Tíminn - 14.10.1972, Blaðsíða 3

Tíminn - 14.10.1972, Blaðsíða 3
Laugardagur 14. október 1972. TÍMINN 3 Bókaflóðið að byrja Minningar- og heimildarrit í meirihluta hjá flestum forlögum Nú fara jólabækurnar aö streyma á markaðinn og goö- sögnin um bókaþjóöina vaknar til lifsins, eins og alltaf á þessum árstima. „Þaö er margt i bókun- um”, sagði konan og er vist um þaö. Alltént þurfa menn ekki aö kviöa skorti á iesefni um þessi jólin og er gott til þess aö vita, þvi skammdegið á þaö til aö leggjast mönnum þungt á heröar.Hér koma svo upplýsingar um útgáfu- bækurnar i ár frá nokkrum for- lögum. Frá Setbergi kemur bók eftir Arna Öla, Aldaskil, frásagnir tuttugu manna og kvenna um lifiö um siöustu aldamót. Sveinn Sæmundsson skrifar bók, sem heitir Einn i ólgusjó,lifssigling Péturs sjómanns Péturssonar. Vötnin ströng, heitir ný bók eftir Björn J. Blöndal og fjallar eins og margar fyrri bækur hans um veiðiskap og náttúruskoðun, en inn i hana fléttast frásagnir af mönnum og atburöum, og ein minningabók til er væntanleg frá forlaginu, Byggðin i hrauninu, minningar Stefáns Júliussonar frá bernskuárum hans i Hafnar- firöi. Setberg gefur út fyrstu ljóðabók Hjartar Pálssonar, en ljóö eftir hann hafa aö undanförnu birzt i blööum og timaritum og vakið athygli. Loks ber að geta tveggja unglingabóka frá forlaginu, Anna Heiða átján ára eftir Rúnu Gisladóttur, siðasta bókin i þeim flokki og Röskir strákar i stórræðum eftir Ragnar Þorsteinsson kennara. Isafold gefur i ár út tvær nýjar skáldsögur eftir islenzka höf- unda. Folda eftir Thor Vilhjálms- son ber undirtitilinn Þrjár skýrsl- ur. Hún skiptist i þrjá tengda kafla, en ekki vildi útgefandi ræða efni hennar nánar, taldi hana þó næsta ólfka fyrri skáld- sögum höfundarins. Járnblómið er ný skáldsaga eftir Guðmund Danielsson nútimasaga, sem ger- ist á timabilinu frá siðasta striði. tsafold gefur einnig út aðra bók eftir Guðmund og nefnist hún Guömundur Danielsson Einvigi aldarinnar i réttu ljósi, en Halldór Pétursson myndskreytir. Bókinni fylgja skákskýringar en ekki er ákveðið, hver sér um þann hluta bókarinnar. Af öðrum bókum tsafoldar má nefna Fornar byggöir á hjara heims eftir fyrrverandi þjóð- minjavörð Dana Poul Nörlund, og fjallar hún um byggðir norrænna manna á Grænlandi. Dr. Kristján Eldjárn þýðir bókina, en hún hef- ur verið þýdd á mörg tungumál, m.a. grænlenzku. Þá kemur út sjálfsævisaga Sigfúsar M. John- sen fyrrum bæjarfógeta i Vest- mannaeyjum. tsafold heldur áfram að gefa út þjóðsögur Jóns Arnasonar, 1 ár koma tvö bindi, Útilegumannasögur og Drauga- sögur. t bókaflokknum Menn I öndvegi kemur út bók um Brynjólf biskup Sveinsson eftir Loft Guttormsson sagnfræðing. Þá er forlagið að hefja nýja útgáfu á verkum hins vinsæla höfundar Stefáns Jónssonar, Einar Bragi sér um þá útgáfu. Hjá Almenna bókafélaginu eru nýkomin bók eftir Ólaf Briem menntaskólakennara — Islend- ingasögur og nútiminn. Væntan- legar eru Blöð og blaöamenn eftir Vilhjálm Þ. Gíslason, saga blaða- mennsku á tslandi, skrifuð að til- hlutan Blaðamannafélags ts- lands. Séð og lifað sjálfsævisaga Indriða Einarssonar endurútgeí- in og Útverðir Islenzkrar menn- ingar eftir dr. Richard Beck,fjall- ar um menn, sem haldið hafa merki Islenzkrar menningar á lofti i Vesturheimi, eru báðar væntanlegar á næstunni. Jón R. Hjálmarsson hefur þýtt bók eftir brezka sagnfræðinginn H.R. Trevor Roper,Siðustu dagar Hitlers, sem gefin hefur verið út á fjölmörgum tungumálum. t fylgd með Jesú, leiðsögn um Nýja testamentiö I máli og myndum heitir myndskreytt bók frá sögu- slóðum testamentisins. Aðfara- orð ritar herra Sigurbjörn Einarsson