Tíminn - 05.08.1972, Blaðsíða 9

Tíminn - 05.08.1972, Blaðsíða 9
n TiMIMM I íl II (f Q fH O cílir* X Ó rtll ci I(IT') I .,._ - in»n rl,¥ T¥/¥ ¥ TVT^T Harold Olscn 2(i ára og Lindbergh 25 ára. Þeir eru óneitanlega Hkir. Til vinstri cr l.indbcrgh :i!> ára gamall, en t.h.Olsen 41 árs, efta 39 ára, sem hann liklega er. Hann segist vera hinn horfni sonur Lindberghs Rániö á syni Charles Lindberghs áriö 1932 er saga, sem flestir kunna einhver skil á. Eftirmik- inn eltingaleik var 35 ára Þjóðverji, Bruno Haupt- mann handtekinn, dæmdurog tekinn af lífi. Hauptmann neitaði öllu til hins síðasta, en sann- anirnar þóttu nægilega sterkar. En voru þær það? Nú, 40 árum síðar, kemur fram maður og heldurþví fram, að hann sé hinn týndi sonur Lind- berghs. Enn þann dag i dag hvilir hula leyndardóms yfir ráninu á syni Charles Lindbergh fyrir 40 árum. Opinberlega var málinu taliö lok- ið, þegar timburmaðurinn Bruno Hauptmann var liflátinn 1936. Sannanirnar gegn honum voru þó heldur veikar og fjölda spurn- inga var ósvarað. Hafði Haupt- mann raunverulega getað rænt barninu aleinn? Hvernig hafði það gengið fyrir sig? Hver var hin raunverulega ástæða? Hvernig var A1 Capone flæktur i málið? Hvers vegna bauðst liann til að hjálpa Lindbergh? Leitað var um öll Bandarikin að fólki, sem gæti gefið upplýsingar, en þá kom litið út úr þvi. Nú i dag segir Harold Roy Olson, kaup- sýslumaður frá Westport i Connecticut: — Ég get gefið upplýsingar. Ég er nefnilega Charles Lindbergh yngri. Margir vita um málið en vilja ekki segja neitt, þvi undir þvi er meira komið, en mér ein- um kemur við. Það verður að vera mál annarra að komast að sannleikanum. Ég bið.... Áfengissmygl Margar útgáfur eru til af þvi sem gerðistað kvöldi 1. marz árið 1932. Hin þekktasta er sú, sem sögð var i réttinum og viðurkennd þar: Um niuleytið fór vinnukona Lindberghs, Betty Gow upp i barnaherbergið til að lita eftir Charles yngri. Hún uppgötvaði aö barnið var horfið. Fyrst taldi hún, að foreldrarnir hefðu tekið dreng- inn með sér, en svo reyndist ekki vera. Drengurinn, sem þá var 20 mánaða, var horfinn og kallaö var á lögregluna. t gluggakistunni fannst miði með kröfu ræningjanna. Þeir vildu fá 50 þúsund dollara i lausnargjald. Lindbergh gat út- vegað peningana og afhenti þá að nóttu til. En son sinn fékk hann ekki aftur. Það sem siðan gerðist, er kafli út af fyrir sig. t mörg ár var Lind- bergh póstflugmaður og á bann- árurium fengu þeir oft aukavinnu. Úr lofti njósnuðu þeir um ólög- lega bruggara og tilkynntu lög- reglunni, svo að hægt væri að gera leit. Ólöglegt brugg varð á þessum tima að stóriðju i Bandarikj- unum og margskonar starfsemi fylgdi i kjölfarið. Nefna má fjárkúgun, rán, morð og þess háttar. Verstur af öllum glæpa- mönnum var þó „konungurinn " A1 Capone. Tilboð Capones Þegar póstflugmenn hófu njósnir sinar, tók ástandið að versna fyrir bruggurunum og þeir tóku að reyna mútur. A1 Capone, sem sat i fangelsi fyrir þann eina glæp, sem nokk- urn tima reyndist unnt að dæma hann fyrir, skattsvik, tilkynnti i blöðunum, að hann væri fús til að hjálpa Lindbergh að leita barns- ins, Hann bauðst til að hafa sam- band við alla „kunningja” sina i landinu. En eitt skilyrði: Hann vildi fá frelsið, þegar barniö væri fundið. En Lindbergh vildi ekki lita við tilboðinu. Hann