Tíminn - 15.07.1972, Blaðsíða 7

Tíminn - 15.07.1972, Blaðsíða 7
l.augardagur. 15. júli. 1972 TÍMINN 7 #D®í! Útgefandi: Fra'msóknarflokkurfnn Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þór- arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karlsson, Andrés Kristjánsson (ritstjóri Sunnudagsblaðs Timans). Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislasoni, Ritstjórnarskrif- stofur í Edduhúsinu við Lindargötu, sfmar 18300-18306 Skrifstofur i Bankastræti 7 — afgreiðslusfmi 12323 — auglýs- ingasimi 19523. Aðrar skrifstofurrsimi 18300. Askriftargjald 225 krónur á mánuði innan lands, i lausasölu 15 krónur ein- takið. Blaðaprent h.f. Viðræðum slitið Upp úr samningaviðræðum Breta og íslend- inga um bráðabirgðasamkomulag i landhelgis- deilunni hefur nú slitnað — a.m.k. i bráð. Báðir aðilar hafa lýst sig reiðubúna að taka upp við- ræður að nýju siðar, ef menn eygðu nýjar vonir umáð samkomulag gæti tekizt. í gær gaf sjávarútvegsráðherra út reglugerð um hina nýju 50 milna fiskveiðilögsögu ís- lands, sem taka á gildi 1. sept. i samræmi við einróma ákvörðun Alþingis. Bretar svara með málskoti til alþjóðadóm- stólsins i Haag og krefjast þess, að dómstóllinn felli bráðabirgðaúrskurð um að stækkun is- lenzku fiskveiðilögsögunnar skuli ekki koma til framkvæmda. Hin raunverulega ástæða fyrir þvi, að bráða- birgðasamkomulag hefur ekki tekizt i viðræð- unum við Breta er sú, að þeir krefjast þess, að þær hömlur, sem lagðar kynnu að verða á brezk veiðiskip skv. hugsanlegu samkomulagi, skuli einnig lagðar i jafn rikum mæli á sam- bærileg islenzk fiskiskip. Ennfremur neita þeir að fallast á, að íslend- ingar hafi með höndum framkvæmd þeirra reglna um takmarkanir veiða, sem á kynni að verða sætzt. Lady Tweedsmuir, formaður brezku samn- inganefndarinnar, sagði á blaðamannafundi, að tillögur íslendinga um takmarkanir veiða með svæðaskipulagi og takmarkaðri tölu veiði- skipa á ákveðnum timum, væru svo óljósar, og óákveðnar, að brezka stjórnin gæti ekki tekið afstöðu til þeirra fyrr en þær yrðu skýrari og settar skriflega fram. íslenzkir ráðherrar hafa hins vegar upplýzt, að hér fari frúin rangt með. íslenzka samn- inganefndin lagði fram kort, þar sem inn á voru færð nákvæmlega veiðisvæði og veiðitimi, fjöldi togara, stærð og búnaður. Tillögur ís- lendinga voru þvi siður en svo óskýrar eða óákveðnar. Hins vegar lögðu íslendingar áherzlu á, að tilgangslaust væri að ræða þess- ar tillögur nema jákvæð svör Breta fengjust við tveimur grundvallarspurningum, sem ís- lendingar teldu að væri forsenda þess, að sam- komulag gæti tekizt. 1. Bretar viðurkenndu, að islenzkum skip- um bæri meiri réttur en erlendum. 2. íslendingar hefðu með höndum fram- kvæmd þeirra reglna sem um yrði samið — og þar með lögsögu yfir þeim, sem þær reglur brytu. Báðum þessum skilyrðum visuðu Bretar á bug og þar með hlaut að slitna upp úr þessum viðræðum nú. Það er vart hugsanlegt, að við- ræður geti hafizt að nýju, fyrr en Bretar hafa að einhverju leyti breytt afstöðu sinni varðandi þessi atriði. íslendingar höfðu frumkvæði að þessum við- ræðum við Breta eftir að ákvörðun hafði verið tekin um að færa fiskveiðilögsöguna i 50 milur 1. sept n.k. Það var skýrt tekið fram, að við- ræðurnar myndu aldrei af íslands hálfu snúast um það að hverfa frá þeirri ákvörðun. Þær væru tilraun íslendinga,til að freista þess að ná samkomulagi, um timabundin veiðiréttindi brezkra skipa innan hinnar nýju fiskveiðilög- sögu. —TK SIR GE0FFREY FURL0NGE: Verulegar framfarir hafa orðið í Alsír Viðskiptasamningar Alsír munu efla tengslin við vesturveldin Ilöfundur þessarar greinar, Sir Geoffrey Fur- longe, fyrrverandi am- bassador Breta. hefir um langt skeii) haft náin kynni af Arabarikjunum. DE GAULLE samdi frið við uppreisnarmenn i Alsir árið 1962. Milljónir franskra manna hurfu þá burt úr land- inu i