Tíminn - 30.08.1972, Blaðsíða 8

Tíminn - 30.08.1972, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Miðvikudagur SO. ágúst 1972 Krá Bayern i Þýzkalandi. |]lllllllll!llllllllllllílllllllllllllilllll|[Í;ilínillllllllllllllilllllllllllllllllllilllllllllllllllllllllllllllllllllllllll!lllllllllll!llllllllllllll|lÍlllllllllllllllllllllllllllllllllllllll|pil||||||||lllj | Jón Gíslason: | | Osnabriick - borg friðar | og sögulegra minja ÍniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiNiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiÍÍÍ Saga Þýzkalands er i mörgu tengd sögu styrjalda. Sumar styrjaldirnar stóðu árum saman. Við könnumst við Sjö ára striðið og Þrjátiu ára striðiö. Sagan, eins og við kynnumst henni i kennslu- bókum, er sjaldan gleymin á styrjaldirnar. Er það von i sjálfu sér, þvi að þær hafa mikil áhrif. En það er einnig fleira, sem leitar á hugann, þegar skyggnzt er til horfinna tima. Menning staða og borga, þróun hennar og uppruni, eru þar gjörn til skipta. Svo er það að minnsta kosti fyrir mér. Oft hefur þetta orðið i raun, en sjaldan eins og i sumar, er ég kom til hinnar sérkennilegu borg- ar Osnabruck, syðst i Niður-Sax- landi. Osnabriick er á milli Osning og Siintel, þar sem landið skiptir um svip. Láglendi Norður-Saxlands er að hverfa i smágerð fjöll Norð- ur-Evrópu og hæöótt skóglendi, Teutenborgar skógana. Umhverfi Weser og Ilase, ánna, sem eru lif æð landsins, er ekki orðið reglu- legt l'jalllendi, heldur langtum fremur fyrir sjónum ferðamanns land skrúðgarða, heillandi i feg- urð, gerðir af náttúrunnar hönd- um, fjölbreytilegir og fagrir, eins og vel kristnir menn gætu hugsað sér land sadunnar hinum megin grafar. I sliku umhverli er gaman að kynnast borg, sem ekki hefur verið fyrir siónum l'yrr. Umhverfi Osnabriick er lfka heiliandi i sögunni. Það er land bólsetu manna frá úraldinni tið, langtum lengur en viðast er hægt aðgreina. Af fjölmörgum grafar- lundum frá tið l'yrstu manna i norlægum liindum, er hægt að rekja sögu. Ornefni eru lika heill- andi og draga ekki úr hinni miklu dul sögunnar, er skýrar heimildir vekja stundum það Ijós á kveik, sem ekki veldur þeirri birtu, sem menn þrá. Karlsteinn er um það bil l'jórum kilómetrum norður af Osnabrúck. Hann minnir á tima bronsaldar, um það bil 8. eða 7. öld fyrir Kristsburð. Ferðamanni- er litur hann i sýn, verður það efst i huga, að hann sé minnis- varði horfins höfðingja, er rikti yfir fólki, yfir héraði fögru og frjóu, yl'ir miklum afrakstri vinn- andi handa, slritandi og herjandi á nágranna. En hver er raunin? Minjar járnaldar eru hér viða i jörðu, og hafa þær veitt þekkingu i sögu til lifnaðarhátta horfinna kynslóða. En i fótspor hennar fylgja rikar leifar rómverskra peninga, er segja mikla sögu i raun sinnar geymdar. En slikar leifareru lika vekjandi harmsögu ófriðar og ótta. Hermenn og gæt- endur landa rikra herkonunga höfðu slikt i fórum sinum, og á stundum varð það jörðin, sem ein naut þeirra nautna að njóta slikra gersema. Þess vegna er íundur rómverskra peninga tákn þeirra slóða, þar sem herfólk Hómar fór. En þrátt fyrir frægð og mikinn auð, urðu rómverskir herskarar ekki vormenn þeirrar sögu, er tengd er nútimanum á þessum slóðum. Löndin meðfram ströndum Norðursjávar og Atlantshafs i Evrópu, eiga sina sögu i byggð þess fólks, er þangað hvarf til friðar á fólksflutningatimanum. Þetta var flóttafólk, er leit- aði undan sér sterkari þjóð um, leitaöi út að hafinu, út á hafið i von um aö finna eyjar eða lönd handan þess. Þetta fólk hafði byggt dali fjalla Mið-Evrópu um langa öld. Það varð allt i einu aö hverfa þaöan og nema ný og ólik lönd. Var nema von, að landi flatt og án einkenna fengi á stundum einkennileg örnefni eins og til dæmis Threcwiti. Af þvi er saga heillandi og fróðleg, — .en þvi miður- ekki rakin hér. Fjalllendi umhverfis Osna- bruck þætti ekki tilkomumikið i hæð sinni né skörpum linum á Is- landi. En hrif þess og heillandi fegurð eru bundin einkennum sögunnar i minnum nafna og fögrum gróðri. 