Tíminn - 21.09.1972, Blaðsíða 11

Tíminn - 21.09.1972, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 21. september 1972 TÍMINN 11 Evrópubikarleikur Vest- mannaeyinga i hættu? Ásigkomulag Laugardalsvallarins slæmt, og ef veður- guðirnir skammta ekki betra veður, er hætt við, að leikurinn geti ekkifariðframÍLaugardal Alf—Reykjavík. Svo getur farið,aö ekkert verði úr því, að Evrópubikarleikur Vest- mannaeyinga og norsku víkinganna fari fram á Laugardalsvellinum á sunnudaginn, eins og fyrir- hugað er. Ásigkomulag LaugardaIsvallar er mjög slæmt um þessar mundir eftir stórfelldar rigningar — og ef veðurguðirnir skammta ekki betra veður getur eins farið svo, að ekki verði hægt að leika á vell- inum. Sérstakur eftirlitsmaður UEFA mun dæma um það á laugardag- inn, hvort völlurinn sé leikhæfur eða ekki. 1 gær, þegar blaðamaður Tim- ans kannaði ásigkomulag vallar- ins, var stór vatnselgur á miðju hans. Virtist sem litið rynni úr vellinum. F’ari svo, að eftirlitsmaður UEFA dæmi völlinn óhæfan, eiga Vestmannaeyingar úr vöndu að ráða. Annað hvort yrði að fresta leiknum eða færa hann til Vest- mannaeyja. Hvorugur kosturinn er góður. Kostnaðarsamt yrði að fresta leiknum — og hætt er við, að litil aðsókn yrði að leikn- um i Eyjum. Sá möguleiki, að notast við Melavöllinn, kemur ,Þú skalt heita Fram’ Nýlega bættist glæsilegur farkostur við flota Siglu- ness, en svo heitir siglinga- klúbbur sá, er Æskulýðsráð Reykjavíkur starfrækir í Nauthólsvík i samráði við Æskulýðsráð Kópavogs. Reynir Karlsson, æskulýðsfull- trúi rikisins, er eigandi nýrrar 20 feta seglskútu, sem verður eins konar forustuskúta i flotanum. Og það var niu ára gamall sonur Reynis, sem gaf skútunni nafn. ,,Þú skalt heita Fram" sagði Guð jón Karl Reynisson um leið og kampavinsfíaska brotnaði á stefni skútunnar, en þess má geta. að Reynir Karlsson er F'ramari og skútan skirð eftir félaginu. Það var Ingi Guðmundsson, skipasmiðameistari, sem smiðaði skútuna, en hann hefur haft hönd i bagga með smiði 100 seglskúta ungra þátttakenda i siglinga- klúbbnum. Á myndinni til hliðar sést Reynir Karlsson lima stafina á skútuna, en hann sagði hlæjandi, að þegar menn væru hættir að geta sparkað bolta, ættu þeir að snúa sér að siglingum. Á neðri myndinni sjást Bjarni Bogason og Guðmundur Hall- varðsson, starfsmenn siglinga- klúbbsins, Reynir Karlsson og sonur hans, Guðjón Karl, Guð- laugur Ingason og Ingi Guð- mundsson, skipasmiðameistari. (Timamyndir Gunnar). vist ekki til greina, þar sem það samræmist ekki reglum UEFA að leika á malarvelli. Úrslit í 3. aldursflokki í kvöld - úrslitaleikir yngri aldursflokkanna fara fram á næstunni. Eins og kunnugt er, hafa að undanförnu staðið yfir úrslítaleikir í yngri aldurs- flokkunum í íslandsmótinu í knattspyrnu. Er undan- keppninni nú lokið — og hreinir úrslíta leikír eftir. F’yrsti úrslitaleikurinn fer fram i kvöld, og verður það leikur milli F’ram og KR, en þessi tvö lið urðu hlutskörpust i undanúrslita- keppninni. F'er leikur liðanna fram á Melavellinum og hefst kl. 18.30. t 4. aldursflokki leika til úrslita Valur og Breiðablik. Hefur enn ekki verið ákveðiö, hvenær þessi leikur fer fram, en búast má við, að hann fari fram n.k. sunnudag. i 5. aldursflokki leika Vikingur og Þróttur til úrslita og er ekki frekar en i 4. aldursflokki búið að ákveða leikdaginn. Þá hefur ekki enn þá verið ákveðið hvenær úrslitaleikurinn i Islandsmóti kvenna fari fram, en beðið er eftir þeim leik með nokk- urri óþreyju. Loks má geta þess, að siðasti leikur 1. deildar keppninnar i ár, leikur Fram og Vals, verður háður á Melavelli og þykir ýms- um reykviskum knattspyrnu- áhugamönnum súrt i broti að fá ekki íslandsbikarinn afhentan á Laugardalsvellinum, loksins. þegar bikarinn kemur til Reykja- vikur aftur. Spámaður okkar i þessari viku er Gunnar Flggertsson, formaður Armanns, en Gunnar cr mikill áhugamaður um knattspyrnu og fylgist vel með ensku knatt- spyrnunni. Uppáhaldsfélag Gunnars cr Arscnal. Spá hans litur þannig út: Leikir 23. september 1972 1 X 2 Birmingham — Everton z Chelsea — Ipswich X Leicester — Wolves z Liverpool — Sheff. Utd. / Manch. Utd. — Derby X NeWcastle — Leeds / Norwich — Arsenal z South’pton — C. Palace / Stoke — Manch. City / Tottenham — West Ham 1 W.B.A. — Coventry 1 Notth. For. — Aston Villa z Gunnar Flggertsson YFIRGAF SKOZKI ÞJÁLFARINN FH- INGA I FÚSSI? Iþróttasíöan hefur fregn- aö/ að skozki knattspyrnu- þjálfarinn, Duncan Mc- Dowell, sem þjálfaö hefur FH-liöið í sumar, hafi farið af landi brott í gærmorgun í miklum skyndingi. Mun ástæöan vera sú, að hann taldi, aö FH hefði ekki staöiö viö geröa samninga. Þetta er ekki fyrsti árekstur hins ágæta skozka þjálfara við forustumenn islenzkra knat- spyrnumála, en eins og menn ef- laust muna, var honum sagt upp störfum fyrr i sumar sem lands- liðsþjálfara. Enda þótt McDowell sé hættur hjá FH, mun hann ekki skorta verkefni, kjósi hann að starfa hér næsta ár. A.m.k. þrjú 1. deildar félög hafa óskað eftir þvi að fá hann sem þjálfara. Duncan McDowell

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.