vildi ekki að glæpaforingjanum yrði sleppt lausum, þó svo að barnið fyndist. Nú spyr Harold Olson: — Hvers vegna bauð Capone þetta? Var það aðeins hans eigiö frelsi, sem hann hugsaði um, eða var það lof- orð , um að njósnafluginu yrði hætt? Tveimur mánuðum eftir ránið fannst látið barn i grennd við heimili Lindberghs. Samkvæmt krufningaskýrslum, var likið svo illa farið að ekki var einu' sinni hægt að fullyrða, hvort um dreng eða stúlku væri að ræða. Lindbergh leit einu sinni á likið og sagði siðan, að þetta væri son- ur sinn. Við yfirheyrslurnar á eftir var hann þó aldrei spurður, hvernig hann hefði getað þekkt likið. Ekki sonur Lindberghs Hér er það, sem Harold Olson kemur til sögunnar. Hann full- yrðir, að barnslikið hafi ekki verið af syni Lindberghs. Olson er viss um, að á bak við barnsránið lá sá tilgangur að stöðva njósnaflug póstmanna. Þótt Lindbergh væri þegar hættur sliku flugi, var hann enn fræg- astur þessara flugmanna. Með að ræna syni hans átti að neyða hina til að hætta lika. Þegar Lindbergh vildi ekki semja við Capone, komust ræn- ingjarnir i vandræöi. Nú yrði að „aövara” flugmennina. — Þeir ákváðu að halda barn- inu til vonar og vara, segir Olson. — en komu i staðinn fyrir liki við heimiliLindberghs.Hann yrði svo neyddur til að kannast við það sem son sinn, til að leiða lögregl- una á villigötur og vernda soninn, sem enn væri á lifi. Ef Harold Olson hefur rétt fyrir sér i þessu, hvað kemur honum þá til að fullyrða að einmitt hann sé sonurinn? Minnisleysi Harold Olson lifði eðlilegu lifi fram til 1967. Þá tóku minningar um ránið að þrengja sér fram i huga hans fyrst i brotum og þá fór hann að fá vissu um, að þetta væri raunverulega fortið sin. Honum fannst þetta óþægilegt og leitaði sálfræðings, Ezell Branham. Sálfræðingurinn trúir sögu Olsons, en er á þeirri skoðu, að minnisleysi hindri hann i að fá fram alla söguna. Samkvæmt opinberum skjölum er Olson fæddur i Michigan, en sem drengur fékk hann að vita, að hann væri fósturbarn. 011 vottorð um fæðingu hans og skráningu eru óljós og hann fær aðeins það svar, að einhver hafi gert vit- leysu. Hann er skráður fæddur 1928, en sonur Lindbergs var fæddur 1930. Harold Olson er yfir- leitt talinn yngri, en hann á að vera samkvæmt fæðingarvottorð- inu. Sams konar brot Þegar Olson var sex ára, var hann jafnhár og þungur og meðal fjögurra ára barn. Hann fékk ekki að byrja i skóla, heldur var send- ir aftur i leikskólann. Svipað mdurtók sig si og æ i uppvexti lans. Olson hefur gamalt höfuðkúpu- irot og samkvæmt rannsóknum :ékk hann það sem ungt barn og það hefur fengið að gróa af sjálfu iér. Enginn hefur nokkru sinni sagt honum, að hann hafi orðið fyrir slysi. Sjálfur segist hann viss um að hann hafi fengið brot- ið, þegar ræningjarnir misstu hann niður i gluggakistuna, er þeir tóku hann út um gluggann. Það merkilegasta við þetta er að barnslikið sem fannst hafði höfuðkúpubrot á nákvæmlega sama stað og Harold Olson. Hökuskarðið Sonur Lindberghshafði eins og faðir hans og afi, djúpt skarð i hökuna og var það nefnt sem sér- einkenni hans, þegar lýst var eftir honum. Röntgenmyndir af Har- old Olson leiða i ljós, að hann hefur haft hökuskarð, sem hefur veriö fjarlægt með skurðaögerð, er hann var barn. Einnig hefur hann mörg ör i andlitinu eftir plastiskar