Tíminn - 19.07.1972, Blaðsíða 7

Tíminn - 19.07.1972, Blaðsíða 7
Miðvikudagur. 19. júli 1972 TÍMINN 7 Útgefandi: Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þór-3 arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karlsson, : Andrés Kristjánsson (ritstjóri Sunnudagsblaðs TImans).::|: Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislasonu Ritstjórnarskrif-3: stofur í Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300-1830631 Skrifstofur i Bankastræti 7 — afgreiðslusimi 12323 — auglýs-3 ingasimi 19523. Aðrar skrifstofurrsimi 18300. Askriftargjald3 225 krónur á mánuði innan lands, i iausasölu 15 krónur ein-K takið. Blaðaprent h.f. EBE-samningurinn Samningaviðræðum Islendinga við Efna- hagsbandalagið er nú lokið og mun Einar Ágústsson, utanríkisráðherra, undirrita við- skiptasamning við bandalagið n.k. laugardag i Brússel. Að fyrirvörum slepptum má þessi viðskipta- samningur teljast okkur hagstæður og mun betri en á horfðist i fyrstu. 1 fyrstu setti EBE það skilyrði fyrir samningnum, að Islendingar hættu við útfærslu fiskveiðilögsögunnar. Þessi fyrirvari bandalagsins hefur nú færzt heldur til betri vegar. Fyrirvari EBE skv. samningnum er á þá leið, að bandalagið áskilur sér rétt til að láta tollfriðindi fyrir sjávarafurðir ekki koma til framkvæmda, nema viðunandi lausn fáist fyrir bandalagsrikin og ísland á þeim erfiðléikum, sem útfærsla fiskveiðilögsögunnar veldur. A sama hátt áskilur Island sér rétt til að fullgilda ekki samninginn, ef þessum fyrirvara bandalagsins verður beitt. Undir samninginn falla flestar islenzkar sjávarafurðir auk iðnaðarvara og skulu þær vörur, sem samningurinn tekur til, ekki verða háðar innflutningsleyfum. Mun EBE yfirleitt afnema tolla sina á þessum vörum frá íslandi i áföngum á fimm árum frá 1973-1977, en tollur á áli verður ekki að fullu felldur niður fyrr en 1980. Tollar á isfiski og sumum niðursuðuvörum verða lækkaðir verulega en ekki alveg afnumdir. íslenzkir verndartollar verða felldir niður á innflutningi frá EBE á sömu vörum og skv. sams konar timaáætlun og gildir nú gagnvart EFTA-löndum og verður fyrsta tollalækkunin 30%, 1. april 1973 og verða verndartollarnir að fullu felldir niður 1980. Viðskiptasamningurinn tekur til rúmlega 70% af útflutningi íslands til EBE-landa og þeirra 4 landa, sem nú hafa samið um fulla aðild að bandalaginu, en auk þess eru um 20% útflutnings okkar til þessara 10 landa tollfrjáls i bandalaginu og er þar um að ræða saltfisk, skreið og nýja sild. Sem dæmi um þær tollalækkanir, sem eiga sér stað skv. samningnum á útflutningsvörum okkar miðað við árið 1977 má nefna, að fryst fiskflök, sem nú eru i 15-18% tolli, hrogn, lifur, ný, fryst og söltuð, sem nú eru i 10-11% tolli, hert lýsi.sem er i 17-20% tolli, kaviar og niður- soðin hrogn, sem eru i 30% tolli og niðursoðin rækja, humar og hörpudiskur i 16-20% tolli, verða algerlega tollfrjáls i lok aðlögunartima- bilsins. ísaður og heilfrystur karfi fellur úr 8% i 2%, isaður og heilfrystur þorskur, ýsa og ufsi úr 15% i 3,75% og niðurlögð sild úr 20% i 10%. Að mörgu leyti er þessi samningur okkur mun hagstæðari en EFTA-samningurinn, þar sem t.d. engin ákvæði eru i samningnum um atvinnurekstrarréttindi. En mikil óvissa rikir um það, hvort þessi samningur kemst i framkvæmd vegna fyrir- vara EBE um landhelgismálið. Rikisstjórnin