Tíminn - 19.08.1972, Page 6
6
TÍMINN
Laugardagur 19. ágúst 1972
Upplýsingaþjónusta landbúnaðarins
Sannleikur og hagfræði B.M.
Björn Matthiasson, hagfræð-
ingur i Seðlabankanum og
háskólakennari flutti erindi um
daginn og veginn i Rikisútvarpið
mánudaginn 14. ágúst s.l.
Einn þáttur erindis hans fjall-
aði um landbúnaðarmál. Vakti sá
þáttur athygli þeirra, sem á
hlýddu, sökum rangrar málsmeð-
ferðar og sleggjudóma, enda sá
Landbúnaðarráðuneytið ástæðu
til að mótmæla rangfærslum
hans, og hafa þau mótmæli birzt i
blöðum.
Sem starfsmaður bændasam-
takanna gekk ég á fund Björns
Matthiassonar og fór þess á leit,
að hann léti mér i té ljósrit af
skrifuðum texta umrædds erind-
is. Tók hann þvi veí, kvaðst ekki
hafa erindið við hendina og bauð-
st til að senda mér það.
Ljósrit af erindinu barst mér
svo i hendur i morgun i umslagi
merktu Seðlabanka tslands. Við
yfirlestur kom i ljós, að i kaflan-
um um iandbúnað vantaði nokkr-
ar af þeim staðhæfingum, sem
sætt höfðu gagnrýni.
Fór ég þvi til Rikisútvarpsins
og fékk þar hljóðrit af kafla
þeim, sem fjallar um land-
búnaðarmál.
Þarsem mér finnst tilraun hag-
fræðingsins til að dylja fyrir
bændasamtökunum nokkrar frá-
leitustu staðhæfingar sinar,
sanna beturen flest annað fráleit-
an, óvisindalegan og ósvifinn
málflutning, leyfi ég mér að birta
orörétta kaflana um land-
búnaðarmálin, bæði samkvæmt
upptöku Rikisútvarpsins, sem
flutt var 13. ágúst og samkvæmt
þvi ljósritaða erindi, sem Björn
Matthiasson sendi mér og stimpl-
að er i póst 17. ágúst.
Upptaka Ríkisútvarpsins:
,,Ekki er svo hægt að rabba um
daginn og veginn, aö ekki sé eitt-
hvað minnzt á tiðarfarið.
burrkarnir undanfarna tiu daga
hafa sem betur fer forðað þvi, að
mikil hey sunnan lands og vestan
hafa eyðilagzt. Ætti það að létta
miklum áhyggjum af bændum,
þvi að á árunum 1967-1970 átti
landbúnaðurinn i miklum erfiö-
leikum vegna mikilla óþurrka og
kals á hverju sumri. Á þessum
árum minnkaöi framleiðsla land-
búnaðarins um tæp 6%, reiknað á
föstu verðlagi, en árið 1971 er hún
talin hafa aukizl um 9-10% frá ár-
inu áður. Sem dæmi um það, hvað
þessi atvinnugrein er háð tiðar-
farinu, nægir að benda á, að árið
1970 var kartöfluuppskeran 8900
tonn, en árið 1971 var hún orðin
14000 tonn, eða nær 60% meiri. En
landbúnaður er fleiru háður en
tiðarfarinu einu saman. 1 dag er
svo komið, að styrkir rikisins til
landbúnaðarins eru orðnir meiri
en nokkru sinni fyrr. A árinu 1970
nam framleiðsla landbúnaðarafv-
urða samtals réttum 3.673
milljónum króna að verðmæti,
reiknaö á þvi verði, sem bændur
fá fyrir framleiðsluna, það er að
styrkjum og verðlagsuppbótum
meðtöldum. A sama ári voru út-
gjöld úr rikissjóði tengd landbún-
aöi samtals 1.801 milljón króna.
Þar af voru útflutningsuppbætur
332 milljónir króna og verðlags-
uppbætur innanlands 904 milljón-
ir króna, en önnur útgjöld til land-
búnaðarmála 571 milljón króna.
