Tíminn - 05.10.1972, Page 12
12
TÍMINN
Fimmtudagur 5. októbcr 1972.
Vance hafði sent honum ný fyrirmæli, sem hann framfylgdi af mikilli
nákvæmni. Meðal annars dældi hann i mig tvöföldum skammti og gerði
margar varúðarráðstafanir til þess aö það ylli mér sem allra minnst-
um óþægindum.
,,Ég held, að það sé ráðlegast, að ég komi ekki á morgun”, sagði ég
um leiö og ég kvaddi. ,,Ég kemst ekki út á sjálfan jóladaginn, án þess
að þvi sé veitt athygli. Auk þess borðar þú miðdegisverðinn hjá okkur”.
bað var ljós i kirkjunni við torgið, og ég vissi, að nú var verið að
skreyta hana fyrir aftansönginn. Bak við naktar greinar álmtrjánna og
hlynviðarins sá ég rautt og gult og blátt ljós leggja út um litglerið i
kirkjugluggunum, sem mér voru svo minnisstæðir frá bernskuárunum.
t einum þeirra var mynd af Jesú að blessa börnin. Sá gluggi hafði verið
gefinn kirkjunni til minningar um ömmu mina. Annar hafði verið gef-
inn til minningar um afa minn. t honum var mynd af Jesú, er hann
mettaði mannfjöldann. Hinn þriðja höfðu Emma frænka og Wallace
gefið eftir dauða föður mins tii minningar um hann og aöra Blairs-
borgarbúa, sem létu lifiö i Frakklandi á þeim árum. Allt i einu datt mér
i hug að binda Tátu við eitt tréð og skyggnast inn i tóma kirkjuna.
Djákninn var að ljúka við að skreyta kórinn, og höfuga angan af furu og
greni lagði á móti mér innan úr hlýrri kirkjunni, er ég kom inn i fordyr-
ið. Dumbrauðar jólastjörnur voru eins og eldtungur i bjarmanum frá
kertaljósunum i kórnum. Annars var friðsælt rökkur i kirkjunni, og i
söngstúkunni glórði i eirrauöar pipur orgelsins. Svona höfðu þær ein-
mitt komið mér fyrir sjónir áður fyrr, þegar ég var ekki stærri en það,
að ég gat rétt skyggnzt yfir stólbrikurnar. Svona höfðu furugreinarnar
angað á jólunum i bernsku minni. Ég settist i bekk framarlega i kirkj-
unni. En hátiðablær hins heilaga húss gat ekki veitt mér sömu hugsvöl-
un og fró áður fyrr.
Ég stóð upp og staðnæmdist snöggvast fyrir framan eirskjöldinn,
sem hengdur hafði veriðupp til minja um föður minn. ,,Til dýrðar Guði
og minningar um Elliot Blair”, las ég. Ég þráði föður minn, og ég las
þessi orð hvað eftir annað. En það var aöeins eins og hann væri mér
ennþá fjariægari en áður. Og svo sneri ég loks við og gekk hljóðlega út.
Hefði hann getað komiöá fund minn þetta jólakvöld, myndi ég áreiðan-
lega hafa komið honum enn ókunnuglegar fyrir sjónir en hann mér.
bað var oröiö dimmt, er ég kom heim á akbrautina við húsið okkar.
Táta var óvenjulega óstýrilát við mig. Hún togaði f bandið, nuddaði
hausnum við fætur mér og reyndi hvaðeftir annað að hiaupa frá mér út
i garðinn. Ég snupraði hana, en hún varð þvi þrárri, þvi meir sem ég
reyndi aö fá hana til að fýlgja mér heim að húsdyrunum. Loks varð ég
að láta undan henni. Ég fór i humátt á eftir henni, og þá var það, sem ég
fann Emmu frænku liggjandi hjálparvana við stigaþrepin fyrir framan
gafldyrnar.
Ég man óljóst, hvað gerðist eftir það. Manga og Jói gamli Kellý
hjálpuðu mér að bera hana inn, og þar reyndum við að hressa hana
með ammoniaki og brennivini, meðan verið var að sækja Weeks lækni.
bess á milli hlúðum við að henni með brekánum og ábreiðum og reynd-
um að ylja iskaidar hendur hennar. Jólatréð stóð i einu horninu og beið
þess, að það væri skreytt. Ég sá, að Emma frænka renndi augunum i
áttina til þess, þegar ég lyfti höfði hennar upp af bekknum til þess að
smeygja undir það kodda. Andlit hennar var afskræmt af þjáningum,
en samt varðhenni fyrst litið á jólatréðog svo á mig, eins og hún væri á
þögulan hátt að biðjast afsökunar á því, að þetta slys skyldi einmitt
hafa hent sig á sjálfan aðfangadaginn.
