Tíminn - 01.08.1972, Blaðsíða 16
16
TÍMINN
Þriðjudagur 1. ágúst 1972
landsliðsþjAlfar-
INN í KNATTSPYRNU
EFTIR HEIMA
- fór ekki með landsliðinu til Noregs
tþróttasiða Timans hefur
frétt að landsþjálfarinn i
knattspyrnu Donkan Mc-
Dovell, hafi ekki farið út til
Noregs, með landsliðinu, sem
fór i morgun. Ástæðan fyrir
þvi, er agabrot, en McDovell
mætti ekki á landsliðsæfingu
s.l. sunnudag. Verður þvi
landsliðshópurinn þjálfara-
laus út i Noregi.
Landsleikurinn gegn Norð-
mönnum er liður i undan-
keppni ffM-keppninnar og er
leikurinn fyrri leikur land-
anna. Siðari leikurinn fer
fram hér heima 1973.
Atli Þór Héðinsson, hinn
ungi miðherji úr KR, sem var
valinn i landsliðshópinn, sem
hélt utan i morgun, fór ekki
með landsliðinu. Hann gaf
ekki kost á sér, er það nokkuð
einkennilegt, þvi að Atli var
valinn i fyrsta skipti i lands-
liðshópinn. SOS.
Um 200 keppendur
íslandsmóti í golfi
Mótið hefst í dag á Grafarholtsvelli
en því lýkur n.k. laugardag
Klp-Reykjavik
íslandsmeistaramótið i golfi
hefst i dag á velli Golfklúbbs
Reykjavikur i Grafarholti. 1 sjálft
mótið; eru skráðir um 180
keppendur en með þeim sem taka
þátt i öldungakeppninni og
svéitakeppninni, en á milli Golf-
klúbbanna, má lauslega áætla að
þeir verði um 200 talsins.
Þetta er enn eitt dæmið um
hinar auknu vinsældir þessarar
iþróttar hér á landi. En þetta mun
vera eitt stærsta Islandsmót i ein-
staklingsíþróttagrein, sem hér er
haldið og það stærsta sem haldiö
hefur verið i golfi frá þvi fyrst var
farið að keppa i þeirri iþrótt hér á
landi.
Þar sem svona margir
keppendur eru skráðir að hefja
keppnina á hverjum degi, kl. 8 aö
morgni, má búast við að viða
verði töf á brautum, og er þá eins
gott að veðurguðirnir verði
keppendum hliðhollir.
Sú regla hefur verið sett upp i
sambandi við mótið að ekki má
færa lausagrjót utan brautar frá
kúlunni og eru margir keppendur
heldur óhressir yfir þvi — enda
mikið um grjót i Grafarholti og
illt að þurfa að taka á sig vitis-
högg fyrir steinvölu, sem er viö
boltann.
Eins og fyrr segir hefst mótiö i
dag og verður þá keppt i öldunga-
flokki og þá fer einnig fram
sveitakeppni, sem er á milli allra
Golfklúbbanna. Sjálf flokka-
keppnin hefst svo á morgun, en
flokkarnir eru 10 talsins. Meðal
keppenda er allir beztu golf-
leikarar landsins, þó ekki þeir
beztu úr Vestmannaeyjum, þvi
þeir komast ekki frá vegna Þjóð-
hátiðarinnar. Veröur áreiðanlega
hörð keppni i öllum flokkum, þó
hvað hörðust i meistaraflokki
karla en i hinum flokkunum
verður hún sjálfsagt engu minni.
Metaregnið dugði ekki
Guðjón Guðmundsson, setti ts-
landsmet i 200 m. bringusundi.
Metaregn islenzka sundfólksins
dugði ekki til að koma i veg fyrir
siðasta sætið i átta landakeppn-
inni i Edinborg um helgina. Alls
setti islenzka sundfólkið niu Is-
landsmet. Bezt var met Guðjóns
Guðmundssonar i 200 m. bringu-
sundi, en hann synti á 2:32,9 min,
2,2 sek. betra en gamla metið.
