Tíminn - 01.08.1972, Blaðsíða 17

Tíminn - 01.08.1972, Blaðsíða 17
Þriðjudagur 1. ágúst 1972 TÍMINN 17 Island í 2. sæti í Mo í Rana: 4 ÍSLANDSAAET — 1 UNGLINGAMET! Framfarir frjálsíþróttafólksins eru augljósar f flestum greinum FRJALSIÞROTTA- FÓLKIÐ KEPPIR í STJÖRDAL í DAG OE—Reykjavik. tslenzka frjálsiþróttalandsliðs- fólkið tekur þátt i alþjóðlegu móti i Stjördal, rétt utan við Þránd- heim i kvöld. Nokkrir úr flokkn- um koma þó heim i kvöld. Að loknu mótinu i Stjördal fara ts- lendingarnir til Osló og fimm þeirra taka þátt i Bisletmótinu margumtalaða, en hinir fylgjast með keppninni. Að Bisletmótinu loknu tekur flokkurinn þátt i móti i nágrenni Osló 4. ágúst, en flestir koma heim 5. ágúst. Fjórir lands- liðsmenn, þeir Agúst Asgeirsson, Elias Sveinsson, Friðrik Þór Oskarsson og Sigfús Jónsson fara þó til Sviþjóðar og keppa þar á mótum til 10. ágúst. ÖE—Reykjavik. tslenzku frjálsiþróttalandsliðin stóðu sig vel i fjögurra landa- keppninni i Mo i Rana um helg- ina. Með fullri virðingu fyrir karlaliðinu má staðhæfa, að stúlkurnar hafi þó staðið sig bet- ur, en þær settu fjögur ný Islands- met og i átta greinum náðu þær sinum bezta árangri. Karlarnir stóðu sig einnig vel, settu eitt is- lenzkt unglingamet og fimm sinn- um náðu þeir sinum bezta árangri. Glæsilegur árangur Láru og Sigrúnar! Systurnar Lára og Sig- rún Sveinsdætur settu þrjú af metunum, Lára setti tvö og Sigrún eitt. Lára bætti tslands- metið i 100 m hlaupi á laugardag um 2/10 úr sek. hljóp á 12,4 sek. og varð önnur i hlaupinu. Ennþá glæsilegri var árangur hennar i hástökki, hún stökk 1,69 m, sem er einum sentimetra betra en gamla metið, sem hún setti á Meistaramóti Islands fyrir rúmri viku. Aðstæður voru ekki sem beztar i hástökkinu og yfirburðir Láru voru miklir, næsta stúlka stökk 1,55 m. Gaman verður að heyra hvað Lára stekkur á al- þjóðamótinu á Bislet á miðviku- daginn. Þá má ekki gleyma þvi, að Lára sigraði einnig i lang- stökkinu, stökk 5,49 m, sem er að- eins 4 sentimetrum skemmra en Islandsmetið. Sigrún Sveinsdóttir hljóp 200 m á 25,9 sek., sem er 3/10 úr sek. betra en gamla metið, sem Lára systir hennar átti. Lára gat ekki tekið þátt i 200 m þar sem há- stökkið stóð þá sem hæst. Þriðja met kvenfólksins kom i 4x400 m boðhlaupinu, sveitin hljóp á 4:01,6 min., sem er hvorki meira né minna en tæplega 18 sek. betra en gamla landssveitarmetið! Meðai- timinn er 60,4 sek á hverja 400 m. Unnur Stefánsdóttir náði sinum beztu timum i 400 og 800 m hlaup- um, hljóp fyrrnefndu vegalengd- ina á 61 sek. og 800 m á 2:20,4 min., sem er aðeins 2/10 úr sek. lakara en Islandsmetið. Unnur er i stöðugri framför og getur þó gert enn betur með frekari æfing- um. Lilja Guðmundsdóttir met- hafinn i 800 m tapaði nú fyrir Unni, en bætti tima sinn i 1500 m mjög, eða úr 5:17,2 i 5:02,3. Met Ragnhildar Pálsdóttur er 4:57.7. Ágúst og Friðrik Þór stór- bæta árangur sinn! Karlarnir stóðu sig einnig vel, en framfarir þeirra voru ekki eins miklar. Mesta athygli vakti árangur Ágústs Ásgeirssonar, sem hljóp 800 m á 1:53,9 min. og 1500 m á 3:58,7 min., hvorttveggja hans langbeztu timar. Enginn is- lenzkur frjálsiþróttamaður hefur sýnt eins miklar framfarir i sum- ar, enda fáir æft eins