Tíminn - 01.08.1972, Blaðsíða 19

Tíminn - 01.08.1972, Blaðsíða 19
Þriðjudagur 1. ágúst 1972 TÍMINN 19 BYRJUNARFRAMKVÆMDIR HAFNAR VIÐ NÝJA MJÓLKARVIRKJUN SB-Reykjavík Byrjunarframkvæmdir við nýja virkjun i Mjólká fyrir botni Arnarfjarðar hófust á fimmtu- daginn, sagði Valgarö Thorodd- sen viö Timann í gær. Virkjun þessi veröur 5700 kw og er þaö meira en tvöföldun á þeim vatns- orkuvirkjunum, sem nú eru fyrir hendi á Vestfjörðum. Vatnið er tekið úr Langavatni, sem er tengt Hólmavatni meö skurði, en stöðvarhúsið verður niðri viö sjó, sambyggt núverandi stöðvarhúsi Mjólkárvirkjunar. Búizt er við, að hin nýja virkjun geti tekiö til starfa laust eftir áramót 1974- 1975. Tillaga Magnúsar Kjartgnsson- ar, iðnaðaráðherra, um að hefja byrjunarframkvæmdir við þessa virkjun, var samþykkt á rikis- stjórnarfundi á þriðjudaginn, samningar Rafmagnsveitna rikisins við Vesturverk s.f. um framkvæmdina, undirritaðir' á miðvikudag og verkiö hafiö dag- inn eftir. Þó að þessi atriði hafi gengiö rösklega.á málið langan aödraganda og margir valkostir hafa verið kannaöir af mörgum aöilum. A Vestfjöröum (utan Stranda) hafa Rafmagnsveitur ríkisins nú tvær vatnsaflstöðvar meö alls 2800 kw og Rafveita Isafjaröar eina 1200 kw stöð. Alls eru þá 4000 kw virkjuð á þessu svæöi, en verður eftir tilkomu nýju virkjunarinnar 9700' kw. Miðað viö núverandi verölag er áætlaöur stofnkostnaöur nýju virkjunarinnar um 208 millj. króna. Fallhæö við virkjunina er sú mesta, sem nýtt hefur verið hér á landi, 409 metrar. I sumar aðeins unnið að mann- virkjagerö undir væntanlegan ef- sta hluta þrýstivatnspipu. Núverandi Mjólkárvirkjun get- ur framleitt um 11 millj. kwst á ári, en við miðlunarmannvirkin, sem unnið hefur verið að við Langavatn i fyrrasumar og i sumar, eykst vinnslugeta hennar um 1,2-1,3 millj. kwst á ári. Nýja virkjunin á að geta framleitt um 36 millj. kwst árlega. Með til- komu hennar aukast mjög mögu- leikar til aukins iðnaðar og auk- innar húshitunar með rafmagni. Vegna langs afgreiöslufrests á vélum, er ekki hægt aö búast viö að nýja virkjunin geti tekið til starfa fyrr en laust eftir áramótin 1973-1974, þó svo að öll önnur at- riði gangi að óskum. Aætlanagerðir um bygginga- mannvirki eru i höndum Almennu verkfræöistofunnar h.f. en hönn- un vélbúnaöar annast áætlana deild rafmagnsveitna ríkisins. VÍÐTÆKAR REGLUR GEGN MENGUN TAKA GILDI Uppdráttur af Mjólkárvirkjun. Stöðvarhúsið sést niðri við sjóinn, feita strikið upp frá þvi til vinstri er núverandi aöfærsluæð, en hægra megin upp að Langavatni er nýja æöin fyrirhuguö. Skíðamót í Kerlingafjöllum - Erlendir keppendur ÞB-Reykjavik Allviötækar ráöstafanir gegn mengun eru nú á döfinni. Má i þvi sambandi benda á viöleitni margra sveitarfélaga til að koma viðunandi horfi á sorpeyðingu og frárennsli skólps frá mannabú- stöðum og atvinnufyrirtækjum. Húsvikingar eru aö koma á fót sorpbrennslu, sem nærsveitar- menn munu að öllum likindum notfæra sér, og njóta til þess 1 milljón króna rikisstyrks. Vest- mannaeyingar hafa og hlotiö einnar milljón króna rikisstyrk til að finna leiö, til þess að hleypa skólpi eitthvað annað en i höfnina hjá sér. Athuganir Vestmannaey- inga eiga ugglaust eftir að koma til góða annars staðar, þvi vanda- málið er til staðar i höfnum viðar. Enn eitt dæmi um islenzka við- leitni gegn mengun er framtak Jóns Þórðarsonar til smiða á hreinsitækjum fyrir úrgang frá verksmiðjum og mun nú vera i bi- gerð að koma upp tækjum eftir hans fyrirsögn viö sementsverk- smiðjuna. Allt eru þetta góð tiðindi, en þó vantar mikið á varnir okkar gegn mengun að dómi hinna visustu manna. Þar er helzti ásteytingar- steinninn sá, hve lagafyrirmæli þ.a.l. eru öll brotakennd og kraftarnir dreiföir, þvi eftirlit þessara mála er i höndum 8 ráðu- neyta á sama tima og Danir, svo dæmi sé tekið, hafa sett á laggirn- ar eitt ráöuneyti