hefur tilkynnt EBE.að fullgilding samningsins sé undir þvi komin, hvort EBE beitir fyrir- varanum og mun EBE verða afhent sérstök yfirlýsing þess efnis þegar samningurinn verður undirritaður á laugardaginn. — TK ERLENT YFIRLIT Pompidou teflir Gaull- isma gegn kommúnisma Pierre Messmer er öruggur merkisberi Gaullismans I)e Gauile og Messmer NÝLEGA hafa gerzt i Frakklandi tveir atburðir, sem benda til stórum harðn- andi stjórnmálabaráttu þar i landi, enda eru ekki nema 8 mánuðir þangað til þingkosn- ingar fara þar fram i siðasta lagi. Annar af þessum atburð- um er samkomulagið milli kommúnista og jafnaðar- manna um samstarf i næstu þingkosningum og sameigin- lega kosningastefnuskrá. Hitt eru forsætisráðherraskiptin, sem Pompidou forseti ákvað rétt á eftir að kunnugt varð um áðurnefnt samkomulag kommúnista og jafnaðar- manna. Sá orðrómur hefur gengið um alllangt skeið, að Pompidou teldi rikisstjórnina veika og þó einkum forsætis- ráðherrann og væri þvi breyt- inga þörf. Liklegt var álitið, að hann myndi skipta um forsæt- isráðherra fyrir þingkosning- arnar. Samkomulagið milli kommúnista og jafnaðar- manna virðist hafa rekið smiðshöggið á þessa fyrirætl- un hans. Svo snöggt kom þó tilkynningin um forsætisráð- herraskiptin, að þau vöktu enn meiri athygli en ella sök- um þess. FLOKKSÞING kommúnista og jafnaðarmanna hafa nú hvort i sinu lagi staðfest sam- komulagið um kosningasam- vinnu þeirra. Vinstri öflin ganga þvi sameinaðri til kosn- inganna en nokkru sinni fyrr. Svar Pompidou er að tefla fram nýjum forsætisráðherra, sem er talinn miklu traustari Gaullisti en fyrirrennari hans og einnig öllu meira til hægri, þótt það sé umdeilanlegra. En fyrst og fremst verður það hin þjóðlega stefna Gaullista og traust handleiðsla, sem Pompidou ætlar að leggja áherzlu á i kosningabarátt- unni. Hinsvegar mun hann halda þvi fram, að litt sé að vænta þjóðlegrar stefnu af kommúnistum og heldur ekki öruggrar handleiðslu, þvi að i reynd sé mikill ágreiningur milli kommúnista og jafnað- armanna og muni stjórnar- samstarf þeirra, ef til kæmi, einkennast af þvi. Valið sé þannig milli þjóðlegrar og traustrar stjórnar Gaullista annars vegar og óþjóðlegrar og sundurþykkrar stjórnar vinstri manna hinsvegar. Ætlunin er bersýnilega m.a. sú að ná fylgi frá milliflokk- unum með þvi að setja kosn- ingarnar þannig á svið, að ekki sé nema um þetta tvennt að velja. Von milliflokkanna er hinsvegar sú, að menn séu orðnir þreyttir á Gaullistum, en vantreysti kommúnistum, og þvi verði hófleg breyting helzt tryggð með eflingu mið- flokkanna. Mjög mun þetta þó velta á þvi, hvort miðflokkun- um tekst að sameina lið sitt, eins og Servan-Schreiber stefnir að, og þvi verði raun- verulega valið milli þriggja fylkinga. EF Pompidou hugðist velja forsætisráðherra með tilliti til þess að hann nyti álits og trausts Gaullista, gat hann tæpast valið betur. Hinn nýi forsætisráðherra, Pierre Messmer, hefur verið ein- dreginn Gaullisti frá upphafi vega, eða óslitið siðan de Gaulle birtist fyrst á sjónar- sviðinu eftir ósigur Frakka 1940. Messmer skipaði sér þá strax undir merki de Gaulle og fylgdi þvi stöðugt eftir það. A valdaárum De Gaulle a árunum 1960—’69 fékk hann það erfiða hlutverk að vera landvarnaráðherra, en á þeim tima átti de Gaulle marga andstæðinga i hernum, er gjarnan vildu gera