Tíminn - 01.07.1972, Blaðsíða 9

Tíminn - 01.07.1972, Blaðsíða 9
Laugardagur 1. júli 1972 TtMINN 9 öðru lagi var það fyrir eitthvað hálfum mánuði áður en ég fékk tilfellið, að ég varð var við smá- stingi undir herðablöðunum að aftan. Þegar ég svo fékk kastið, var það eitt skýrasta einkennið, að mér fannst ég tútna út og allt þrengja að mér, meðal annars armbandið, vinstri hönd varð máttvana, og verkinn, sem ég fékk lagði einmitt i gegn um mig aftur i bakið undir herðablöð- unum. Þessi sjúkleiki er stundum kall- aður forstjóraveiki, sagði þessi maður að lokum. Ég er nú samt enginn forstjóri. Ég hef alla ævi unnið hörðum höndum og hvorki haft kyrrsetur né safnað holdum — unnið frá barnsaldri, þegar ég fór að fara fram i hrognkelsa- netin með afa minum. Kannski hef ég samt ekki farið á mis við streitu, þvi að hún getur vist bæði verið likamleg og andleg. Og svo hef ég reykt eins og margir aðrir. Kannski á þetta hús, sem við erum i, sinn þátt i þessu (það er fallegt einbýlishús i einu af nýju hverfunum). Ég byrjaði að byggja hér árið 1965, og ég held, að ég ýki ekki, þótt ég segi, að ég hafi sjálfur unnið fjóra fimmtu alls, sem með höndum var unnið við byggingu þessa húss. Það er að visu ekki alveg fullgert enn, og i sumar hafði ég hugsað mér að byggja bilskúr og koma lóðinni i lag. Ég neita þvi ekki, að ég var varaður við þvi að ofbjóða mér, þó að ég gæfi þvi ekki mikinn gaum. Kannski geld ég þess nú — kannski. ☆ tslendingur, sem dvaldist i Sovétrikjunum, þá á fimmtugs- aldri, kvæntur menntamaður, sem ekki hafði unnið erfiðisvinnu um langt skeið, komst að landa- mærum lifs og dauða, svo að ekki sé meira sagt. Hann lýsir þvi, sem fyrir hann bar, á þessa leið: Aðdragandi þessa sjúkleika mins var sá, að ég fékk svæsna innflúensu. Kringumstæður leyfðu aftur á móti ekki, að ég lægi nægjanl. lengi i rúminu og jafnaði mig eins og þurft hefði. Eftir þetta varð ég var einkenna, sem mér skildist siðar, að bentu tii þess, sem i aðsigi var, einkum mæði og verkja fyrir brjósti. En ég hélt, að þetta rjátlaðist af mér og trassaði að leita læknis. Svo var það einn vetrardag i 37 stiga frosti, að ég reyndi svolitið á mig venju fremur — skipti um hjólbarða á bifreið. Við þetta varð ég anzi móður og það svo, að ég varð að leggjast út af á eftir. Ég háttaði snemma um kvöldið — um niuleytið. Jafnskjótt og ég lagði höfuðið á koddann varð likt og sprenging i brjóstholinu á mér. Það var eins og allt væri þar að rifna sundur. fjárjarða þykir mer reu ao minna á að stjórnarráðið ritaði biskupi bréf um sölu Kristfjárjarða, dag& 16. marz 1909, en þvi miður er ekki hægt að rekja efni bréfsins i svo stuttri blaðagrein. í greinargerð ráðuneytisins eru taldar upp, miðað við árslok 1951, 20 Kristfjárjarðir á öllu landinu og 13 jarðir i „fátækra eign”. Ekki þykja mér færð nægjanleg rökfyrirþessari skiptingu, ogmun hverjum þeim, sem les greinar- gerð ráðuneytisins, verða það ljóst. T.d. skal bent á það, að i umræddri skrá ráðuneytisins er jörðin Litla-Þúfa, Miklaholts- hreppi, Snæfellsnessýslu talin jörð i „fátækra eign”, en með lög- um nr. 57 frá 1967 er jörðin seld með Kristfjárjörð. ,,1 sviga aftan við nafn hverrar Kristfjárjarðar eða jarðar i „fá- tækra eign” er þess getið, hvernig eignarrétti þeirra er talið varið i „Fasteignabók, 1942”. Ég kalla það léleg vinnubrögð að nota fast- eignabækur eða fasteignaskrár sem eignarréttarheimildir