Tíminn - 05.08.1972, Blaðsíða 5

Tíminn - 05.08.1972, Blaðsíða 5
Laugardagur 5. ágúst 1972 TÍMINN 5 - *• §&PPPP " mme3 í Hann á þekktan bróöur Trúlega þekkjum við bróður þessa unga manns mun betur en hann sjálfan. Brúðguminn heitir Jean-Baptiste de Monpezat, en bróðir hans þekkjum við einna bezt undir nafninu Henrik prins af Danmörku. Þetta er nefnilega mágur Margrétar Dana- drottningar og litli bróðir Hinriks. Jean-Baptiste er nýgiftur. Brúðurin er 25 ára gömul , og leggur stund á arkitektur, en hún heitir Isabelle de Vilgrain og er dóttir milljónamærings i Paris. Margrét Danadrottning og Henrik prins voru viðstödd giftingu unga fólksins, en þau voru gefin saman i kirkjunni Saint Louis-en l’Ile, sem var reist árið 1656 á eyjunni Saint Louis i hjarta Parisarborgar. Þetta var i fyrsta sinn, sem Margrét drottning brá ser til útlanda eftir að faðir hennar lézt. ☆ Ekki sérlega vinsæl Marlene Dietrich er ekki sér- lega vinsæl um þessar mundir meðal þýzkra sjónvarpsmanna. Astæðan er sú, að hún tók sig nýlega til og fór að segja þeim til, hvernig þeir ættu að beita myndavélunum, stilla ljósin og hvar og hvernig ætti að nota há- talarana. Þetta fór allt saman heldur illa, þvi tæknifólkið og stjarnan aldna töluðu ekki einu sinni sama tungumal. Marlene neitaði hreint og beint að tala við það á þýzku. Ekkert varð úr upptöku, en hún helt til London, og þar talaði hún esnku við Englendingana og allt gekk mun betur en i heimalandi hennar. ☆ Sneri baki í Ijós- myndarana Ingrid Bergman, sem nú er 58 ára gömul, hefur látið sjá sig á almanna færi með manni þeim, sem sagður er vera nýjasti vinur hennar. Það er forstjóri Columbia i London John van Eyssen. Hann er tiu árum yngri heldur en Ingrid. Nýlega tókst ljósmyndurum að mynda þau skötuhjúin saman, en þó fór svo, að John snéri baki i ljos- myndarana, þegar þeir smelltu af. Sennilega vegna þess, að enn hefur Ingrid ekki viljað láta neitt uppi um það, hvort hún ætli sér að skilja við mann sinn Lars Schmidt, sem hún hefur verið gift frá þvi árið 1958, og þá um leið, hvort nokkuð verður úr sambandi hennar og Johns van Eyssens. ☆ Nafnlaus bréf Grace furstafrú af Monakó hefur verið heldur áhyggjufull að undanförnu. Hún brosir reyndar alltaf, þegar hún kemur fram opinberlega, en eins og fyrr segir, þá er hún mjög áhyggjufull. Ástæðan er sú, að hún hefur hvað eftir annað fengið nafnlaus bréf, þar sem henni er sagt, að maður hennar Rainier fursti sé henni ótrúr. Nýlega var Grace gripin svo mikilli skelfingu vegna þessara bréfa, ekki aðallega vegna innihalds þeirra, heldur öllu fremur vegna þess að vita ekki hver skrifaði þau, að hún ætlaði að fá birta yfirlýsingu frá sér i einu af dagblöðunum i Monakó. Rainier fékk veður af þessari fyrirætlun hennar, og gat fengið frúna til að breyta um skoðun á siðasta augnabliki. ☆ Mamma borgar Michael Vilding, hinn 19 ára gamli sonur Elizabethar Taylor hefur setzt að a' sveitabæ einum i Wales, og þar býr með honum Beth kona hans og dóttir þeirra Leyla, sem nú er nær eins árs. Michael var orðinn þreyttur á lifinu i London og ætlar nú að búa þarna i hippanýlendu, og hver á að borga brúsann? Að sjálfsögðu gerir móðir hans það. Hún hefur keypt bæinn fyrir hann, og sendir auk þess peninga i hverjum mánuöi, svo sonur hennar og hinir hipparnir geti lifað sómasamlegu lifi, eða svelti að minnsta kosti ekki i hel. Ulla Pia og dóttir hennar Ulla Pia heitir hún og söng eitt sinn á Hótel Loftleiðum. Hún hefur ákaflega fallega söngrödd en henni hefur þó ekki gengið sérlega vel að syngja sig i gegn um einkalifið. Hún á þessa 20 mánaða gömlu stúlku, Karinu, með Vagn Nielsen ritstjóra, en þau hafa ekki búið saman að undanförnu. — En nú ætlum við að reyna enn einu sinni segir Ulla Pia. Nielsen er að leita að húsi fyrir þau þrjú, og svo flytja þau sennilega saman. Ekki er að vita, hvort við eigum eftir að heyra i Ullu hér á landi aftur. Af þvi fara engar sögur. DENNI DÆMALAÚSI Þeir eru næstum eins og bræður. Mér datt svona i hug....Gleymdu þvi strax!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.