Tíminn - 18.07.1972, Blaðsíða 8

Tíminn - 18.07.1972, Blaðsíða 8
8 ‘TÍMINN Þriðjudagur. 18. júli. 1972 Innan tíðar verður betra veður hér á íslandi — segir búlgarskur óperusöngvari, sem ætlar að skrifa bók um landið Konstantin Kristoph (Tíniamynd SJ) Var þaö sjálfur Zorba, sem kom inn á gráar ritstjórnarskrif- stofurnar okkar i rigningunni einn daginn. Konstantin Kristoph. Stórvaxinn og kraftalegur, til- finningarikur, ákafur, einlægur. Upprpnninn i landi söngvanna, Bianitz i Búlgariu. Hann var ekki nema sjö ára þegar hann var lát- inn fara að vinna nótt og nýtan dag á tóbaksekrunum. Svo mis- kunnarlaust hefur lifib I Búlgariu verið til skamms tima Þjóðin var kúguð I fimm aldir. Og á rúmum 90 árum, sem liöin eru frá þvl aö Búlgaria fékk sjálfstæði 1877 hef- ur hún blandazt inn i sex styrjald- ir. Saga Búlgarfu undanfarnar aldir hefur sett mark sitt á skap- gerð landsmanna, segir Kristoph mér. En nú hefur hagur lands- manna batnaö að mun. Þeir eru hörku vinnusamir. Búlgarar eiga mikinn hluta heildar grænmetis-, ávaxta- og tóbaksframleiðslu allra Austantjaldslandanna, og ferðamenn gera sér tiðfarið til lands þeirra. Konstantin Kristoph er óperu- söngvari að atvinnu og starfar við óperuleikhúsið i Bielefeld. Hann stundaði söngnám i Sofiu og var sérgrein hans þýzk tónlist. En þótt hann hafi mætur á tónlist á hann sér þó aðra stóra ást, sem eru bókmenntirnar. Hingað er hann kominn I þeim tilgangi að fá efnivið I bók um Island, en hann hefur áður skrifað bækur um Kákasus (Leiðgegnum skýin) og Mallorka (Stefnumót við eilifð- irnar). Kristoph hrifst mjög af stór- brotinni náttúru. Héðan brá hann sér i ferö til Grænlands, sem hann te.lur stór- kostlegast Noröurlanda. Hann gekk á Heklu og hefur hug á að komast á Vatnajökul. Kristoph er vanur fjallgöngumaður og kleif m.a. fyrir nokkrum árum El- brusstindinn I Kákasus, sem er 5633 m hár. Elbruss er einmitt i þeim hluta Kákasus, sem eitt sinn var búlgarskt yfirráöasvæði, og ber nafn héraðsins þess merki, en þaö er Balkaria. — Það er margt likt með is- lenzku þjóðinni og Búlgörum, •segir Kristoph. — Hlutverk ykkar fyrir germanska menningu er þaö sama og hlutverk okkar fyrir slavneska menningarsvæðið. Einhversstaöar I bókmenntum ykkar held ég aö standi, að Is- lendingum láti betur að berjast meö penna en vopnum. Þetta sama gæti einnig átt við um okkur Búlgara. Mér fellur mjög vel við tslend- inga,ekki sizt vegna hins mikla hreinleika skapgerðar þeirra. Fyrstu kynni af þjóðinni hafði ég sem drengur, er ég komst yfir bók Gunnars Gunnarssonar „Skip heiðrikjunnar” heima I Búlgariu. Þá þegar var athygli min vakin á þessu þjóðareinkenni ykkar. Siðar hef ég einnig lesið bækur Laxness á búlgörsku. Ég er lika mjög hrifinn af höf- uðborginni ykkar Reykjavik. Hún er bjartasta borg, sem ég hef séð, og einnig sú, þar sem mest bjart- sýni rfkir, og þó hef ég komið til þúsunda borga. Og allir litirnir. Ég held þeir lýsi ibúunum. Að minu áliti er ekkert fyrirbrigði einangrað, heldur er samband á milli allra hluta. Jafnvel smá- vægilegustu svipbrigði eru tengd öðrum málum, sem kunna að viröast mikilverðari. tslendingar verða að varöveita það menningarástand,. sem hér rikir. Þiö eruð öðrum þjóðum góö fyrirmynd hvað það snertir. Og þaö er miklu meira virði en að vera andlegt stórveldi eins og þið heldur en hernaðarstjórveldi. t sambandi við bók sina ræddi Kristoph við islenzkan farkenn- ara að norðan. Þaö hafði mikil á- hrif á hann, þvi að sjálfur er hann úr einangraðri og afskekktri byggð i Búlgariu. Sömuleiöis hef- ur hann kynnzt viðhorfum bænda og yfirleitt viðað að sér stað- reyndum og áhrifum af landi og þjóð. En hann lætur annars litið yfir sjálfum sér bæöi sem rithöf- undi og söngvara. Allt um það, Konstantin Kristoph er stórbjartsýnismaður. — Eitt fellur mér illa hér á landi, segir hann, — Það er veð- urfarið. Og mér finnst slikt lofts- lag vera óréttlæti gagnvart fólk- inu hér. En ég vona og er sann- færður um, að þetta breytist til batnaðar innan tiðar. Manninum er allt kleift. Og hann mun senn geta breytt loftslaginu við tsland til betri vegar. Mannkynið hefur að visu til þessa fremur hagnýtt sér tækni- kunnáttu sina