Tíminn - 15.07.1972, Blaðsíða 15

Tíminn - 15.07.1972, Blaðsíða 15
Laugardagur. 15. júli. 1972 TÍMINN 15 Vinnuvélar TIL SÖLU Eigum til afgreiðslu nú þegar ný-innfluttar vinnuvélar — m.a. Br0yt X2 með grofuarmi árgerð 1967 International jarðýta TD 8 argerð 1967 Caterpillar 933 F skófla 1 1/2 cibic yard Chaseside SL 3000 4x4 skófla 3 1/2 cubic yard/225 ha vél árgerð 1965 MF 50 traktorsgrafa árgerð 1970 Eigum a lager: Skóflur á Broyt-gröfur, hjólbarða 1100x20, 12- 16 strigalaga, nylon og 750x16, 6 strigalaga, nylon Varahlutir fyrir flestar tegundir vinnuvéla. Allar vélarnar eru með húsi Hörður Gunnarsson HEILDVERZLUN Skúlatúni 6 — Sími 35055 340 stálstólar OG 60 tréborð TIL SÖLU Einnig kæliborð og mjólkurisvél. Upplýsingar gefur Björgvin Árnason simar 23333 og 23334 eftir kl. 2 Mikið ættarmót í Trékyllisvík GE—Trékyllisvik Skammter nú milli stórra móta hér i Árneshreppi. Afkomendur þeirra hjóna önnu Jónasdóttur og Guðjóns Kristjánssonar, sem um árabil bjuggu i Skjaldar- bjarnarvik, efndu til ættarmóts hér i Trékvllisvik. A föstudaginn fóru ýmsir þeirra ættmenn að drifa hér að á bilum sinum og nokkrir i flugvélum. Fólkið hafði aðsetur i barnaskólanum á Finnboga- stöðum, auk þess sem mikil tjald- borg reis upp á skömmum tima i grennd við skólann. Voru þarna samankomnir um 120-130 manns, afkomendur þeirra hjóna og venzlafólk þeirra. Þau Anna og Guðjón eignuðust 9 börn, sem öll náðu fullorðinsaldri. Hafa þau orðið mjög kynsæl og ættingjar dreifzt viða. Af þeim systkinum eru 8 á lifi, 4 synir og 4 dætur, Voru þau öll mætt til þessa ættar- móts og stóðu fyrir þvi. Ingigerður Guðjónsdóttir, skólastjóri á Staðarfelli, sem er ein systranna, hafði forystu fyrir hópnum. Kom hún hingað fyrir rúmri viku til að annast undirbúning mótsins ásamt Pálinu systur sinni, sem búsett er hér i hreppnum og öðru að- stoðarfólki. Á laugardagskvöld efndi það til dansleikjar i félags- heimili hreppsins að Arnesi og bauð öllum hreppsbúum til hans. Var það með þökkum þegið og fjölsótt. Var dansað af miklu fjöri fram eftir nóttu. Dóttursonur þeirra önnu og Guðjóns, Ingiberg Hannesson, prestur að Hvoli i Saurbæ, messaði i Arneskirkju á sunnudaginn og skirði tvö börn i ættinni. Fjölmenni var við kirkju og eru prestinum hér með færðar beztu þakkir fyrir komuna. Að messu lokinni buðu afkomendur hjónanna öllum hreppsbúum til sameiginlegrar kaffidrykkju i barnaskólanum. Var öllum veitt af frábærri rausn. Veður var betra þessa daga en verið hefur og brá til sólskins- stunda, sem fágætar hafa verið um langt skeið. Heimsókn þessa fólks og kynnin við það voru öllum til ógleyman- legrar ánægju. Á mánudag voru tjöldin tekin upp og flestir héldu heim. Sveinsstykki húsgagna smíðanema sýnd í Iðnskólanum um helgina Sveinsprófum i húsgagnasmiðí lauk 14. júli s.l. Að þessu sinni gengu 