Tíminn - 01.08.1972, Blaðsíða 8

Tíminn - 01.08.1972, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Þriðjudagtífr 1. ágúst 1972 Björn Egilsson, Sveinsstöðum: Hundur að sunnan Fyrir nokkrum árum var all- mikiö rætt um virkjun Dettifoss. Þáverandi stjórnvöld létu það frá sér fara, að Dettifoss yrði virkjaöur, ef raforka reyndist þar ódýrari en við Þjórsá. Úr þvi fékkst ekki skoriö, þvi að íannsóknum viö Dettifoss var hætt, og var þá augljóst, aö um- ræða um ' Dettifossvirkjun var sjónarspil, sett á svið til að blekkja Norðlendinga. Hinn ágæti Skagfirðingur, þingmaöur Ey- firðinga, Magnús Jónsson, var riðinn við sjónarspilið, en það má vera, að hann hafi orðið að gera það, sem hann vildi ekki, en hann hafði þó hluta af valdinu i sinum höndum. Það er út af fyrir sig, þótt að þvi væri horfið af ýmsum ástæðum að virkja Þjórsá. En hvers vegna eru stjórnmálamenn með blekkingar i mikilsverðum málum ? Þvi er auðsvarað. Það er hræöslan við kjósendur. Nú er komin önnur rikisstjórn, sem hel'ur á ýmsum sviðum önnur stefnumið en viðreisnar- stjórnin, en stjórnarfarið i raf- orkumálum Norðlendinga er óbreytt, sami blekkingarvefur ofinn, sama sjónarspil sett á svið. Iðnaðarráðuneytið hefur gefið út ÞÚ-lteykjavik Vélbáturimi Asþúr KE, er nú farinii til grálúðuveiða við Kol- beinsey, og i þessari veiðiferð verður bciluvélin notuð i fyrsta skipti við veiðar af islen/.kum bát. Vilbjálmur Ingvarsson út- gerðarmaður sagði i viötali við blaðið, að Asþór hcfði lagt af stað m^mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm ÉLandsins ^rdðnr \ - ydar hröðar bCnaðarbanki / ÍSLANDS tilkynningu um, að ákveðið hafi verið, að leggja raflinu frá Þjórsársvæðinu norður yfir hálendið og sá rökstuöningur látinn fylgja, að þessi svokallaði hálendishundur eigi allt að einu að flytja rafmagn suður frá væntanlegum orkuverum fyrir norðan. Þetta er augljós blekking, vegna þess, að það vantarekki raforku fyrir sunnan, þvert á móti. Tvær virkjanir eru fyrirhugaöar við Tungná og jafn- vel þriðja virkjunin við Þjórsá, og þá ekki hirt um þó Þjórsárver færi undir vatn. Og þó orkuver yrði reist á Norðurlandi þarf ekki að flytja orkuna suður, eða þvi má ekki byggja upp iönað fyrir norðan og nýta orkuna þar? Nei, það á ekki að reisa nein orkuver fyrir norðan, en mikil þörf að koma orkunni frá Tungná i verð. I tilkynningu ráðuneytisin's kemur það fram, að Norð- lendingar eiga að fá næga og ódýra raforku að sunnan. En verður hún ódýr? Hver borgar linuna yfir Sprengisand 3-5 hundruð milljónir? Vilja Reyk- vikingar taka á sig hluta af þessum kostnaði? Svo er frá á iniöin s.l. laugardag, og er rciknað með, að hann verði 7-10 daga i veiðiferðinni. „Ég bið spenntur eftir útkom- unni,” sagði Vilhjálmur, þvi ef þetta tekst vel, þá hér um al- gjöra byltingu að ræoa. Ahöfnin á Asþór er sem fyrr 12 manns, en með tilkomu vélarinnar á að vera hægt að vera við veiðarnar mesta hluta sólarhringsins, þar sem mun færri menn þarf að hafa við vinnu i hvert sinn. Verkfræðingar frá norsku fyrirtækjunum Trio og Mustad eru um borð i Asþór og fylgjast þeir með beituvélinni i þessari i'yrstu veiðiferð. gengið, að ekki er hægt að láta gömlu kusu i Straumsvik mjólka meira og svo er uppdráttarsýki i belju þessari. Afurðin kemur ekki fram á tslandi, en fer beint til Sviss. Þegar búið er að skera hausinn af kindinni, er ekki hægt að setja hann á áftur. Byrjaö er nú að leggja raflinu frá Akureyri til Varmahliðar og verður ekki horfið frá þvi úr þessu. Þessi