Vissulega hefði hún orðið fyrir slysi, miklu alvarlegra heldur en mig
grunaði, unz ég sá svipinn á Weeks lækni, er hann hafði skoðað hana.
Við Manga þustum sin i hvora áttina — hún að símanum, ég upp á loft
að sækja fleiri brekán, fleiri kodda og sæng. Hún var mjaðmarbrotin,
sagöi Weeks, þegar hann gaf sér tima til að segja, hvað i efni var. Hann
óttaðist, að beinið hefði gengið mjög úr skorðum, og sjálfsagt hefðu til-
raunir hennar til þess að risa á fætur og klaufaleg handtök okkar, er við
bárum hana inn, ekki bætt úr skák. bað yrði þegar i stað að flytja hana
i sjúkrahús og gegnumlýsa hana til þess að sjá, hvernig brotinu væri
háttað, áður en henni væri veittur umbúnaður. — Ef hægt hefði verið að
ná til Mereks Vance...
Mér varð lika hugsað til hans, er ég var að gera það litla, sem ég gat
gert til gagns, áður en sjúkravagninn kæmi. begar þvi var lokið, settist
ég hjá henni og tók utan um kalda hönd hennar og reyndi að vera eins
róleg og sviplétt og ég gat. Emma frænka hafði andæft að veikum
mætti, þegar Weeks nefndi sjúkrahúsið. Hún var þvi óvön, aö óskir
hennar væru að engu hafðar, en i þetta skipti varð hún þó að sætta sig
við annarra ráð. Ég klökknaði, þegar hún loks lét undan lækninum. En
þrátt fyrir andmæli hennar duldist mér ekki á þessari stund, að hún leit
ekki aðeins á hann sem lækni og venjulegan ráðvin. Og sjálf varð ég
snögglega hugdeig og kviðin, þvi að ég vissi, að i sjúkrahúsinu mundi
Merek Vance ekki biða komu okkar i hvitum slopp og með leiknar
hendur til liknar og bjargar.
Blair afi minn hafði látið reisa Minningarsjúkrahús Blairsborgar og
séð þvi fyrir föstum tekjustofni. bó haföi enginn af ætt okkar notið þar
læknishjálpar fyrr en þetta kvöld. Sjúkrahúslæknirinn og hersing af
hjúkrunarkonum biðu komu okkar. Allt var til reiðu, og ekkert, sem
hægt var að gera, var látið ógert. Ég vissi, að Emmu þótt vænt um
þetta umstang, þrátt fyrir þjáningar sinar. bað minnti hana á hina
gömlu góðu tima, þegar þeim var virðing sýnd, sem viröing bar. Ég
vona, að hún hafi gleymt um hrið erfiðleikum og andstreymi liðandi
stundar.
,,En hvernig gat þetta komiðfyrir?” spurði Wallace frændi hvað eftir
annað og gekk um gólf i biðstofu sjúkrahússins. Hann hafði komið heim
úr skrifstofum verksmiðjanna, þegar sjúkravagninn var að fara út úr
garðshliðinu og undir eins flýtt sér á eftir okkur.
,,Hún fór út i einhverjum erindum”, svaraöi ég, ,,og datt á dyra-
þrepunum, þegar hún var að koma heim. bú veizt, hvernig lekur af
upsunum, þegar sólin skin á snjóinn á þakinu, og svo verða þrepin flug-
hál strax og kvöldar. Við vitum ekki, hve lengi hún kann að hafa legið
þarna”.
,,Og að þetta skyldi koma fyrir á jólakvöldið”. Wallace frændi hristi
höfuðið og kveikti að nýju i vindli sinum. ,,Nú verður Emma sifellt að
ásaka sig fyrir aö hafa spillt jólaánægjunni fyrir okkur hinum. — Mér
þykir þeir vera lengur að gegnumlýsa hana en eðlilegt er”.
Ég leit á klukkuna frammi i ganginum. bað voru nákvæmlega sjö
minútur siðan hún var borin inn i röntgenstofuna. Ég tók timarit, sem
lá á borðinu, og fletti blöðunum með ankannalegri nákvæmni. Við bið-
um i hálfa aðra klukkustund. Ég mundi orðið eftir hverri mynd og grein
og sögu i heftinu, og ég hefði getað þulið upp allt, sem þar var auglýst.
Ég þekkti lika orðið hverja rós i gluggatjöldunum, og ég haföi margtal-
ið skrautperurnar á litlu jólatré, sem hjúkrunarkonurnar höfðu komið
fyrir viðgluggann. bær voru þrjátiu og fimm : niu hvitar, sex gular, sex
grænar, þrjár bláar og ellefu rauðar — tólf að meðtalinni einni, sem
ekki lýsti.
