Tíminn - 05.10.1972, Qupperneq 9

Tíminn - 05.10.1972, Qupperneq 9
Kimmtudagur 5. október 1972 TÍMINN 9 ða andaða” i af fágætum hagleik Eftir þann tima er maður orðinn þreyttur, og þá verður verkið ekki heldur eins gott. — Áttu þér ekki fleiri hugðar- efni, sem þú vinnur að i tóm- stundum? — Ég hef mjög gaman af þvi að taka myndir og geri talsvert að þvi, þegar tóm gefst frá öðrum störfum. — Attu kannski safn fallegra landslagsmynda frá Islandi og Danmörku? — Nei, ég á ekki mikið af þvi. — Vel á minnzt: Finnst þér ís- land fallegt land? — Já, tsland er ákaflega fagurt land. En einkum finnst mér þó loftslagið hér yndislegt. Þetta lllBBIIIlllllllillHl Kaj Jensen við vinnuborð sitt, þar sem hann sker út i hvaltönn af dxmafáu listfengi. — Timamynd (JE. Aðrar myndir á siðunni eru af smíöisgripum Jensens, og hefur hann sjálfur tekið þær. hreina og tæra loft, sem aldrei verður of heitt eða of kalt. — Veröur nokkurn tima of heitt i Danmörku? — Já, komið getur það fyrir. Ég skrapp þangað i sumarfriinu minu i sumar, og þá var mér sagt, að þar hefði nýlega gengið yfir hitabylgja með þrjátiu stiga hita. Eg var ákaflega feginn að hafa ekki lent i þessari hitabylgju þvi það er ekki þægilegt að vera úti i svo miklum hita, einkum ef lika er logn. — En finnast þér ekki leiðin- legir umhleypingarnir hér — þessi eilifi stormur og rigning? — Það er nóg af þvi i Dan- mörku lika. Þar er oft stormur, og ekki vantar rigninguna. — Er nú samt ekki stöðugra veðurfar i Kaupmannahöfn en til dæmis i Reykjavik? — Ég tel, að það sé mjög svip- að, hvað stöðugleika snertir. En það sem mér finnst bezt við veð- ráttuna á íslandi, er að hér losnar maður bæði við mesta hitann og mesta kuldann. — Hvaðvarst þú gamall, þegar þú fluttist hingað? — Ég stóð á þritugu. Fæddist árið 1929 og kom hingað 1959. — Og þú kannt vel við þig hér? — Já, annars væri ég farinn til Danmerkur fyrir löngu. Má ég spyrja, hvernig stóð á þvi, að þú fluttist hingað? — Já, það er ekki neitt leyndar- mál, þótt að visu teljist það til einkamála. Svo var mál með vexti, að ég kynntist minni is- lenzku konu, þegar hún var við nám i Kaupmannahöfn. En hún vildi helzt eiga heima á Islandi, svo við gerðum með okkur samn- ing til fimm ára. Það er að segja, að við skyldum byrja á þvi að búa hér á tslnadi, en flytjast þá til Danmerkur, ef mér likaði ekki vistin hér. En þegar svo þessi fimm ár voru liðin, var ég farinn að una mér svo vel hérna, að ég kaus ekki að breyta um bústað. — En hvað um listiðn þina? Hefurðu ekki hug á þvi að færa þar út kviarnar? — Mig langar til þess aö kynn- ast þessu betur. Hingað til hef ég unnið þetta alveg á eigin spýtur og litið haft við að styðjast nema sjálfs mins hyggju. Ég vil þvi alls ekki kalla mig neinn sérfræðing á þessu sviði, heldur aðeins áhuga- mann. En það væri ákaflega gaman að ferðast til útlanda og sjá vinnubrögð þeirra, sem hafa langa reynslu i þessu. Ég nefni sem dæmi, ef maður gæti skropp- ið til Kina. Þeir hafa nokkur þúsund ára reynslu i svona hlutum. Það gæti orðið notadrjúgt að kynnast vinnubrögöum þeirra. — Hefur þú ekki kynnt þér is- lenzkan myndskurð? — Eins og ég sagöi áðan, voru fyrstu kynni min af þessu þau, aö ég sá á islenzku heimili mynd- skurð eftir Rikarð Jónsson. Seinna sá ég meira eftir hann, og mér hefur alltaf fundizt hand- bragð hans framúrskarandi fag- urt. Það er bók þarna uppi i hill unni, sem ég kalla Bibliuna mina. Hún hefur að geyma ljósmyndir af listaverkum Rikarðs. Ég ópna hana oft. Fjölbreytni hans i verkavali og listfeng vinnubrögð er hvort tveggja frábært. — Hefur þú aldrei fengizt við grjótið? — Nei, ég er ekki myndhöggv- arú A steininn hef ég aldrei ráðizt. Aftur á móti hef ég dálitið átt við leirinn. Það er gaman að móta i leir, en ég get nú samt ekki mikiö talað um afrek min á þvi sviði. Maður á ekki að láta neitt frá sér fara, sem maður er ekki fyllilega ánægður með. - Þér þykir betra að smiða fáa gripi og góða, en marga miður vandaða? — Já, einmitt. Ég hef aldrei haft neinn áhuga á fjöldafram- leiðslu. Vissulega væri hægt að breyta til um vinnubrögð. Vanda sig minna, en leggja alla áherzlu á afköstin. Gera úr þessu hreina kaupmennsku. En þetta hef ég aldrei viljað. Ég vil heldur, aö verk mitt sé vandað, þótt það verði að einhverju leyti á kostnað afkastanna. — Hefur þú ekki unnið hjá neinum aðila hér á landi, sem framleiðir listmuni? — Jú, ég vann um tima hjá Gliti, og naut þar leiðsagnar Ragnars Kjartanssonar. — Hvers myndir þú óska þér, ef þú mættir bera fram einhverja ósk, sjálfum þér til handa, nú og hér? — Ég myndi óska þess, að ég mætti halda áfram að stunda myndskurð og að ég gæti unnið aö þvi áhugamáli minu i meira og betra húsnæði en ég nú hef yfir að ráöa.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.