um þau. Nú eru uppi áform um að stefna að þvi að koma á heildarlöggjöf um þessi mál og brýn nauðsyn er talin á að þau heyri öll undir eina stofnun. Reglugerðin, sem fjallað er um hér á eftir, leysir aðeins hluta vandans, en fylgi fleiri slik- ar á eftir standa vonir til að lög- gjöfin og stofnunin, sem minnst er á hér aö framan, liti dagsins ljós, þegar fram liða stundir. Magnús Kjartansson, heil- brigðis- og tryggingarmálaráð- herra, hélt blaðamannafund hinn 31. júli sl. Tilefnið var útgáfa reglugerðar um varnir gegn mengun af völdum eiturefna og hættulegra efna nr. 164 1972. Hinn 17. ágúst skipaði heil- brigðis- og tryggingamálaráð- herra, Magnús Kjartansson, nefnd sem fengið var það hlut- verk að semja drög aö reglugerð sem sett yrði i samræmi við 13. grein laga um eiturefni og hættu- leg efni nr. 85 1968. Reglugeröin skildi einkum fjalla um leiöir til að koma i veg fyrir mengun af völdum iðnrekst- urs eöa annars atvinnureksturs. 1 nefndinni áttu sæti Benedikt Sigurjónsson, hæstaréttardómari formaður, Alfreð Gislason, lækn- ir, Vilhjálmur Lúðviksson, verk- fræðingur, og Páll Sigurðsson ráðuneytisstjóri. Nefndin aflaði gagna um mengunarmál frá ná grannaþjóðum okkar. Formaður hennar kannaöi gildandi laga- fyrirmæli varöandi varnir gegn og hvernig mengun,stjórnun og eftirliti slikræ-mála er háttað hér á landi. Nefndin samdi drög að reglu- gerð, sem send voru landlækni og eiturefnanefnd til umsagnar. Að fengnum þeim umsögnum samdi nefndin þá reglugerö, sem út var gefin og hér er nú kynnt. Reglugeröin er i 18 greinum og byggist eins og fyrr segir á ákvæöum 13. gr.laga um eiturefni og hættuleg efni. Meginatriöi hinnar nýju reglugerðar eru þessi: 1. 1 1. grein er fjallað um, að ef ætla má að eiturefni eða hættuleg efni komi fram eða séu notuð viö starfrækslu verksmiðja eða iðju- vera, er starfrækslan bundin leyfi heilbrigðisráðherra. 2. 1 2. grein eru taldar upp helztu tegundir verksmiðja, sem hér getur veriö um að ræða. 3. 1 3. grein er rætt um að verk- smiðjur og iöjuver, sem hér um ræðir og reistar hafa verið megi ekki hefja starfrækslu fyrr en leyfi er fengiö og i 4. grein er rætt um, aö ef reisa eigi verksmiðju eða iðjuver, þá megi ekki ákveða henni stað eða gerð hennar og búnað, fyrr en fengið er leyfið til rekstursins. 4. 1 5. grein er gert ráð fyrir að Heilbrigðiseftirlit rikisins sé sá eftirlitsaöili, sem fjalli um um- sóknir um starfsleyfi og i grein- inni er tekið fram hvaða upp- lýsingar skulu fylgja umsókninni, bæði hvað snertir framleiðslu- hætti, eiturefni sem myndast, tækjabúnað til hreinsunar og ann að það, sem ætla má að Heil- brigðiseftirlitinu komi að gagni til þess að geta tekið afstöðu til málsins. 5. í 6. grein er gert ráð fyrir aö þær verksmiðjur og þau iðjuver, sem starfa við gildistöku reglu- gerðar og falla undir ákvæði hennar, skuli innan þriggja mán- aða frá gildistöku, senda heil- brigðiseftirliti þau gögn, sem reglugerð mælir fyrir um og óska starfsleyfis. í 7. grein er gert ráð fyrir að sömu ákvæði gildi um stækkanir og breytingar á verk- smiðjum og iðjuverum og um frumrekstur. 6.18., 9. og 10. grein er fjallað um meðferð Heilbrigðiseftirlits rikis- ins á umsóknum og lögð áherzla á, aö umsóknir skuli þegar i stað taka til afgreiöslu og vanti tilskil- in gögn, skuli krefja um þau. Heilbrigðiseftirlitið getur, ef ástæöa er til, sent eiturefnanefnd, náttúruverndarráði, siglinga- málastofnun rikisins og öryggis- eftirliti rikisins, umsóknir um starfsleyfi til umsagnar og Heil- brigðiseftirlit rikisins getur einn- ig sjálft kannað eða látið aðra aðila kanna hver þau atriði, sem það telur að frekari athugunar þurfi við og afla þeirra upplýs- inga, sem það telur nauðsynlegt og ekki berast. Gert er ráð fyrir að Heilbrigðiseftirlitið sendi rök- studdar tillögur til heilbrigðis- málaráðherra, sem endanlega úrskuröar málið. 