uppreisn gegn honum sökum afstöðu hans til Álsirmálsins. Það var eitt af verkum Messmers að fylgjast með þessum mönn- um og færa þá til i störfum á þann hátt, að þeir fengu i orði meiri frama, en i reynd minni völd. Þá var það hlutverk hans að skipuleggja óskabarn de Gaulles, kjarnorkuvigbún- að Frakka. Siðast, en ekki sizt, féll honum það svo i skaut að draga franska herinn undan yfirstjórn Nato og tilkynna Nato að flytja aðalbækistöðv- ar sinar frá Frakklandi. Eng- inn efar, að Messmer muni sem forsætisráðherra fylgja fast fram þessari stefnu leið- toga sins og lærimeistara. Sökum þess er þvi spáð, að Frakkar muni taka upp enn stjálfstæðari stefnu innan Efnahagsbandalags Evrópu en þeir hafa fylgt um skeið og ekkert verði úr batnandi sam- búð þeirra og Nato, sem ýmsir voru farnir að spá. Megin- áherzla verði lögð á að sýna, að Frakkar fylgi sjáifstæðri utanrikisstefnu, eins og i tið de Gaulles. PIERRE Auguste Jeseph Messmer er fæddur 20. marz 1916. Hann hafði lokið laga- prófi rétt áður en siðari styrjöldin hófst. Hann var þá strax kvaddur i herinn og var sendur til Vestur-Afriku. Þeg- ar Frakkar biðu ósigur, hrað- aði hann sér heim, en þóttist sjá, að þar yrði litið að gera. Hann var þá þegar orðinn Gaullisti og ákvað að skipa sér i baráttusveit frjálsra Frakka undir forustu de Gaulles. Asamt öðrum ungum manni, sem nú er hershöfðing i, réðst hann á franskt flutningaskip i Marseille, en för þess var heit- ið til frönsku nýlendanna i Norður-Afriku. A leiðinni rændu þeir félagar skipinu og sigldu þvi til Gibraltar, en þaðan héldu þeir til Bretlands og gengu i sveitir frjálsra Frakka þar. Messmer barðist siðan á mörgum stöðum, m.a. við Bir-Hakein og E1 Alamein i Norður-Afriku, og siðar á ttaliu, Frakklandi og Þýzka- landi. Hann hlaut marga vitn- isburði fyrir djarfa fram- göngu. 1 striðslokin i Evrópu var hann sendur til indo-Kina til að skipuleggja mótspyrn- una gegn Japönum þar. Hann var látinn svifa niður i fallhlif a bak við viglinu Japana og náði m.a. fundi Ho Che Minh. Þegar til kom tortryggðu skæruliðar hann og settu hann i fangelsi, en honum tókst að strjúka úr þvi með ævintýra- legum hætti og komast til fransks yfirráðasvæðis. Eftir það hélt hann áfram störfum i hernum og var háttsettur i út- lendingahersveitinni svo- nefndu, þegar de Gaulle skipaði hann varnarmálaráð- herra 1960. Þeirri stöðu hélt hann óslitið þangað til de Gaulle lét af völdum árið 1969. Þá dró hann sig i hlé og gerðist leiðtogi i félagsskap, sem hafði það markmið að berjast fyrir skoðunum de Gaulles. Hann hafði náið samband við de Gaulle og var siöasti sam- verkamaður hans, sem ræddi við hann um stjórnmál, en þáð gerðist fáum dögum fyrir lát de Gaulles haustið 1970. Á siðastl. ári var hann skipaður nýlendumálaráðherra, sem þykir heldur litilvægt starf. Enginn hafði spáð þvi, að Pompidou myndi gera Mess- mer að forsætisráðherra, en ýmsir aðrir höfðu verið til- nefndir. Skipan hans i for- sætisráðherraembættið þykir hins vegar velheppnuð, ef það er tilætlun Pompidous, eins og almennt er álitið, að hefja Gaullismann til vegs að nýju og tefla fram manni, sem er óbilandi i trúnni á de Gaulle og kenningar hans. Messmer er kvæntur en barnlaus. Hann berst litt á opinberlega og stundar ýmsar ibróttir i tómstundum sinum. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.