggó Valdimarsson. TANNVERNDAR- SÝNING í Árnagarði 28/6-2/7 opin daglega kl. 14-22

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.