1224
Lárétt
1) Land - 6) Dreg úr,- 7) Att -
11)
15)
:i)
5)
9) Ofug röð,- 10) Áttin.
995,- 12) 51,- 13) Ellegar.
Kaffibrauðið-
Lóðrétt
1) Kaupstaður,- 2) E11.-
Fermdi,- 4) Hasar,-
Andlátið,- H) Veik,- 9) Hefi
löngun til,- 13) Eins.- 14)
Úttekið-
X
itáðning á gátu No. 1223
Lárétt
1) Georgia,- 6) Kór - 7) Ró.- 9)
DD,- 10) Vakandi.- 11) Or - 12)
RN.-.13) Onn - 15) Bolanna-
Lóðrétt
1) Gorvömb,- 2) Ok,- 3) Rós-
anna,- 4) Gr,- 5) Aldinna,- 8)
Oar-9) DDR - 13) 01. 14) NN,-
HVEU
G
E
I
R
I
lilil II1111 1
FIMMTUDAGUR
5. október
7.00 Morgunútvarp veður-
fregnir kl. 7.00 8.15 og 10.10.
Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og
forustugr, dagbl.), 9.00 og
10.00 Morgunbæn kl. 7.45.
Morgunleikfimi kl. 7.50
Morgunstund barnanna kl.
8.45: Guðrún Guðlaugs-
dóttir heldur áfram aö lesa
„Vetrarundrin i Múmindal”
eftir Tove Janson (10) Til-
kynningar kl. 9.30. Létt lög
milli liða. Popphornið kl.
10.25: Link Wray og The
Doors syngja og leika
Fréttir kl. 11.10. Hljóm-
plötusafnið (endurtekinn
þáttur G.G.)
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
13.00 A frivaktinni Margrét
Guðm undsdóttir kynnir
óskalög sjómanna.
14.30 ,, Lifið og ég”, Eggert
Stefánsson söngvari segir
frá. Pétur Pétursson les
(13)
15.00 Fréttir. Tilkynningar.
15.15. Miðdegistónleikar: Tón-
list eftir Richard Strauss
Margit Weber og Útvarps-
hljómsveitin i Berlin leika
Búrlesku i d-moll fyrir
pianó og hljómsveit: Ferenc
Fricsay stj. Oskar
Michalik, Jurgen Butt-
kewitz og Útvarpshljóm-
sveitin i Berlin leika
Konsertinu fyrir klaéinettu,
fagott og strengjasveit:
Rögner stj. Útvarpshljóm-
sveitin i Brussel leikur
valsa úr „Rósariddar-
anum”. Franz André stj.
16.15. Veðurfregnir. Létt lög
17.00 Fréttir Tónleikar.
17.30 Saga gæðings og gamalla
kunningja Stefán Ás-
bjarnarson segir frá (2)
18.00 Fréttir á ensku
18.10Tónleikar, Tilkynningar.
18.45 Veðurfrégnir. Dagskrá
kvöldsins. 19.00 Fréttir.Til-
kynningar.
19.30 Litið um öxl i Gnúpverja-
hreppi Loftur Guðmunds-
son rithöfundur ræðir við
Ólaf Jónsáon i Geldingaholti
og Agúst Sveinsson i Asum.
20.00 Gestur i útvarpssal:
Mary MacDonald leikur á
pianó tvær sónötur eftir
Antonio Soler, „15 ung-
verska bændasöngva eftir
Béla Bartók og „Tvær
myndir frá Róm” op. 7 eftir
Charles T. Griffes.
20.20 Leikrit: „Heiðvirða
skækjan” eftir Jean Paul
Sartrc býðandi: borsteinn
O. Stephensen. Leikstjóri:
Sigmundur Orn Arngrims-
son Persónurog leikendur:
Lizzie...bóra Friðriksdóttir,
Fred...Arnar Jónsson,
Negrinn...Jón Aðils, bing-
maðurinn...Baldvin
Halldórsson, John...Guðjón
Ingi Sigurðsson, Tveir
menn...Harald G. Haralds
og Randver borláksson.
21.20 Vettvangur i þættinum
er fjallað um skemmtanalif
ungs fólks. Umsjónarmaður
Sigmar Hauksson.
21.40 Tækni og visindi. Páll
Theódórsson eðlisfræðingur
og Guðmundur Eggertsson
prófessor sjá um þáttinn.
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurfregnir Endur-
minningar Jóngeirs Jónas
Árnason les úr bók sinni
„Tekið i blökkina” (11)
22.35 Manstueftirþessu? Tón-
listarþáttur i umsjá Guð-
mundar Jónssonar pianó-
leikara.
23.20 Fréttir i stuttu máli.
Dagskrárlok.