til að spilla heimin- um en bæta hann. En smám sam- an erum við að uppgötva vitleys- urnar, sem við höfum gert. Við vitum t.d. nú um skaðsemi DDT. Ég held, að björt framtið biði nú mannkynsins á næsta leiði. Og að næstu kynslóðir muni skammast sin fyrir að til hafi verið milljóna- mæringur og sveltandi múgur hlið við hlið. Þjóðfélagslegt rétt- læti hlýtur að koma. sj KENNARAR Nokkrar kennarastöður eru lausar við Flensborgarskólann i Hafnarfirði. Helztu kennslugreinar: Eðlisfræði, efnafræði, liffræði og stærðfræði. Umsækjendur þurfa helzt að geta kennt bæði að gagnfræða- og menntaskólastigi, en tii mála kemur að ein staðan geti orðið full menntaskólakennarastaða. Æskilegt er að umsækjendur geti kennt fleiri greinar en eina. Umsóknarfrestur um stöður þessar er til 24. júli n.k. Nánari upplýsingar á fræðslu- skrifstofunni. Fræðslustjórinn i Hafnarfirði. Auglýsing um lögtök vegna fasteigna- og brunabótagjalda í Reykjavík Að kröfu gjaldheimtustjórans f.h. Gjald- heimtunnar i Reykjavik og samkvæmt fó- getaúrskurði, uppkveðnum 17. þ.m. verða lögtök látin fram fara til tryggingar ógreiddum fasteignasköttum og bruna- bótaiðgjöldum, samkvæmt II kafla laga nr. 8/1972 um tekjustofna sveitarfélaga, en gjalddagi þeirra var 15. mai s.l. Lögtök fyrir framangreindum gjöldum, ásamt dráttarvöxtum og kostnaði, verða látin fram fara að 8 dögum liðnum frá birtingu þessarar auglýsingar, verði þau eigi að fullu greidd innan þess tima. Borgarfógetaembættið i Reykjavik, 17. júli 1972 ir- u . III I l ' liiiiiiiiiHlliiliillliiliiiiiiilEiilllkiiiiJII Ingólfur Davíðsson: „Hellugólf og hamraveggir” í görðum Viðast er grasbletturinn gólf garðsins. Bletturinn þarf að vera vel framræstur og er gott að hann halli dálitið, þvi að þá er kalhætta mun minni en ella. Stallur i hallandi grasflöt geturverið til fegurðarauka — og ætti þá að vera ávalur, svo að auðvelt sé að slá hann með garðsláttuvél. Sumir hafa hellugólf á bletti i garðinum og nota i það steyptar hellur eöa hraunhellur, eða sléttar náttúrlegar hellur, sem gott er að ganga á. 1 bilin milli hellanna m á setja grasþöku- ræmur og fá þannig hið snotrasta tiglagólf. Vel fer á þvi að gróðursetja blóma- brúska hér og þar i stærri bil milli hellanna. Aðrir ná sér i holtablómakrans eða lyng- þúfur, eða gróðursetja loðviði, smjörlauf o.fl. smárunna á stöku stað milli hellanna. Laglega hlaðnir blóm- skreyttir garðveggir geta verið mjög fag rir. Bezt er að gróðursetja blómin um leið og veggirnir eru hlaðnir og nota harðgerð, fjölær steinhæöa- blóm. Mörg islenzk mela- og holtablóm hæfa ágætlega I grjótveggi. Steinbrjótar ýmsir fara þar prýðilega, t.d. snjó- hvitir blómskúfir kletta- frúarinnar, sem standa beint út úr veggnum, og stórir brúskar burnirótar, sem hanga niður. Það er nóg úrval blóma i grjótveggi, en þær Hraungaröur að Arnarhrauni 35 jurtir verða að þola vel þurrk og súg. Veljið „grjótgarða- blóm” út um holt, mela og kletta. Grjótveggir fyrir blóm ættu að vera dálitið hallandi þ,e, dragast að sér. Þeir verða þá öliu traustari en ella, jurtirnar tolla betur i þeim og njóta meira regns og daggar. Grjótið þarf vitanlega aö sitja örugglega fast og engar holur mega vera bak við steinana. Hvaöa blóm sjáið þið á mel og i klettum? Nefna má holurt , (flugubú), ljósbera, geldinga- hnapp, gullmuru, steinbrjóta og margar, margar fleiri. Flestir burknar vaxa bezt i skjóli og skugga, en til eru lika burknar, t.d. köldugras, sem þrifast ágætlega i klettum móti sól. Þið getið lika flutt grastoppa, t.d. vingul, blá- sveifgras, o.fl. utan af melnum og gróðursett i veginum. Það er sannarlega úr mörgu að velja. Ef þið gangið um borgina getið þið séð blómskrýddar helluflatir úti i görðum, t.d. við Miklu- braut. Og falleg blóm i grjót- veggjum gefur að lita i Háleitishverfinu og viðar. Litið i Hellisgerði i Hafnar- firði. Þar spretta sannarlega blóm út úr klettunum. Eða i Arnarhrauni 35, þar eru hraunsteinar kappsamlega hagnýttir til prýöis. Sjón er sögu rikari.Gangið um, gægist i garðana og faið nýjar hug- myndir. Athugið hraun- garðsmyndina. Litil blóm færu vel i holunum i veggnum. Ing. Dav.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.