Tíminn - 19.08.1972, Blaðsíða 5

Tíminn - 19.08.1972, Blaðsíða 5
Laugardagur 19. ágúst 1972 TÍMINN 5 Fimmtán ára háskólastúdent. Serjosja Anufriev lauk mið- skólanámi frá skóla númer 17 i Rostov og fékk gullverðlaun fyrir frammistöðu sina. Þrátt fyrir það neitaði móttökunefnd Læknaháskólans i Rostov að taka inntökuumsókn _ hans til greina. Ástæðan var sú, að hann var aðeins fimmtán ára gamall. Menntamálaráðuneyti æðri- og miðskólamenntunar blandaði sér i málið. Með sérstöku leyfi fékk Serjosja að taka inntöku- prófin. Nú er hann læknisfræði- stúdent. Dagblaðið „Vetsjernij Rostov” skrifar að Serjasja hafi farið út á sömu braut og móðir hans, en hún er læknir, og faðir hanser flugmaður. Snáðinn var sex ára, þegar hann byrjaði að ganga i skóla og sýndi einstaka hæfileika með þvi að taka þrjá bekki á einu ári. Sem sagt, i læknaháskólanum i Rostov, hef- ur bætzt 15 ára læknastúdent i hópinn. ★ Nína eignast vin Nina, áður frú van Pallandt, hefur nú fundið sér nýjan vin. Hann er brezkur, kvikmynda- leikari, og heitir Richard Harris. Hann kom nýlega til New York með Ninu og aðstoð- aði hana á blaðamannafundi, sem hún hélt þar um Irving- málið, sem hún var bendluð við. Richard Harris er þriggja barna faðir, fráskilinn, en fyrr- verandi kona hans, Elizabeth er nú gift Itex Harrison. Fólk er nú farið að velta þvi fyrir sér, hvort þau Nina og Richard séu eitt- hvað meira en góðir vinir, en Nina hefursagt um Richard, að hann séstórkostlegur maður, og að hún dáist mjög að honum. Hann segir um hana að hún sé indæl stúlka. Þau hittust fyrst fyrir fáum mánuðum, þegar þau komu bæði fram I sama sjónvarpsþættinum. Richard hefur sagt, aö þau Nina hafi hitzt, einmitt, þegar ferill hans sem leikari var að verða að engu, og hennar að komast á hápunktinn. Þessi lýsing Richards á leik- ferdi sjálfs sin mun þó ekki vera rétt, þvi hann er enn talinn mik- ill leikari og eiga töluverða framtið. Ekkert hefur verið fullyrt um sameiginlega fram- tið hans og Ninu, en hann hefur stundum sagt i gamansömum tón, að hann giftist henni ekki nema hún biðji hans, og þá muni svarið byggjast á þvi, hverja framtiðarmöguleika hún eigi fyrir sér. Datt og fékk sjónina aftur Eugene W. Phillips féll niður tröppurnar á húsi sinu i Oklahoma City i Bandarikjun- um nú fyrir nokkru. Hann meiddi sig i bakinu á staur, sem hann lenti á, og höfuðið skall utan i eitthvað, en samt er þetta eitthvað það allra bezta, sem komið hefur fyrir Philipps um ævina, þvi að hann fékk sjónina aftur. Philipps hafði verið blind- ur i ein 16 ár, og nú segir hann, að þetta hafi verið einna likast kraftaverki. Philipps er um sextugt, og hann sýndi eitt sinn listir sinar áhestbaki. Þvi varð hann að sjálfsögðu að hætta, þegar hann varð blindur. Lækn- ar hans segja, að þegar hann fékk höggið á höfuðið, hafi losn- að eitthvað um hrúður eða eftir- stöðvar skemmdar á sjóntaug- inni, og við það hafi sjónin kom- ið á ný. Þegar Philipps vaknaði daginn eftir að hann datt, varð hann ekki litið undrandi við að sjá veggina i herberginu sinu. Hann gekk út að glugganum og sá þá meir að segja byggingarn- ar hinum megin götunnar, svo að hann var greinilega farinn að sjá á ný. ★ Gerö steinkera endurvakin Ein tegund fornar leirkera- gerðar, sem féll i gleymsku fyr- ir 200 árum siðan, hefur verið endurvakin i borginni Zittau i Dresden-héraðinu i Austur- Þýzkalandi. Siðustu steinkers- listaverk frá Zittau, sem einu sinni voru fræg um alla Evrópu, eru dagsett árið 1800 og 1972. Hópur fróðra manna um al- þýðulist i borg þessari hefur i nokkur ár unnið að þvi að upp- lýsa leyndardóm fornrar leir- keragerðar, og hefur tekizt það að lokum. ★ Brennsluefni fyrir bila á fjallvegum. Brennsluefnasérfræðingar i Moskvu og Tasjkent hafa búið til sérstaka blöndu af brennslu- efni fyrir bifreiðaakstur i fjalla- héruðum, þarsem loftið er mjög þunnt. Brennsluefnið er blanda af benzini, metylalkoholi og acetoni. Við tilraunir hefur þessi blandareynzt gefa meiri orku en venjulegt benzin og svarar það til um 15 km lengri aksturs á sama magni á brennsluefni. Bóndi nokkur gekk eftir veginum með kú i taumi. Þá kom griðar- stór, ameriskur bill og stanzaði. — Viltu ekki sitja i? spurði bil- stjórinn brosandi. — Hvað á ég að gera við kúna? spurði bóndinn forviða. — Við bindum hana bara við stuðarann. Bóndinn gerði það og settist upp i. Fyrst óku þeir á ' 40 og kúnni gekk vel að elta, einnig á 60 og 80. Þegar komið var upp i 120 spurði bilstjórinn hvort kýrin væri enn aftan i. — Já, en hún deplar vinstra auganu, svo að ■ ég held að hún vilji komast fram ^ — Hver passar þig Pétur minn A þegar mamma þín er að vinna? — Það gerir frú Hansen. Já, en hún á sjálf tvo drengi. Kemur ykkur vel saman? — Nei, en það er allt i lagi, þvi — Lestu þetta þeir eru hjá Gunnu. skildi alls ekki — Já, en Gunna á lika börn. — Þau eru á barnaheimilinu þar sem mamma min vinnur. — Ertu ekki trúlofuð Pétri ennþá? — Nei, ég hætti sko við það. Ég hringdi til hans eina nóttina og bað hann að geta hver þetta væri og hann gat það ekki. Hans var á ferðalagi og kom til eyjar, þar sem sagt var að einu sinni hefðu verið mannætur. Hann spurði einn innfæddan, hvort nokkrar mannætur væru hér ennþá. — Nei, við átum þá siðustu i gær, var svarað. Rasmina á Hofi gortaði óskap- lega af jarðaberjunum sinum. Dag nokkurn kom hún til smiðsins til að fá gert við rófu- járnið sitt. Við það tækifæri fór smiðurinn að inna eftir þessum stóru jarðaberjum og Rasmina kvað rétt vera, að þau væru ógnarstór. — Er það ekki hægt að fá keypt hálft kiló eða svo? siðasta aftur. Ég — jú, það er allt i lagi, svaraði samhengiö. Rasmina. — Annars finnst mér leiðinlegt að þurfa að skera þau i sundur. DENNI DÆMALAUSI Mundu bara, að þaö er ekki óhætt að sitja i dyrunum. Þá gæti einhver hlaupið um mann, þegar auglýsingarnar koma.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.