aðgerðir, sem greini- lega hafa ekki verið gerðar til neins nema breyta útliti hans. Læknirinn, sem gerði aðgerðirn- ar er látinn, en móðir Olsons sagði honum einhverntimá að hann hefði verið skorinn upp vegna meins i auga. Falskt nafn Olson heimsótti systur læknis- ins og þá kom i ljós, að maður hennar hafði verið bruggari og annar bróðir hennar starfaði fyrir A1 Capone á sinum tima. Eigin- maðurinn var eitt sinn borgar- stjóri i Long Beach og Olson seg- ist hafa eftir góðum heimildum, að hann hafi verið viö barnsránið riðinn. Maðurinn hvarf skömmu siðar og enginn hefur heyrt um hann. Olson segist hafa hitt tvo menn sem gætu verið hann, en báðir eru undir ööru nafni. — Annar þeirra kom upp um sig, er ég var búinn að reyna i mörg ár, aö fá eitthvað út úr hon- Charlcs Lindbcrgh yngri á eins árs afmæli sínu um, segir Olson, — Hann sagði mér frá þætti sinum i ráninu og hvernig búið var svo um hnútana til að koma sökinni á Hauptmann. Um höfuðkúpubrotið sagði hann að Betty Gow hefði afhent barnið við aðaldyrnar, en mismælti sig einu sinni og nefndi þá glugga. Hann þreifaði á höfðinu á mér og sagði á ég skyldi þakka fyrir að hafa lifað af, þvi barnið hefði ver- ið mjög veikt. Aðeins tilvíljanír? Olson telur vist að Charles Lindbergh viti, að hann sé sonur sinn, en vilji láta hann i friði til að lifa sinu eigin lifi. — Lindbergh hefur margsinnis komiö við sögu lifs mins, og ég held ekki, að það séu allt tilvilj- anir, segir Olson. — Þegar ég gifti mig, sá ég hann og konu hans á hótelinu, þar sem veizlan var haldin. Hvers vegna? Harold Olson hóf rannsóknir sinar seint. Kannski of seint. Miklar upplýsingar hafa farið i gröfina með þeim sem höfðu þær. Margt er gleymt og áreiðanlegt er að sögn Olsons, að mörgum hefur verið borgað fyrir að þegja. — Við réttarhöldin var öllu haganlega fyrir komið. Þeim peningum, sem fundust i bilskúr Hauptmanns var komið þar fyrir án vitundar hans. Olson er skynsamur maður, sem krefst þess ekki að menn trúi sögu hans orðalaust. Það sem hann gerir er að reyna aö útvega sannanir og staöreyndir. — Ég get ekki varist þeirri vissu, að ég er sonur Charles Lindbergs og get raunverulega alls ekki afsannað að ég sé það. Hvað get ég þá annað gert en að reyna að sanna að ég sé Charles Lindbergh yngri? ,WrMCU> „Eftir er enn yðvarr hluti" Þessi fræga setning, sem Skarphéðinn mælti foröum á Markarfljóti var óvenjulega áleitin i huga minn, þegar ég var á ferð um Rangárþing nýlega. Nú er það i tizku að menn fara i hópum, til þess aö skoða sögu- staði Njálu, meira að segja út- lendingar, sérstaklega Norð- menn. Nú hefur verið sýnd I sjón- varpinu mynd af helztu sögu- stööum Njálu, og er það vel. Náttúrufegurð i Rangárþingi er : söm við sig og óviöa meiri á þessu landi. En hvernig höfum við haldiö sögustöðunum við? Vart trúi ég þvi, aö enginn nema ég finni til þess að koma að Hliðarenda i eyöi og sjá allt grotna niður, eins og alltaf er á eyöijörðum. Hvaö segja útlendir gestir um svona þjóðrækni? Nú er Hliöarendi annað og meira en frægasti sögustaður Njálu. Hann er eitt höföingjasetur héraðsins um aldir. Þar var visi Gisli sýslumaður, sá mikli Hliöarendi ræktunarmaöur og sér enn þá merki eftir hann i Fljótshliðinni. Hann flutti fyrstur inn kúmen og það hefur haldið velli fram á þennan dag, enda eru lifsskilyrði