biskup, en sr. Magnús Guðmundsson þýddi meginmál Hjörtur Pálsson bókarinna. Þá kemur bók eftir Sviann dr. Nils C. Jacobson Er lif eftir dauðann. Af þessari upptalningu má sjá, að heimildarrit og fræðirit eru áberandi hjá AB i ár. En nokkur skáldverk eru einnig væntanleg. Heiðarharmur Gunnars Gunnarssonar kemur út i nýrri útgáfu félagsins, af verkum hans áður eru komnar Svartfugl og Vikivaki. Umrenningar eftir Knut Hamsun kom út i september og er annað bindiö væntanlegt á næsta ári. Sex ljóðabækur koma á þessu ári frá AB. Þegar er komin bókin Mörg eru dags augu eftir Matthias Johannessen. A næstunni koma fjórar nýjar bæk- ur i ljóöabókaflokki AB en þær eru Hlátur þinn skýjaður eftir Þuriði Guðmundsdóttur, Dægur og ár eftir Ingólf Kristjánsson, Getur lifið dáið eftir Birgi Bjarnason, og úrval trúarlegra ljóða ungra skálda, sem þeir Erlendur Jónsson og Jóhann Hjálmarsson hafa tekið saman. Siðasta ljóðabók ársins verður safn ljóða Guðfinnu Jónsdóttur frá Hömrum. Kristján Karlsson annast útgáfuna og ritar formála. Bókaforlag Odds Björnssonar á Akureyri gefur m .a. út eftirtaldar bækur: Fjóröa bindið af Vestur- tslenzkum æviskrám eftir sr. Benjamin Kristjánsson, Daga Magnúsar frá Grund skrifaða af Gunnars M. Magnúss., Þrilæki, nýja ljóðabók eftir Kristján frá Djúpalæk, tslandsferð 1862 eftir Shepheard i þýöingu Steindórs Steindórssonar frá Hlöðum og tvær Islenzkar skáldsögur, ört rennur æskublóð eftir Guðjón Sveinsson og A miðum og Mýri eftir Rögnvald Möller, en það er fyrsta bók höfundar. Af barnabókum gefnum út af forlaginu má nefna Sumar I sveit, eftir Jennu og Hreiðar, Hönnu Mariu og pabba eftir Magneu frá Kleifum og tvær bækur eru gefn- ar út i annað sinn hjá forlaginu, Flugferðin til Englands eftir Ar- Thor Vilhjálmsson Þuríður Guðmundsdóttir mann Kr. Einarsson og Strákur á kúskinnsskóm eftir Gest Hansson. Loks er að geta þýddrar skáldsögu eftir Slaughter, Siðasta augnablikið. Tvær félagsbækur eru væntan- legar frá forlagi Máls og menningar. Lazarus frá Tormes, spænsk skáldsaga frá 16. öld þýdd af Guðbergi Bergssyni, og Franska byltingin eftir Henri Mathisse 1 þýðingu Lofts Guttormssonar. Þetta er fyrra bindi bókarinnar, sem mun vera sú fyrsta, semútkemur á islenzku um þann atburö mannkynssög- unnar, sem meira hefur verið fjallað um en flesta aðra. Seinna bindið er væntanlegt á næsta ári. Frá Heimskringlu koma á næst- unni siöara bindi skáldsögu Vésteins Lúövikssonar, Gunnar og Kjartan, Norræn ljóð, safn ljóða frá Noregi, Danmörku, Svi- þjóð og Finnlandi þýddum af Hannesi Sigfússyni skáldi og loks er væntanleg ný Ijóðabók eftir Þorstein frá Hamri, Veðrattjálm- ur. Er það sjötta ljóðabók hans. Þorsteinn frá Hamri Fóstureyðing frjáls NTB-Kaupmannahöfn Danska stjórnin mun á næstunni leggja fram tillögu um að fóstureyðingar verði frjálsar í landinu. Búizt er við hörðum deilum um málið, bæði á þjóð- þinginu og utan þess.Fulltrúar í- haldssama þjóðarflokksins og vinstri eru sagðir vilja þjóöarat- kvæðagreiöslu um málið. Axel Nielsen, dómsmálaráð- herra mun leggja fram tillöguna um breytingu á fóstureyðingalög- gjöfinni og búizt er við, að lögin gangi i gildi 1. april eða 1. júli á næsta ári. Ljósmyndasýning í Grjótaþorpi Stp-Reykjavik Ungur listamaður Markús Jó- hannsson að nafni heldur næsta hálfa mánuðinn, þ.e. 14. til 29. oktober, ljósmyndasýningu i Galleri Grjótaþorpi. Sýningar- timi verður 17 til 22 á laugardög- um og sunnudögum, en 14 til 22 aðra daga. Á sýningunni eru 58 ljósmyndir sem allar eru til sölu. Dýrasta verkið (tvær myndir) er á 7000 kr, en það ódýrasta á 1000 kr. Að sögn listamannsins eru þetta myndir úr hversdagslifinu, uppbyggð mótiv og stúdiómyndir. Sýningin ber nafnið Undir hálfu tungli og skiptist i tvo hluta. Myndirnar bera ýms nöfn, sem bera það meö sér, að hér er eitthvað nýstárlegt og athyglisvert á ferðinni. Skulu hér nefnd nokkur nöfn til að gefa fólki nokkra hugmynd um sýninguna. Lóð undir verksmiðju. Hann komst af. Aumingja maðurinn. tslendingurinn. Fimmtiu. Part.ur af Paradis. Það sem fór i lakið. Breiða bakið. Dauður hestur. Kaffitimi 6. 