Tíminn - 14.10.1972, Blaðsíða 15

Tíminn - 14.10.1972, Blaðsíða 15
Laugardagur 14. október 1972. TÍMINN 15 Yfirvinna getur komið fólki illa Eiginkona rikisstarfsmanns kom að máli við Timann, og hafði meðferðis þrjá launaseðla eigin- mannsins. A ágústseðlinum fékk maðurinn útborgaðar rúmar tólf þúsund krónur, en mánaðarlaun- in voru rúmar 28 þúsund krónur, yfirvinna tæplega 19 þúsund krónur og rúmar 33 þúsund krón- ur voru teknar i útsvar og skatta. A september-launaseðlinum fékk maðurinn greiddar út rúmar 11 þúsund krónur, en á óktóber- launaseðlinum fékk hann ekki Bikarkeppni IFramhald af bls. 11. keppninni og þeir stefna að þvi að sigra i Bikarkeppni KSl, Bikar keppni 1. og 2. flokks i ár. Eins og sést, þá eru leikmenn allra lið- anna, sem leika i undanúrslitun- um, ákveðnir i að gera sitt bezta og má þvi búast við hörku leikjum i dag og það má búast við þvi, að geysileg Bikarstemming verði á leikjunum tveimur i dag. i dag fer fram úrslitaleikur i Bikarkeppni 1. flokks og verður hann leikinn á Melavellinum kl. 14.00. Liðin, sem eigast þar við, eru ÍBV og Þór frá Akureyri. A morgun fer fram úrslitaleikur is- landsmótsins i 2. flokki og verður hann einnig leikinn á Melavellin- um og hefst kl. 14.00 — þar leika til úrslita Akranes og ÍBV. SOS. Handknottl. ^"n. Leikkvöldið hefst annað kvöld kl. 19.00 með tveimur kvennaleikjum og leika nýliðarnir i 1. deild KR gegn hinu unga IR-liði, en það tekur i fyrsta skipti þátt i Reykjavfkurmótinu — með meistaraflokkslið. Stax á eftirverður leikinn skemmtilegur leikur, — þá mætast tvö beztu kvennalið landsins, Valur og Ar- mann og má segja að þessi leikur sé úrslitaleikurinn i Reykjavikur- mótinu. Armannsliðið hefur náð mjög athyglisverðum árangri siðastliðið ár, undir stjórn hins efnilega þjálfara Gunnars Kjartanssonar. Nú er Gunnar ekki lengur þjálfari liðsins, en i hans stað hefur Axel Axelsson (Úr Þrótti), tekið við þjálfun liðsins og verður gaman að fylgjast með liðinu, undir stjórn hans. Valsliðiö er eitt litrikasta kvennalið sem hefur leikið hand- knattleik hér á landi. Liöið hefur verið nær ósigrandi s.l. tiu ár og nú i ár er liðið mjög gott — ungar og efnilegar stúlkur eru komnar i staðinn fyrir eldri stúlkurnar, sem sumar hverjar eru búnar að leggja skóna á hilluna. Fyrsti karlaleikurinn, fer fram strax á eftir leik Ármanns og Vals, en þó mætast botnliðin i mótinu, 1R og nýliðarnir Fylkir. Þarna eru jöfn iið á ferðinni og þá má þvi búast við skemmtilegum leik og tvisýnum. Þá kemur að leik kvöldsins — þegar Islandsmeistararnir Fram mæta hinuefnilega liði Armanns. Leikurinn verður örugglega geysispennandi fram á siðustu sek.. Siðasti leikur kvöldsins verður á milli Vikings og Kr og sá leikur verður einnig tvisýnn, þó að Vikingsliðið sé sigurstrang- legra. Sem sé þrír spennandi leikir i meistaraflokki karla, milli liða sem eru svipuð að styrk- leika. SOS. Á víðavangi Einn af þessum mönnum stakk upp á þvi að láta fara fram prófkjör um næsta for- mann Sjálfstæðisflokksins af þvi að hvergi geta Sjálfstæðis- menn