þar góð fyrir þann gróður. Hérna bjó Vigfús sýslumaður og margir fleiri nafnkenndir menn og hérna var þjóðskáldið Bjarni Thorarensen upp alinn. Nátt- úrlega fer ekki milli mála, að það er Njála og Gunnar Hámundarson, sem mestum ljóma varpa á staðinn. Hann er að vissu leyti þjóðhetja, þar sem oft er tekið fram að enginn er hans jafningi. Það er hliðstætt og að Einar Þambarskelfir er þjóðhetja Norð- manna. Njála er svo auðvitað mesta stolt Rangæinga og allra ls- lendinga en ekki sizt Sunn- lendinga, þarsem sagan gerist að mestum hluta. Dr. Sigurður Nordal nefnir 4 is- lenzkar bækur i formálanum að Völuspá og þær eru þessar: Is- lendingabók. Heimskringla, Njála og Passiusálmar Hallgrims. og bætir svo við: Þetta eru hátindar islenzkrar menningar. Enginn fær útsýn og yfirlit yfir menningu vora, nema hann mæli hana af þessum tindum. Nú hafa frændur okkar Norðmenn, tekið af okkur ómak og gert Heimskringlu verðug skil með Snorrastyttunni i Reykholti. i höfuðstaðnum gerist það svo þessa dagana. að turninn á Hall- grimskirkju er sem oðast aö sýna sig i allri sinni dýrð til minningar um Hallgrim Péturs- son og sálma hans. Er nú ekki komin röðin aö okkur Sunnlendingum, og Rangæingum fyrst og fremst að sýna aö við metum Njálu að verð- leikum. Væri það ekki tilvalin afmælis- gjöf til þjoðarinnar á 11. alda afmælinu 1974 að einhverju mannvirki væri komið fyrir i Rangárþingi, sem helgað væri þessu mesta listaverki okkar, Njálu. Það mundi mælast vel fyrir. Fyrst ég var fyrstur til að hreyfa við þessu máli, þá má ég sjálfsagt lika kasta fram fyrstu hugmyndinni og aðrir koma svo á eftir með sinar hugmyndir og til- lögur. Eitt af þvi.sem talað er um til minningar um afmælið 1974 er að reisa þá fornaldarbæ. Gæti það nú ekki fallið vel að þessari hugmynd að endurreisa skála Gunnars á Hliðarenda i þeirri mynd. sem honum er lýst i Njálu? Það ætti aö vera auðvelt og svo mætti koma þar styttu af Gunnari með atgeirinn ef mönnum sýndist svo. Sjálfsagt gæti einhver lista- maður okkar gert góða mynd af hundinum Sám til þess að láta hann liggja á skálaþakinu. Margt fleira gæti komiö til greina, þegar skálinn er reistur á annað borð og þaö mætti segja mér. að þegar stórir hópar koma úr öðrum héröðum og jafnvel frá útlöndum, þætti einhverjum það ánægjulegt að sjá merki þess i verki, að viö höfum ekki alveg gleymt okkar fortið. Skáldin okkar hafa gert sina skyldu svo að ekki þarf að áfellast þau, Jónas Hallgrimsson með Gunnarshólma og Guðmundur > Guðmundsson/ skólaskáld, með kvæðaflokknum um Gunnar og Njál. Svo er eitt enn, jörðin má ekki vera i eyði og þar stendur hnifurinn i kúnni. Helgi Erlendsson , sem bjó á Hliðarenda til skamms tima var mætur maður og kunni skil á sögu staðarins og gat sagt hvar skáli Gunnars gat staðið og jafnvel benti hann á jarðfasta steina, sem stóðu i upp úr jörðinni, og áttu aö vera steinarnir, sem strengirnir voru festir i, sem þeir höfðu til að vinda þakið af skálanum, Gissur og Geir og menn þeirra. Nú eiga erfingjar Helga jörðina og treysta sér ekki til þess að reisa hana við, enda eru jarðir fljótar aö dragast aftur úr á þessum tima hraðans og framfaranna. Liggur það ekki lang beinast við, að rikið kaupi þessa jörð, og hafi eftirlit með henni, ekkert siður en á Keldum. Þó að skálinn á Keldum sé merkur