Tíminn - 01.08.1972, Blaðsíða 9

Tíminn - 01.08.1972, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 1. ágúst 1972 (Jtgefandi: Fra'msóknarflokkurfnn ;!;!;!;!;!;! Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þór-:g.;:.:: arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karlsson,);!;!;;;!;! ;;;;;;;;;;;; Andrés Kristjánsson (ritstjóri Sunnudagsblaðs Timans Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislasoni. • Ritstjórnarskrif-,;;;;;; ;;; stofur í Edduhúsinu við Lindargötu, sfmar 18300-18306J:;:;:;!;:; Skrifstofur í Bankastræti 7 —afgreiðslusími 12323 — auglýs-;:;;;;;;;;; ingasimi 19523. Aðrar skrifstofurrsimi 18300. Askriftargjald;;;;;;!;;;: ;!;!;!;!;!;! 225 krónur á mánuði innan lands, i lausasölu 15 krónur ein-:;!;!;!;!;! takið. Blaðaprent h.f. Samanburður í sambandí við þá hörðu gagnrýni og stóru orð, sem Morgunblaðið og Sjálfstæðisflokkur- inn viðhefur nú daglega um skattpiningu og bág kjör alþýðu manna, hlýtur sú spurning m.a. að leita á, hvort ætla mætti, að hlutur hins almenna launamanns hefði verið betri á þessu ári, ef „viðreisnarstjórnin” hefði haldið velli i siðustu kosningum. Leiða má likur að ýmsu i þvi sambandi i ljósi þeirrar löngu reynslu, sem menn höfðu fengið af viðhorfum „viðreisnarstjórnarinn- ar”, efnahagsstefnu hennar og „umhyggju fyr- ir láglaunafólki”. Ekki sizt má lita á afrek hennar i verðbólgu- og verðhækkunarmálum. Til hliðsjónar er svo sjálfsagt að hafa þann málflutning, sem Sjálfstæðisflokkurinn og Morgunblaðið hefur haldið uppi, það sem af er þessu kjörtimabili. ★ 1. Minna ber á þá gengislækkunarstefnu, sem fyrrverandi rikisstjórn fylgdi á 12 ára ferli, með tilheyrandi kjaraskerðingu fyrir launþega. Hún hélt uppi stöðugri baráttu gegn þvi, að laun verkafólks nytu verðtryggingar, en varð þó að láta i minni pokann á vissum skeiðum á hinum langa valdaferli sinum. ★ 2. Undir lok stjórnartimabils sins lögfesti fyrrverandi rikisstjórn verulegt skattfrelsi fyrir hlutafjáreigendur og lækkaði skatta á fyrirtækjum. Núverandi stjórn afnam skatt- frelsi hlutafjáreigenda og tekjuskattur félaga er nú helmingi hærri en verið hefði skv. „við- reisnarlögunum”. ★ 3. Það hefur hvað eftir annað komið fram i málflutningi Mbl., að Sjálfstæðisflokkurinn taldi(að samið hefði verið um of miklar kaup- hækkanir i des. sl. og heyrzt hafa þaðan raddir umað rangt hefði verið að stytta vinnuvikuna i 40 stundir. ★ 4. Þá hefur það ekki misskilizt hjá for- manni Sjálfstæðisflokksins og Mbl., að Sjálf- stæðisflokkurinn telur,að rikisstjórnin hafi ekki viljað fallast á „sanngjarnar verðhækkanir” til handa atvinnurekstrinum. ★ 5. Eftir 12 ára valdasetu fyrrv. stjórnar voru kjör bótaþega almannatrygginga orðin svo lág,að stappaði nærri þjóðarhneisu og varð núverandi rikisstjórn að byrja stjórnarferil sinn með þvi að hækka þessar bætur um mörg hundruð milljónir króna. Höfuðatriðið fyrir launþega með lágar og miðlungstekjur er hins vegar þetta: Hlutfallsleg skattbyrði hefur ekki aukizt á þessum launahópum. Sami