komið saman einn eða fleiri án þess að leiða hugann að þessu steinbarni i maga flokksins. Prófkjörið fór fram þarna upp til fjalla meðal ungra ihaldsmanna. Urðu úrslit, að Jóhann Hafstein fékk ekkert atkvæði Gunnar Thoroddsen 13 atkvæði og Geir Hallgrims- son 3 atkvæöi.Skiluðu 4 auðu.” neitt útborgað, en þá voru hins- vegar teknar tæpl. 29 þúsund krónur i útsvar og skatta. Mánuðinn áður hafði maðurinn verið i sumarfrii og þessvegna ekki fengið neina yfirvinnu. En hversvegna er allt fastakaupið og meira en það tekið iskatta. Jú, það er vegna þess að á siðasta ári vann maðurinn svo mikla aukavinnu. A vinnustaðn- um er vaktavinnufyrirkomulag, og þær aðstæður skapast þar oft, að kalla verður menn út á aukavaktir, og verða þeir þá að fara, hvort sem þeir vilja eða vilja ekki. Þannig aðstæður sköpuðust oft á árinu 1971, og auðvitað hækkuðu launin i samræmi við það. Nú má kannski segja, að þessir menn eigi að hafa vaðið fyrir neðan sig, og leggja hluta launanna i banka, til að mæta sköttunum á næsta ári, en slikt er ekki alltaf svo auð- velt. Hinsvegar myndi staðgreiðslu- kerfi skatta koma i veg fyrir að menn væru á köldum klaka árið eftir að þeir ynnu mikla auka- vinnu. Eiginkona rikisstarfsmannsins sagði að heimilishaldið væri erfitt, og yrði það næstu dagana, og i ofanálag bætast svo ýmsir aðrir erfiðleikar á heimilinu. Philip Jenkins í tónleikaferð SB-Reykjavlk Philip Jenkins pianóleikari, sem undanfarna vetur hefur kennt við Tónlistarskólann á Akureyri, heldur á næstunni tón- leika á sex stöðum á landinu. Verk þau, sem hann flytur, eru eftir Beethoven, Pál isólfsson, Scarlatti, Debussy Wishart, Bar- tok og Liszt. Fyrstu tónleikarnir verða i Sel- fossbiói á þriðjudagskvöld. A fimmtudagskvöldið siðan i Ara- tungu, þá á tsafirði á föstudags- kvöld, á Neskaupstað á laugar- dagskvöld og á Húsavik á sunnu- dagskvöld. Auk þessa heldur Jen- kins siðustu kynningu sina á pianósónötum Mozarts á Akur- eyri þriðjudagskvöldiö 24. okt. 1 vetur kennir Philip Jenkins við Royal Academy of Music i London, en þar stundaði hann nám á sinum tima. Jenkins er einn þeirra þriggja listamanna, sem stofnuðu „Trio of London” sem hélt tónleika viða um Evrópu og m.a. hér á landi. Það eru vinir og aðdáendur Philips Jenkins hér á landi, sem staðið hafa að undirbúningi tón- leikaferðarinnar. „Ein er upp til fjalla yli húsa fjær”. (Mynd Grétar Eiríksson). Leigir land til rjúpnaveiða veiði hefst 15, október Stp-Reykjavik Nú fer rjúpnaveiði senn að hefjast. Fara eflaust margir á stjá með byssuhólka sínaj ýmist til að veiða upp á sport og hrista af sér borgarslenið með útivistinni, eða þá til að veiða i helgarmatinn og jólamatinn.en eins og allir vita er rjúpan klassiskur jólamatur, og hefur lengi veriö. Það kemur ekki að sök, þótt enn sé langt til jóla, þvi frystikistur eru nú á flestum heimilum. Þá veröur einnig næg eftirspurn frá kjötverzlunum. — Magnús Gislason, annar eigandi Staðarskála i Hrútafirði, hefur tekið á leigu afréttarland Bæjarhrepps i Strandasýslu, Geldingafell og norðanverða Tröllakirkju. Hefur hann nú auglýst leyfi til rjúpnaveiði i þessu landi og eru leyfin seld í Staðarskála. Er öörum en þeim, sem ekki afla sér leyfis, stranglega bönnuð veiði á þessu svæði. Leyfi til rjúpnaveiða gengur i gildi sunnudaginn 15. okt. og stendur til 20. desember. 