Tíminn - 01.07.1972, Blaðsíða 6

Tíminn - 01.07.1972, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Laugardagur 1. júli 1972 Jón Gíslason skrifar: Svipazt um þorpum og í þýzkum borgum I Rinarlöndum heí'ur verið fremur kalt og úrkomusamt það, sem af er sumrinu. Vinviðurinn i hliðunum þroskast að visu vel, en til þess að uppskera verði góð, þarf meira sólskin á komandi vik- um. Korn þroskast vel eftir þvi, sem fólkið segir. Hér i Rinarlönd- um er viða mikill og myndarlegur búskapur. Landið er ákaflega frjósamt og fólkið duglegt. Ég kom fyrir nokkrum dögum i litið sveitaþorp. Þar var meiri- hlutinn al' húsunum nýr eða end- urnýjaður. Landbúnaðartæki voru mörg og fullkomin, eftir þvi sem hægt var að sjá við fyrstu sýn. Allt bar vott um mikla vel- megun. En mest dáðist ég að þvi, hve allt var snyrlilegt og hrein- legt i þorpinu, þó að i sumum hús- um væru gripahús undir ibúðar- húsunum. 1 þorpinu var nýbyggð kirkja, snolurog lftil, i hefðbundnum stil að mestu. Hún var fyrir mótmæl- endur. íbúar þorpsins voru um 200 manns. Hver bóndi átti sitt land og allir unnu framleiðslunni. Gömul kona, er ég hitti i veitinga- húsi þorpsins, sagði mér, að eng- inn f'æri i burt úr þorpinu, ef hann ætti þess kosl að festa þar rætur. Fólkið, sem þar elst upp, vill ekki eiga annars staðar heima. Svo bætti gamla konan við: ,,Ég er búin að eiga hér heima alla ævi, og ég hef varla komið út fyrir tak mörk þorpsins.” Ferðamannastraumur er hér langt um minni en verið hefur vegna tiðarinnar. bað vantar meira sólskin og hlýrra veður. Allir þrá, að það hlýni og komi hiti og sólskin. Að visu er talsverð umferð um Rin, þrátt fyrir drungaveður. Þegar gengið er hér um borgina, er athyglisvert, að fáir eru fyrir utan veitingahús- in, njótandi veitinga á gangstétt- um og i görðum. En þegar fagurt veður er, eru einmitt slikir staðir fjölsóttir. Sama er að segja i lystigörðum. Þar er litið af fólki. Viða meðfram Rin, i smærri borgunum sérstaklega, eru bekk- ir á bökkum árinnar. Eru þar vin- sælir hvildarstaðir, jafnt fyrir heimamenn og erlenda ferða- menn. Nú voru allir þessir bekkir auðir daglangt, vegna veðurs. Fólkið unir sér inni, og finnur sér eitthvert annað athvarf, sem far- andmaður ekki sér. En eitt er það, sem veðrið hefur ekki áhrif á. Það eru hinir miklu vöruílutningar á Rín og meöfram henni meö járnbrautum. Stöðug umferð er um ána af drekkhlöðn- um vöruflutningaferjum, flytj- andi hinar margbreytilegustu vörur, sem erlendur ferðamaður hefur ekki hugmynd um hver er. Sama er að segja um flutninga með járnbrautum. Stöðugt streyma járnbrautarvagnar eftir teinunum beggja vegna fljótsins, flytjandi vörur fram og til baka. Á stundum sér maður marga vagna hlaðna samsettum bilum, sem ýmist eru fluttir inn i landið eða i áttina til sjávar. Rin er einhver mesta umferð- aræð Evrópu. Allt frá fyrstu sögu hefur ólga þjóðlifsins umhverfis hana streymt þar striðum straumum. A liðandi stund má lita á húnum skipa, er um ána fara, þjóðfána margra þjóða. Slagæð hins mikla iðnveldis, Vestur-býzkalands, slær á ánni hröðum slögum, vitnandi um gró- andi þjóðlifs, sem byggir á við- skiptum samskiptum við um- heiminn. Hvar sem farið er i Vestur- Þýzkalandi, ber allt vitni um miklar framfarir og góða afkomu fólksins. Á götunum er vel búið fólk, prútt i framkomu, öruggt i framgöngu, kurteist og þægilegt, greiðvikið og fúst til að greiða götu ferðalangs af fjörrum slóð- um. I Rinarlöndum virðist fólkið menntum sökum þýðinga Jónasar Hallgrimssonar á ljóðum hans. Einnig er minnismerki Beethovens við eitt stærsta torg borgarinnar. Myndin er fögur, og hrifst vegfarandi af henni, vaknandi til meðvitundar um hinn mikia mátt listarinnar i linum og tónum. Eins og þegar