Tíminn - 01.08.1972, Blaðsíða 6
6
TÍMINN
Þriöjudagur 1. ágúst 1972
TARUM
CENUS CtRTAMINIS
ÖRDÖ
; ftECTÖRMUJfCAÍ
rnhrsn nmmu*
l>c‘ssi iiiyncl al kornuin var tc‘kin |>c*#ar lilkynnt haföi verið, að liann liel'ði hlotið önnur verölaun i þjciðla^akeppninni.
í fyrsta skipti, sem kór hlýtur
verðlaun í fyrstu atrennu
þyngdust einfaldlega skattar
mannfólksins i byggðarlaginu. 1
fyrra mun til dæmis hafa orðið
2000 sterlingspunda tap á hátið-
inni og var hallinn greiddur á
áöur.greindan hátt.
— Við héldum utan 4. júli, sagði
Einar Geir. — Á flugvellinum i
London biðu okkar tveir lang-
ferðabilar frá hátiðinni, sem óku
okkur til Llangollen. Þegar við
komum þangað um kvöldið var
okkur skipt niður á einkaheimili
og vorum við frá tveimur og upp i
sex á hverju. Allir vorum við með
konur okkar með, þannig að allt i
allt taldi hópurinn 64 manns.
Fólkið þarna er einstaklega gest-
risið og elskulegt og fór mjög vel
um okkur.
Alla fyrirgreiðslu i Wales feng-
um við endurgjaldslausa, uppi-
hald og þessháttar. Allt virtist
mjög vel skipulagt og var fram-
kvæmdin til fyrirmyndar. Einnig
langar mig að koma þvi að, að
umgengnin var einstök, á öllu
svæðinu sást eiginlega aldrei
rusl, en þó voru þarna allt i allt
um 15.000 manns, þegar mest var.
Sölumennsku var allri mjög i
hóf stillt, ekki var sifellt verið aö
reyna að selja fólki og græöa á
þvi, öðru nær.
Daginn eftir, eða 5. júli, hófst
fyrri keppnin hjá okkur. Eins og
áður hefur komið fram, var
keppnin tviþætt. t fyrsta lagi var
það þjóðlagakeppni, þar sem
þátttakendur máttu vera flestir
25 i hverjum kór og eins tókum
við þátt i karlakórakeppni, en þar
var hámarksfjöldi meðlima 60.
t fyrri keppninni tóku þátt 25
kórar. í þeirri keppni vorum við
númer 6, og vorum við ósköp
ánægðir með það. Við vorum eini
karlakórinn sem tók þátt i þeirri
keppni, allt hitt voru blandaðir
kórar.
Seinni keppnin fór svo fram
laugardaginn 8. júli. Þar voru
skráðir til þátttöku 25 karlakórar,
en af einhverjum orsökum mættu
ekki nema 23. Þar sungu allir
kórarnir sömu tvö lögin og siðan
eitt hver frá sinu heimalandi. Við
sungum ,,As var alda” og urðum
númer tvö, eftir að hafa verið nú-
mer eitt lengi framan af. Eins og
geta má nærri var spenningurinn
geysilegur og voru margir orðnir
heldur skjálfhentir. Þegar sú
keppni fór fram, var hvert ein-
asta sæti skipað i tjaldinu en það
tók 10.000 manns. Fyrir utan,
viðsvegar um svæðið, haföi svo
verið komið fýrir hátölurum, og
þar sem nokkuð margt fólk var á
svæðinu sjálfu, hafa sennilega
heyrt það „prógramm” um það
bil 15.000 manns.
Það sama kvöld bauðst okkur
að syngja hluta úr konsert i tjald-
inu og þá voru þar einnig 10.000
manns. Fyrir utan okkur tóku svo
þátt i þeirri skemmtun aðrir kór-
ar, sólóistar og fleiri.
Alls tóku þátt i keppninni og
mótinu kórar frá 31 þjóðlandi og
fór mjög vel á með öllum. Andinn
var einstaklega góður og kvödd-
ust allir með margföldum kossum
og handaböndum; sjálfur kunni
ég ekki almennilega við að kyssa
húsmóðurina sem við vorum hjá,
þar sem það var prestsfrúin á
staðnum!