5. 1881. Skugginn af gamla Ford. Sex. Jarðfræöingurinn. Frænka 14 ára. Eiturbikarinn. Verkalýðsleiðtoginn féll Undir þessari fyrirsögn birti Mbi. eftirfarandi frétt siöastl. miövikudag: „Fyrir skömmu fór fram kosning fuiltrúa á flokksþing Alþýðuflokksins i Alþýðu- flokksfélagi Reykjavikur. Úr- slit kosningarinnar vakti nokkra athygli innan Alþýðu- fiokksins, bæði vegna at- kvæðamagns þess, sem ein- stakir forystumenn Alþýðu- flokksins fengu og eins af þeirri ástæðu, að sameining Alþýðuflokksins og SFV er á döfinni og skiptar skoöanir innan Alþýðuflokksins um það mál. Atkvæöi greiddu um 200 manns. Einn helzti verkalýðs- leiðtogi Alþýðuflokksins um áratugaskeið, Jón Sigurðsson, forseti Sjómannasambands tsiands, náði ekki kjöri á flokksþingið og er hann 4. varamaöur. Varaformaður flokksins, Benedikt Gröndal, varð sjötti I rööinni og fékk að- eins um 60% greiddra at- kvæða. Gylfi Þ. Gislason, for- maður Alþýðuflokksins varð nr. 2 i röðinni. Atkvæði skiptust á þennan veg meöal þeirra, sem flest atkvæði hlutu: 1. Eggert G. Þorsteinsson, aiþm. 161 atkv. Björgvin Vil- mundarson, bankastjóri, 135 atkvæði, 3. Gylfi Þ. Gislason, alþm. 133 atkv. 4. Emilia Samúelsdóttir 122 atkv. 5. Björgvin Guðmundsson borgarfulltrúi 121 atkvæði. 6 Benedikt Gröndal, alþm. 118 atkv. 7.Sigurður Ingimundar- son, fyrrv. alþm. 116 atkvæöi. 8. Arni Gunnarsson, frétta- maöur, 114 atkvæði. 9. Eiður Guðnason fréttamaöur 112 atkv. og 10. Sigurður E. Guö- mundsson, formaður Alþýðu- flokksfélags Reykjavikur 110 atkvæði. Óskar Hallgrimsson, fyrrverandi borgarfulltrúi var i 15 sæti en 35 aðalfulltrúar voru kjörnir og Pétur Péturs- son alþm., i 19. sæti. Njöröur P. Njarðvik, formaður út- varpsráðs, var i 48. sæti og hlaut 39 atkvæði. Hann náði ekki kjöri sem varafulltrúi á flokksþingið. Úrslitin eru engin augljós visbending um, hvernig linur muni skiptast á flokksþinginu um sameiningarmáliö.Eggert G. Þorsteinsson mun vera I forystu fyrir þeim hópi, sem er andvigur sameiningu a.m.k. eins og að henni hefur verið staðið. Hann hlaut lang- flest atkvæði, enda lengi veriö vinsæll I röðum Alþýðuflokks- manna. Hins vegar er hlutfall hans af greiddum atkvæðum ekki eins hátt og oftast áður. Benedikt Gröndal, varafor- maður flokksins er talinn einn helzti forystumaöur sam- einingarmanna og fékk hann ekki ýkja mikla traustsyfir- lýsingu i kosningunni. Gyifi Þ. Gislason hefur jafnan átt I erfiöieikum innan Alþýöu- flokksins og þess vegna kemur það i sjálfu sér ekki á óvart, að hann hafnaði i þriðja sæti. Gylfi hefur reynt að sigla á milli i sameiningar málinu og iagt áherzlu á, aö sameining verði á þann veg, að Alþýðuflokkurinn verði ekki beinlinis lagöur niður, heldur verði um einhvers konar kosningasamtök að ræða, ef til vill i iikingu við skipuiag brezka verkamanna- flokksins. Yfirleitt má segja, að eldri Alþýðuflokksmenn séu á móti sameiningu en hinir miðaldra og yngri henni hlynntari.” Gunnar vann Þjóðviljinn birti eftirfarandi frétt i gær: „Nýlega komu saman 20 forystumenn ungra sjálf- stæðismanna i Skiða- skálanum i Hveradölum. Var tilefnið að ræða vetrarstarfið. Frh. á bls. 15

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.