kjölfar franska hersins með þeim afleiðingum, að það var rúið opinberum starfs- mönnum, læknum, lögfræð- ingum og verkfræðingum. Simamenn, stöðvarstjórar og múrarar urðu meira að segja næsta fágætir. Nefndir starfsmanna burt- fluttra franskra húsbænda gátu að visu haldið ýmsu gangandi með misgóðum á- rangri. Alsirmenn réðu mál- um sinum sjálfir i fyrsta sinni i fjórar aldir. en stjórnsýslu og opinbera þjónustu varð að annast af tilfinnanlegum van- efnum. Ekki bætti úr skák, að mill- jónir Alsirmanna höfðu hrak- izt i útlegð eða verið hrepptar inni i frönskum fangabúðum og þeim varð að sjá fyrir samastað og viðurværi. öryggiö var ekki á marga fiska, til dæmis i fjallahéruð- unum, þar sem uppþot voru landlæg og höfðingjarnir deildu innbyrðis. BEN BELLA tókst að bera sigurorð af keppinautum sin- um og sat á forsetastóli i þrjú ár. Hann bældi niður nokkrar uppreisnir og kom kyrrð á. Hann hófst einnig handa um að greiða úr stjórnsýsluöng- þveitinu og naut við það að stoðar fáeinna Alsirbúa, sem höfðu fengið þjálfun i Frakk- landi, svo og fagmanna og tæknimanna, sem fengnir voru að láni handan yfir járn- tjald eða ráðnir þaðan, sem þeirra var völ. Rausnarleg fjárhagsaðstoð Frakka létti undir með forset- anum, svo og lán, sem hann herjaði út i Rússlandi og ann- arsstaðar, og rikisskútan flaut. Persónudýrkunin, sem Ben Bella aðhylltist, vakti megna andspyrnu og ibúar landsins voru miður sáttir við þann harða sósialisma, sem erlendir marxistaráðgjafar vildu framfylgja. Forsetinn reyndi árið 1965 að gripa fram fyrir hendur hersins, en Boumedienne hershöfðingi, yfirmaður hersins, vék forset- anum þá frá og hefir farið með stjórn landsins siðan. BOUMEDIENNE er alger andstaða hins áburðarmikla fyrirrennara. Hann er magur og meinlætalegur pipar- sveinn, heitur múhameðstrú- armaður, enginn lýðskrumari, en landsmönnum falla vel orö- ræður hans, sem eru látlausar og blátt áfram. Hann vissi ná- kvæmlega hvað hann vildi þegar hann tók við völdum og gerði það lýum ljóst undir eins. Hann vildi gera Alsir að iðnvæddu nútima miðstjórn- arriki sósialista, þar sem þungaiðnaður gengi fyrir létt- um iðnaði, þjónustu og fram- leiðslu neyzluvarnings, og væri meira að segja metinn meira en efling landbúnaðar- ins. Þjóðnýta varð allar helztu auðlindir landsins til þess að gera þetta kleift, og einnig þurfti að stórefla menntunina til þess að koma upp færu starfsliði. Forsetinn lagði á ráðin um framkvæmd þessara fyrirætlana og jók þær og framkvæmdi smátt og smátt. Forsetinn lét unga tækni- Boumedienne hersböfðingi. menn sem voru eins einlægir og ákafir og hann sjálfur leysa marxistaráðgjafana af hólmi. Siðan þjóðnýtti hann námur, banka, tryggingafyrirtæki og fjölmargt fleira. Arið 1969 lagði hann fram fjögurra ára áætlun, þar sem gert var ráð fyrir 2400 milljón sterlings- punda fjárfestingu, 45% til iðnaðar, 15% til landbúnaðar, 12% til menntunar, en afgang- urinn til þjálfunar, tækja- kaupa, samgangna og ferða- mála. Arið 1971 varð hann að afla fjár til framkvæmdanna með þjóðnýtingu oliufélag- anna, sem einkum voru i eigu Frakka, er forsetanum tókst að standa af sér hina hörðu hrið frönsku rikisstjórnarinn- ar. BOUMEDIENNE hefir nú setið að völdum i sjö ár og i Al- sir virðist rikja iðni og nokkr- ar framfarir, en litil þægindi. Einvaldsstjórn rikisins hefir alla stjórntauma þess i sinum höndum, en kjörnum stjórnar- nefndum hefir verið komið á fót i byggðarlögum og borg- um. Atvinnuleysi i borgum er til trafala, dýrtið og skortur á neyzluvörum kemur i veg fyr- irað nokkrir njóti lifsins i rik- um mæli nema þeir fáu út- völdu, sem hafa opinbera aukagetu. Félagslif fjöldans er takmarkað, enda taka kon- ur ekki þátt i þvi. Boumedi- enne virðist ekki hrifinn af auknu frelsi kvenna og þær verða enn að ganga með blæju fyrir andliti á almannafæri ef þær vilja ekki fá misjafnt orð