Tíminn - 30.08.1972, Blaðsíða 11

Tíminn - 30.08.1972, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 30. ágúst 1972 TÍMINN 11 jUmsjon.Alfteð Þorsteinsscn tírslit í flokka- íþróttum Einstök úrslit i flokkaiþrótt- um, sem borizt hafa: Knattspyrna, 1 gær misritaðist, aö Danir og Brasiliumenn væru i 1. riðli, en þeir eru i 3. riðli.Úrslit i gær: Kiðill 1: V.Þýzkal.-Marokkó (V.-Þjóð- verjar sigruðu og var staðan i hálfleik 2:0.) Bandarikin — Malaysia 0:3 Riðill 3: Danmörk — Iran 4 : 0 Ungv. — Brasilfa 2:2 Gullið hleðst á Mark Spitz vann sín 3ju verðlaun í gær - og setti enn nýtt heimsmet - I öðrum greinum féllu Undramaðurinn Mark Spitz hreppti sin þriðju gullverðlaun á Olympíu- leikunum í Miínchen, þegar hann sigraði með miklum glæsibrag í 200 metra skrið- sundinu á nýju heimsmeti, 1:52, 78 minútum, en þetta er jafnframt þriðja heims- met hans á leikunum í Munchen. Virðist fátt geta hindrað, að þessi 21 árs gamli Bandaríkjamaður hreppi fleiri gullverðlaun, en hann hefur möguleika á 7 gullverðlaunum. Yfirburðir Spitz i 200 metra skriðsundinu voru miklir. Landi hans, Steven Genter, fylgdi hon- um fast eftir fyrri hluta sundsins, en eftir 100 metra tók Spitz örugga forustu og kom i markið á nýju heimsmeti. Timi Genters var 1:53, 73 og timi þriðja manns, Vestur-Þjóðverjans Werner Lampe var 1:53, 99 min. Vegna hinna tiðu meta, sem sett eru i sundkeppninni i Miin- chen er ljóst að sundiþróttin mun setja sérstakan svip á þessa Olympiuleika. Hvert heimsmetið á fætur öðru var sett i 100 metra bringus. og Olympiumet fuku i öðrum greinum. Keppnin I 100 metra skriðsundi kvenna er til að mynda mjög spennandi, og hin unga ástralska sundkona, Shane Gould, sigurvegarinn i 200 m fjór- sundi, varð að láta sér lynda að horfa á eftir tveimur bandarisk- um stallsystrum sinum á undan sér i mark, en Gould hafði verið spáð sigri i 100 m skriðsundinu. Sigurvegari varð Sandra Neilson á 58,59 sem er nýtt Olympiumet og i 2. sæti varð Shirley Babas- hoff á 59,02, en timi Gould var 59,06. Sandra Neilson er aðeins 16 ára gömul, en Gould er 15 ára gömul. Olympíumet - Gould varð að láta sér nægja brons Undramaðurinn Mark Spitz sést hér setja heimsmet i 200 metra flugsundi ikeppninni í Miinchen. 1 200 metra bringusundi kvenna bar áströlsk stúlka, Beverley Whitfield sigur úr býtum á nýju Olympiumeti, 2:41, 71, en i öðru sæti varð Dana Schoenfield, Bandarikjunum, á 2:42, 05 — og i þriðja sæti kom Galina Stepanova á 2:42, 36. t 100 metra baksundi karla var sett enn nýtt Olympiumet. Roland Matthes synti á 56,58. Mike Stamm varð annar á 57,70 og i þriðja sæti varð John Murphy á 58,35. ALVARAN BYRJ- AR í KVÖLD - handknattleiksmennirnir leika gegn A-Þjóðverjum í sínum fyrsta Olympíuleik Bandaríkjamenn með flest gull-verðlaun Margir munu eflaust leggja við hlustirnar i kvöld, þegar Jón As- geirsson, iþróttafréttamaður út- varpsins, lýsir leik tslands og Austur-Þýzkalands i handknatt- leikskeppni Olympiuleikanna, en leikurinn verður háður I Augs- borg og hefst kl. 18 að islenzkum tima, en lýsing Jóns hefst kl. 21.30. Eins og kunnugt er, þá eru Austur-Þjóöverjar meðal sterk- ustu handknattleiksþjóöa verald- ar, hlutu silfurverðlaun i siðustu heimsmeistarakeppni, og er mjög óliklegt, að islenzka liðinu takist að sigra þá i leiknum i kvöld. Eina von íslands er að sigra Tékka — fyrir utan Túnismenn — en tékkneska landsl. hefur verið i öldudal undanfarið. Leikurinn við Tékka verður á föstudag. Islenzka landsliðið hefur leikið nokkra landsleiki að undanförnu. 