eða lægri hluti af launum er tekinn i opinber gjöld og áður var. En fyrir þann hluta, sem launþegar halda sjálfir, fá þeir nú miklu meira en áður. Sé miðað við 1. ársfjórðung 1970 og júli 1972 hefur kaupmáttur timakaups Dagsbrúnar- verkamanna aukizt um 40.4%-45.3%, en um 27.6%-32.1%, ef miðað er við vikukaup og inn tekin stytting vinnuvikunnar. Sanngjarnir menn hljóta að kveða upp dóma sina á grundvelli þessara staðreynda. — TK TÍMINN 9 Spartak Beglov, pólitískur fréttaskýrandi APN skrifar: Grundvöllur sovézk - arabiskra samskipta Eins og kunnugt er hafa blöö á Vesturlöndum skrifað inikið um ágreining Sovétstjórnar- innar og hinnar egypsku um stefnuna i deilu Egyptalands og tsracls. Tilefnið er tilkynn- ing egypsku stjórnarinnar um að senda sovézka hernaðar- sérfræðinga, sem dvalið hafa svo þúsundum skiptir i Egyptalandi heim til föður- húsa. Þessi ákvörðun hefur verið túikuð sem viðbrögð Sadats, forseta Egyptaiands, gegn synjun Rússa á beiðni hans um að fá ákveöin her- gögn frá Sovétríkjunum. Stjórnin i Kreml hefur neit- að þvi eindregið að það sé nokkur uppstytta i hinni nánu samvinnu og vináttu Egypta og Sovétmanna.t eftirfarandi grein eftir póiitiskan frétta- skýranda APN, kemur skýrt fram sá málflutningur, sem Sovétstjórnin hefur beitt til sannfæra menn um snurðu- lausa sambúð við Egypta og auk þess gott dæmi um þá teg- und áróðurs, sem Rússar hafa mest i frammi á alþjóöavett- vangi um þessar mundir. Sú frétt, að hernaðarsér- fræðingar þeir frá Sovétrikj- unum, sem sendir höföu verið til Egyptalands til ákveðins tima, hefðu nú lokið erindum sinum þar, olli slikum við- brögðum hjá ýmsum vestræn- um fjölmiðlum, sem vægast sagt er ekki hægt að kalla eðli- leg. En þar liggur hundurinn grafinn, að þess háttar „óeðli”, er fyrir löngu orðið að eðlilegum viðbrögðum. Við er- um orðin þvi vön, að fjand- menn sósialisma og þjóð- frelsishreyfinga sperri brýnn- ar við hvern atburð i milli- rikjaviðskiptum Sovétrikj- anna og vinarikja þeirra. Okkur er einnig fullljóst, að þessi dramatiska uppfærsla var ekki til þess eins að hagn- ast i „rosafréttabransanum”, heldur var hún til komin sam- kvæmt pöntun frá ákveðnum þjóðfélagsöflum. Þessi krafa, þessi málflutn- ingur stjórnmálamanna og blaða, gengur út á það að sanna.að eðli samskipta sósia- listarikja sin á milli og sam- búðar sósialistarikjanna við þróunarlöndin sé á sömu bókina lært og sambúðin milli auðvaldslandanna innbyrðis eða mælt á sömu stiku og sam- skipti stóru auðvaldsrikjanna við nýfrjálsu löndin. Nokkur orð um það, sem raunverulega gerðist. Eins og ljóst má vera af fréttum frá Moskvu og Kairo, þá hafa Sovétrikin að beiðni leiðtoga Egyptalands um aðstoð við að efla varnarmátt landsins gagnvart árásarstefnu Isra- els, þar á meðal með þvi að senda til bráðabirgða ákveö- inn fjölda hernaðarsérfræð- inga, um árabil veitt slika vinarhjálp. Markmiðið með dvöl sovézku sérfræðinganna i Egyptalandi var að þjálfa egypzka herinn i meðferð sovézkra hergagna. Báðir að- ilar hafa oftar en einu sinni lýst yfir ánægju sinni með árangurinn af þessum ráð- stöfunum. Nú hafa sovézku hernaðarsérfræðingarnir i Egyptalandi lokið hlutverki sinu. Meö tilliti til þessa og að undangengnum þaraðlútandi viðræðum beggja aðila var talið heppilegast að flytja aft- ur heim til Sovétrikjanna þá hernaðarsérfræðinga, sem sendir höfðu verið til Egypta- lands til skamms tima. Heim- flutningur þeirra mun fara fram innan skamms. 