Tíminn - 05.10.1972, Side 8

Tíminn - 05.10.1972, Side 8
8 TÍMINN Kimmtudagur 5. október 1972. „Ég vil heldur smi'i fáa gripi og góða, en marga miður v Stutt rabb við Kaj Jensen, sem sker í hvaltönn Maður er nefndur Kaj Jensen. Hann er fæddur og uppalinn i Kaupmannahöfn, en er kvæntur islenzkri konu og býr búi sinu i Iieykjavik. Og af þvi hve vel hon- um likaði Island og vildi hér vera, fannst islendingum þeir mega til með að gera hann að enn meiri tslendingi og gefa honum islenzkt nafn, eða nöfn, öllu heldur. Hann á vist að heita Erlendur Vikingur Alfreðsson (af þvi að skirnarnafn föður hans er Alfreð). En það er bezt að segja það strax að honum er ekkert um þetta gefið, og hvor- ugu þeirra hjónanna. En það var nú annars ekki ætl- unin að fara að þrátta um nafn- giftir, heldur að segja ofurlitið nánar frá þessum manni, sem auk þess að vera góður vinur ís- lands og alls sem islenzkt er, er slikur hagleiksmaður á útskurð, að fágætt má heita. Hann var sóttur heim einn dag- inn af blaðamanni og ljósmynd- ara, sem báðir höfðu ærinn áhuga á að skoða þá listmuni, sem hann býr til, — þvi öðru nafni er varla hægt að nefna þá. Mig minnir að fyrsta spurn- ingin, sem fram var borin, væri eitthvað á þessa leið: — Úr hvaða efni vinnur þú gripi þina, Jensen? — Ég sker út i hvaltönn. — Hvar lærðir þú þessa list?' — Ég lærði það nú bara af sjálfum mér. En það sem kveikti hjá mér hugmyndina, var að ég kom á islenzkt heimili og sá þar hlut, sem Rikarður Jónsson hafði skorið út. Mér fannst hann ákaf- lega fallegur og þá fékk ég löngun til þess að gera eitthvað þessu likt. — En var ekki þrautin þyngri að útvega efnið? — Hvaltönn er ákaflega fágætt efni, sem erfitt er að ná i. En það vildi mér til happs, þegar ég var að byrja að fást við þetta, að vinur minn, sem er kennari, vann á sumrin i hvalveiðistöðinni i Hvalfirði, hann gat útvegaö mér tvær tennur. Mér finnst ákaflega gaman að fást við þetta. — Er þetta þitt aðalstarf? — Nei, nei, langt þvi frá. Aðal starf mitt er prentmyndagerð. Ég ætlaði að verða gullsmiður, en það var erfitt að komast að í þeirri grein og þurfti lengi að biða, svo ég lét mér nægja prent- myndanám. Og þetta, að ég er að fást við að skera i hvaltönn, það stafar eingöngu af þvi, að ég er hér á íslandi. Ef ég hefði aldrei komið hingað, hefði ég heldur aldrei byrjað ð þessu. — Mér sýnast þeir hlutir, sem hér eru inni, bera vott um mikinn hagleik. — Þaðeruþin orð, en ekki min. En það hafa svo sem fleiri en þú sagt það. — Þú vinnur mikið að þessu i tómstundum þinum? — Ekki er nú hægt að segja, að það sé mikið. En það er ákaíiega gaman að vinna að þessu. — Veiztu, hve margir gripir það eru, sem þú býrð til á ári? — Þvi er ógerningur að svara. Það er lika mjög misjafnt frá ári til árs. — Er þetta ekki allerfið vinna? — Hún er mjög þreytandi. Beinið er hart og seinunnið, starf- ið krefst mikillar einbeitingar og nákvæmni, og það er mjög tak- markað, hvað maður getur setið lengi við það i einu. — Hvað heldur þú að þú sitjir sjálfur lengi i senn án hvildar? — Ég veit ekki. En ég get imyndað mér, að það séu svona um það bil tvær klukkustundir.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.