Eftir að sjálfri keppninni lauk
héldu Fóstbræöur til Birmingham
og héldu söngkemmtun i borg þar
i nágrenninu, Cannock, á sunnu
dagskvöldinu.
— A miðvikudeginum 12. júli
fórum við svo til Essex, hélt Ein-
ar Geir áfram. — Þar tók á móti
okkur borgarstjórinn með kurt og
pi og sýndi okkur meðal annars
nýtt ráðhús. Eins vorum við
keyrð um og sýnt það markverö-
asta og um kvöldið var móttaka
hjá borgarstjóranum. Aður sung-
um við,við mjög góðar undirtekt-
ir.
Daginn eftir héldu flestir heim
eftir ánægjulega för.
Söngstjóri Fóstbræðra i þessari
för var Garðar Cortes en farar-
stjóri séra Hjalti Guðmundsson i
Stykkishólmi, sem sjálfur er
gamall kórfélagi og söng auk þess
með kórnum i förinni.
Einar Geir Þorsteinsson sagði
að lokum, að i Llangollen hefðu
margir minnzt á Hamrahliðar-
kórinn við þá „bræður” og hefðu
viða verið af honum stórar mynd-
ir uppstilltar. Hefði kórinn greini-
iega vakið mikla athygli þar i
fyrrasumar, bæði fyrir fágaðan
söng og framkomu og eins þjóð-
búningana, sem allir voru i.
En hvað sem öðru liður, þá
stóðu Fóstbræður sig með ein-
dæmum vel og leyfum við okkur
hér með að óska þeim innilega til
hamingju með frammistöðuna og
verðlaunin.
ó. vald.
Á víðavangi aFfrabSh3
félaga er nijög varhuga-
veröur, enda kallar hann fram
þess háttar vitahring mis-
skiptingar, að hætt er við, að
staðir i erfiðleikum sökkvi
stöðugt dýpra i fenið og
munurinn fari vaxandi.
Það er að sjálfsögðu engin
tilviijun, að einmitt forráöa-
menn þeirra sveitarfélaga
sem haft hafa yfirgnæfandi
mestar tekjúr á ibúa eins og
Keykjavik og Vestmanna-
cyjar, skuli nú kvarta sárast
og telja sér þröngan stakk
skorinn i tekjuöflun. Aftur á
móti er nú mestur fögnuður
hjá þeim sem verst hafa veriö
settir og nú hafa bætt hag
- Rætt við Einar Geir Þorsteinsson um vel
heppnaða för karlakórsins Fóstbræðra til
Llangollen í Wales
Eins og komið hefur fram i
fréttum tók karlakórinn Fóst-
bræður nýlega þátt i alþjóðlegri
karlakórakeppni í Llangollen i
Wales á Krctlandi og stóð sig með
cindæinum vel. Varð kórinn núm-
cr 2 i þjóðlagakcppni og nr. 6 i
karlakórakcppni og var það i
fyrsta skipti. sem kór hefur náð
svo góðum árangri i fyrstu at-
rcnnu á inótinu þar — og varla
þarf að taka fram, að þctta er
bczti árangur, sem islenzkur kór
liefur náð ytra.Aður höfðu tveir
islen/.kir kórar, Fólýfonkórinn og
kór Menntaskólans v/llainrahli»
tekið þátl i keppninni í Llangoll-
en, en hvorugur náð jafn góðum
árangri.
Blaðamaður Timans ræddi fyr-
ir helgina við Einar Geir Þor-
steinsson, formann Fóstbræðra,
og ræddi stuttlega við hann um
förina til Wales og keppnina
sjálfa.
Einar Geir sagði, að þessi
keppni hafi verið haldin árlega
allt siðan 1858 en það var ekki
fyrr en 1947 að keppnin varð al-
þjóðleg. Væri hún haldin af við-
komandi sveitarfélagi og ef svo
illa færi, að tap yrði á hátiöinni,
Verðlaunaskjaliö, sem vitaskuld verður hengt upp á vegg I hinu
nýja félagsheimili karlakórsins Kóstbræðra.