Útgjöld rikisins til landbúnaðar
hafa þvi numið tæpum helmingi
af öllum þeim brúttótekjum, sem
bændur fá. Tölur fyrir 1971 liggja
ekki fyrir, en þar sem verðlags-
uppbætur hækkuðu til muna á þvi
ári, má ætla að á árinu 1971 komi
mun meira en helmingur af tekj-
um landbúnaðarins úr rikissjóði.
Nú liggur ekki ljóst fyrir, hve
margir bændur eru á landinu.
Með þvi að leggja þriggja ára
gömul gögn til grundvallar, gizka
ég á, að þeir hafi verið um 4.900
að tölu árið 1970. bað þýðir, að út-
gjöld rikisins til landbúnaðar-
mála á þvi ári hafi numið um 367
þúsund krónum á hvern bónda i
landinu, en árið 1971 hækkaði
upphæð þessi til muna og er lik-
lega ekki undir 450 þús. króna á
þvi ári. Til samanburðar skal
geta þess, að brúttótekjur á fram-
teljanda i Reykjavik námu 271
þúsundi króna árið 1971, eða að
réttum 3/4 af meðalstyrk úr rikis-
sjóði á hvern bónda á landinu.
Ekki vil ég leggja neinn dóm á
það, hvort þessum peningum er
vel varið eða ekki, enda eru um
það skiptar skoðanir. Ofan-
greindar tölur verða þó ekki vé-
fengdar, þ.e. tölur um styrki hef
ég tekið úr rikisreikningunum, en
upplýsingar um heildarverðmæti
landbúnaðarframleiðslu eru
fengnarfrá Framkvæmdastofnun
rikisins, og tölur um meðaltekjur
i Reykjavik eru úr Hagtiðindum.
En nóg um landbúnað að sinni”.
Afrit af erindinu
samkv. Ijósriti:
,,Það er ekki hægt að rabba svo
um daginn og veginn, að ekki sé
eitthvað minnst á tiðarfarið.
Þurrkarnir undanfarna tiu daga
hafa sem betur fer forðað þvi, að
mikil hey sunnan lands og vestan
hafi eyðilagzt. Ætti það að létta
miklum áhyggjum af bændum,
þvi að á árunum 1967 til 1970 átti
landbúnaðurinn i miklum erfið-
leikum vegna mikilla óþurrka og
kals á hverju sumri. A þessum
árum minnkaði framleiðsla land-
búnaðarins um tæp 6%, reiknað á
föstu verðlagi, en árið 1971 er hún
TK-Reykjavík.
Dagana 6.-8. september n.k.
niun þingflokkur og fram-
kvæmdastjórn Framsóknar-
flokksins halda sameiginlegan
fund á liótel KEA á Akureyri.
Fundur þessi er haldinn til undir-
búnings þingstörfum á vetri kom-
anda. Slikir fundir hafa tiökazt
um langt skeið, en nú i fyrsta
skipti utan Reykjavikur. Aö
kvöldi 7. scpt. verða almennir
stjórnmálafundir á 13 stööum i
talin hafa aukizt um 9-10% frá ár-
inu áður. Sem dæmi um það, hvað
þessi atvinnugrein er háð tiðar-
farinu, nægir að benda á, að árið
1970 var kartöfluuppskeran 8.900
tonn, en 1971 var hún 14.000 tonn
eða nær 60% meiri.
En landbúnaður er fleiru háður
en tiðarfarinu einu saman. t dag
er svo komið, að styrkir rikisins
til landbúnaðar eru orðnir meiri
en nokkru sinni fyrr. Á árinu 1970
nam framleiðsla landbúnaðaraf-
urða samtals 3.673 m. kr. að verð-
mæti, reiknað á þvi verðmæti,
sem bændur fá fyrir framleiðsl-
una, þ.e. að styrkjum og verð-
lagsuppbótum meðtöldum. A
sama ári voru útgjöld úr rikis-
sjóði tengd landbúnaði 1.229 m.
kr. Þar af voru útflutningsupp-
bætur 332 m. kr. og verðlagsupp-
bætur innaniands 571 m. kr., en
önnur útgjöld til landbúnaðar-
í Hólastifti
VÓV-Reykjavik
i dag klukkan hálf ellefu hefst
11. æskulýðsmót ÆSK (Æskulýðs-
sambands kirkjunnar) i Hólastifti
á Vestmannsvatni i Suður-Þing-
cyjarsýslu. Yfirskrift mótsins er
1. Kor. 13.13: ,,En nú varir trú,
von og kærlcikur, þetta þrennt, en
þeirra er kærleikurinn mestur.”