1 gær lék það æfingaleik við Ung- verja og tapaði með fjögurra marka mun, 21:25. Auk handknattleiksmannanna tekur Guðmundur Gislason, sundmaður þátt i keppni i dag. Keppir hann i 400 m fjórsundi. Riölakeppnin hefst kl. 9 f.h. Eftir 19 greinar á Oly mpiuleikunum i MUnchen hafa .Banda- rikjamenn hlotið flest gullverðlaun, eða 5 tals- ins. Næstir koma Aust- ur-Þjóðverjar með 3 gullverðlaun, þá Sovét- rikin og Ástralia með tvenn gullverðlaun, en Ungverjar, Pólverjar, Sviar, ítalir, Búlgarir, Japanir og Norður- Kóreumenn hafa hlotið ein gullverðlaun. Rúmenar, Vestur-Þjóðverjar, Austurrikismenn, Frakkar og Iranir hafa hlotið ein silfurverð- laun, en langefst á blaði meö silfurverðlaun eru Bandarikja- menn, sem hlotið hafa 6 silfur- verðlaun, en alls hafa Banda- rikjamenn hlotið 15 verðlaun á leikunum til þessa, þar sem þeir hafa hlotið 4 brons verðlaun. Eftir keppnina i gær standa stigin þannig, að Bandarikja- menn hafa hlotiö 99 stig, Austur- Þjóðverjar 62, Sovétmenn 39, Ungverjar 26,5, Vestur-Þjóðverj- ar 25.5, Pólverjar og Astraliu- menn 21, Sviar 16, Italir 14, Japanir 13, Austurrikismenn 12," Rúmenar 10 og aðrar þjóðir hafa hlotiö færri stig. Körfubolti: A-riðilI: USA —Ástralia 81 : 55 Brasilia — Egyptal. 110 : 84 B-riðill: Sovét. — V-Þýzkal. 87 : 63 [ Italia — Senegal 92 : 56 Puerto Rico — Filippse. .92 : 72 C-riðiIl: Kúba —Spánn 74 : 53 Sundknattleikur: A-riðill: Mexikó —-Kanada 7 : 3 Júgóslavia — Rúmenia 8 : 7 B-riðill: V-Þýzkal. — Ungverjal. 3 : 3 C-riðill: Italia — Búlgaria 8 : 5 Sovétr. —Japan 11 : 1 Blak karla B-riðill: Japan — Rúmenia 3 : 0 (15 : 4, 15 : 5, 15 : 6) A-Þýzkal. — Kúba 3:0 (15 : 7,15 : 13,15 : 7) AAicki King gerði vonir Ulriku að engu Hina ungu 17 ára sænsku stúlku, Uirika Knape, vantaði að- eins keppnisreynsluna til að krækja sér I gullverðlaun i dýf- ingum kvenna. Hún hafði forustu lengi vel i keppninni, en banda- riska stúlkan Micki King (28 ára) gerði vonir hennar að engu, þegar hún náði frábærum árangri i einni æfingunni og hlaut fyrir hana 56.25 stig, sem nægði til að sigra Ulriku. Ulrika Knape varð þvi að láta sér nægja silfurverðlaunin, og má hún vera ánægð með þau, þvi að hún kom mjög á óvart i keppninni. Annars uröu úrslit þessi: 1. Micki King, USA 450.03 2. Ulrika Knape, Sviþ. 434.19 3. M.Janicke, A-Þýzka. 430.92 4. JanetEly, USA 420.99 5. Beverly Boys, Kan 418.89 Langt frá sínu bezta Islenzku sundmennirnir, sem þátt tóku i sundkeppninni f gær, stóðu sig ekki eins vel og vonazt var til. Guðjón Guðmundsson varð siðastur i sinum riðli i 100 metra bringusundi, synti á 1:11, 11 min., en Islandsm hans i greininni er 1:10,9 min. Sömu sögu var að segja um Finn Garö- arsson, hann varð siðastur i sin- um riðli i 200 metra skriösundi, synti á 2:08, 88 min. Hörð keppni Sovézka sveitin i hjólreiðum varð OL-meistari i 100 km hjól- reiðakeppninni eftir harða keppni við pólsku sveitina, sem kom tæp- lega 30 sek. eftir sovézku sveitinni i mark og hlaut þar með silfur- verölaunin. Úrslit i 100 km hjólreiðakeppn- inni uröu þessi: Sovétríkin 2.11.17,8 Pólland 2.11.47,5 Holland 2.12.27,1 Fór Gísli meiddur til Munchen? Gisli Blöndal varö fyrir þvi óhappi i æfingaleik gegn Spáni, að gömul meiðsli tóku sig upp og varð að flytja hann á spitala. Það mun nær öruggt, að hann leiki ekki með islenzka landsliðinu á OL-leik- unum. tslenzka liðið sigraði spánska liðið með 19:18 og má segja, að það sé litil ánægja að sigra i æfingaleik, sem þarf að fórna einum leikmanni í. Þeir, sem hafa fylgzt með islenska landsliðinu i handknattleik, áöur en það fór til Miínchen, velta þvi nú fyrir sér, hvort Gisli Blöndal og fleiri leikmenn, hafi farið meiddir á OL-leikana. Eins og menn muna meiddist GIsli I keppnisferö islenzka liösins til Noregs og V-Þýzkalands — Gisli meiddist strax i fyrsta leik keppnisferðarinnar gegn Noregi. Eftir að hann kom heim úr ferðinni, byrjaði hann að æfa eins og ekkert hefði i skorizt — en þá skeður það. Meiðslin hjá Gisla taka sig upp á einni æfingunni og var hann þá fluttur á slysavarðstofuna. Siðan gekk hann til rannsókn- ar hjá lækni. Héldu þá flestir að Gisli myndi ekki komast á OL-leikana, þvi að smáóhapp i Miinchen myndi setja Gisla úr leik, eins og nú hefur komið fram. En það er nú talið hæp- ið, að hann geti leikið hand- knattleik um tima. Er það ekki gott fyrir islenzka lands- liðiö, sem leikur á OL-leikun- um, þvi að nú situr liðið uppi með „aðeins” einn miðherja, Sigurberg Sigsteinsson. Þó að Sigurbergur, sé frábær, varnarmaður, er ekki hægt að búast við að hann geti leikið alla leikina á fullujþvi að mið- herjastaðan er sú erfiðasta i vörninni og nú er enginn leik- maöur I Miinchen sem getur leyst hann af i miðherjastöð- unni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.