Tíminn - 01.08.1972, Blaðsíða 3

Tíminn - 01.08.1972, Blaðsíða 3
Þriðjudagur i. ágúst 1972 TÍMINN 3 Norrænt fóstruþing var sett i Háskólabiói i morgun, en það er haldiö i Hagaskóla. Aðalviðfangsefnið á þinginu, sem stendur i viku, verður „fóstran sem uppalandi og nám barna á forskólaaldri”. Fyrirlesarar verða margir flestir frá NorðUrl. — Tvær sýningar eru haldnar i tengslum við þingið. Eru þær opnar aimenningi og er aðgangur ókeypis. i kjallara Norræna hússins er sýning á bókum fyrir börn á leikskólaaldri og bókum um uppeldismál og i Hagaskóla er leikfangasýning. Timamynd Gunnar. „íslendingar vilja hringla með sig" ekki lóta — segir brezka blaðið „Morning Star", sem virðist hafa tekið afstöðu með íslandi í landhelgismólinu SB-Rcykjavfk Málgagn kommúnista i Bret- landi, „Morning Star” virðist hafa tekið afstöðu með is- lendingum i landhelgismálinu. t biaðinu 18. júli er þriggja dálka grein um málið, mun vinsamlegri i okkar garð en brézku stjórnar- innar. Segir í upphafi, að þrátt fyrir risafyrirsagnir brezku blaðanna um yfirgang islendinga hafi þeir ekki lýst yfir neinu þorskastriði, né öðrum ófriði. t greininni segir- að litið þýði fyrir stjórnarblöðin brezku, að hafa hávaða yfir að allt þetta sé að kenna „kommúnista- stjórninni” á íslandi. Vitað mál sé að allir islendingar hvar i flokki sem þeir standa séu ein- huga að baki þeirri ákvörðun að stækka fiskveiðilögsöguna i 50 milur. Astæðan sé einfaldlega sú að vernda islenzku fiskistofnana, sem séu undirstaða afkomu þjóðarinnar. Ennfremur segir: „Island hefur engan her og engan flota og getur þvi ekki varið sig, ef herskipafloti verður sendur til að ógna Islendingum. Það er þvi i hæsta máta undarlegt svo ekki sé meira sagt, að þingmenn úr verkamannaflokknum skuli sam- þykkja að svo skuli gert. Til- raunir til að gera islenzku stjórnina að einhverju skrimsli, sem ætli sér að eyðileggja lifsaf- komu brezkra togarsjómanna, er vægast sagt umsnúningur á sann- leikanum. islendingum er boðið upp á að semja við Breta, en slikir samningar eru óaðgengi- Þurrkur Framhald af bls. 1. að liggja lengi úti. Tæknin er við- ast mikil og vélar feiknarlega fljótvirkar, þar sem beztur er vél- búnaðurinn. A Suðurlandi eru heybindivélar til dæmis afarviða, Yfirleitt geta bændur náð upp mjög miklum heyjum á stuttum tima, ef vel viðrar, en á þvi veltur lika allt, þótt súgþurrkun leyfi, að hey sé hirt áður en það er fullþornað. Þegar þvi hefur verið komið undan, er nú er flatt, verður farið að tæta það niður, sem ósleigið er, enda hefur það þegar dregizt miklu lengur er heppilegt er. Stöku menn voru svo heppnir, að þeir réðust i að slá stórar spildur fyrir helgina, þar sem þótti ekki fært að biða lengur, og þó ef til vill meðfram i trausti þess, að veðurbreyting væri i að- sigi. Þeir fá nú þurrkinn á grasið alveg nýslegið. -T.H. legirþarsem vitað mál er, að út- gerðarfélögin i Bretlandi^hyigsa aðeins um að græða sem mest, þó að það kosti eyðileggingu.” „Ariðandi er fyrir Islendinga að færa út landhelgina sem fyrst. Fyrir fimm árum var sild helmingur af afla þeirra, en nú finnst engin sild lengur. Enginn getur ætlazt til þess að Is- lendingar taki áhættuna á sömu örlögum þorskfiskistofnsins. Þegar slikt væri skeð, yrði of seint, fyrir Breta að sýna samúð. Lady- Tweedsmuir og sendi- nefnd hennar fóru með málið fyrir Alþjóðadómstólinn i Haag, en ekki var sú ágæta kona að hafa samband við dómstólinn, áður en hún leysti eyjuna Rockall Bill hluta af brezka landgrunninu árið 1964. Það var gert i gróðaskyni, þvi þarna i grenndinni fannst olia. fslendingar hafa bent á, að Bretar telji sig nú hafa rétt til gassins f sjónum við Bretland allt að 150 milum út, á þeim for- sendum að það sé brezk náttúru- auðlind. Samt vill lady Tweeds- muir ekki leyfa íslendingum að ajóta sinna náttúruauölinda aðeins 50 mílur frá landinu. Að lokum segir i greininni i „Morning Star”: „fslendingar eru aðeins 200 þúsund. Þeir búa ekki i snjóhúsum, éta ekki sel- spik, og núa ekki saman nefjum þegar þeir hittast. Þeir'láta heldur ekki hringla neitt með sig. Það var glatt á hjalla meöal hópsins, sem flaug frá Reykjavik Hugsað til hreyfings í Haag NTB-Haagdómstóllinn mun i dag taka til umræðu málskot Brcta um útfærslu fiskveiði- lögsögunnar við strendur is- lands. Enginn fulltrúi ís- lendinga veröur þar nær- staddur, þar sem ríkisstjórn islands litur svo á, að