1 viðtali við Timann i gær, sagði Magnús að þeir Eirikur bróðir hans, heföu Staðarskála opinn allan veturinn og hefðu þvi ákveðið að taka landið á leigu til að nýta þá þjónustu, sem til staðar er, en yfir veturinn eru vöruflutningabilstjórar aðalvið- skiptavinirnir. Er erfitt að halda staðnum gangandi meö svo litil viðskipti. 1 Staðarskála gefst veiðimönnum kostur á fæði og húsnæði, og svo geta þeir einnig fengið nesti, ef þeir óska. Veiði- leyfið sjálft kostar 300 kr. yfir daginn. 1 fyrra hafði Gunnar Guð- mundsson sem hafði Forna hvamm fyrir nokkrum árum, landið á leigu til rjúpnaveiöa, en i hitteðfyrra, var þaö Hafsteinn Ólafsson, sem nú situr i Forna- hvammi og haföi hann þá alla Holtavörðuheiöina á leigu. Ekki hefur verið mikið um rjúpu ásvæðinu undanfarin ár, en þó mun fjöldinn fara vaxandi og er álitið að hannnái hámarki, 1974 skv. hugmyndinni um 11 ára sveiflu i rjúpnafjöldanum. Sagöi Magnús, að leitarmenn hefðu oröið varir við þó nokkuð af rjúpu i göngunum í haust. Nokkuð af pöntúnum liggur fyrir nú þegar, til dæmis eitthvað um 12 núna um helgina. Gott haustveður var í Hrútafirði á föstudag, sunnanátt og rigning. Enginn snjór er á láglendi, en fjallatoppar bera hvita hettu. Rjúpnaveöur er þvi hið ágætasta. — Undanfarin ár hefur oft borið við, að rjúpnaveiöimenn hafi villzt á feröum sínum stundum fyrir eindæma kæruleysi, og komið af stað mikilli leit. Er vert að minna þá á, að búa sig betur út og vera fyrirhyggjusamari, er þeir halda á heiðarnar i haust, þvi veður geta verið válynd á þessum árstima. Fornvinur og skólabróðir Helga Hóseasonar skrifar 1 tilefni af endurteknum blaða- fregnum þess efnis, aö ég undir- ritaður hafi verið lögfræðilegur ráöunautur fornvinar mins og skólabróður. Helga Hóseassonar trésmiðameistara.i baráttu hans við þjóðfélags- og kirkjuyfirvöld undanfarin ár, óska ég að greina Athugasemd fró lögfræðingum Framhald af bls. 3. Við undirritaðir lögmenn manns þess, sem orðaður er við svokallað barnsrán óskum eftir að leiðrétta ranghermi i dagblöð- um um málið: 1. Barnið var ýmist hjá móður sinni eða föður i Englandi, áð- ur en faðirinn fór með barnið til íslands. Forræði þess var því óskipt milli hjónanna. Faðirinn rændi því ekki barninu, þar sem það var i hans umsjá, þegar hann fór með það til ís- lands. 2. Skjöl, sem mál þetta varða eru skv. frásögn mannsins m.a. hjá lögmanni hans.en lögmaðurinn neitaði að afhenda honum þau skjöl. Maðurinn gat þvi átt von á þvi, að ekki yrði haldið með réttlæti á máli hans i Englandi. Skjöl þessi hafa ekki enn komið fram i málinu. 3. Hinn enski forræðisúrskurður var upp kveðinn, eftir að barnið var komið til tslands með föður sinum. Enginn lögmaður var til staðar i réttinum til þess að gæta hagsmuna mannsins. 