um framangreindar jarðir. Oft getur verið mjög erfitt að gera sér grein fyrir eignarréttinum að þessum jörðum. Ekki er getið í greinar- gerðinni um lög um eflirlit með opinberum sjóðum, nr. 111/1941, hvernig sem nú á þvi stendur, en ekki gefst rúm til að rökræða það á þessum vettvangi. t bænaskrá til Alþingis 1859, frá þinghöfðafundi i Múlasýslu (....), eru Kristfjárjarðir að- Veggskreyting Snorra S. Friðrikssonar listmálara i anddyri rannsóknarslöðvar Iijartaverndar i lteykjavik 1 'hf % 1 Hringt var á lækni samstundis, og hann brá fljótt við, þvi að hann var kominn innan tiu minútna. Hann hafði ráðið það af þvi, sem honum var sagt i simann, hvað á seyði var, og hafði allt meðferðis, sem hafa þurfti til þess að bjarga lifi minu. Siðan var ég fluttur i skyndi i sjúkrahús, og að skoðun lokinni var ég fluttur beint i gjörgæzlu- deild, sem við kölluðum dauða- deild. Hún ber þó þessa yfirskrift: „Hér er dauðinn ekki viðurkennd- ur”. 1 þessari deild voru aðeins fimmtán sjúkrarúm, en þar eru þó aldrei færri en þrjátiu og sex læknar. Á meðan á þessu stóð, slokkn- aði ég alveg út af, og hjartað hætti að slá. Dauðinn hafði slegið á mig hendi sinni. Læknunum tókst þó að koma hjartanu af stað á ný og vekja mig til lifsins með hnoði og raflosti, og daginn eftir komst ég til meðvitundar. Nýtt kast fékk ég á þriðja degi, en vægara en hið fyrra. Ég leið ekki út af i það skipti. Þarna á gjörgæzludeildinni — dauðadeildinni, þar sem dauðinn er ekki viðurkenndur — var ég i sjö daga við mikla og ákaflega góða umönnun i höndum fólks, sem gerði allt, sem hægt er að hugsa sér til þess að bjarga mér. Að þessum dögum liðnum var ég fluttur i hjúkrunardeild. Á báðum stöðum voru læknar, sem beittu öllu þvi, sem var fullkomnast, nýjast og bezt i visindum og tækni á þessu sviði lækninga, og hjúkrunarlið alveg frábært. En likami manns þolir ekki sterk lyf nema að vissu marki né annað það, sem stórlega reynir á hann, og til viðbótar þvi, er há- þróuð visindi leggja mönnum upp i hendur, er þau hafa numið, var beitt úrræðum af öðru tagi. Á brjóstið á mér voru látnir sinnepsplástrar til þess að hita hörundið og auðvelda blóðinu eðlilegt rennsli, og auk þess voru settar á mig blóðiglur, er mjög voru notaðar við lækningar á sið- ustu öld. Þeim var raöað á brjóst- ið á mer vinstra megin, stundum sex i röð, og þar grófu þær sig fastar, sugu úr mér blóð, jafnvel hálfstorknað, og gáfu frá sér slimkenndan vökva, er liðkaði blóðrásina. Ég er viss um, að þetta gerði gagn, þvi að ég fann alveg greini- lega, hvernig mér létti alveg stór- lega, i hvert skipti sem blóðigl- urnar voru settar á mig. Ég lá i þrjá mánuöi i Sovétrikj- unum, en eftir fjóra mánuöi komst ég heim, þar sem ég fékk framhaldsmeðferð i Landspital- anum. Allir vöðvar voru orðnir slakir og aflvana eftir langa legu, og nú hófst hæg og róleg endur- hæfing með gönguferðum, bringusundi og fleira. Ég held, að bringusundið hafi reynzt mér al- bezt til heilsusamlegrar endur- hæfingar, og þegar ár var liðið frá þvi ég fékk slagið, var ég far- inn að synda einn kilómetra á dag. Enn reyni ég að synda svo sem fimm hundruð metra fimm daga vikunnar, ef ég get með nokkru móti komið þvi við. Ég er fyrir löngu farinn að gegna fullu starfi, og ætti þessi reynsla min að sýna mönnum og sanna, að jafnvel þeir sem svo hart og hastarlega verða úti, að þeir fluttir á þann stað, sem gefið er heitiö