framkvæmd heföi komið að gagni, ef næg raforka hefði verið fyrir hendi annað hvort á Norður- landi eystra eða vestra, en þvi er ekki að heilsa. I tilkynningu frá ráðuneytinu segir, að búið sé að semja um afgangsorku frá Laxá, sem enginn veit^hvað verður mikil, og svo á lika að flytja oliu- rafmagn frá Akureyri til að seðja orkuhungur á Norðurlandi vestra og er ékki hægt að sjá að það sé betra en brenna oliunni á Sauðár- króki, eins og verið hefur. Bréf hafa borizt út um það, að ráðherra muni leyfa siðari hluta 3. áfanga Laxárvirkjunar, en þá er Bleik brugðið, ef Þingeyingar samþykkja, eftir það, sem á undan er gengið, að Laxárdalur verði gerður að stöðuvatni, enda óþarft, þvi að næg vatnsorka er til viða á Norðurlandi. Á siðastliðnu ári var frá þvi skýrt i blöðum, að lausleg athugun hefði verið gerð um virkjun Jökulsár eystri i Skagafirði. Samkvæmt þeirri at- hugun var hægt að virkja þar 16 megavött i fyrsta áfanga og orka þar þriðjungi ódýrari en við Lagarfoss. Niðurstaða fræði- mannsins var sú, að það væri álitamál, hvort skyldi gera fyrr, virkja Jökulsá eða leiða rafmagn að sunnan. Teningnum hefur nú verið kastað. Það á að leggja linu að sunnan og hundurinn hefur ekki verið grafinn. Linan frá Akureyri að Varmahlið er skottið á hundinum að sunnan. Nær hefði verið að nota hundspeningana til að byggja raforkuver á Norður- landi. t tilkynningu ráðuneytisins stendur skrifað: „Hugmyndir og framkvæmdir ráðuneytisins miðastviðþað að gera landiðallt að einum orkumarkaði eins fljótt og auðið er.” Vel má það vera að orkan nýtist betur með þvi að tengja orkuver saman, en vegna kostnaðar er takmarkið fjarlægt, og það mætti segja mér, að liðið yrði nær alda- mótum áöur en þvi marki yrði náð. Svo er ekki hægt að taka mark á þessu stefnumiði rikis- stjórnarinnar. Þvi hefur verið visað á bug að tengja saman S k e i ð s f o s s v i r k j u n og Sauðárkróksvirkjun, sem var sérstakt tilefni til nú. Það var sagt of dýrt, en útreikningar til samanburðar við annað rikis- leyndarmál Skeiðsfossvirkjun á þvi aö vera einangruð um ókomna tið. Víða um land eru svonefndar smávirkjanir, sem hafa malað gull um áratugi. Ljósrauðir lær- dómsmenn á raforkumála- skrifstofunni hafa um árabil barizt með hnúum og hnefum gegn smávirkjunum. Stjórn- sýslan er orðin svo flókin, að rikisstjórnir telja sig þurfa að hafa fræðimenn og farisea i þjónustu sinni, en varla er hægt að treysta þeim sem nýju neti, samanber hafnargarðinn i Grimsey. 1 sveitarstjórnarlögum er svo fyrir mælt að leita skuli álits sveitarstjórna i hagsmunamálum viðkomandi sveitarfélaga, enda þótt valdið sé uppi á sinum stað. A þessu hefur hvorki Fjórðungs- samband Norðurlands né aðrir aðilar þar, fengið að láta i ljósi álit eða gera tillögur um orkumál Norðurlands. Sterk valdastjórn lætur sig ekkert muna um að ganga á snið við lagastafi. Nýlega hefur iðnaðarráðuneytið skipað 5 manna nefnd til að endurskipu- leggja raforkudreifingu. Ekki'er þess getið, hvort iðnaðarráðherra hefur skipað nefndina, eða hinir ráðherrarnir hafi lika sett strik undir. 