1 vestri er Vestur- berg. en i austri er Geirþrúðar- berg. Landið safnar i sig hita á sumrum. I kvosinni umhverfis Osanbruck er óþolandi hiti, þegar svona mátulega heitt er norður á sléttum Niður-Saxlands. Þannig kom það mér fyrir sjónir i sumar. Lindir og lækir bera heillandi töfra i lifgjöfum náttúrunnar, enda eru þar i raun lindir heilsu og grósku. jafnt i hliðum og i Teutenborgarskógi. Landið býr yfir töfrum. heillandi i hrifum, sem i raun réttri eru suðlægari en efni standa til, minnandi á Rinar- dali i hlýju á sólbjörtum sumar- degi. Landið býður lika fram ævintýri i örnefnum sinum. Osna er tengd brúck. Hase er tengt tor. Hérahlið. Er það ekki hvort tveggja æpandi mótsögn við það, sem raunin er? Osnabriick hefur i vidd sögunn- ar orðið fræg borg. Hún er á mörkum tveggja hluta Þýzkal. Annarsvegar Norður-Þýzkal. hins vegar suður hluta þess. Oft hefur mjög skilið á milli i stefnum og þjóðfélagsháttum þessara tveggja hluta, þótt þjóðernið sé eitt. En aldrei var það eins og i Þrjátiu ára striðinu. Þá var Þýzkaland gjörsamlega klofið af sjónarmiðum sömu trúarbragða, sem áttu slikar andstæður, að til styrjaldar kom. 1 Þýzkalandi varð strið i þrjátiu ár. Erlendir herflokkar dvöldust i landinu og unnu þar oft á tiðum geigvænleg hrylliverk. Saga trúarbragðastyrjaldanna i Þýzkalandi er ömurleg i alla staði, en mest fyrir það, að bræð- ur börðust þar á banaspjótum, og árangurinn af róstum og striði i þrjá áratugi varð aðeins bitur neyð i löndunum öllum, er áttu aðild að styrjöldunum. Árið 1648 varð komið á ráð- stefnu til fr iðar. Var hún með nokkuð undarlegum hætti, þvi að samkomulagið milli hinna and- stæðu hópa var ekki betra en það, að ekki máttu samningsaðilar frá báðum hliðum vera i sömu borg- inni. Var þvi gripið til þess ráðs, að kaþólskir voru látnir vera i borginni Múnster i Westfalen, en mótmælendur i Osnabrúck, sem eni Saxlandi. Eftir langt þóf um margvislega hluti, sem siðar urðu lika i deiluefnum skyldra þjóða, var friður saminn. Samningar voru undirritaðir i ráðhússalnum i Osnabriíck. Er hann siðan nefndur Friðarsalurinn og er varðveittur i sinni upphaflegu mynd. Friðarsalurinn i Osnabrúck er mjög merkur sögustaður. Þar voru gerðir þýðingarmiklir samningar, er ollu algjörum straumhvörfum i sögu Evrópu. Sjónarmið miðalda þokuðu úr sessi um norðanverða Evrópu, og þar hófst mikil framfaraöld i tign og veldi hinna nýju hátta, að- skildum frá sjónarmiðum og þröngsýni kaþólsku kirkjunnar. Mér fannst, þegar ég gekk inn i Friðarsalinn i Osnabrúck, að ég stigi fæti á helga jörð, þar sem varpað var fyrir borð fyrir öldnunr fordómum og hindurvitnum hinn- ar þröngsýnu kirkju miðalda. I raun og veru var meira unnið við friðarsamningana i Osnabruck 1648. Þar var lika varpað fyrir róða sjónarmiðum þröngsýni og öfga hins drottnandi miðaldaað- als. Auðvitað varð ekki unninn fullkominn sigur i Osnabruck árið 1648 i þessum efnum. En þar var lagður grunnurinn að þvi, er siðar varð, og varð mest til