dóm- stóllinn hafi ekkert vald til þess að ákvaröa fiskveiði- takmörk, enda alkunna að fjöldi þjóða hefur tekið sér viðari landhelgi en ís- lcndingar hafa ákveðið aö gera. til Akureyrar Þarna voru Hrafnistumenn á ferð og hlutu að sjalfsögðu „Hrafn- istubýf” báðar leiöir. A Akureyri nutu þeir gestrisni heimamanna. Bæjarstjórinn bauð til kvöld- vcrðar og siðdegiskaffi var drukkið i boði Útgerðarfélags Akureyringa. Bærinn var skoöaöur, ekið upp á Vaöiaheiöi og fariö i Listigarðinn. Heim hélt hópurinn siöla kvölds eftir mjög vel heppnaða hcimsókn i höfuð- stað Norðurlands. Ýmsir meöal ferðamannanna flugu þarna i fyrsta skipti, og þótti vel að vcrið er ferðin frá Reykjavik til Akureyrar tók aðeins 45 minútur. 59 býli á Vestf jörð' um fá rafmagn SB-Reykjavik Rafvæðingu Vestfjarðakjör- dæmis á að ljúka árið 1974, og þá munu 329 býli og 101 aðrir aöilar hafa fengið rafmagn frá samveitum. Enn munu þá verða eftir 74 býli utan sam- veitr.a. Nokkuð mörg þessara býla munu vera að mestu i eyði, en þau, sem eru i byggð munu koma sér upp disil- stöðvum eða virkja bæjar- lækinn. Um siðustu áramót höfðu 196 býli fengið rafmagn frá samveitum, 59 fá það á þessu ári og 73 á næsta ári og 1974. Á næsta ári munu 9 býli i Naut- eyrarhreppi norðan Djúps fá rafmagn og 6. árið 1973. bessi býli eru utan samveitna en það eru bændur sjálfir, sem koma sér upp stöðvum með aðstoð orkusjóðs. Unga fólkið og skattarnir Ragnar Arnalds, forniaöur Alþýöubandalagsins. skrifar grein i Þjóðviljann um skatt- málin s.l. sunnudag. Itagnar segir, að það hafi verið ætlun stjórnarflokkanna með skattabreytingunum, að lyfta nokkrum hluta þeirra ábyröa sem hvilt hefðu á lágtekjufólki og flytja hana yfir á þá, scm meiri tekjur hafa. Um þetta segir Ragnar: „Þetta var gert með þvi að hætta aö innheimta sjúkra- samlags og tryggingagjald, sem lagðist jafnt á alla og lieföi orðið á þessu ári 23 þús. kr á hjón og 16 þús á einstakling, en innheimta þetta fé i staðinn meö auknum tekjuskatti, sem ekki leggst á lægstu tekjur og er stig- Itækkandi. Óhætt er að full- yrða, að þcssi tilfærsla hefur tekiz.t vel. Einhleypir fram- teljcndur munu vera um 48 þúsund talsins og af þeim hafa um 35 þúsund fengið hlutfalls- lega lægri skatt en áður, flestir talsvert lægri skatt. Þetta er fyrst og fremst skólafólkið og aörir þeir, sem hafa haft minna en 200 þús. kr. i árstckjur. Þriðjungur hjóna, sem ekki hafa börn á framfæri sinu, lækka hlutfallslega i samanlögöum sköttum, þ.e. þau hjón sem haft hafa minna en 350 þús. kr brúttótekjur og fast helmingur hjóna með börn á framfæri sinu hagnast á breytingunni þ.e. yfirleitt þau, sem eru neðan við hálfa miljón i árstekjur. Þaö má þvi hiklaust segja að þessi mikla tilfærsla hefur náð tilgangi sinum. En þó eru á því undantekningar. Aldrað fólk með ellilifeyri greiddi ekki nefskatta áöur, og hagnast þvi ekki á afnámi þeirra, en fær þó hærra útsvar og jafnvel tekjuskatt vegna stóraukinna lifeyristekna. Að visu voru sérstakar ráð- stafanir gerðar við lokameð- fcrð tekjuskattsfrumvarpsins til að vernda cllilifeyrisþcga, cn þær gengu of skammt og •hlifa aðeins þcgar tekjur hjóna eru neðan við ca 245 þúsund og tekjur einhleypinga neðan við ca. 170 þúsund krónur. Þennan vankant á skattalögunum þarf að sniða af og þaö tafarlaust, en i heild má hiklaust segja, að þessar gagngeru breytingar hafi náð þvi meginmarkmiði sem þeim var ætlað, þ.e. að gera skatta- kcrfiö bæði einfaldara og réttlátara en áöur var.* Kvartanir og þakkarávörp Um afstöðu sveitarfélag- anna segir Ragnar: „Nýja skattalöggjöfin stuðlar ekki aðeins að jöfnun milli cin- staklinganna innbyrðis. Einn mesti kostnaður þessara breytinga er sáj aö tekulitil sveitarfélög hafa fengið hlut sinn verulega bættan. Hlut- verk bæjar- og hreppsfélaga er alls staðar það sama: að standa undir margs konar samfélagslcgri þjónustu við 1- búana. En aöstaða sveitar- félaganna til aö gegna þessum þjónustustörfum hefur verið ótrúlega mismunandi. Þessu valda ýmsar aðstæöur, sem of langt mál er aö telja hér upp, en staðreyndin er sú, aö á slöast liðnu ári höfðu bezt settu kaupstaðirnir um 21.000 kr i fasteignagjald útsvör og aöstööugjöld á hvern ibúa, meöan önnur bæjar- og hreppsfélög höfðu aðeins 10. - 11.000. kr tekjur á ibúa af sömu tekjustofnum. Slikur mismunur á tekjum svcitar- Frh. á bls. 6

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.