er sagt, ber Frankfurt sannan vott um mikla velmegun og framkvæmdir. Hvar sem farið er um borgina, verður vart þessa. Þar er mikið af útlendingum, er starfa þar. Þeir setja að visu ekki alltaf nógu góðan brag á umhverfi sitt. En vera slikra manna i framandi landi er alltaf bundin leiða og hverfleika. Glögglega tók ég eftir umskiptunum, er orðið hafa i Frankfurt, siðan borgin tók á sig svip stórborgarinnar. Annars vegar eru glæst og breið stræti hins nýja tima, en hins vegar þröngar götur frá fyrri öldum, sem varla eru-færar bilum, og litt búnar til að taka við umferð á vélaöld. En skipulag og kunnátta i umferðarmálum leysir vandann á greiðan og öruggan hátt, svo að ekki er hægt annað en dáðst að. Viða hefur verið komið fyrir göngum undir götur og torg. Þessi undirgöng eru sérstaklega rúmgóð og vel skipulögð. Bila- stæði eru lika sumsstaðar neðanjarðar. En auðvitað fylgir sá galli gjöf Njarðar, að i borg eins og Frank- furt er allt verðlag spennt upp úr hófi fram. Þar er flest langtum dýrara en i smáborgunum við Rin. Ferðamaður, er þangað kemur i fyrsta sinn, verður að vara sig á, hve bogi viðskipta og kaupmennsku er þar spenntur. Hann verður að taka öllu með gát. En lifið i Frankfurt er samt sem áður eins og annars staðar i Þýzkalandi. Þurfi maður á greiðasemi að hajda, sem hver og einn ferðamaður verður að not- færa sér, er hún fyrir hendi i rikum mæli, hitti maður Þjóð- verja fyrir. Svo reyndist mér það að minnsta kosti, þrátt fyrir hinn mikla hraða og hina miklu spennu i viðskiptum og verðlagi. Jón Gislason Rin er mesta vptnsfall í Vestur-Evrópu. Er umhverfi fljótsins undurfagurt, en sjálft er það mengaö úrgangsefnum, og cr mikilvæg samgönguleið. vera mjög fastheldið á fornar minjar. Það er undravert, hve margt hefur varðveizt frá liðinni tið. Kastalar eru hér viða um hliðar dalsins, minnandi á forna hætti. Sumir hafa að visu verið rændirog hálfeyðilagðir fyrir öld- um. En rústirnar standa eftir og hafa varðveitzt og bera vitni um liðna tima, heillandi ævintýri þeirra þjóðfélagshreyfinga, er urðu við Rin, og höfðu áhrif um gjörvalla Norðurálfu. Ef lil vill ber engin borg i Vest- ur-Þýzkalandi eins glögg merki velmegunar og Frankfurt am Main. Borgin er byggð við ármót Rinar og Main. Þar er búin að vera mikil umferðarmiðstöð um aldir, en aldrei eins áhrifamikil og eftir að flugið kom til sögunn- ar. Þar er miðstöð flugsam- gangna milli Norður- og Suður- Evrópu og fleiri heimshluta. Flugafgreiðslustöðin á flugvellin- um er stór og fullkomin. Hún er nýleg, vel skipulögð og hagkvæm til daglegra nota. Ekki þarf lengi að fara um Frankfurtborg til þess að finna hina öru og heitu slaræð við- skiptalifs borgarinnar. Alls stað- ar blasa við nýjar og stórar bygg- ingar, sumar upp á tugi hæða. Alls staðar er verið að byggja, gera nýjar götur og vegi, ýmist undirganga eða bogahvelfdar brýr. I borginni eru glæstar og stórar verzlanir, fullar af varn- ingi. Miklar byggingar risa i mið- borginni, er annast ýmiss konar viðskipti, bankar, umboðsfyrir- tæki fyrir viðskipti úr fjarlægum löndum og skrifstofur flugfélaga hvarvetna úr heiminum. Frankfurt á sér forna og mikla sögu. Og hafa þar gerzt miklir atburðir. 