7. í 11. grein er gert ráð fyrir að heilbrigðisnefnd fylgist með þvf i hverju sveitarfélagi, að ákvæðum reglugerðarinnar sé hlýtt og er þaö I samræmi við 197. grein heil- brigðisreglugeröar frá 8. febrúar 1972. 8. 112. grein er sérstaklega tekiö fram, að Heilbrigðiseftirlit rikis- ins hafi yfirumsjón með þvi aö ákvæðum reglugerðarinnar sé hlýtt og að starfsmenn þess hafi heimild til að skoða og rannsaka framleiðsluhætti og mengunar- varnir eftir þvi sem þurfa þykir. 1 13. grein er rætt um starfshætti Heilbrigðiseftirlitsins ef fyrir- mælum er ekki hlýtt og sömuleið- is hvað gera skuli ef Heilbrigðis- eftirlitið kemur auga á hættu, sem áður var ekki augljós. 9. 1 14. grein er rætt um skyldu Heilbrigðiseftirlitsins og rétt til að stöðva til bráðabirgða ákveð- inn rekstur, ef frá honum stafar svo alvarlegri mengunarhættu, að aðgerðir þoli ekki bið. 1 slikum tilvikum verður Heilbrigðiseftir- litiö aö senda heilbrigðisráöherra tafarlaust greinargerð um aö- gerðir sinar og tekur hann þá endanlega ákvöröun i málinu að fenginni greinargerð þess, er hlut á að máli. 10.115. grein er rætt um að stööva megi þegar i stað með lögreglu- valdi rekstur verksmiöju eða iðjuvers, sem eigi hefur aflaö sér starfsleyfis og sama máli gegni um þær verksmiðjur þar sem fyrirmælum hefur ekki verið hlýtt. 11. 1 16. og 17. grein er rætt um hvernig fara skuli með mál, er risa kunna af brotum á reglu- gerðinni og hvaða viöurlög skuli vera fyrir brot. Um verzlunarmannahelgina fer fram, að vanda skiöamót Skiðaskólans i Kerlingafjöllum, Mótið verður trúlega mjög skemmtilegt og spennandi þar sem komnir eru til landsins fimm franskir skiðamenn, þrjár stúlkur og tveir karlmenn, sem ætla að taka þátt i mótinu. Tvær stúlknanna Dominique Defaye og Michele Minaire eru meðal beztu skiðakvenna Frakklands. Sú þriðja, Claire Desblanches er einnig mjög góð og keppir i 2. „grúppu” i heimalandi sinu. Karlmennirnir Jean Hirigoyen og Gilbert Reinisch keppa einnig báðir i 2. „grúppu” og ættu þvi aö vera álika góðir og beztu skiða- menn okkar og má þvi vænta mikillar keppni um fyrstu sætin. Keppt verður í þrem aldurs- flokkum: 16 ára og eldri, 12-16 ára, og yngri en 12 ára. Ennig kemur til greina að skjóta inn i „OldBoys keppni (40 ára og eldri) ef áhugi verður fyrir hendi i þeim aldursflokki. Auk aðalkeppninnar, sem er svigkeppni fer fram auka- keppni, sem I fyrra hlaut nafnið Fannborgarmót, en það er úts- láttarkeppni i svigi, þar sem keppt er á tveim brautum sam- timis. Slík tilhögun er mjög skemmtileg og geysispennandi fyrir áhorfendur, þar sem tveir og tveir eru ræstir af stað i einu. Sá sem er á undan i mark heldur áfram i keppninni, en hinn fellur úr. Keppninni er haldiö áfram, þar til einn stendur eftir ósigraður og hlýtur hann til varð- veizlu veglegan farandbikar, sem gefinn var til þessarar keppni af Ilikarði Páissyni tannlækni, sem sjálfur er afbragðs skiðamaður — nýkominn i „Old boys” flokkinn. t aldursflokkakeppninni eru veitt þrenn verðlaun i hverjum flokki fyrir sig og i meistaraflokki karla og kvenna eru sigurlaunin (l.verðlaun) fagrar styttur sem vinnast til eignar. t tilefni þessa móts efnir Skiða- skólinn i Kerlingafjöllum til sér- stakrar helgarferöar. Farið er á föstudagskvöldi 4. ágúst kl. 8 frá Umferðarmiðstöðinni og komið aftur á mánudagskvöldi 7. ágúst. Farmiðar i þessa ferð eru seldir eins og i aðrar ferðir skiðaskólans hjá Ferðaskrifstofu Zoega, Hafnarstræti 5. Skiðakennsla og önnur starfsemi skólans verður með eðlilegum hætti meðan á mótinu stendur. HUSAFELL 72 Fjölbreytt og samfelld skemmtidagskrá í tvo daga! Eitthvað fyrir alla, unga og gamla! Dans á þremur pöllum þrjú kvöld i röð! Sex hljómsveitir! Sparið ykkur áfengiskaupin, njótið öryggis og ánægju! Sumarhátiðin Húsafelli. v«*í

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.