1 viðtali við fréttamann blaðs-
ins i gær sagði séra Sigurður Guð-
mundsson, prófastur á Grenjaðar
stað, að um leið væri þetta
fermingarbarnamót og hefðu
þegar (upp úr hádegi i gær) borizt
hátt i 200 þátttökutilkynningar,
flestar af Akureyri, Húsavik og
S.-Þing.
— Það skiptist á hjá okkur al-
vara og gaman, sagði séra Sig-
urður. — Við munum leggja stund
á bibliulestur i hópum, fyrir-
komulag, sem við höfum dágóða
reynzlu af, keppt verður i iþrótt-
kjördæmunum á Norðurlandi og
munu ráðherrar, þingmenn,
varaþingmenn og framkvæmda-
stjórnarmenn Framsóknar-
flokksins skipta liði til framsögu á
þeim fundum. Gefst kjósendum á
Noröurlandi gott tækifæri til þess
að ná tali af þessum forystu-
mönnum og koma skoðunum sin-
um á framfæri við þá, en fundir
þessir eru öllum opnir.
Á Akureyri verður almennur
stjórnmálafundur föstudags-
kvöldið 8. september.
Fundir þessir hefjast kl. 21 og
verða á eftirtöldum stöðum á
Norðurlandi á fimmtudagskvöld.
Siglufjörður.
fundarstaður: Alþýðuhúsið.
frummælandi: Ölafur Jóhannes-
son, forsætisráðherra.
Sauðárkrókur.
fundarstaður: Framsóknarhúsið
frummælendur: Björn Pálsson,
alþingism. Stefán Guðmundsson,
varaalþm.
Þórshöfn.
fundarstaður: félagsheimilið
frummælendur: Gisli Guðmunds-
son, alþ.. Steingrimur Hermanns-
son, alþm.
mála 326 m. kr. Útgjöld rikisins
til landbúnaðar hafa þvi numið
um þriðjungi af öllum þeim
brúttótekjum, sem bændur fá.
Tölur fyrir 1971 liggja ekki fyrir,
en þar sem verðlagsuppbætur
stórjukust á þvi ári, má ætla að á
árinu 1971 komi mun meira en
helmingur af tekjum land-
búnaðarins úr rikissjóði.
Ekki vil ég leggja neinn dóm á
það, hvort þessum peningum er
vel varið eða ekki, enda eru um
það skiptar skoðanir. Ofan-
greindar tölur um rikisútgjöld hef
ég tekið úr rikisreikningunum, en
upplýsingar um heildarverðmæti
landbúnaðarframleiðslunnar eru
fengnarfrá Framkvæmdastofnun
rikisinsog tölur um meðaltekjur i
Reykjavik er að finna i Hag-
tiðindum. En nóg um landbúnað
að sinni”.
Tæpast er þörf á að fara hér
sett í dag
um um farandbikar, þá verður
kvöldvaka, varðeldur og fleira.
Megnið af þessu hefur verið
undirbúið af unglingunum sjálf-
um, eins og eðlilegt er, en mót-
stjóri verður Pétur Þórarinsson,
stud. theol., sumarbúðastjóri á
Vestmannsvatni.
Þátttakendur á æskulýðsmót-
inu munu búa i tjöldum meðan á
mótinu stendur, en matast verður
i sumarbúðum kirkjunnar við
Vestmannsvatn. A sunnudag
verður messa á Grenjaðarstað,
þarsem séra Úlfar Guðmundsson
frá Húsavik mun prédika, en séra
Sigurður þjónar fyrir altari. 1 lok
messunnar verður altarisganga,
og sagði séra Sigurður, að yfir-
leitt tækju langflestir þátttakenda
þátt i henni.
Að messu lokinni verður mótinu
slitið með kaffidrykkju og bæna-
stund i húsi sumarbúöanna.
Skúlagaröur
frummælendur: Páll Þorsteins-
son, alþm. Tómas Arnason,
framkv.stj.m.
Húsavik
fundarstaður: Félagsheimilið
frummælandi: Einar Ágústsson,
utanrikisráðherra.
