Tíminn - 14.10.1972, Blaðsíða 16

Tíminn - 14.10.1972, Blaðsíða 16
Silfur hafsins á Hótel Allt sem fólk getur látið i sig af þessu girnilega matborði á Hótel Esju, stendur gestum framvegis til boða fyrir 300 krónur. Annars eru þetta sildarréttir, reykt, steikt, soðin, marineruð og alla vega meðhöndluð sild og salöt úr sild. Réttirnir eru 18 til 25 eftir atvikum og smakkast ákaflega vel. Yfir krásunum standa þau Sigurður Haraldsson umsjónar- maður, Sylvia Jóhannesdóttir, yfirsmurbrauðsdama og Birgir Viðar Halldórsson veitingastjóri. Norska stjórnin að fæðast: Þrjár konur ráðherrar NTB-Ósló Stjórnarskipti verða trúlega i Noregi á miðvikudag eða fimmtudag i næstu viku. Að öllum likindum verður Dagfinn Várvik utanrikisráðherra og Hallvard Pravda hrósar Nixon NTB-Moskvu Pravda, málgagn sovézka kommúnistaflokksins, hrósaði i gær Nixon Bandarikjaforseta á hvert reipi fyrir utanrikis- stefnu hans og sagði, að hann væri nær öruggur um að ná endurkjöri. McGovern var hins vegar sagður sifellt vera að skipta um stefnur. Hó að bandariskir kjósendur séu gjörsneyddir öllum eld- móði og félagar flokkanna tveggja vonsviknir, er nokkurn veginn vist, að Nixon mun sigra McGovern, segir i blaðinu. Ein af orsökunum er hin frábæra stefna Nixons i utanrikismálum og þá fyrst og fremst förin til Moskvu. Hinar ýmsu skoðanakannanir hafa sýnt stöðugt vaxandi fylgi for- setans, siðan hann ákvað að l'ara til Moskvu. Að endingu sagði Pravda, að flestir sérfræðingar á verzlunar- og iðnaðarsviðinu, svo og almenningur i Banda- rikjunum teldi, að verzlunar- samningur milli rikjanna mundi einnig hafa mikil áhrif Nixon \ hag. 29 metra brú á Gilsá á Jökuldal JK-Egilsstöðum Nú er verið að Ijúka við brúar- gerð á Gilsá á Jökuldal og verður |>ar hæsta brú á landinu, en brú- argólfið er 2!) metrum fyrir ofan vatnsborðið, og sjálf brúin er 11« metra löng. Gilsá rennur utan við Skjöldólfsstaði i djúpu árgili og heíur áin verið hinn versti farar- tálmi á vetrum sökum snjóa og hálku, og er sannarlega mildi að engin slys skuli hafa hlotizt á þessum stað. En m.a. hafa póst- Þjófurinn vildi ekki súkkulaðið SB-Reykjavik Brotizt var inn i súkkulaði- verksmiðjuna Lindu á Akureyri i fyrrinótt.Ekki leit þjófurinn við sælgætinu, heldur lét sér nægja að eyði- leggja skrifborð á skrif- stofunni og skildi siðan eftir skilriki sin og merkt lyfjaglas, sennilega lögreglunni til glöggvunar. Þjófurinn, sem er utanbæjarmaður, komst inn með þvi að brjóta glugga á kaffistofu. Gárungi á Akureyri segir, að Eyþór Tómasson forstjóri Lindu sé gramur þjófnum fyrir að sýna súkkulaðinu slika litilsvirðingu að bragða ekki á þvi. Eika viðskiptaráðherra. Ráð- herralistinn verður ef til vill lagður fram i dag, en þó senni- lega ekki fyrr en á mánudaginn. L'pplýst var i gær, að i aðalat- riðum væri ráðherralistinn til- búinn og umræður gengju vel, en eitthað gæti þó breytzt i lokin. Talið er að miðflokkurinn fái i sinn hlut sjö ráðuneyti og vinstri flokkurinn og kristilegi þjóðar- flokkurinn fjögur hvor. Fastlega er búizt við að ein kona úr hverjum flokki verði ráðherra. DSB hótað í nafni Araba - en sprengjan var meinlaus NTB-Kaupmannahöfn Hrollvekjandi nöfn á arabiskum skæruliðasamtökum stóðu undir bréfi, sem fannst i skjalatösku á aðalskrifstofu dönsku rikisjárnbrautanna i gær. 1 bréfinu var hótað að sprengja nokkrar lestir i loft upp, ef ekki yrðu greidnar sjö milljónir króna. Ósköpin enduðu svo með þvi að sprengja fannst —en hún var þá bara meinlaus eftirliking. I bréfinu voru nákvæmar upplýsingar um, hvernig afhenda ætti lausnargjaldið fyrir upplýsingar um sprengjurnar. Sagt var að þeim hefði þegar verið komið fyrir i lestunum. Mikil