1 ræðu sinni á miðstjórnar- fundi arabiska sósialista- bandalagsins i Kairó, þegar ákvörðun þessi var tilkynnt, lauk Anvar Sadat Egypta- landsforseti miklu lofsorði á hina miklu hjálp frá Sovétrikj- unum. Hann tók það skýrt fram, að við lausn allra vandamála, sem land hans hefði átt og ætti við að etja, og i öllum raunum, sem það yrði að ganga i gegnum, brygðist aldrei aðstoð Sovétrikjanna hvort heldur á sviði stjórn- mála, efnahagsmála eða her- mála. t samskiptum sovétmanna og Araba fléttast saman grundvallarhagsmunir og langtimasjónarmið. En það eru ekki þeir „hagsmunir” eða þau „sjónarmið”, sem vestrænn áróður á við, þegar hann reynir að draga jafnaðarmerki milli kapitaliskra og sóslia- liskra sambýlishátta. Heims- valdastefnan i hinu ara- biska austri hefur jafnan ein- kennzt af einhliða arðráni i þessufm heimshluta. Reynt hefur verið að fela þetta með fagurgala um að „óhjákvæmi- legt sé að fylla upp i valda- eyður” og um „nauösyn” er- lendrar hernaðarlegrar, efna- hagslegrar og pólitiskrar „nærveru”. Arðránsstefnan elur af sér samskipti eftir forskriftinni: verndari — skjólstæðingur. Skjólstæðingar eru i Saigon. Skjólstæðingar eru i Israel. Skjólstæðingar eru i SEATO og NATO. Þessi forskriít gildir ekki um þá nýju tegund sambýlis- hátta, sem sósialismi og þjóð- frelsishreyfingar gegn imperialisma eru að skapa. Báðar þessar byltingar- og frelsishreyfingar eiga það sameiginlega áhugamál að tryggja sem hagstæðust skil- yrði fyrir félagslegum umbót- um og vernda þær fyrir ágangi heimsvaldasinna. Fyrir Arabaþjóðirnar, sem lagt hafa inn á braut sjálfstæðrar um- bótastefnu, er aðstoð og stuðn- ingur sósialistarikjanna engin uppátroðsla, heldur raunhæf þörf, sem sprottin er af hlutar- ins eðli, af þeim félagslegu þáttaskilum, sem nú eiga sér stað i heiminum. Nú, þegar minnzt er mikil- vægra timamóta i hinum ara- bisku Austurlöndum (14 ár lið- in frá andimperialisku bylt- ingunni i Irak og 20 ár frá bylt- ingunni i Egyptalandi), og þjóðir landa lita yfir farinn veg, minnast sigra og óleystra verkefna og þeirra rauna, sem fallið hafa þeim i hlut, þá sjá þær svo ekki verður um villzt, að á öllum úrslitastundum, á öllum stigum baráttu þeirra og þrautagöngu, þá hafa Sovétrikin staðiö við hlið þeirra og stutt þær með ráðum og dáð. Þegar Vináttu- og samstarfsamningur SSSR og Egyptalands var geröur i fyrra, sagði Sadat forseti: „Það ber að taka skýrt fram, að Sovétrikin voru þau fyrstu, sem skildu afstöðu okkar, studdu hana og léöu henni þann áhrifamátt, sem réttlát- ur málstaöur getur ekki án verið i heimi hér. Þjóð