vel og sam- vizkusamlega. Friðrik Þór Óskarsson varð annar i þristökk- inu stökk 15,00 m, sem er nýtt is- lenzkt unglingamet. Friðrik Þór hefur nú náð hinu langþráða tak- marki að stökkva 15 metra og er 3ji Islendingurinn, sem það gerir, hinir eru Vilhjálmur Einarsson (16,70 m) og Karl Stefánsson (15,16m) Næsta takmark Friðriks er 16 metrar og ekki að efa, að það tekst fljótlega, e.t.v. næsta sumar. Hinir eldri og reyndari stóðu flestir fyrir sinu, Guðmundur Hermannsson sigraði i kúluvarp- inu, varpaði 17,33 m og Erlendur Valdimarsson i kringlukasti, kastaði 56,48 m. Bjarni Stefáns- son sigraði i 400 m hlaupinu á 48,1 sek., sem er næstbezti timi, sem hann hefur náð i sumar. Bjarni hljóp 100 m á 10,9 sek. en var óheppinn, skór hans rifnuðu i miðju hlaupinu og við það dróst hann aftur úr sigurvegaranum Skarstein, sem hljóp á 10,6 en þeir voru jafnir i miðju hlaupinu, en þá biluðu skór Bjarna. Timi Bjarna i 200 m var 22 sek. Þor- steinn Þorsteinsson náði sinum beztu timum i sumar i 400 og 800 m hljóp á 49,4 sek. og 1:52,2 min. Gaman verður að heyra hvað þeir Bjarni og Þorsteinn gera á Bisletmótinu á miðvikudag og fimmtudag. Timi islenzku sveitarinnar i 4x400 m boðhlaupinu er góður eða 3:19,7 min. og sveitin bar sigur úr býtum. Hér var raunverulega barizt um annað sætið i keppninni og með sigrinum tryggði boð- hlaupssveitin sigur yfir Norð- mönnum. Borgþór Magnússon sigraði i 110 m grindahlaupi hljóp á 15,1 sek. og fékk sinn bezta tima i 400 m grindahlaupi i sumar 5,1 sek. Vilmundur Vilhjálmsson náði sin- um bezta tima i þessari grein, 56,3 sek. ÚRSLIT: Fyrri dagur: Konur: lOOmhlaup: sek. 1. S. Rönn, N.Finnl. 12,3 2. Lára Sveinsd. Isl. 12,4 3. Sigrún Sveinsd. Isl. 12,7 Kúluvarp: m 1. E. Grönmo, N.Noregi, 12,65 3. Guðrún Ingólfsd. tsl. 11,05 4. Gunnþórunn Geirsd. tsl. 10,77 4<)0mhlaup: sek. 1. S. Rönn, N.Finnl. 56,4 3. Ingunn Einarsd. Isl. 60,5 5. Unnur Stefánsd. tsl. 61.0 Langstökk: m 1. Lára Sveinsdóttir, tsl. 5,49 4. Hafdis Ingimarsd. tsl. 5,23 1500mhlaup: min. 1. Virkberg, N.Finnl. 4:29,4 6. Lilja Guðmundsd. tsl. 5:02,3 8. Ólöf Ólafsd. tsl. 6:36,0 Spjótkast m 1. Launila, N.Finnl. 49,74 3. Arndis Björnsd. Isl. 35,50 4. Sif Haraldsd. Isl. 35.42 4x100 m boðhlaup: sek. 1. tsland 50,6 2. N. Finnland 50,7 3. N. Noregur 51,0 Sænska sveitin var dæmd úr leik. Karlar: 400 m grindahlaup sek. 1. T. Kriiger, N.Noregi, 54,5 3. Borgþór Magnúss. tsl. 55,1 4. Vilm. Vilhjálmss. tsl. 56,3 200 mhlaup: sek. 1. Ole. B. Skarstein, N. Noregi 21,8 2. Bjarni Stefánsson, tsl. 22,0 6. Sigurður Jónss. tsl. 22,9 SOOmhlaup: min. 1. Luniaho, N.Finnl. 1:50,7 3. Þorst. Þorsteinss., tsl. 1:52,2 4. Agúst Asgeirss., tsl. 1:53,9 Kringlukast: m 1. Erlendur Valdimarss., tsl. 56,48 4. Hreinn Halldórss., tsl. 46,78 Hástökk: m 1. Nyman, N. Sviþjóð 2,11 7. Karl West, tsl. 1,85 8. Hafst. Jóhanness., tsl. 1,85 SOOOmhlaup: min. 1. Tikkanen, N.Finnl. 14:37,6 7. Jón H. Sigurðss., tsl. 16:16,6 8. Halldór Matthiass., tsl. 16:31,0 Kúiuvarp: m 1. Guðm. Hermannss., ísl. 17,33 4. Hreinn Halldórsson, tsl. 16,51 Langstökk: m 1. Jonsson, N. Sviþjóð 7,34 5. Guðm. Jónsson, tsl. 6,72 6. Ólafur Guðmundss., tsl. 6,72 t 4x100 m boðhlaupi var isl. sveit- in dæmd úr leik. Siðari dagur: Konur: 100 m grindahiaup: sek. 1. Lára Sveinsd., tsl. 15,4 3. Kristin Björnsd., tsl. 16,1 200 m hlaup: sek- 1. Rönn, N.Finnl. 