1 nefndinni eru: Ráðu- ney tisstjóri, deildarverk- fræöingur Orkustofnunar, verk- fræðingur úr Hafnarfirði, sem er doktor i tilbót, rafveitustjóri á Selfossi og oddviti úr Rangár- þingi. Enginn Norðlendingur mátti við málið koma. Orku- skortur er ekki á Suðurlandi og þar er lika mótað dreifipgarkerfi. Verkefni nefndarinnar liggur i augum uppi. Þaö er að koma orkunni frá Tungná i verð á Norðurlandi og niðurstaða fyrir- fram vituð. önnur nefnd hefur lika veriö skipuð, 3ja manna nefnd til að kanna linustæði yfir hálendið. Einn þessarra þre- menninga er veðurfræðingur. Undarlegt er það og þó ekki. Veðurfræðingurinn á náttúrlega að mæla isinguna. Ef mikil ising sezt á hárið á hundinum lekur hann niður. Iðnaðarráðherra Magnús Kjartansson flutti ræðu á Hótel Borg 1. mai siðastliðinn. Þar ræddi hann um stórar „grúppur” i útlöndum, risavaxin iöjuver undir stjórn auðhringa og stjórn- sýslu stórvelda, þar sem fáir menn stjórna hundruðum milljóna manna. Þetta taldi ráð- herrann slæmt en hér á landi væri þetta miklu betra vegna smæðar og fámennis. Mig grunar þó, að ráðherrann sé veikur fyrir rikis- grúppunni á Islandi, þó litil sé. Hann segist vilja dreifa valdinu með þvi, auk annars, að héraða- og landshlutarafmagnsveitur yrðu stofnaðar. Gott er það, ef satt er. Fyrir siöasta Alþingi lá frum- varp um orkumál. SamkVæmt þvi átti yfirstjórn allra raforkumála að vera á einum stað i Reykjavik. 1 umræðum um málið kom það fram, að yfirstjórnin mundi kosta 20% álag á alla raforku. -Vissu- lega gætu héraða og landshluta- veitur verið sjálfstæð fyrirtæki og haft hagkvæma og nauðsynlega samvinnu. Samtenging orkuvera og einn orkumarkaður er bara önnur hliðin i raforkumálum. Það er ekki sama hvar orkuver eru reist. Við skulum spyrja sveitar- stjórnarmenn i Gnúpverjahreppi, hversu miklir peningar hafi oltið i tengslum við Þjórsárvirkjun og hvers hreppurinn hafi notið þar af. Virkjun Dettifoss hefði orðið mikil lyftistöng fyrir Norður- Þingeyjarsýslu, sem smátt og smátt er að fara i eyði. Jafnvægi i byggð landsins er miklu meira sjálfstæðismál en það, hvort nokkrir dátar eru á Vellinum eða fara þaðan. Eina vonin til þess, að Islendingar fái að búa einir i landi sinu er su að þeir sýni það i verki að þeir vilji nýta gæði landsins---hvar sem er i landinu. Mesta vandamál heimsins er fólksfjölgun. Ef til vill er sá timi ekki langt undan, að þjóðum, sem eiga ónotaðar náttúruauðlindir veröi gert að taka við innflytjend um með alþjóðlegu valdboði. Ekki mundu Japönum verða skotaskuld úr þvi að framleiða heimsins beztu hjólbarða meö orku úr Dettifossi. Ég er svo eigingjarn, að ég vil að tslendingar búi einir á tslandi af þvi tsland er mitt land. 14. júli 1972 Ásþór á veiðum með beituvélina SIGVALDI HJALMARSSON: KASTLJÓS Að kunna að búa við allsnægtir UM ÞAÐ er rætt að hjálpa þurfi vanþróuðum þjóðum, helzt lil þeirra lifskjara sem hinar iðnþróuðu þjóðir njóta. A þvi er bara einn galli: Sé komið á sama neyzlumagni um allan heim og sjálfsagt þykir hjá okkur, kostar það geysihraða eyðslu af ýmsum nauðsynlegum en þverrandi auðlindum og að jörðin fer i kaf i reyk og rusl, þ.e. mengun eykst um allan helming, sennilega að þvi marki,að hún gangi af öllu lifi dauðu i höfunum þvi sem mikils er verðast fyrir mennina á jörðinni. Á þá að hætta að hjálpa van- þróuðum þjóðum? Ekki dugar það heldur — þótt ekki sé af öðru en þvi að friður helztaldrei á jörðinni til lengdar ef lifsgæðum er misskipt að ráðij Það leiðir beinlinis af þvi aö jörðin er orðin eins og eitt þorpsfélag, taugakerfi og skil- ningarvit einstaklinganna eru framlengd með útvarpi og sima og fjarlægðir að engu gerðar með góðum samgöngum. Ekki nema eitt er framundan: Hinar þróuðu þjóðir verða að breyta um lifshætti. Þetta virðist kannski bera blæ af vanalegri siðapredikun, hitt er þó sönnu nær,að það er aðeins sú spurning hvort við viljum heldur lifa eins og menn eða deyja eins og skepnur. Tækni er hvorki ill né góð i sjálfri sér, hún er einfaldlega aði'erð til að gera hluti sem við viljum að komist i framkvæmd En i reynd ræður hún yfir okkur, við ekki yfir henni. Það sézt af dæmi frá Japan — sem nú er mest öfundað allra landa vegna mikils hagvaxtar. 