forngripur og ágætt, að honum sé haldið við, er enginn ljómi yfir þeim stað, sem likist minningunum um Hliðarenda. Nú er það ekkert aðal atriði, að búið sé á jörðinni, þó að það væriágætt. Heldur að þar sé ein- hver starfsemi og fólk á sumrin, Nú er byrjað á nýja veginum, sem á að vera hringvegur um landið og á að vera lokið 1974. Þá skapast að sjálfsögðu óhemju fólksstraumur um Rangárþing að sumrinu. Væri þá ekki tilvalið að setja upp greiðasölu á Hliöar- enda. Allir fara austur um Fljóts- hlið, enda svikur það engan, þvi að „Fögur erhliöin" ekki siöur nú en á dögum Gunnars. Hliðarendi er um 130 kilómetra frá Reykjavik og er það hæfileg fjarlægð til þess að fólkiö þarf að fá sér eitthvað. Það mætti segja mér, að hægt væri að láta þessa starfsemi bera sig. Auk þess.sem það væri nauðsynleg þjónusta við ferðafólkið. Þetta þarf að vera komið i kring, þegar vegurinn er opnaður 1974. Þaöan er svo hæfi- legur áfangi að Kirkjubæjar- klaustri þar sem nú er verið að ganga frá prýöilegum greiðasölu- stað i nýjum barnaskóla, sem er byggður fyrir 5 hreppa. Það er sannarlega ánægjulegt að koma á þann staö, eftir að hafa ekið lang- timum saman um hraun og svarta sanda og koma svo allt i einu á stað,þar sem allt bendir til þess, að maður sé kominn inn i miðja umferðarösina i þéttbylinu annars staðar. Hér hafa vitrir og vaskir menn að unnið janga tið. Ég nefni engin nöfn. Skaftfellingar þekkja þau betur en ég. Til þess svo að ko'róna allt annað, brosir við ferðamanninum kapellan, sem reist hefur verið til minningar um séra Jón Stein- grimsson eldklerkinn, sem sagt er/að sé ættfaðir flestra Skaft- fellinga. Þarna hafa Skaft- Framhald á bls. 10 A AÐ EYÐILEGGJA ÖSKJU? „Náttúran er hér i öskju öll hrikalegri og mikilfenglegri en á nokkrum öðrum staö á Islandi, sem ég hef séö, og sá, sem einu sinni hefur staðið á barmi þessa mikla jarðfalls, gleymir þvi aldrei”, segir Þorvaldur Thor- oddsen. Þeir, sem leggja leiö sina til Dyngjufjalla i þvi skyni aö kynnast öskju, hljóta að taka undir orð hins merka náttúru- könnuðar. En nú er tekiö að bregða fyrir annarlegum aðskotahlutum i þessu einstæða náttúruriki. Ein- hverjir framtakssamir aðilar hafa lagt sig fram um að spilla tign og kyrrð staðarins með þvi að leggja bilveg inn um öskjuop og alla leið að öskjuvatni. Sá, sem „hefur staöið á barmi þessa mikla jarðfalls” undanfar- ið, hefurekki fengið að lita mikil- fengleikann ósnortinn, heldur lika akbrautina eins og holskurð þvert i gegnum dalbotninn. Á vatns- bakkanum og jafnvel á barmi Vitis standa ferðamannabilar og einkabilar og værugjarnir „ferðamenn” gjóa auga út um bilrúður og láta það jafnvel nægja. Framhald af þessari þró- un er auðvitaö pylsusjoppur og is- barirá vatnsbakkanum, helzt þar sem verzlað er gegnum bil- glugga. Látum þaðvera, þó að braut sé rudd upp undir öskjuop, en þeir, sem ekki nenna að ganga þaðan i 15-20 minútur að öskjuvatni, eiga litið erindi áslika staöi. Eöa eru engin svæði i islenzkri náttúru friðhelg gagnvart tækni hóglifs- ins? Náttúruskoðendur kjósa auðvitað að fara fótgangandi inn i þetta stórbrotna náttúruriki, en nú eiga þeir á hættu að sjá ásjónu þess skekkta og afskræmda af hilaumferð, vélaskrölti og oliu- svækju. Kysteinn Þnrvaldsson. Krá öskju

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.