Tíminn - 30.08.1972, Blaðsíða 7

Tíminn - 30.08.1972, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 30. ágúst 1972 TÍMINN 7 W®É Útgefandi: Framsóknarflokkurinn iviívií FramkVæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þór arinn Þórarinsson (ábm.). Jón Helgason, Tómas Karlsson •iijiiiiii Andrés Kristjánsson (ritstjóri SunnudagsblaOs Timans’ SSi; Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskril stofur i Edduhúsinu viö Lindargötu, simar 18300-18306 íííxi Skrifstofur i Bankastræti 7 — afgreiöslusfmi 12323 — auglýs ingasími 19523. Aðrar skrifstofurrsimi 18300. Askriftargjal 225 krónur á mánuöi innan lands, i lausasölu 15 krónur ein takið. Blaðaprent h.f. Valkostir Breta Það hefur sézt i brezkum blöðum, að Bretar telji sig hafa rétt til að framfylgja með valdi bráðabirgðaúrskurði Alþjóðadómstólsins. í samræmi við það,séu þeir nú að ihuga að senda herskip á íslandsmið. Þessar fréttir verða að teljast hinar ótrúleg- ustu, þvi að tilraun Breta til að reyna að fram- fylgja þannig úrskurðinum, væri algjört brot á sáttmála S.Þ. Bráðabirgðaúrskurður Alþjóðadómstólsins er byggður á 41. grein samþykktanna um Alþjóðadómstólinn, og hljóðar hún á þessa leið: ,,1. Dómstóllinn hefur vald til þess að ákveða, ef hann telur atvik heimta það, hverja þá bráðabirgðaráðstöfun, er hann telur þurfa að gera til hagsmunagæzlu hvors aðila. 2. Meðan á fullnaðarákvörðun stendur, skal þegar i stað skýra aðilum og öryggisráðinu frá þessum ráðstöfunum.” Ástæðan til þess, að dómstóllinn skal skýra öryggisráðinu frá slikum úrskurðum er sú, að þvi einu er ætlað að sjá um framkvæmd á þeim. Um þetta segir svo i 94. gr. sáttmála Sameinuðu þjóðanna: ,,Láti nokkur aðili að máli bregðast að fram- kvæma þær skuldbindingar, sem honum ber samkvæmt dómsúrskurði Alþjóðadómstólsins, getur hinn aðilinn skotið máli sinu til öryggis- ráðsins, sem getur, ef þvi þykir nauðsynlegt, gert tillögur eða ákveðið aðgerðir til þess að dóminum verði fullnægt.” Það er þannig öryggisráðið eitt, sem hefur vald til þess að sjá um framkvæmd á úrskurð- um Alþjóðadómstólsins, og það þarf ekki að fylgja þeim eftir, nema það telji það nauð- synlegt. Ef Bretar reyndu sjálfir að fram- kvæma bráðabirgðaúrskurðinn, væru þeir að brjóta sáttmála Sameinuðu þjóðanna, eða nán- ar tiltekið 94. grein hans, með þvi að reyna að taka sér vald, sem öryggisráðinu einu er ætl- að. Landhelgisdeilan stendur nú þannig, að Bretar eiga þrjá valkosti: 1. Þeir geta farið að lögum S.Þ. og óskað eftir ihlutun öryggisráðsins. Óliklegt er, að íslend- ingar þurfi að óttast afskipti þess, þvi að þar er áreiðanlega að finna viðsýnni sjónarmið en innan Alþjóðadómstólsins. Hins vegar myndu umræður á þeim vettvangi skýra mjög, hve hættulegt er strandrikjum að eiga fiskveiði- réttindi sin undir gerðardómum. Það gæti haft mikil áhrif á gang mála á hafréttarráðstefn- unni. 2. Bretar geta brotið sáttmála S.Þ. og reynt að taka i sinar hendur vald, sem öryggisráð- inu einu er ætlað. Þessi leið er áreiðanlega ekki vænleg til árangurs fyrir Breta. 3. Bretar geta farið að tillögu Islendinga og reynt að semja um lausn deilunnar. Enn stend- ur það tilboð Islendinga opið, að veita hinum eldri og minni togurum Breta, sem stundað hafa veiðar á íslandsmiðum, undanþágur til að halda þeim áfram. Þetta er áreiðanlega eina sæmilega leiðin. Það væri ólikt hyggindum Breta, ef þeir veldu hana ekki að lokum. Þ.