Tíminn - 05.08.1972, Blaðsíða 7

Tíminn - 05.08.1972, Blaðsíða 7
Laugardagur 5. ágúst 1972 TÍMINN 7 ill-Si-S-ilíííijl-iíV (Jtgefandi: Fra'msóknarflokkurínn gíS: Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þör-:Sig: £:£:£: arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karlsson;::::::-: Andrés Kristjánsson (ritstjóri Sunnudagsblaös Tlmáns ;;;;;;;;x; Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislasoni. - Ritstjórnarskrif-i;:;:;:;:;: stofur í Edduhúsinu viö Lindargötu, sfmar 18300-18306i;:;;:;:;:; Skrifstofur i Bankastræti 7 —afgreiöslusfmi 12323 — auglýs-;:;:;:;:;:; ingasimi 19523. Aörar skrifstofur:simi 18300. Askriftargjald:;:;:;:;:; 225 krónur á mánuöi innan lands, i lausasölu 15 krónur ein-:;;;x;;;; takið. Blaðaprent h.f. Ferðahelgin Verzlunarmannahelgin er hafin. Þessi helgi ber nafn af þvi að henni fylgir fridagur verzlunarmanna, fyrsti mánudagur i águst. En nú er svo komið, að fátt eitt minnir sérstaklega á verzlunarmannastéttina þessa helgi fremur en aðrar stéttir. Með sanni má segja, að þessi helgi sé helgi þjóðarinnar allrar og væri rétt nefnd ,,ferðahelgin” þvi að um þessa helgi eru ferðalög landsmanna i hámarki. Þúsundum saman streymir fólkið þessa helgi úr bæjunum út á landsbyggðina og slær tjöldum á fögrum stöðum. útisamkomur og héraðsmót setja og svip sinn á þessa helgi, en slikar samkomur sækja tugir þúsunda manna. Oft hafa slikar samkomur fengið á sig leiðin- legan svip vegna ölvunar mótsgesta, en ástandið i þeim efnum hefur tvimælalaust farið batnandi undanfarin ár og sá undirbúningur, sem er að slikum skemmtunum að þessu sinni gefur vonir um að ástandið geti enn batnað. Þeir aðilar, sem standa fyrir stærstum sam- komum nú, auglýsa áfengisbann innan sinna vébanda og áskoranir hafa að undanförnu verið lesnar i útvarp frá ýmsum félagasam- tökum, þar sem hvatt er til bindindis á skemmtunum um helgina. Þrátt fyrir hina gifurlegu umferð um þjóð- vegi landsins þessa helgi, hefur svo blessunar- lega til tekizt á verzlunarmannahelgum undanfarin ár, að litið hefur verið um alvarleg umferðarslys. Er þar vafalaust að þakka þeim áróðri, sem uppi hefur verið hafður af þeim, sem að bættri umferðarmenningu og öryggis- málum á vegum vinna. ökumenn hafa ekið varlegar og sýnt hver öðrum meiri tillitssemi en aðrar helgar, að þvi er virðist. Enn getur ástandið i þeim efnum þó áreiðanlega batnað. Um leið og Timinn óskar lesendum sinum góðrar ferðar og samkomugestum á útivistar- svæðum heilbrigðrar og hófsamrar skemmtunar, hvetur hann alla til fyllstu aðgæzlu og varkárni i umferðinni- með von um slysalausa verzlunarmannahelgi og að allir nái heilu og höldnu heim eftir skemmtilega útiveru. Skattarnir og gamla fólkið Á morgun, sunnudag, mun birtast hér i blaðinu viðtal við Halldór E. Sigurðsson, fjármálaráðherra, um skattamálin. I þessu viðtali greinir fjármálaráðherra m.a. frá þeirri ákvörðun rikisstjórnarinnar, að gera leiðréttingu áálagningu gjalda á þann hóp aldraðs fólks, sem lagt hefur verið á tekju- skattur. Jafnframt skýrir hann ástæðurnar fyrir þeim ágalla, sem komið hefur fram við álagninguna, skv. hinu nýja skattakerfi. Víll Timinn hvetja alla þá, sem láta sig skatta- málin skipta, að lesa það, sem fjármálaráð- herra hefur um málið að segja. Úr The Economist: Uppreisnarmenn í Súdan halda friðarsamningana Erfitt verður og dýrt að hjálpa flóttamönnunum og skortur vofir yfir Nuinciry forseti Súdan. FJÓRIR mánuðir eru liðnir siðan borgarastyrjöldinni i Súdan lauk. Friðarsamning- arnir, sem gerðir voru i Addis