Tíminn - 15.07.1972, Blaðsíða 5

Tíminn - 15.07.1972, Blaðsíða 5
Laugardagur. 15. júli. 1972 TÍMINN Orðin 72 ára Enginn er sagður hafa átt eins erfitt með að fyrirgefa hinum látna hertoga af Windsor, þegar hann afsalaði sér konungdómi i Englandi eins og mágkona hans, Elísabet kona Georgs, sem tók við konungdómnum af bróður sinum, þegar hann kvæntist frú Simpson. Elisabet hafði sizt af öllu viljað verða drottning, en þegar frá leið, fór hún að fella sig mun betur við hlutverkið, en hún hafði búizt við að gera i upphafi. Nú er hún orðin 72 ára gömul, og aftur farin að geta tekið lifinu með ró, þvi hún hefur ekki eins mörgum skyldum að gegna og áður fyrr. Ekkjudrottningin hefur alltaf verið mjög vinsæl af löndum sinum og þegnum. Sumum hefur stundum fundizt hún mætti klæða sig ofurlitið öðru visi er hún hefur gert, en hún er mikið fyrir liti og pifur, og likist mest stórri dúkku, þegar hún er búin að klæða sig i allt finiriið. Hér á myndinni er drottningin fyrrverandi, þó tæpast lik nokk- urri dúkku. Engum gæti heldur dottið i hug að þetta væri drottningamóðir, þvi svo litið lætur hún yfir sér, i hversdags- legri kápu og stigvélum upp á miðja kálfa. En hún er broshýr, eins og reyndar alltaf. Vill að dóttirin verði Sviadrottning Grace furstafrú i Mónakó á sér tvo drauma. Annar er sá, að hún fái einn góðan veðurdag leyfi til þess að leika á nýjan leik i kvik- myndum, og þá helzt i einhverri mynd, sem Hitchcock stjórnar, en á meðan hún var enn á hátindi frægðar sinnar lék hún i mörgum myndum hans. Hinn draumur hennar er sá, að Caroline dóttir hennar, sem nú er 15 ára verði drottning Sviþjóðar. Caroline langar þó sjálfa mest til þess að helga sig ballettinum og fá að dansa ballett um alla ókomna tið. Reyndar hefur Karl Gustaf lika gaman af að dansa en þó ekki ballett. Þaö er haft eftir Grace, að hún hafi sagt nýlega, að hún mundi miklu heldur vilja gifta dóttur sina til Sviþjóðar en Eng- lands, svo greinilegt er, að hún hefur látið sér detta bæði löndin i hug. ★ Á öfugum kanti Mjólkurbilstjórinn Ron Mason i Christchurch á Nýja Sjálandi var stöðvaður úti á þjóðvegi og ásakaður um, að hafa ekið öfugu megin á veginum. Hann stökk út úr bilnum án þess að segja orð, og tók þegar til við að mynda aðstæður. Þegar hann kom svo fyrir rétt lagði hann fram myndir sinar. Þar mátti sjá ruslabil, bil frá borgaryfir- völdunum og meira að segja lögreglumann á mótorhjóli, alla á öfugum kanti. Ákveðið var að fella málið niður. — Blessaður Guðmundur minn og þakka þér kærlega fyrir. — Finnst þér i rauninni, að þetta likist konunni minni? — Kauphækkun, kauphækku Jóhann, ég er orðinn leiður þessu kvabbi i þér á fimm ára fresti. DENNI DÆMALAUS! „Þau eru enn að rifast. Það er gott, að þau skuli vera búin gleyma þvi, hvers vegna þ byrjuðu.” c i ' a—r n i i_______________

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.