1 þrjátiuárastríðinu urðu þar hörð átök, er skiptu miklu máli fyrir Norðurálfu. Þar stóð lika vagga sérstæðustu og fremstu listar Þýzkalands. Þar var skáldið Goethe fæddur. Húsið, sem hann fæddist í er varðveitt, og um hann eru minjar og minnismerki i borginni. Frankfurt skartar lika af minjum um fleiri stórmenni Þýzkalands. Þar er minnismerki um Schiller, skáldið fræga, er var samtiðamaður Goethes. Einnig er þar minnismerki um Heine, er frægur er i íslenzkum bók- ÁKVÆÐI < Ljóð eftir lluga Hraunfjörð, útgefin af höfundi 1972) Orðið ákvæði á sér nokkuð rúmt hugtak: fyrirmæli, álög og gott ef ekki ádrykkju hina fornu. — Mér þykir sú skoðun sennilegust, að fyrir höfundinum hafi vakað það seinast talda þegar hann gaf bókinni nafnið:Einn og sérhver getur tekið hér ádrykkju skáldsins ef hann vill og neitað ella. Annars varð ég undrandi mjög þegar ég opnaði jDessa bók og fór að lesa. Af fyrra visnakveri höfundar — Skugga timans — var nefniiega ekki annað ráðið en þarna væri á ferðinni rimgutlari góður og annað ekki. En nú er það skáld sem kveður: Það er nú vitað. Ég verö ekki neitt. Ég var aldrei til — hvað atvikin sýna — nema andartak,nema augnablik, meðan óður minn grófst inn í vitund þina. Þetta er fyrsta ljóð bókar innar — aðeins ein visa og ber nafnið ENDIR — Steinn Steinar, mun kannski einhver hugsa og hnussa við, en það geri ég ekki. Ljóðið er fallega gert og hvergi hneykslanleg áhrif séð frá meistaranum Steini. Þetta ljóð á Hugi einn og sjálfur og enginn annar. — Hinu verður ekki á móu mælt, að viða kennir i kverinu áhrifa frá Steini og annara skalda, jafnvel Þorsteini Erlings syni, og er það furðulegt, þvi engan hef ég þekkt sem sloppið hefur skammlaust frá að troða Þorsteini um tær, nema þá helzt i ferskeytlunni. — Þorsteinn er á einhvern máta það furðuskáld sem enginn fær gert að læri- meistara sinum án þess að biða tjón á gáfu sinni. — Ég veit ekki i hverju það liggur, en þannig er þetta nú samt. — Kvæðið Vatns- berinn minnir á Þorstein en Guð varðveiti Huga frá að gera aðra tilraun með Þorsteinskuna enda var hún barn annars tima en við lifum I dag. Hugi þarf heldur ekki á þvi að halda, að gerast taglhnýtingur annara skálda til þess að á hann verði hlustað, það sýnir ljóðið sem ber nafn kversins og ég get ekki stillt mig um að sitera hér: ÁKVÆÐI: Blika ljós liðinna daga, leikur saga um hug. Grær heilt sem horfir, hálfur sigur. Flöktir æska óráðin. öræfaslóð. Týrir á tófuskotti, táldregur von. Vor i verum, vitt rásað. Vel er vondurn gott Vanhugsað. Trútt liður timinn. Tak kveðju minni. Tinást menn til moldar. Mást orð Ein visa er sú sem ég hefði kosið úr bókinni, og það fyrir sakir þess, að hún snertir mig sjálfan. En seinasta erindið er svo vel gert, að ég timi ekki að sleppa þvi úr þessu spjalli, enda er það ekki ég sjálfur sem kveðið er til, heldur á það hver og einn sá Is- lendingur sem fæst við að gefa hugsun sinni hljóm orðsins: Haustlitur færist yfir frónið kalt, fegurðin vaxa að sama skapi má. Hverju sem funi eða freri spá, frjóvandi vitund mannsins, hún er allt. Hér skal einnig minnst á ljóðið um okkar landsfrægu Rósku. Þar erHugi einn á ferðinni, grófur, og hjartahlýr og mætti stúlkan — sem ég gæti bezt trúað að hefði verið skjaldmær i fyrra lifi — vera stolt af. Annar er pólitisk ádeila Huga ekki góð. Hún er ýmist svo langt frá okkar vanda- málum hér heima, að farið er að slá i hana, eða þá máttlitil og ó- hæf fyrir sakir hnattlegrar fjar- lægðar svo sem eins og i Vestan- vindinum: Þeir hafa laðað að sér börnin? Ekki hef ég nú trú á þvi. Hér er of linlega að orði komist hvoru megin linunnar sem maður stendur. Það sem okkar striðs- hetjur — og þar á ég við for- kólfana, eiga skilið harðskeyttari örvar — Gangan er betra ljóð, enda mun höfundurinn sjálfur hafa verið þar aðili að: Við göngum og göngum, ekki á rétt nokkurs manns, en leitum réttar okkar, útgöngu frá óhamingjunni, hernámi hugans og Varðbergi forheimskunnar. Mér þykir ekki óliklegt, að Hugi vinur minn gæti verið pólitikst skáld ef hann legði sig eftir þvi. — Nema eitt er vist: Hugi er gott skáld þó of mörg séu þessi ljóð hans i rassinn brennd. — Og haltu svo áfram að yrkja Hugi Hraunfjörð. Jón Jóhannesson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.