Friðrik Guðmundsson bætti met
sitt i 1500 m. skriðsundi verulega,
synti á 17:38,0 min. en gamla
metið var 17:56,4 min. OL-lág-
markið er 17:55,0 min. Millitimi
Friöriks á 800 m. var einnig undir
gamla metinu, 9:18,6 min Sigurð-
ur ölafsson setti met i 400 m.
skriðsundi 4:27,8 min. Guðmund-
ur Gislason setti met i 400 m. fjór-
sundi 5:02,1 min. Gamla metiö
var 5:03,0 min Metin fuku og i boð
sundunum. Timi karlasveitarinn-
ar i 4x100 m. fjórsundi var 5:17,4
min. og i 4x200 m 8:36,7 min. 1
4x100 m fjorsundi kvenna synti
isl. sveitin á 5:03,9 min. 1 4x100 m
skriðsundi á 4:27,6 min. Finnur
Finnur Garðarsson synti 100 m.
Garðarsson synti 100 m skriðsund
á 56,3 sek og varö fjórði.
Úrslit i stigakeppni þjóðanna
varð þessi: Spánn 143 stig, Skot-
land 137, Noregur 120, Sviss 117,
Wales 106, Belgia 67, Israel 53 og
Island 43.
Töpuðu stórt
í V-Þýzkalandi
Islenzka landsliðið i handknatt-
leik, lék tvo landsleiki við V-Þjóð-
verja um helgina. Leikirnir fóru
fram i V-þ>ýzkalandi og voru
leiknir á laugardaginn og sunnu-
dag. Fyrri leikurinn endaði með
yfirburðasigri V-Þjóðverja, sem
skoruðu 20 mörk gegn 10. Munur-
inn var minni i siðari landsleikn-
um, sem Þjóðverjarnir unnu
18:16. Nánar verður sagt frá
leikjunum og keppnisferð
islenzka landsliðsins siðar.
Eru afreksmenn í íþróttum ekki
lengur gjaldgengir til að keppa
fyrir hönd Islands?
Nú hefur sú spurning vaknað,og
gengur á milli, hvort afreksmenn
i iþróttum séu ekki lengur gjald-
gengir, til keppni á erlendri
grund, fyrir hönd Islands?
Hvert sérsamband innan t.S.l.
setti i vetur s.l. sérstök Ólympiu-
lágmörk, til handa iþróttafólki,
ætlaöi það sér að verða hlutgengt
til keppni á Ölympiuleikunum i
Miinchen.
Ein iþróttagrein varð þó útund-
an i þessum málum, en það voru
lyftingar. Lyftinganefnd l.S.l.
hélt að sér höndunum, og varð
árangurinn sá, að lyftingamenn
þurfa einir allra iþróttamanna,
að rembast við Olympiulágmörk
þau, er Alþjóöa-ólympiunefndin
setur. Það vill segja.að þeir hefðu
þurft að hafna i minnst 10. sæti á
siðustu Ólympiuleikum. En þau
undur gerast, að Alþ.lágmörkin
eru bundin við, að iþróttamaður-
inn nái þeim einu sinni, en
islenzku iþróttaforystumennirnir
heimta að okkarlyftingamennnái
þeim tvivegis. Það virðist ekki
vera sama hvaða iþróttagrein á i
hlut.
fþróttamenn sem náðu lO.og 14.
sæti i keppni við beztu iþrótta-
menn heims, samanber Evrópu-
meistaramótið i lyftingum i •
Constansa s.l. vetur, verða að
sanna ágæti sitt allrækilega. Og
það sem verra er, að upplýsingar
þar að lútandi, um að ná lág-
markinu tvivegis, berast þeim til
eyrna eftir krókaleiðum á siðustu
stundu. Þrátt fyrir að upiræddir
iþróttamenn væru að byggja upp
þrek og kraftform, létu þeir sig
hafa það að geðjast islenzku
Ólympiunefndinni, og náðuaðfyfta
Alþjóðalágmörkunum i annað
sinn og annar þeirra gerði gott bet
ur, en um það er fjallað á öðrum
stað i blaðinu.