Þ. ANDREW B0R0WIEC: Áhrif skæruliða f< minnkandi meðal A Hreyfingin hefir verið brotin á bak aftur í Jórdaníu og á við erfiðleika að stríða annars staðar ira iraba Éí llfcll Yassir Arafat. SÚ var tiðin, að skæruliða- hreyfing Palestinu-Araba var talin atkvæðamesta afliö meðal Arabaþjóða. Nú á hún við erfiðleika að etja. Hún er ekki lengur jafn lokkandi og hún var. Leiðtogarnir eru flestir i felum og innbyrðis erjur lama fylkingarnar i her- búðunum i Sýrlandi og Lebanon. Söngurinn „Taoura Mata al Nasr” — Bylting unz sigur er unninn — var eitt sinn áfengur, en nú vekur hann naumast annað en beizkju og vonbrigði. Ahrifamáttur skæruliðanna verður æ minni meðal Araba, enda hefir hreyfingin veriö brotin á bak aftur i Jórdaniu, takmörkuð mjög i Lebanon og lýtur ströngu eftirliti I Sýr- landi. Heita má, að baráttu skæruliða gegn Israel sé hætt að gæta. NÚ eru ekki framar haldnir blaðamannafundir i sigur- glöðu yfirlæti eða birtar yfir- lýsingar um sigra, sem tiðast voru ekki annað en vöku- draumar. Enn eru birtar brennandi skammaræður við og við i blöðum og ritum skæruliða, en fáir Arabar leggja við þeim eyru nú orðið. Enginn skyldi gera þvi skóna, að andspyrna Palest- inumanna sé úr sögunni, en óvæntir og örlagarikir at- burðir verða þó að gerast i löndunum fyrir botni Mið- jarðarhafsins ef skæruliða- hreyfingin á að komast á odd- inn að nýju. Skæruliðar virðast orðnir viðskila við þorra Araba i stjórnmálabaráttunni. Sadat hefir visað hernaðarráðu- nautunum frá Sovetrikjunum á burt og sagt er, að Sýr- lendingar telji svipaðar aðgerðir koma til álita, en „Fedayeen” — fórnendur — hrópa enn á aukin tengsl Sovétmanna og Araba. YASSIR Arafat forseti framkvæmdanefndar Frelsis- hreyfingar Palestinu kom fyrirskömmu frá Moskvu, þar sem hann hafði enn einu sinni verið að reyna að fá Sovét- menn til að veita hreyfingunni aðstoð og styðja við bakið á henni. Gefin var út sameigin- leg yfirlýsing Sovétmanna og skæruliða i sambandi við viðræðurnar og þar stendur meðal annars: „Sovétmenn munu halda áfram að veita frelsishreyf- ingu Palestinu stuðning i réttlætisbaráttu hennar gegn heimsvaldastefnu, afturhaldi og árásarstefnu Israels- mann..... VARLA getur talist, að yfir- lýsingin hafi vakið athygli i stjónmálaheimi Arabarikj- anna, enda eru flestir Arabar önnum kafnir við að reyna að gera sér grein fyrir afleiðing- unum af aðgerðum Sadats, en þær eru að mjög litlu leyti komnar i ljós enn. Arabiskir embættis- og stjórnmálamenn benda á, aö Sovétmenn geti heitið skæruliðum hverju þvi, sem þeim sýnist. Skæru- liðarnir verði að öðlast athafnafrelsi i Arabarikjunum til þess að geta notfært sér fyrirheitin — en það verður minn og minna með hverjum deginum, sem liður. JÓRDANIUMENN urðu fyrstir til að brjóta skæruliða- hreyfinguna á bak aftur, en hún hafði verið eins konar riki i rikinu. Hussein konungur sýndi enga miskunn i bar- áttunni gegn skæruliðunum, enda var hann að berjast fyrir konungdómi sinum, og raunar fyrir lifi sinu. Lebanon er að mun veikara hernaðarlega en Jordanfa, og Lebanonstjórn hefir ekki getað komið i veg fyrir starfs- emi skæruliða i suðurhluta landsins, Arkoubhéraðinu, sem einnig er stundum nefnt Fatahland i höfuðiö á forustu- hópi skæruliða A1 Fatah. Israelsmenn hafa hvað eftir annað gert blóðugar innrásir i Lebanon i hefndarskyni fyrir árásir skæruliða og tvö þorp voru að heita má eyðilögð. Af þvi leiddi, að skæruliða- hreyfingin og rikisstjórn Lebanon undirrituðu enn einn