Ababa i marz, hafa komið að haldi sem betur fer. Staðið hefir verið við vopnahléið og liðsmenn Anya-Nya eru sem óðast að koma ofan úr f jöllum og fram úr skógunum. Byrjað er að skrá þá i herinn og til annarrar opinberrar þjónustu eins og heitið var. Bráða- birgðastjórn Suður-Súdan sit- ur að völdum, hvarvetna rikir góðvild og heiftúðugur skæru- hernaður liðinna ára virðist gleymdur. Enn er þó skammt um liðið. Samkomulagið i Addis' Ababa var sigur fyrir þá sunn- anmenn, sem vildu að suður- héruðin þrjú væru áfram i sambandi við Súdan, en ósigur fyrir hina, sem vildu aðskilnað umfram allt. Það var einnig sigur fyrir þá norðanmenn, sem gerðu sér ljóst, að ekki , var unnt að sigra i styrjöldinni og brjóta uppreisnina á bak aftur, en vildu vinna það til friðar aö brjóta odd af oflæti sinu og umgangast skæruliða sem jafningja, bæði sem her- menn og stjórnmálamenn. ÞRENNT þarf til að samn- ingarnir komi að fullum not- um. I fyrsta Iagi verður að leysa skæruliðasveitirnar upp og koma einstaklingunum fyr- ir eins fljótt og unnt er. I öðru lagi verður bráðabirgða- stjórnin i suður-héruðunum að standast raunina og sanna, að hún sé trausts verðug. t þriðja lagi verður að endurvekja at- vinnulifið i suðurhéruðunum eins fljótt og framast er unnt til þess að veita þeim ibúum atvinnu, sem flúið hafa þau átta'ár.sem borgarastyrjöldin hefir staðið, og eru nú að koma fram úr skógunum eða frá ná- grannarikjunum. En mikið verk þarf að inna af hendi áð- ur en þessum þremur tak- mörkum verður náð. Mörg flókin hernaðarvanda- mál þarf að leysa i sambandi við vopnahléið og margt gæti farið úrskeiðis i þvi efni. 011- um sveitum Anya-Nya hefir verið skipað að gefa sig fram og safnast saman á tilteknum stöðum. Þetta gengur að ósk- um. Til dæmis hafa nokkuð á annað þúsund Anya-Nya- menn safnazt saman við Malek við Efri-Nil. Mikilvæg- ast er á þessu stigi, að upp- reisnarmenn haldi vopnum sinum og lúti stjórn sinna eig- in yfirmanna. NÆST á nefnd herforingja beggja aðila að fara til stöðva uppreisnarmanna og skrá Anya-Nya-menn i herinn og lögregluna eða til annarra op- inberra starfa. Þetta er mjög erfitt i framkvæmd. Búið er að ljúka við þetta i héraðinu Bahr-el-Ghaza og það er i full- um gangi i Equatoria. Megin háskinn er i þvi fólginn, að virkir skæruliðar voru taldir allt of fáir þegar verið var að ganga frá friðarsamningun- um. Við samningana i Addis Ab- aba viðurkenndi Joseph Lagu yfirhershöfðingi,að hann hefði á að skipa um 6000 vopnum og þar af leiðandi um 6000 virk- um hermönnum. En þess bar að gæta, að i skæruhernaði eru venjulega tveir menn um hvert vopn og auk þess aðrir við ræktun eða aðra öflun matfanga. Lagu hershöfðingi gerir þvi ráð fyrir nú, að lágmarkstala vigfærra manna á hans vegum séum 15000. Undirmenn hans i aðalstöðvum Anya-Nya tala um 21.000 manns, sem safnazt hafi saman undir stjórn þeirra og biði skráningarnefndarinn- ar. UM það var samið i Addis Ababa, að 6000 menn frá suð- urhéruðunum skuli skráðir i her rikisins, 2000 frá hverju héraði. Vandkvæðin voru ekki ýkjamikil i héraðinu Bahr-el- Ghaza. Þar gáfu sig fram rúmlega 4000 skæruliðar og flestum þeirra hefir verið gef- inn kostur á einhvers konar starfi. I Equatoria verða hins vegar æðimargir óánægðir fyrrverandi skæruliðar, sem ekki veröur unnt að gefa kost á einkennisbúningi opinbers starfa. Næst kemur að þvi, að þjálf- unarsveitir frá her rikisins koma til safnstöðva skæruliða til þess að færa Anya-Nya- menn i einkennisbúning hers- ins og samræma vopnabúnað þeirra væntanlega venjum hersins. Þetta verður efalaust erfitt verk og vandasamt, þar sem til kemur annar agi en áð- ur og afhenda þarf fyrri vopn. Loks kemur að þvi, eftir nokk- urra vikna þjálfun, að fyrr- verandi Anya-Nya-menn verða settir i herflokka með samlöndum sinum frá norður- héruðunum. ANNAÐ mikilvægasta skil- yrði þess, að friðarsamning- arnir haldi, er að bráða- birgðastjórnin i suðurhéruð- unum afli sér trausts. Bráða- birgðaframkvæmdaráðið sit- ur i Juba, undir stjórn Abel Alier varaforseta Súdan. 