dauðadeild, geta komizt á ný til sæmilegustu heilsu og haldið áfram að gegna störfum sinum, þótt það taki bæöi tima og kosti nokkra einbeitni að ná sér eftir slikt. En áður en þessari frásögu lýk- ur, vil ég aðeins minnast á lækna- málin i Sovétrikjunum, þvi að mér finnst það þess vert. Þar eru fleiri læknar á hvern ibúa en í nokkru öðru landi i veröldinni. En þessi sovézka læknastétt er tvenns konar. í öðrum hópnum eru læknar, sem lokið hafa tiltölu- lega stuttu námi — mig minnir, að það séu fimm ár — , og það geta menn hafið, þegar þeir eru nitján ár. Hjúkrunarkonur geta til dæmis hafið þetta læknisnám, ef þær vilja. Þessir læknar gegna öllum almennum læknisstörfum af þvi tagi, sem ekki eru sérlega vandasöm. Þetta er haganlegt, þvi að sem betur fer eru þeir miklu fleiri, sem læknishjálpar þarfnast vegna smávægilegra óhappa eða kvilla en hinir, sem haldnir eru erfiðum sjúkdómum. Hins vegar eru svo i Sovétrikj- unum læknar, sem að loknu þessu almenna læknisnámi leggja á miklu lengri og erfiðari braut og stunda afarstrangt, sérfræðilegt nám, kannski allt að tiu ár. Þann- ig eiga Sovétrikin einnig á að skipa gnægð lækna, sem áreiðan- lega eru i fremstu röð i veröldinni hver á sinu sviði. Þessa vil ég, sem stend i mikilli þakkarskuld við sovézka afburða lækna, lika láta getið. ☆ Að loknum frásögnum þessara tveggja manna,sem til var leitað — annarri af vægu tilfelli, hinni af mjög hastarlegu — fer vel á þvi að nefna það við lesendur blaðsins, að Blaðamannafélag ts- lands hefur að undanförnu gengizt fyrir fjársöfnun i minningu um Hauk Hauksson, blaðamann til kaupa á bifreið, sem búin verður tækjum, sem nauðsynleg eru, þegar lif liggur við, að skjótt sé við brugðizt. Þá er vel, ef einhver lætur fé af hendi rakna i þessu skyni, að þessari grein lesinni. J.H. greindar frá fátækra jörðum ,,og með þeim meintar, eins og venju- legt er, einkum þær jarðir, þar sem, i stað jarðarafgjalds, er haldinn einn ómagi, sem kallast „Kristfjármaður”, eins og segir i bænaskránni. Af þessu má ráða, að jarðir i „fátækra eign” hafi verið eins konar gjafasjóðir til framfærslu fátækra. Jarðir þess- ar voru að jafnaði ekki sjálfseign- arstofnanir, heldur i eigu ákveð- innar sýslu eða hrepps, og gekk afgjaldið til framfærslu fátækra innan þeirrar sýslu eða hrepps. Flestar, ef ekki allar jarðir,sem gefnar voru eftir siðaskipti til framfærslu fátækra, voru slik- ar, enda þótt gjafir þessar séu oft nefndar Kristfé i gjafabréfunum sjálfum. Nú er svo komið, að af- gjald Kristfjárjarða rennur yfir- leitt i hlutaðeigandi sveitarsjóð, og samkvæmt 14. gr. sveitar- stjórnarlaganna, nr. 12/1927, skulu Kristfjárjarðir vera i um- sjón hlutaðeigandi sveitastjórn- ar”. 14. gr. sveitarstjórnarlaganna nr. 12/1927 hljóðaði svo: „Hreppsnefnd hefir umsjón yfir þinghúsi hreppsins og öllum fast- eignum, sem hann á eðahefirnot af (t.t. Kristfjárjörðum), og á hún að sjá um, að þetta sé haft i góðu lagi. Hún annast um, að landa- merki afréttar hreppsins og jarða hans séu ákveðin og jafnan glögg.” Þessi lög hafa nú verið felld úr gildi. Sveitarstjórnarlög nr. 58 frá 1961 hafa að þvi er ég bezt get fundið ekkert svipað ákvæði að geyma. Gjafabréf fyrir jörðunum Sómastöðum og Sómastaðagerði i Reyðarfjarðarhreppi er glatað, en þeirra er getið sem Kristfjár- jarða i öllum þeim heimildum, sem ég hef kannað, þ.e. Sóma- staða, en hjáleigan Sómastaöa- gerði mun hafa