12 nemar undir próf. Próf- verkefni eru eftir vali hvers nema: Flestir hafa þeir hannað sveinsstykki sin sjálfir. Ber þar mest á skrifborðum og borðstofu- skápum. Eins og undanfarin ár gangast nýsveinar og Húsgagnameistara félag Reykjavikur fyrir sýningu á sveinsstykkjum. Verður hún i samkomusal Iðnskólans I Reykjavik, og hefst laugardaginn 15. júli n.k. og lýkur, að kvöldi sunnudagsins 16. júli. Opið verður frá kl. 14—22 báða dagana. Geng- ið er inn frá Vitastig. Ferðaskór SHAHARA-SKÓR Póstsendum SKÓSEL * 60 Sími 21270 Strandasýsla Framsóknarmenn i Strandasýslu efna til héraðsmóts að Sæ- vangi 12. ágúst næst komandi. Asar leika fyrir dansi. önnur skemmtiatriði auglýst siðar. r Sumarferð Framsóknarmanna í Reykjavík sunnudaginn 23. júlí Lagt verður af staö frá Hring- braut 30. kl. 8 að morgni 23. júli og farið i aðaldráttum sem hér segir: Þingvellir — Laugarvatn — Gullfoss — Hvitárvatn — Hveravellir, en Hveravellir eru aðalviðkomu- staðurinn. Aö likindum verður farin sama leið til baka, að þvi undanteknu, að sennilega verður komið við hjá Geysi. Nauðsynlegt er að búa sig vel, og taka með sér nesti. Farmiðar kosta 750 kr. fyrir fullorðna, en 550 fyrir börn innan 10 ára. Miðar verða seldir á skrifstofu Framsókm arflokksins, Hringbraut 30, simi 24480 og i afgreiðsluTim- ans, Bankastræti 7, simi 12323. Nauðsynlegt er aö menn tryggi sér farmiða STRAX, þvi að erfitt er að fá bfla, nema samið sé um þá með margra daga fyrirvara. Fararstjóri er Eysteinn Jónsson, forseti sameinaðs þings, en ó Hveravöllum flytur Einar Águstsson, utanríkisróðherra dvarp. SUF-ráðstefna um iðnþróun og orkumál verður haldin í Hótel Mælifelli á Sauðárkróki á sunnudaginn 16. júlí Samband ungra framsóknarmanna hefur ákveðið að gangast fyrir ráðstefnu um iðnþróun og orkumál á Norðurlandi.Dagskrá: 1. Ráðstefnan sett — Már Pétursson, form. SUF. 2. Avarp — ólafur Jóhannesson, forsætisráðherra. 3. Framsöguerindi um virkjunarmál á Norðurlandi — Valgarö Thoroddsen, rafmagnsveitustjóri. 4. Framsöguerindi um iðnþróun á Noröurlandi — Sveinn Björns- son, framkvæmdastjóri. 5. Framsöguerindi um Framkvæmdastofnun rikisins og starf- semi hennar — Steingrimur Hermannsson, alþingismaður. 6. Umræður og ályktanir. Sveitarstjórnarmönnum i Norðurlandskjördæmi vestra verður sérstak lega boðið áð sitja ráð stefnuna og taka þátt i störfum Ihennar. úlafur Valgarð Steingrímur Sveinn Már Héraðsmót í Dalasýslu 21. júlí Héraðsmót framsóknarfélaganna I Dalasýslu verður haldið að Tjarnarlundi, Saurbæ, föstudaginn 21. júli n.k. og hefst þaö kl. 20.30. Ræöur flytja Agúst Þorvaldsson, alþingismaður, og dr. ólafur R. Grimsson, lektor. Jón B. Gunnlaugsson fer með skemmtiþætti. Hljómsveit Þorsteins Guðmundssonar leikur fyrir dansi. V Agúst ólafur Jón. J

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.