frægðar i þjóðfélögunum, en áttu aðild að friðarsamningunum þar árið 1648. Ráðhúsið i Osnabruck er fögur bygging, mótuð af anda og ætlun- Hansakaupmanna, en þeir voru frjálsir sjófarendur og kaupangs- menn seinni hluta miðalda. Þeir unnu ekki riki til drottnunar, en áttu viðskiptasvæði við og rik. Þeir voru i mörguandstæðir kirkj unni, þótt þeir lytu valdi hennar og yrðu á stundum óþyrmilega fyrir sjónarmiðum hennar og um- boðsmanna hennar, jafnt and- legra og veraldlegra. En i Norð- ur-Þýzkalandi stóð vagga þeirra, og þar er andi þeirra enn við lýði með fullum sann. Andi rómantikur leikur lika um hina fornu borg, Osnabrúck. Þar er lika nútiminn i fullu veldi i öll- um greinum, þótt hið gamla sé látiö stand og borin sé virðing fyr- ir þvi. Osnabrúck fór næstum þvi i rúst i siðasta striði. Það voru gerðar á hana heiftugar loftárás- ir. Nú er búið að byggja borgina að mestu upp á ný. Hið gamla var látið halda sér eins og hægt var. En i aðalatriðum ber borgin svip nýrrar aldar, aldar tækni og framfara. I Osnabröck eru stórar og nútimalegar byggingar, er bera vott um stórhug og framsýni borgarbúa. En i raun hins virka dags, eins og var, þegar ég var þar i sumar, er borgin einnig mótuð af hinni horfnu menningu miðalda, af skipan hennar á borg og borgarsvæði. Innan hinna fornu múra og virkja eru tak- mörk nýs, en háð hinu, sem þarf rýmra svið i daglegu striti tækni- aldar. Nýjar og glæstar stór- verzlanir risa þar af rótum, nýir og stórir skólar, við hliðina á gömlum skólum.Einn er meira að segja stofnsettur af Karla- magnúsi keisara, og hefur siðan verið þar kennsla og menntun fyrir fólkið i Osnabruck. A liöandi stund er Osnabruck mikil samgöngumiðstöö. Hún er tengiliður i samgöngum milli Rinarlanda og Norður-Þýzka- lands, en einnig milli Niðurlanda og Mið-Þýzkalands. Hún er tengi- leið i flestum greinum sam gangna landsins, jafnt fyrir járn- brautir, bila og skip, þvi að Þýzkaland er mjög tengt saman samgöngulega með skipaskurð- um. Flutningar eftir skipaskurð- um eru miklu ódýrari, og á marg- an hátt þægilegir og öruggir. í OsnabrQck er samgöngumiðstöð fyrir stóran hluta Vestur-Þýzk- alands. I fáum greinum samgangnanna kemur þetta eins greinilega fram og i póstinum. Þar er mikil mið stöð fyrir sundurgreiningu á pósti, og er sú þörf fyllt til nota af póststjórn Vestur-Þýzkalands. I Osnabrúck hefur verið byggt eitt- hvert fullkomnasta pósthús Vest- ur-Þýzkalands. Þar er sjálfvirkni mikil og svo ótrúleg, að fáir skilja, hvernig slikt má vera i raun og veru. Sundurgreiningarvélar eru notaðar, og er það svo, að manns- höndin snertir ekki á bréfunum frá þvi, að afgreiðslumaðurinn lætur þau á færiband, og þangað til þau koma i búntum, tilbúin til að fara i poka og sendast á ákvörðunarstað. Þetta sparar mikið vinnuafl, og þar að auki er það langtum öruggara og fljót- virkara. Það var gaman að sjá vélarnar vinna þessi þýðingar- miklu störf, sem svo miklum erfiðleikum eru háð i mörgum löndum, vegna þess, að mannleg- ur hugur er bundinn ööru en ein- hlitum störfum, er krefjast ósnortinnar athygli i hvivetna um langan tima. Það þarf enginn að halda, að Osnabrúck sé heimsborg á við stórborgir Þýzkalands, en hún er staðsett á þýðingarmiklum stað i menningarriki, sem þarfnast samgangna og skipulagningar i hvivetna. Borgin hefur hlotið það hlutverk að inna slikt af hendi, og ibúar hennar hafa sýnt það i raun, að þeir eru búnir til að gera það af sóma og skyldurækni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.