Tíminn - 01.07.1972, Blaðsíða 15

Tíminn - 01.07.1972, Blaðsíða 15
Laugardagur 1. júli 1972 TÍMINN 15 Listaverkasvninr í tilefni af tannlæknaráðstefnu KB—Reykjavík — Fólki þótti sýningin þess eftlis, aö ekki væri rétt að taka listaverkin niöur, án þess að al- menningi gæfist kostur á að njóta hennar. Á þessa leið mælti Bragi Ás- geirsson listmálari um sýningu þá á :ifi málverkum og 12 högg- myndum, eftir 16 islenzka lista- KRISTFJÁRJARÐIR^frabTsha9d um, að Kristfjárjarðirnar Sóma- staðir og Sómastaðagerði eru eins og áður i Reyðarfjarðarhreppi. Samkvæmt veðmálabókum Suður-Múlasýslu eru báðar jarðirnar skráðar Kristfjárjarðir, en ábúendur jarðanna munu vera eigendur húsa á þeim. Svo að ég noti fasteignamatið, eins ráðuneytið, skal þess getið, að i nýja fasteignamatinu, er tók gildi 31. desember 1971, eru báðar jarðirnar taldar Kristfjárjarðir. Ég vil láta það i ljós sem mina skoðun, að margnefndar tvær Kristfjárjarðir séu eign Reyðar- fjarðarhrepps, að sjálfsögðu eftir löglega meðferð Alþingis. Að endingu langar mig til að birta eftirfarandi kafla, til að sýna fram á sambandið milli prestsetursjarðarinnar Hólma i Reyðarfjarðarhreppi og Krist- fjárjarðarinnar Sómastaðir. ,,Visitatia kyrckiunnar ad Hölmum giord af biskupinum Sal. Magter Jone Thorkelssyne Widalin, Ao 1706. (8. sept.). menn, sem opnuð verður öllum, sem koma vilja og sjá, klukkan tvö i nýja myndlistarhúsinu á Miklatúni. Verður sýningin opin frá klukkan tvö til ellefu i dag og á morgun, og verður þá lokið. Sýningin er haldin i tilefni af ráðstefnu tannlækna hér i Reykja vik. Geir Hallgrimsson borgar- stjóri tók á móti ráðstefnugestun- um — um 700 talsins — i stóra salnum i myndlistarhúsinu, þar sem sýningin er, og bað lista- menn að skreyta salinn listaverk- um i tilefni af móttökunni. Þá var opin sýning ekki höfð i huga. Verkin á sýningunni eru valin af handahófi, en hún er hin smekklegasta — og sem fyrr sagði verður hún aðeins opin i dag og á morgun. Á víðavangi Framhald af bls. 3. ingunni (Stjórnir kaupfélaga), i einstökum félögum (Nor- ræna félagið) o.s.frv. Sameining vinstrimanna i víðtæka breiðfylkingu er ekki dægurmái, ekki skemmtimál, ekki áróðursbrella, ekki at- kvæðaveiðamál! Ekkert ligg- ur á! Tökum okkur góðan og hæfilegan tima og gerum þetta vel! Hér getur flas ekki orðið til fagnaðar!” Framhald af bls. 1. Kröfur Christfiár Jordena Sömastade Eignar Visitatio Magter Brinjolfs Anni 1645. kyrkiunne, med þvi Skilorde, ad þar Skule ömage véra, Er nu ömage a Stadnum, og giorer biskupenn þá Skipan fram- mveigis, ad Prestarner, sem þennann Stad Hallda, skule forsorga eirn ömaga, sem ey sie þingre enn so ad svare Jardar- ennar afgift.” (Máldagar og visitaziur Hólma 1397 — 1704). ..Guttormur Pálsson Prestur til Hólma i Reýdarfýrde giöri vitan- legt: ad jeg hermed býggi og býggt hefe ærupryddum Páli Sigurdssyni 8ctt i Hólma kyrkju underliggiande Christfiarjörd Somastödum med fylgiande lu Holmakyrkju tilheyrande Asaudar Kúgilde med eptir- fylgande Skilmálum: 3° Svare öllum lögskilum af þessum Parte jardarinnar, enn mer i Landskuld ( si cj eptr ( sic) 4 ctt i landaurum 1 Fiórdúng eptir hvört: enn hin 4ctt á 16 Fiska i Sylfur edr Courant Skildingum eptir hvört: enn eptir Kugildin skal hann slá Teig i Holma Túni og fódra 2ö Lömb. Med þessum Skilmálum er velnefndum Páli Sigurdssyni þessi jardarinnar Hlute heimildr (!) til allra löglegra Leigulida nota frá næstu Fardögum 1812.... Enn fyrir þann Part jardarinnar sem hönum er ei byggdur og jeg álit svare Gerdinu, áskil jeg mér fri beit fyrir Gripe mina og Vetur eptir þörfum og ef jeg þarfnast 1 Teigur heima-Túninu.