1 ráðinu eru fulltrúar nálega allra stjórnmálaafla i suður- héruðunum, allt frá uppreisn- armönnum úr skógunum eöa úr útlegð yfir i starfsmenn nokkurra fyrrverandi rikis- stjórna i Khartoum. Alier var sjálfur ráðherra i stjórn Numeiry hershöfðingja frá þvi að herinn tók völdin árið 1969 og þar til að friður var sam- inn. Allur ágreiningur og mis- munur — sem var hvað mest áberandi hjá sumum flótta- mönnunum — hefir verið bældur niður og lagður á hill- una meðan verið var að setj- ast að störfum. Hinu verður ekki neitað, að það verkefni, að koma á að nýju borgara- legri stjórn á 250 þúsund fer- milna svæði, er svo tröllaukið, að það hlyti að skelfa hæfa og vel búna rikisstjórn, — en bráðabirgðastjórnin getur hvorki státað af sannaðri hæfni né þolanlegum búnaði. Skortur er ekki minni á skrif- stofumönnum, skjalaskápum, sima og samgöngum en hverju öðru, sem til þarf. ÞRIÐJA brýnasta viðfangs- efnið er endurvakning efna- hagslifsins og aðstoð við flóttamennina. Fátækt er sár i suðurhéruðunum, en það sama má raunar segja um norðurhluta rikisins. Rikis- stjórnin telur lágmarkskostn- að við uppbyggingu, aðstoð við flóttamenn og undirbúning bú- setu þeirra nema 50 milljónum sterlingspunda. Yfirmaður flóttamanna- hjálpar Sameinuðu þjóðanna, Aga Khan, fór 6. júli fram á 22 milljón dollara framlag til þess að koma flóttarhönnum i Súdan fyrir. Ekki er von á nema smámunum einum frá norðurhéruðum landsins. Bretar hafa gefið 200 þúsund sterlingspund til brýnustu bráðabirgðaþarfa, en upphæð- in er óumræðilega ófullnægj- andi, ekki sizt þegar haft er i huga, að Bretar bera i raun og veru nokkra ábyrgð á vandan- um i suðurhéruðunum, eða þvi, sem honum olli upphaf- lega. Færa má að þvi rök, að enn sé þörfin ekki svo ákaflega brýn: Enn eru aðeins fáir flóttamenn komnir frá ná- grannarikjunum og fjölgar hægt. Flestir eru ýmist að biða uppskerunnar áður en þeir leggja land undir fót, eða að sjá til, hvort friðarsamning- arnir verða i raun og veru haldnir. Brýnust er þörfin á bættum samgöngum til þess að koma einföldustu nauð- þurftum áleiðis — svo sem þakefni á kofa og teppum — en þetta þarf að koma undir eins á sinn stað. FULLUR vilji er til að láta samningana koma að haldi, en torvelt verður að koma þvi i- framkvæmd og litlu má muna. Ljóst er þó, að Numeiry for- seta er mjög mikið áhugamál, að friðarsamningarnir verði haldnir. Virðing hans og álit liggur við. Siðan byltingartil- raunin var gerð i júli i fyrra og leiðir hans og kommúnista skildu, hefir sambúðin við Arabarikin i nágrenninu ekki verið upp á marga fiska. Atvinnurekendur i Súdan eiga erfitt með að fyrirgefa forsetanum þjóðnýtinguna, sem batt endi á auðsöfnun þeirra. Gömlu flokkarnir i norðurhluta landsins eru hon- um enn meira og minna and- vigir. Numeiry forseta er þvi brýn nauðsyn á, að honum verði vel ágengt I suðurhéruð- um landsins. Eins eru raunar allar horfur á, að samkomu- lagið færi út um þúfur ef for- setinn yrði hrakinn frá völd- um. — TK

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.