ringlureið varð og stjórn járnbrautanna bjóst til að sækja peningana. Þá fannst „plat- sprengjan” i kjaHara aðal- stöðvarinnar. Árangur Parísarferðar Kissingers: STOÐVUN LOFTARASA FYRIR KOSNINGAR? NTB-Washington Mörg ljón eru enn á veginum til friðar i Vietnam, að þvi Ronald Ziegler lét að liggja á blaða- mannafundi i gær, eftir að Kissinger hafði lagt skýrsluna um viðræður sinar við Tho fyrir Nixon. Ziegler lét þó i það skina, að svo mikill árangur hefði náðst, að Nixon gæti látið hætta loft- árásum og opnað hafnir fyrir kosningadag. Ziegler, sem er blaðafulltrúi Hvita hússins sagðist ekki vilja rengja þau ummæli Le Duc Tho á flugvellinum i Paris, að enn væru mörg vandamál óleyst. Ekki vildi Ziegler svara spurningum um, hvort Nixon væri bjartsýnn eða svartsýnn, eftir að hafa kynnt sér öll atriði viðræðnanna. menn Jökuldælinga farið yfir brúna á öllum árstimum. Nú er i smiðum brú yfir ána og er hún hið mesta mannvirki. Fréttamaður blaðsins hitti Sigurð Jónsson, brúarsmið að máli i gærmorgun, en hann stjórnar þessu verki. Sigurður sagði, að hann hefði byggt 138 brýr, sem væru 4 metr- ar eða lengri að þessari brú með- taldri og er brúin yfir Gilsá sú langstærsta, en auk þess hefur Sigurður stjórnað smiði á 60 styttri brúm. Svo það er margur farartálminn yfirunninn fyrir hans tilstilli. Brúin yfir Gilsá liggur þvert yf- ir árgilið, og hæð brúargólfsins er, eins og fyrr segir, 29 m yf- ir vatnsborðinu og er hún jafn- framt hæsta brú á landinu. Lengd brúarinnar er 102 metrar milli stöpla og hvor stöpull er 7 metrar á hæð, en alls er brúin 116 metra löng. Brúin er stálbitabrú, og alls fóru 100 tonn af stálbitum brúnna. 85 tonn af sementi, 81 tonn af timbri fóru i uppslátt og 14 tonn af steypustyrktarjárni voru notuð. Brúarsmiðin tafðist i mánuð i sumar vegna þess að járnbitarnir komu ekki á réttum tima, en nú á aðeins eftir að steypa brúargólfið og er ætlunin að gera það i haust ef tið leyfir. Fjórtán manns unnu við brúar- gerðina þegar flest var, en nú eru þar átta manns við vinnu, auk Sigurðar. Þessi brú tengir saman nýja veginn yfir Jökuldalsheiði og Austurlandsveginn. Brúin er mjög mikil samgöngubót og segja má, að hún tengi Austurland við aðra landshluta. Nýja eldhúsið við l.andspitalann. Timamvnd Gunnar) NYTT ELDHUS VIÐ LANDSPÍTALANN Stp—Reykjavfk. Eftir einn til tvo mánuði verður tekið til notkunar nýtt eldhús við Landspitalann i Reykjavik, en smiði þess hefur staðið i ein fjög- ur ár. Gamla eldhúsið, sem notað hefur verið með smálagfæringum frá þvi að spitalinn var byggður, er fyrir löngu orðið allt of þröngt og úrelt, eða „forneskjulegt" eins og Rögnvaldur Þorkelsson for- maður byggingarnefndar Land- spitalans, komst að orði i viðtali við Timann. Gamla eldhúsið er i kjallara Landspitalans (sem tók til starfa 1930), en það nýja er i nýrri álmu. 1 eldhúsinu verða nýjar og fullkomnar vélar, og annað kerfi notað við matarskömmtun.Koma erlendir sérfræðingar nú i lok mánaðarins til að setja nýja kerf- ið i gang og stilla það, en siðan verður það reynt i nokkurn tima. Maturinn verður nú skammtað- ur i eldhúsinu, en ekki úti á deild- unum eins og verið hefur. Skammtað verður á bakka handa hverjum sjúklingi i eldhúsinu, og siðan flytur færiband bakkana i vagna, sem fer með þá inn á hverja deild, einn vagn fyrir hverja deild. Vagnarnir eru útbúnir hitatækjum, svo að mat- urinn kælist ekki á leiðinni. Með þessu kerfi flyzt mikil vinna af deildunum yfir i eldhúsið. Að sögn Rögnvaldar verður kostnaðurinn við eldhúsið, bygg-, ingar- og tækjakostnaður eitthvað á annað hundrað millj. króna. Laugardagur 14. október 1972.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.