Dalvik
fundarstaður: félagsheimilið
Vikurröst.
frummælendur: Eysteinn Jóns-
son, alþm. Heimir Hannesson,
varaalþm.
Ólafsf jörður
fundarstaður:
frummælandi: Halldór E.
Sigurðsson, fjármálaráðherra.
Hvammstangi
fundarstaður: félagsheimilið
frummælendur: Björn Fr.
Björnsson, alþm. Jónas Jónsson,
varaalþm.
Blönduós
fundarstaður: Hótel Blönduós
frummælendur: Ásgeir Bjarna-
son, alþm. Magnús H. Gislason,
varaalþm.
mörgum orðum um. Hag-
fræðingurinn sér sjálfur, að hann
hefur farið með rangt mál, og þá
er kjarkurinn og sannleiksástin
ekki meiri en svo, að hann gerir
tilraun — raunar ekki skynsam-
lega — til að hlaupa frá töluðum
orðum. Ekki eru mér kunnar
siðareglur hagfræðinga, en ein-
hver ábyrgð hlýtur að fylgja
starfsheitinu. Hvaðan hag-
fræðingnum kemur sú þörf að
ráðast sérstaklega gegn land-
búnaðinum með visvitandi blekk-
ingatali, er mér ekki ljóst. En
þess væri óskandi, að hagfræði-
störf hans i framtiðinni yrðu reist
á staðgóðri þekkingu, viðsýni og
sannleiksást en ekki svipuðum
grunni og útvarpserindi hans á
mánudaginn.
17/8 1972
Ingi Tryggvason.
Landhelgismálið Farfa”£a“
1961 var frá upphafi ætlaður
takmarkaður gildistimi svo sem
samþykktir Alþingis bera með
sér jafnt áður sem eftir að greind-
ir samningar voru gerðir. — Þá
leyfir Framkvæmdanefnd Fiski-
málaráðs sér jafnframt að vekja
máls á þvi, að hverjum tslendingi
ætti að vera það metnaðarmál um
þessar mundir að hafa á reiðum
höndum helztu upplýsingar um
sjávarútveg landsmanna og þýð-
ingu hans.
Virðingarfyllst,
f.h. Fiskimálaráðs
Eggert Jónsson.
i ,, . Framhald
A viðavangi af bis. 3.
býður upp á mjög góðar að-
stæður til rannsókna á laxi og
hér ætti aö geta þróazt mikill
laxiönaður. Ar eru hér með
þeim beztu sem þekkjast, tær-
ar og ómengaðar. Engin lax-
veiði er i sjó. Þessar aðstæður
mega ekki hverfa eins og I svo
mörgum öðrum löndum, ef
islendingar ætla sér að hafa
eitthvaö upp úr laxinum.” -TK
Raufarhöfn
fundarstaður: Félagsheimilið
Hnitbjörg
frummælendur: Stefán Valgeirs-
son, alþm. Vilhjálmur Hjálmars-
son, alþm.
Skjólbrekka
frummælendur: Agúst Þorvalds-
son, alþm. Helgi Bergs,
framkv.stj.m.
Grenivik
fundarstaður: Samkomuhúsið
fru m m æ1endur: Bjarni
Guðbjörnsson, alþm. Friðgeir
Björnsson, framkv.stjm.
Freyvangur
frummælendur: Ingi Tryggva-
son, varaalþm. Jóhannes Ellias-
son, framkv.stjm.
Akureyri
fundarstaður: Hótel KEA
frummælendur: Ólafur
Jóhannesson, forsætisráðherra,
Ingvar Gislason, alþm. Þórarinn
Þórarinsson, alþm.
Ath. Þessi fundur verður föstu-
daginn 8. sept. kl. 21.00
B0RGNESINGAR
Utsala
hefst á mánudag.
Kjólar, jerseybuxur, terelynebuxur
drengja, unglinga og herra og margt,
margt fleira.
VERZLUNIN VALGARÐUR
Borgarnesi.
Þingflokkur og framkvæmdastjórn
Framsóknarfl. þinga á Akureyri
Almennir stjórnmálafundir verða á 13 stöðum norðanlands 7. september
„...þeirra er kærleikurinn mestur”
11. æskulýðsmót ÆSK