vor og allir Arabar hafa jafnan kunn- að að meta og munu alltaf meta slika afstöðu i okkar garð.” Með þessum orðum var átt við það ástand, sem upp kom vegna árásar Israels. En þau gilda jafnt um öll skeið og viðfangsefni i baráttu Araba fyrir pólitisku og efnahags- legu sjálfstæði. Assúan-orkuverið. Miklu bleki eyddi vestrænn áróður til þess að lýsa þessum rafvæð- ingar- og áveituframkvæmd- um sem „aðferð til að treysta nærveru Sovétrikjanna”. i Egyptalandi! Nú eru þessi stórfenglegu mannvirki full- gerð, sovézku sérfræðingarn- ir, sem miðluðu allri sinni reynslu þekkingu og vinnu, eru farnir og Assúan stiflan eflir framfarir egypzku þjóðarinnar. I írak tók nýlega til starfa fyrsta oliuvinnslusamstæðan i eigu þarlendra i Noröur- Rumeilu. Þetta er mikilvægur áfangi i baráttu Iraka fyrir ranverulegu sjálfstæði og til að losna við vestræna „vernd- ara” og „forráðamenn”. Sovézkir sérfræðingar, sem störfuðu i Rumeilu, munu ætið minnast hlutdeildar sinnar i þessu verki með stolti. Gildi verka þeirra mun ekki ráðast af hugsmiðum vestrænna áróðursmanna varðandi komu þeirra og brottför, heldur af þeim árangri og ávöxtum, sem írakþjóðin mun um ó- kominn aldur af þeim hljóta. Jafnframt þvi sem Araba- þjóðirnar framkvæma áætlan- ir sinar og endurbætur eru þær tilneyddar að gera allt sem i þeirra valdi stendur til að leysa brýnasta vandamál sitt: að afmá afleiðingar árásar- striðs Israelsmanna. 1 þvi sambandi er ekki úr vegi að minna enn á þau orð, sem for- seti SSSR Nikolaj Podgorni lét falla i tilefni af heimsókn Haf- ez Assads Sýrlandsforseta til Moskvu fyrir skömmu: „Stundum heyrast þær raddir, að Sovétrikin sjái sér hag i þvi, að fyrir botni Miðjarðar- hafs riki millibilsástand: hvorki strið né friður. Þess háttar fullyrðingar eru visvit- andi ósannindi, gróusaga áróðurs heimsvaldasinna. Stefna flokks okkar og lands er ákveðin og fastmótuð: Sovétrikin beita sér eindregið fyrir þvi, að komið verð á traustum og réttlátum friði i Austurlöndum nær, þar sem tillit sé tekið til hagsmuna allra þjóða á umræddu svæöi, þar á meðal Palestinuaraba.” Eins og Nikolaj Podgorni benti á, þá hafa Sovétrikin i þessu skyni veitt Arabarikjum stjórnmálalega og dipló- matiska aðstoð og aðstoðað þau við að efla efnahag sinn, þjóðlega menningu og varnar- mátt. Reynslan sannar það áþreifanlega, að styrkleika- hlutföllin breytast árásaraðil- anum ekki i vil. Allt þetta skapar traustar forsendur til að útþurrka megi af- leiðingarnar af árás Israels, frelsa hin hernumdu arabisku héruð, finna réttláta pólitiska lausn mála i hinum nálægari Austurlöndum og koma á varanlegum friði i þessum heimshluta. Afstaða Sovétrikjanna byggist ekki á stundarhags- munum.heldur meginreglum, sem sovézk-arabisk vinátta hvilir á. öll þau 55 ár, sem Sovétrikin hafa verið við lýði, hafa þau sýnt, að fastheldni og trúnaöur við grundvallarregl- ur er óaðskiljanlegur þáttur I stéttarlegri, sósialiskri, al- þjóðasinnaðri stefnu. APN.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.