samning sin i milli,i júli i sumar. Skæruliðar hétu þar,aö gera ekki innrás i Israel frá Lebanon, að minnsta kosti ekki á þessu sumri. FAIR slikir samningar hafa veriö haldnir bókstaflega á liðnum árum og efalitið verður þessi samningur rofinn fyrr eða siðar. En hitt er ljóst, að her Lebanon og ibúar landamærahéraðanna hafa megna andúð á dvöl 3000 uppivöðslusamra skæruliða i landinu Talið er, að 6-8 þúsund skæru- liðar séu starfandi i Sýrlandi. Þeir lúta hernaðarskipulagi og starfa i samstilltum hópum, sem flestir tóku þátt i hinni misheppnuðu innrás i Jórdaniu i september 1970. Þeir hafa siðan orðið að lúta ströngu eftirliti Sýrlandshers. Sýrlendingar óttast hefndir Israelsmanna og lföa þvi ekki neinar árásir yfir hlutlausu svæðin á landamærum Israels og Sýrlands. SKÆRULIÐAHREYFING- IN hefir verið að reyna að bæta sambúðina við Egypta. Stjórn Sadats virðist þó ekki ætla að verða skæruliðunum eftirlát, allra sizt eftir að hafa visað sovézku hernaðarráöu- nautunum úr landi. Þegar Arafat kom frá Moskvu lagði hann leið sina til Kairó, til þess að ræða við forustumenn Egypta, en virðist ekki hafa orðiö ýkja mikið ágengt. I byrjun ágúst bárust þær frettir af hinum mikla leiðtoga skæruliða, að hann lægi rúm- fastur i Alexandríu. Arafat hefir alloft játað, að skæruliðahreyfingin ætti i verulegum erfiðleikum. Henni hefir ekki tekist að ráða niðurlögum innbyrðis deilna eða koma á samræmdri stjórnmála- og hernaðar- stefnu. Skæruliðar hafa ekki getað notfært sér þau tæki- færi, sem stjórnmálafram- vindan hefir gefið þeim. Þeir hafa gert hverja skyssuna af annarri og þvi haft litil áhrif á almenningsálitið i heiminum og aflað sér andúðar rikis- stjórna flestra Arabarikja. VIÐ og við eru framkvæmd miskunnarlaus hryöjuverk — eins og blóðbaðið á flugvell- inum i Tel Aviv i mai i vor, sem japanskir öfgamenn i þjónustu skæruliða stóðu fyrir. En þetta eykur veg skæruliða litið, i augum um- heimsins. Sumir Arabar urðu hrifnir af tiltækinu fyrst i stað, en urðu brátt aö játa, aö þaö hefði verið hryllilegt. Þar á ofan var ekki einu sinni unnt að stæra sig af þvi, að Arabar hefðu verið þarna að verki sjálfir. Foringjar skæruliða i Beirut lifa við stöðugan ótta. Alþýðufylkingin til frelsunar Palestinu býr við enn meiri ugg en önnur samtök skæru- liða, enda féll helzti talsmaður fylkingarinnar, Chassan Kanafani, fyrir sprengju sem komið hafði verið fyrir i bilnum hans. Sprengja,sem falin hafði verið i bók, særði annan skæruliðaforingja og sá þriðji varð fyrir vélbyssu- árás siðustu helgina i júli, og er talið að önnur samtök skæruliða hafi staðið að henni. ISRAELSMÖNNUM hefir verið kennt um sprengjutil- ræðin, enda notuðu þeir s.vip- aðar aöferðir við þýzka eld- flaugasérfræðinga, sem störfuðu hjá Egyptum. Hinu verður þó ekki neitað, að inn- byrðis átök inna ýmsu skæru- liðasamtaka hafa valdið dauða margra manna. Fedayeen njóta litillar sam- úðar eins og sakir standa. Þeir hafa þó enn allmikil áhrif meðal flóttamanna frá Palestinu i búðum i Lebanon, enda gætu þeir komist til stjórnmálaáhrifa þar. Sam- tökin hafa lengi þrifist allvel i Lebanon og stafar þaö meðál annars af þvi, að Lebanon- stjórn óttast blóöuga og hömlulausa baráttu likt og raunin varð i borgarastyrjöld- inni i Jórdaniu árið 1970. Her- inn kann þó að taka af skarið ínnan tiðar og sýna skæ'ru- liðunum meiri hörku en gert hefir verið til þessa.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.