1 Japan er það nú að hætta að vera aðalatriði hvort fólk vantar verksmiðjuvörur. heldur er spurt um hitt, hv^ort verk- smiðjurnar vantar fólk. Dæminu er snúið við. Mælzt er til að barneignum sé fjölgaö til að fóðra verksmiðjur- nar af vinnuafli. Nú eru það verksmiðjurnar sem heimta „blóð", ekki fall- byssurnar! Þessi frámunalega heimsku- lega spennivél framleiðslu og neyzlu er i gangi vegna smá- vægilegs en næsta örlagariks misskilnings. Við áttum okkur ekki á mas- kinerii langanalifsins eða hirðum ekki um að taka eftir hvernig það starfar. Ekkert er eins mannlegt og að langa og auðvitað engin ástæða til að vera á móti löngun útaf fyrir sig. En menn flaska á að taka eftir, að sjaldnast er löngun þannig að henni sé fullnægt þegar það er fengið.sem hún heimtar. Eðli hennar er beinlinis að biðja sifellt um meira. Við sjáum þetta i verki i kringum okkur. Fólk, sem á góða ibúð vill stærri ibúð. Fólk,sem á góðan bil,vill finni bil. En það verður samt ekkert hamingjus-amara þótt það eignist stóru ibúðina og fina bilinn, vill sifellt meira og meira, og seinast veit það kannski varla hvað það á að láta sig langa i — og þjáist blátt áfram af þvi að það hefur allt, sem hugurinn girnist! Þessi barnaskapur heldur spennivélinni i gangi, og svo ágirndin, sem er auðvitað sér- stök tegund af löngun og harla hvimleið. Allt stafar þetta af þvi að fólk kann almennt ekki að hafa nóg — þótt það kunni tiltölulega vel að þola að vera svangt. Enda er uppáhalds aðferð kúgaranna i dag ekki að svelta fólk, heldur að gera það ringlaö i kollinum með hinum fjölbreytilegustu að- ferðum til að njóta lifsins. Þar að stefna meðal annars aug- lýsingar og sú atvinnugrein,sem nefnist skemmtana iðnaður. Við skiljum ekki að tveir disk- ar af mat eru ekki betri en einn — ef hinn eini nægir til að þú verðir saddur. Alveg eins og maður þarf að harka af sér i skorti, annars ferst hann, veröur hann að kunna að hafa hemil á sér i alls- nægtum, annars ferst hann lika. Hinar þróuðu þjóðir þurfa að kunna að hafa hemil á sér i alls- nægtunum. Einfalt, ekki satt? Hvað þarf maður, metið af skynáamlegu viti, til að komast vel af? Og lætur hann sér það nægja? Hann verður hvort sem er ekki hamingjusamari þótt hann fái meira — nema kannski ef hann getur endalaust fengið meira og meira, sem er óhugsandi. Þetta er i rauninni spurning um,hvort við kunnum að búa við allsnægtir — sem auðvitaö er fólgið i að geta alveg eins neitað sér um.... eins og þegið. Á meðan við kunnum þetta ekki hafa ráðendur auðmagns og verksmiðja okkar öll að fifli. Við erum annað hvort neyt- endur,sem eru nauðsynlegir til að kaupa og eyða, eða vinnuafl, sem er ómissandi til að vinna og taka kaup. Þetta er þræla^hald nútimans. Frjálst mannlif er þetta ekki, sem er fólgið i þvi að vinna saman og skipta bróðurlega. Módelið að þvi sjáum við i hverri samhentri alþýðufjöl- skyldu á Islandi, lengra þarf ekki. Ráöið er að stöðva þessa spennivél, láta sér nægja það sem maður kemst af með — án þess þó,að fegurð og auðgi mannlifsins sé krenkt á neinu. Og þegar við þurfum minna, verður meira eftir handa þeim, sem skortir, auölindir sparast. Mengun hættir að aukast.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.