24,9 3. Sigrún Sveinsd., tsl. 25,9 (isl. met) 6. Ingunn Einarsd., tsl. 26,7 Lára hafði yfirburði i hástökki, luin setti nýtt islandsmet i 1,69 m. Kinnig bætti Lára islandsmetið i 100 m hlaupi. Kringlukast: m 1. U. Andersen, N. Noregi, 36,52 5. Guðrún Ingólfsd., tsl. 29,94 6. Ólöf Ólafsd., tsl. 29,94 800 m hlaup: min. 1. Virkberg, N.Finnl. 2:12,7 6. Unnur Stefánsd., Isl. 2:20,4 7. Lilja Guðmundsd., tsl. 2:23,0 Hástökk: m 1. Lára Sveinsd., tsl. 1,69 (isl. met.) 6. Kristin Björnsd., tsl. 1,50 IxlOOm hoðhlaup: min. 1. N. Finnland 3:57,2 3. tsland 4:01,6 (tsl. landssveitarmet) $ $ ÍBezta keppninf I til þessa I ¥ í ¥ OE—Reykjavík. ¥ $ Norska fréttastofan NTB ^ ¥ sagði i fréttaskeyti á sunnu- ¥ dag, að fjögurra landa J ¥ keppninn I Mo i Rana hefði ¥ £ tekizt mjög vel. Þessi keppni f ¥ hefur farið fram siðan 1952 ¥ £ milli Norðmanna, Finna og $ ¥ Svia og fréttastofan segir að ¥ ^ þátttaka tslendinga hafi átt ♦ ¥ sinn þátt i þvi, að gera ¥ ^keppnina að þessu sinni f ¥ skemmtilegri og jafnari. ¥ £ Norðmenn fullyrða, að ♦ ¥ mikill áhugi sé á þvi, að Is- ¥ * lendingar verði með fram- + ¥ vegis, og er vonandi að það ¥ 2; verði hægt, þó að þátttakan * ¥ sé dýr fyrir Frjálsiþrótta- ¥ * sambandið, sem er algerlega J ¥ fjárvana. J ¥ ¥)f)f¥)f)f)f)f)f)f)f)f )f¥X-)f)f¥)f)f¥ Karlar: 100 m hlaup: sek. 1. Ole B. Skarstein, N.Noregi 10,6 4. Bjarni Stefánss., tsl. 10,9 5. Sigurður Jónss., tsl. 11,1 1500 m lilaup: 1. Miskanan, N. Finnl. 3:51,3 6, Agúst Asgeirsson, tsl. 3:58,7 8. Sigfús Jónsson, tsl. 4:06,7 Sleggjukast: m 1. Natinolli, N. Finnl. 51,68 2. Erlendur Valdimarsson, tsl. 50,98 5. Jón H. Magnússon, tsl. 46,02 400 m hlaup: sek. 1. Bjarni Stefánsson, tsl. 48,1 2. Þorst. Þorsteinsson, tsl. 49,4 3000 m hindrunarhlaup: min. 1. Pulkinen, N. Finnl. 8:59,2 7. Einar Óskarsson, tsl. 10:12,8 8. Þórólfur Jóhannsson, Isl. 10:18,4 Spjótkast: nt 1. Jaakola, N. Finnl. 72,90 6. Elias Sveinsson, tsl. 59,36 7. Óskar Jakobsson, tsl. 57,80 Stangarstökk: nt 1. Sankala, N. Finnl. 4,60 5. Valbj. Þorláksson, tsl. 4,10 8. Stefán Hallgrimss. Isl. 3,20 110 m grindahlaup: sek. 1. Borgþór Magnússon, Isl 15,1 3. Valbjörn Þorláksson, tsl 15,3 10000 m hiaup: min. 1. Halelius.N. Finnl. 31:06,4 7. Jón H. Sigurðsson, tsl. 35:01,2 8. Halldór Matthiass. tsl. 35:32,2 Sigrún setti nýtt íslandsmel i 200 m hlaupi, hljóp á 25, 9 sek. Þristökk: m 1. Kukasjerfi, N. Finnl. 15,64 2. Friðrik Þór Óskarss.is. 15,00 (tsl. unglingamet) 6. Karl Stefánsson, tsl. 14,02 4x400 m boðhlaup: min. 1. tsland 3:19,7 2. N. Finnland 3:20,6 Lokastaðan: KONUR: 1. N. Finnland 135 stig 2. ísland 123 stig 3. N. Sviþjóö 98 stig 4. N. Noregur 91 Stig KARLAR: 1. N. Finnland 233 St. 2. tsland 163 st. 3.N. Noregur 162st. 4. N. Sviþjóð 148 st. SAMANLAGT: 1. N. Finnland 368 st. 2. tsland 286 st. 3. N. Noregur 253 St. 4. N. Sviþjóð 246 st. Friðrik náði hinu langþráða tak- inarki, að stökkva 15 m i þri- stökki. Hann er þriðji ís- lendingurinn sein gerir það. Agúst vakti athygli. Hann náði sinum langbeztu timum i 800 m og 1500 m hlaupi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.