Við skulum vona að iþróttafor-
ystan gái nú að sér, og hugsi sin
mál, en fari ekki út i hefndarað-
gerðir, eins og áður hefur skeð
með lyftingamenn.. Þetta eru jú
einustu islenzku iþróttamennir-
nir, sem náð hafa Alþjóðalág-
mörkunum en eru ekki að dunda
við mun lélegri afrek, sett af
islenzkum aðilum.
f.k.
Klp-Reykjavik.
Um miðjan þennan mánuð er
væntanlegt hingað til lands tékk-
neska landsliöiö (Old boys) I
golfi. Kcmur iiðið hingað þann 13.
ágúst og mun leika hér tvo leiki á
veUi Golfklúbbs Ness á Seltjarn-
Liðið er
anna, þar sem
leið til Bandarikj-
það tekur þátt i
heimsmeistarakeppni öldunga 55
ára og eldri, en sú keppni fer
fram árlega og hafa íslendingar
verið með i henni s.l. tvö ár.
Fyrstmun tékkneska liðið leika
hér við islenzka liðið, sem tekur
þátt i þessari heimsmeistara-
keppni, og verður þá leikið þann
14. ágúst. Daginn eftir mun svo
verða haldin keppni með þátttöku
Strákar
og stelpur
PEYSUR
merktar
ARSENAL— LEEDS
LIVERPOOL
MANCHESTER UNITED
Póstsendum
Sportvöruverzlun
Ingólfs óskansonar
Klapparstlg 44 — Slml 11783 — Reykjavfk
Guðmundur Sigurösson.
Tékkneska „Old boys” lands-
liðið í golfi til Islands
Verður fyrsta erlenda landsliðið í golfi, sem leikur hér á landi
fleiri öldunga, en það eru þeir
nefndir, sem náð hafa 50 ára
aldri.
Tékkneska liðið er skipað 4.
mönnum, og er þetta fyrsta
landsliðið i golfi, sem heimsækir
tsland frá þvi að fyrst var farið að
iðka golf hér á landi fyrir um 40
árum.
Frjálsíþrótta-
námskeið KR
Frjálsiþróttadeild KR gengst
fyrir námskeiði 11 og 12 ára
barna á Melavelli i sambandi við
Andrésar Andarleikina, sem fara
fram 8. og 9. ágúst. Námskeiöið
hefst kl. 5 á daginn og stendur yfir
þessa viku.
Leiðbeinendur verða gamlir af-
reksmenn félagsins í frjálsum
iþróttum.
Happdrætti
Ólympíunefndar
Dregið hefur verið i happdrætti
Olympiunefndar, en þar sem
margir eiga eftir að gera skil,
verður ekki hægt að birta vinn-
ingsnúmerið fyrr en i vikulokin.
Jafnframt beinir Ólympiunefndin
þeim eindregnu tilmælum til
þeirra, sem fengið hafa senda
miða og ekki enn gert skil, að
gera það nú þegar.
Skila má miðum til skrifstofu
1S1 í Laugardal eða i minjagripa-
verzlun ólympiunefndarinnar i
Austurstræti 18.
Alþjóða-Olympíu-
lágmarki náð
A lyftingamóti um s.l. helgi
náðu þeir óskar Sigurpálsson
og Guðmundur Sigurðsson,
báðir i Armanni, frábærum
árangri. Er ekkert vafamál aö
þessir tveir menn eru aö
tryggja sinn sess, hvor i sinum
þyngdarflokki, meðal 10 beztu
lyftingamanna heims. Verður
þvi fróðlegt að fylgjast með
þeim á ólympiuleikunum, og
sjá hvaða bógur er i þeim I
..alvöru keppni.”
Lyftingaseria þeirra var
þannig. Óskar i þungavigt og
Guömundur i milliþungavigt.
Óskar Sigurpálsson
óskar Pressa.
177,5kg. isl.m.
Guðmundur
155 kg.
Snörun.
122,5 kg.
Jafnhöttun.
182,5 kg. ísl.m.
Samaniagt.
482,5 kg. isl.m.
130 kg. 170 kg.
455 kg.
f.k.