LLANGOLLEN
EISTEDDFOD INTERNATIONES
Bindindis-
mótið í Galta-
lækjarskógi
Bindindismótið í Galtalækjar-
skógi verður um verzlunar-
mannahelgina eins og undanfarin
fimm ár, en þetta verður í 13.
skipti sem templarar efna til
þessa fjölbreytta móts fyrir al-
menning. Eins og kunnugt er eru
það Umdæmisstúkan nr. 1 og ts-
lenzkir ungtemplarar sem efna tii
mótsins, en þessir aðilar hafa
komið upp mjög góðri aðstöðu til
mótshalds i Galtalækjarskógi.
Bindindismótið verður sett á
laugardag kl. 16.00 af Erlendi
Björnssyni fulltrúa lUT, en siðan
verður góðaksturskeppni á
vegum Bindindisfélags öku-
manna. — Á föstudagskvöld mun
hljómsveitin SVANFRÍÐUR
LEIKA FYRIR DANSI, en
reynsla undanfarinraára sýnir, að
mjög margir eru þegar komnir i
skóginn á föstudag. — Klukkan
20.00 á laugardag hefst dansinn
og verður dansað á tveimur
stöðum. Fyrrnefnd hljómsveit
mun leika nýju dansana i stóru
samkomutjaldi, en hljómsveitin
STORMAR gömlu dansana á
palli. Um miðnætti á laugardag
verður varðeldur og tlugelda-
sýning.
Kvöldvaka og dans.
A sunnudag hefst dagskráin
með guðsþjónustu kl. 13.30. Séra
Björn Jónsson, Keflavík,
predikar. Kl. 15.00 hefst fjölbreytt
BARNASKEMMTUN undir
stjórn Eddu Þórarinsdóttur, leik-
konu. Þar koma fram m.a. ÞRJÍJ
A PALLI.
Kvöldvaka hefst kl. 20.00 um
kvöldið. Þar mun Hafsteinn Þor-
valdsson formaður Ungmenna-
félags tslands flytja hátiðarræðu,
en að henni lokinni verða ýmis
skemmtiatriði, Ómar Ragnars
son skemmtir, Einar & Jónas
syngja og Medina, Munoz og
Marseco, frægir skemmtikraftar
leika listir sinar. Að kvöld-
vökunni lokinni verður dansað og
leika fyrrnefndar hljómsveitir. —
Mótinu verður slitið á mánudag.
Vitað er um skipulagðar ferðir
á bindindismótiö. Frá Reykjavik
verða ferðir frá Umferöamiðstöð-
inni. Vegalengdin frá Reykjavik
að Galtalæk er 124 km. — Móts-
gjaldið er kr. 500. En að
gangseyrir fer lækk-
andi eftir þvi sem
liöur á mótið. Börn yngri
en 12 ára fá ókeypis aðgang, enda
i fylgd með fullorðnum.
Fjölmenn mótsnefnd úr
bindindissamtökunum hefur
unnið að undirbúningi og sér hún
um framkvæmd mótsins. 011
gæzla verður eins og áður i
höndum þessara aðila. Aldrei
hefur þurft lögreglu, enda
framkoma mótsgesta með
ágætum. Er vonað, að svo verði
einnig nú en skilyrði til þess að
svo verði einkar hagstæð, þar
sem hér er um sannkallað
Bindindismot aö ræða. Þetta
hefur fjölskyldufólk gert sér ljóst
á undanförnum árum og fjöl-
mennt til mótsins, enda mótið
byggt upp með það i huga, að þar
geti orðið skemmtun fyrir alla
fjölskylduna.
(Frétt frá Bindindismótinu. EH)
Auglýsinga-
verð hækkar
Frá og með 1. ágúst
kosta auglýsingar í
Tímanum 180 krónur á
dálksenitmetra.
sveitarfelags sins um 20-40%
enda hafa sumar þessara
sveitarstjórna, eins og bæjar-
stjórnin á Siglufirði, sem þó er
undir forystu Sjálfstæðis-
manna sent hlýleg þáttar-
ávörp til rikisstjórnarinnar,
þar sem Geir Hallgrimsson
fullyrðir aftur á móti að hann
ætli sér að kyrkja og kæfa
framkvæmdagetu sveitar-
félaganna." -T.K.