fylgt jörðinni Sómastöðum, og er þeirra getið i Fornbréfasafninu (Máldagi frá 1367), og munu þær hafa veriö Kristfjárjarðir siðan. Afgjaldið fyrir jaröirnar er árlega kr. 72.00, sem Helgustaða-, Eskifjarðar- og Reyðarfjarðarhreppar fá. Tekjur eftir jarðirnar eru nú engar, voru áður notaðar til framfærslu þyngstu ómaga hreppsins. I framanritaðri lýsingu virðist ráðuneytið styðjast við upplýsingar oddvita, svo og „Fasteignabókar 1942’L Árið 1639 er rituð skrá um Kristfjárjarðir i Skálholtsstifti á dögum Gisla biskups Jónssonar. Þar er Kristfjárjörðin Sóma- staðir talin sem Kristfjárjörð eftir visitatiubók sál. herra Gisla Jónssonar, sem hafa máldaga, og er Kristfjárjarðarinnar Sóma- staða þar getið. i skrá um Kristfé (Kristfjár- jarðir), sem kunnug eru fram til siðaskipta (1550), og kvaðir á þeim, kemur fram: „Sómastaðir, Reyðarfjarðar- hreppi, 1367, 1397 fylgja Kristfjár- jörðinni 4 kýr, 24 ær og 2 hdr. i ófriðu, en kvaðanna erekki getið, hins vegar hefir jörðin sjálf- stæðan máldaga (....).1544setur Gizur biskup Einarsson hana i ábúö leigulaust og lofar að land- setinn þurfi ekki að annast ómagann eða greiða til hans (...). 1 LV kafla greinargerðar próf. Guðbrands er yfirlit yfir afdrif þeirra Kristfjárjarða eftir siða- skiptin, sem kunnar voru fyrir þau, gerð samkvæmt jarðabók Árna Magnússonar (AM), jarða- tali Johnsens 1847 (JOH.)...... Sómastaðir, Reyðarfjarðarhr., Mú.: Joh.: Eign Reyðarfjaröar- hrepps, fátækraeign. t skrá ráðuneytisins um jarðir I „fátækra eign” 1847 (eftir Johnsens jarðatali) hefir ráðu- neytið gengið úr skugga um eignarheimildir fyrir nefndum fátækrajörðum. t þessari skrá eru taldar upp 41 jörð, en m.a. hafa jarðirnar nr. 31, Sómastaðir, Reyðarfjarðarhreppi, Suður-- Múlasýslu og nr. 32, Sómastaða- gerði, Reyðarfjarðarhreppi, Suður-Múlasýslu, sem raunveru- lega hafa verið Kristfjárjarðir. 1 bænaskrá Alþingis til konungs frá 1859, en þar er stuðzt við skýrslu, sem gerð var að konungsboði 1820, eru taldar upp 8 jarðir og nr. 5 er: Sómastaðir með hjáleigunni Sómastaðagerði. t „Fasteignabók 1942” eru þær taldar upp, og eru Sómastaðir og Sómastaðagerði, Reyðarfjarðar- hreppi, Suður-Múlasýslu taldar þjóðjarðir. Eftir lestur umræddrar greinargerðar ráðuneytisins, virðist eignarréttur jarðanna Sómastaða og Sómastaðagerðis ekki ljós, sbr. framanritað. Aftur á móti, eins og fram kemur i grein þessari, er jörðin Sóma- staðir samkvæmt jarðabók Árna Magnússonar og jarðatali Johnsens 1847 (Joh.), talin eign Reyðarfjarðarhrepps. Þótt biskupar og prestar virðist hafa haft yfirráð yfir sumum Kristfjárjörðum, a.m.k. Sóma- stöðum, þá er sú tið löngu liðin. Afgjaldinu fyrir jörðunum Sóma- stöðum og Sómastaðagerði var áður skipt milli þriggja hreppa, þ.e. Helgustaða-, Eskifjarðar- og Reyðarfjarðarhreppa. Til skýringar á þessari ráðstöfun, verður að geta þess, að Reyðar- fjarðarhreppi hinum forna var skipt I þessa þrjá hreppa með bréfi stjórnarráðsins til sýslu- mannsins i Suður-Múlasýslu um skiptingu Reyðarfjarðarhrepps i þrjú sveitarfélög, dags. 25. mai 1907. Afgjaldið af jörðunum er löngu fallið niður, og rétt þykir að undirstrika, að hvergi i umræddu stjórnarráðsbréfi er minnzt á Sómastaði eða Sómastaðagerði. Nýju lögin um hreppamörk Eski- og Reyðarfjarðarhreppa eru frá 17.4. 1968 og tóku gildi 1. janúar 1969. Þau breyta þó engu Frh. á bls. 15

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.