----- Hólmum þann 6ta Maii 1812 G: Pálsson” (Þjóöskjalasafn. Jarðaskjöl. Múlasýslur. Sómastaðir.). Kópavogi, 28. mai 1972, samið um að fá. Þetta sama fyrirkomulag höfðu fréttastofur um viða veröld þegar þeir Fisch- er og Petrosjan kepptu i Buenos Aires i fyrra, og eins hefur þetta verið gert áður. 1 viðbót við mótmæli Blaða- mannafélags Islands hafa er- lendu fréttamennirnir, sem hér eru staddir, mótmælt þessum takmörkunum harðlega og hafa þeir margir hverjir neitað að skrifa undir skjal, þar sem þeir eru látnir lofa að standa við ákvarðanir SSl. Munu þeir þess i stað borga sinar 450 krónur inn á einvigið eins og hverjir aðrir áhorfendur — en þannig eru þeir ekki bundnir af einu eða neinu. Fjarritararnir teknir á leigu hjá ritsimanum og hafa erlendu fréttastofurnar þvi ótakmörkuð yfirráð yfir þeim. Þannig rennur bann Skáksambandsins ef til vill út I sandinn. En hægt ætti að vera skýra frá fundi stjórna SSf i blaðinu á morgun. Sovézka fréttasiofan Tass mótmælti þessum takmörkunum islenzka skáksambandsins harð- lega i gær og sagði, að þær ættu sér enga hliðstæða i skáksögunni. Fór fréttastofan hörðum orðum um Fischer i þessu skeyti og lét jafnvel i ljós efa um, að nokkuð yrði úr heimsmeistaraeinviginu, sem á að setja klukkan átta. Unglingamót um helgina Unglingameistaramót íslands i frjálsum iróttum fer fram um helgina og hefst kl. 2 i dag á Laugardalsvelli og heldur áfram á sama tima á sunnudag. Þátttaka er mikil i .mótinu viða að af landinu. Egilsstaðakápurnar streyma frá Blönduósi Hafnfirzk plöntu greiningarferð Það er orðið mjög tiðkanlegt, að ýmis félög efni til skoðunar- ferða. Mánudaginn 3. júli efnir Skógræktarfélag Hafnarfjarðar til plöntugreiningarferðar, og verður farið um girðingar félagsins i Gráhelluhrauni og við Hvaleyrarvatn og siðan komið við i friðlandi Hákonar Bjárnasonar skógræktarstjóra við Hvaleyrarvatn. Ingólfur Daviðsson grasa- fræðingur verður með i förinni og greinir plöntur fyrir þátt- takendur. Lagt verður af stað frá iþróttahúsi Hafnarfjarðar klukkan átta, og er öllum heimil þátttaka. ,,Hér er unnið á þriskiptum vöktum alla daga vikunnar og si- fellt nóg verkefni”, sagði Baldur Valgeirsson, framkvæmdastjóri Pólarprjóns á Blönduósi við Timann i gær. „Það er Egils- staðakápan svokallaða, sem við saumum af svona miklu kappi, og svo erum við lika með stutta jakka handa konum og peysur handa karlmönnum". Alls eru um fjörutiu manns við störf hjá fyrirtækinu, þar af þrjátiu og fimm, sem vinna fullan vinnudag. Þetta eru allt konur, nema þrir prjónamenn, og kemur þessi vinna sér mjög vel fyrir marga. Varan, sem framleidd er, fer mestmegnis á Bandarikja- markað. Viða i kauptúnum hefur einmitt vantað léttan iðnað af einhverju tagi, og þar sem ekki er að neinu sliku að hverfa, leitar fólk i vinnu á aðrar slóðir. Þá er eðlilega undir hælinn lagt, hvort það snýr heim aftur. Iðnaðarfyrirtæki eins og Pólarprjón hafa þvi miklu hlutverki að gegna eigi kaup- túnunum úti um land að haldast á fólki sinu til frambúðar. J.H. SUF ráðstefna um iðnþróun og orkumál verður haldin á Sauðárkróki 16. júlí n.k. ólafur Steingrimur Samband ungra framsóknarmanna hefur ákveðið að gangast fyrir ráðstefnu um iðnþróun og orkumál á Norðurlandi þann 16. júli n.k. i Hótel Mælifell á Sauðárkróki. Dagskrá: 1. Ráðstefnan sett — Már Pétursson, formaður SUF 2. Ávarp — Ólafur Jóhannesson, forsætisráð- herra Framsöguerindi um virkjunarmál á Norður- landi — Valgarð Thoroddsen, rafmagnSveitu- stjóri 4. Framsöguerindi um iðnþróun á Norðurlandi, —Sveinn Björnsson, framkvæmdarstjóri. 5. Framsöguerindi um framkvæmdarstefnu rikisins og starfsemi hennar — Steingrimur Hermannsson, alþingismaður. 6. Umræður og ályktanir. Sveitastjórnarmönnum i Norðurlandskjör- dæmi vestra verður sérstaklega boðið að sitja ráðstefnuna og taka þátt i störfum hennar. Sveinn Már TÝNDUR HESTUR Ilauðblesóttur hestur, stór og fallegur, tapaðist frá Laxnesi i Mosfellssveit, fyrir cirka 6 vikum siðan. Mark: biti framan hægra. Þeir, sem hafa orðið hestsins varir, eru vinsamlegast beðnir að hringja i sima 17800 eða 30353. FUNDARLAUN.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.