á sig. VELSÆLD er litlu meiri i sveitum en borgum, enda er landbúnaðurinn á lágu stigi. Útflutningur vins til Frakk- lands má heita úr sögunni sið- an að landið öðlaðist sjálf- stæði, og uppsafnaðar birgðir varð að selja Rússum, sem unnu úr vininu iðnaðarspiri- tus. t hinni opinberu áætlun er gert ráð fyrir, að vinekrur verði teknar til kornræktar og grænmetisræktar. Skortur á áburði og vélum hamlar fram- leiðsluaukningu. Af þessum sökum háir atvinnuleysi eða ónóg atvinna landbúnaðar- verkamönnum, en þeir eru um helmingur erfiðisvinnumanna i landinu. Áætlun um eflingu landbún- aðarins var birt i janúar i vet- ur og ætlunin var að tryggja að enginn mætti eiga land ef hann ekki nýtti það. Þetta hef- irekki aðeins vakið ugg, held- ur leitt i ljós mikla óvissu um eignarhald á landi, sem á ræt- ur að rekja til brottflutnings Frakka á sinni tið. Hætt er við, að þetta valdi óeirðum ef ekki er farið að með nærfærni og gát. _ * EKKI getur heitið að vart verði andstöðu gegn rikis- stjórninni. Almenn ókyrrð rikti á valdatiö Ben Bella, en nú virðist_allt með kyrrum kjörum og bjartsýni yfirleitt rikja þrátt fyrir allt. Og nú stafar miklu fremur af sýni- legum framkvæmdum en á- róðri. Menntunaráætlanirnar hafa tekizt mjög vel og hefir það sitt að segja. I fyrstu var skortur á húsnæði og kennur- um til trafala, en nú fjölgar al- mennum skólum og kennara- skólum ört. Stefnt er að þvi, að Alsirbúar verði sjálfum sér nógir i þessu efni, en 4300 franskir kennarar eru enn starfandi, auk 5000 kennara frá Egyptalandi og fleiri Arabarikjum. Nemendum fjölgar jafnt og þétt. Stefnt er að skólagöngu allra barna frá sex ára aldri og 50% aukningu miðskóla og æðri skóla. Ahugi æskunnar er smitandi. Aukning iðnaðarins er mjög mikil , en árið 1962 gat varla heitið að hann næði til annars en oliu- og járngrýtisnáms. Nú er járn-og stáliðjuver i gangi i Annaba , sykurhreinsunar- stöðvar eru starfræktar, pappirsverksmiðjur, sam- setningarverksmiðjur vöru- bila og vefnaðarvöruverk- smiðjur. Mikilvægast er þó, að 65% af fjármagni til iðnaðar rennur til oliuvinnslunnar, jarðgass, iðnaðar úr oliu og rannsókna i málmiðnaði. OLIUNAM hófst i Sahara árið 1953 og nú eru fluttar út þaðan 55 milljónir smálesta á ári. Finnist ekki öflugar nýjar oliulindir er búizt við, að oliu- námið i Sahara nemi á næst- unni um 65 milljónum smá- lesta á ári að jafnaði. Jarðgas er hins vegar talið gifurlega mikið. Samkomulag hefir ver- ið gert við bandariskt fyrir- tæki um framleiðslu 20 mill- jarða rúmmetra á árunum 1974—1999. Einnig hafa verið ræddir umfangsmiklir samn- ingar við þrjú af aðildarrikj- um Efnahagsbandalagsins. Jarðgasleiðslur eru eðlilega auknar mjög. Verið er að tvö- falda leiðsluna til Arzew og við Skikda á norð-austurströnd- inni er verið að ljúka við tvær leiðslur, tvær i lagningu og sú fimmta fyrirhuguð. Þessar leiðslur liggja eða eigallar að liggja, að verksmiðjum, sem breyta gasinu i fljótandi form. Pöntuð hafa verið sex skip til að annast flutningana. ÞESSAR framkvæmdir eru að mestu að þakka Boumedi- enne. Hann á einiíig þakkir skildar fyrir skynsamlega stefnu i utanrikismálum, sem heldur góðum tengslum við önnur riki vinstrisinnaðra Ar- aba, en hefir þó komið i veg fyrir þátttöku i deilum Araba innbyrðis. Þá hefir sambúðin einnig batnað við grannrikin Marokkó og Tunis, þar sem stefna valdhafanna er mun meira til hægri. Boumedienne hefir sýnt um- heiminum að hann þiggur að- stoð frá hverjum sem er, en ætlar ekki að veröa neinum háður. Hann hefir veitt Rúss- um aðgang að flotastöðvum,en ekki er að sjá að stjórnmála áhrifþeirra hafi aukizt við það. Hitt virðist sönnu nær, að efnahagstengslin, svo sem samningarnirum jarðgasið og fleira, þoki Alsir nær vestur- veldunum. Hyggilegt væri og hagkvæmt að taka Alsirmönn- um opnum örmum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.