4. Lögskilnaður var veittur i Eng- landi að manninum fjarstödd- um. 5. Maðurinn hefur ekki verið ákærður fyrir neina refsiverða háttsemi. 6. Meðan á samvistarslitum þeirra hjóna stóð og þau voru bæði i Englandi fór konan með barnið bæði til Frakklands og Portúgal án vitneskju manns- ins. Reykjavik, 13. okt. 1972. GisliG. ísleifsson hrl. Jón Oddsson hrl. frá eftirfarandi, til þess að koma i veg fyrir frekari misskilning og óþægindi, sem umræddur frétta- flutningur virðist hafa gefið til- efni til. Það er rétt, að Helgi Hóseasson leitaði til min á sinum tima i þeim vanda, sem hann taldi sig eiga við að búa. Þá þegar tjáði ég honum, að litlar likur mundu til, að hann fengi þvi framgengt, sem hann óskaði eftir, og neitaði algjörlega að eiga hlut að málarekstri fyrir dómstólum þetta varðandi. Hins- vegar féllst ég á, að benda honum á þau lagaákvæði, sem helzt væri við að styðjast i þvi óvenjulega máli, sem hann kvaðst vilja fá úr- skurð eða dóm um. Þá lofaði ég honum, sem vinargreiða, að ræða við sóknarprest og önnur kirkju- yfirvöld um möguleika á þvi, að þessir aðilar yrðu við óskum Helga um að afturkalla og ógilda það heit eða sáttmála, sem bund^ ið er skirnar og fermingarathöfn islenzku þjóðkirkjunnar. Aðilar þessir tóku i fyrstu vel málaleitan Helga, en töldu siðar ekki fært að verða við þessum óskum á þann hátt, sem hann fór fram á. — Viðþessi málalok tel ég minum afskiptum af máli þessu hafi að mestu verið lokið, en ég áleit að þau miðuðu eingöngu að þvi, að leysa viðkvæmt persónu- legt vandamál, sem viðkomandi taldi varða sin grundvallarmann- réttindi. Þegar Helgi Hóseasson vildi siðar leita til dómstóla, tjáði ég honum, að slikt teldi ég ekki ráðlegt og neitaði fullkomlega að annast slikan málarekstur. Sú neitun orsakaði nær vinslit okkar i millum, enda þótt ég telji enn i dag, að Helgi Hóseasson sé fyrir margra hluta sakir meðal hinna hreinlyndustu og beztu manna, sem ég hefi kynnzt. Með þvi að þeir atburðir, sem nú hafa gerzt fréttnæmir um framferði og meðferð þessa sér- staka manns eru þess eðlis, að ég geri ráð fyrir, að hann vilji einn bera á þeim ábyrgð og ég tel al- gjörlega tilefnislaust að setja þá i samband við fyrri kunningsskap okkar, vil ég eindregið mælast til þess, að þér birtið i blaði yðar framangreinda skýringu, svo að simahringingum og öðrum óþægindum linni á heimili minu vegna framangreinds máls. Vildi ég i stað slikrar þjónustu við sima og hæpinn fréttaflutning nota eina tómstund til að heimsækja, þrátt fyrir allt, góðan dreng, og fremur ræða við hann um skáldskap og skemmtilegt merkisfólk austan af landi. En á slikum hlutum veit' viðkomandi góð skil og er honum að jafnaði, að þvi er ég ætla, hug- stæðara en þau verk hans, sem um skeið eru vinsælast umræðu- efni hér i borg. E; pau verk hefi ég ekki — og get ekki — tekið að mér að verja. Sk: i þvi efni, sem fleiri sjálfsag: iikið á milli min og hans og fjöída annarra. Pétur Þorsteinsson, lögfræðingur Auglýsið í Tímanum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.