Tíminn - 14.10.1972, Blaðsíða 9

Tíminn - 14.10.1972, Blaðsíða 9
Laugardagur 14. október 1972. TÍMINN 9 Hjöru Bjarman. Þcgar maöur er loks kominn á spenann hjá rikinu og búinn að fá áttatiuogfimmþúsund og vel þaö upp á vasann i reisupeninga, þá finnst mér endiiega, aö ég veröi að gera grein fyrir hvert skatt- peningur þjóðarinnar fer og um leið aö skrifa ofurlitið ferðarabb. Ameríkani og hæglátur Ástralíumaður Ferðinni er heitið austur til Fipnlands og meiningin að slappa af og jafna sig eftir vist á Borgarsjúkrahúsinu hér i borg. En ég stenzt ekki freistinguna að lita við i höfuðborgum allra Norðurlanda, þó ekki sé nema til að sýna konunni minni, hvernig þar er. Þvi þetta er raunar i fyrsta sinn, sem við förum i skemmtiferð til útlandsins. t Osló bý ég á litlu hóteli á sjálfum Karli Jóhann, sem er fin gata. Hótelið er varla meira en þriðja flokks og þætti að minnsta kosti ekki merkilegt ef það væri staðsett norðan heiða, þar sem allir ætla að verða rikir af að taka á móti ameriskum og þýzkum túristum. Við hjónin sitjum i setustofunni, horfum á sjónvarp. Hjá okkur eru amerisk hjón, þau eru frá Florida og hann segist vera i áfengisbransanum, kaupa vodka frá austurblokkinni og er á heim- leið eftir velheppnaða bissnesa. Hann er sköllóttur á góðum aldri, talar i gegn um nefið og kona hans er ofurlitið tepruleg með mikið dinglumdangl allsstaðar hangandi á sér. „Það var fint i Kópenheigen. Þeir fóru með mig i Karlsbergs- brugghúsin og ég fékk fritt að drekka. Danskir eru stórir i stykkinu og framsýnir, verzl- unarmenn á heimsmælikvarða. Það er munur eða hér. Kerlinginhér á hótelinu, bókstaf- lega skammtaði okkur, þegar við óskuðum eftir upplýsingum. Og svo er kuldinn að drepa mann, konan verður að vera i loð- kápunni uppi á herberginu og ég að sofa i ullarpeysunni minni. Já og svo eru prisarnir alveg óguð- legir”, segir ameriski vinkaup- maðurinn og hann heldur áfram og reigir sig i stólnum um leið og hann gefur konunni sinni auga: „Norðmenn kunna ekkert á túr- ista, þeir ættu að skammast sin. Hún Mary min kann sig og það vita allir, sem til þekkja, en samt lá við að setti að henni grát, þegar hún leit inn i silfurbúð i morgun og búðarlokan sagði að hún ætti að halda sig heima i staðinn fyrir að vera á rápi hinum megin á hnettinum, þar sem enginn skildi hana. Við hlökkum til að komast til Stokkhólms. Þið lentuð i bölv- uöu basli með hann landa minn Robert James Fischer i sumar. Hann er sérvitringur og mont- hani. Allir i minni borg stóðu með Boris Spasský. Hann kann sitt fag drengurinn sá, og enda er hann vist ekki kommúnisti. Þaö sögðu þeir að minnsta kosti i blaðinu Ég held við heföum rasskellt Bobby piltinn, ef hann hefði litið inn i rótaryklúbbinn okkar heima.” Hæglátur Astraliumaður hefur bætzt i hópinn og leggur orð i belg: „Þið staöið i ströngu þarna norður frá og ætlið að hrifsa sjóinn frá Bretanum. Þetta eru fyrrverandi landsmenn minir, BJÖRN BJARMAN: Reisurabb frá Norðurlöndum 7. f Óslóborg um helgi Unga fólkið þarna á flugkon- tórnum villalltfyrir mig gera, og ég er upp með mér af þessari ágætu fyrirgreiðslu. Laust fyrir hádegi og ég sprangandi með frúna á Karli Jóhann. Á torginu fyrir framan þinghúsið er margt af dúfum og litlum spörfuglum og bitast um molana, sem mannfólkið hefur skilið eftir. Við förum i kiöt- verzlun og kaupum grillaðan kjúkling til að hafa i hádegisrhatinn. Eftir hádegið með „trikken” upp á Holmenkollen og þar kaffi og rjómatertur. Og á eftir rogumst við upp brekkuna i áttina að Holmenkollen Turisthotel, þar sem ég bjó i fyrrahaust. Hótelið er ævagamalt og fullt af skemmtilegum munum, mál- verkum, útskornum lista- verkum, bróderii og vefnaði. Konunni finnst dásamlegt að reika um þessi virðulegu og stil- hreinu húsakynni. Skemmtileg tilviljun eftir kvöldmatinn. Islenzk kvikmynd i sjónvarpinu. Mývatnsmynd gerð af islenzkum sjónvarpsmönnum. Þægileg tilbreyting i útlandinu. Sunnudagur og sólskin. Útsýnis- ferð með ameriskum og þýzkum túristum. Toppurinn á ferða- laginu er auðvitað Wigelands- garðurinn og Munksafnið. Uppi við skiðapallinn á Holmenkollen kallar einn Amerikaninn i mig og spyr mig, hvort ég sé Islendingur og þegar ég jánka segist hann vera vestur- islenzkur og hafi verið heima i sumar: „Ég heiti Þórður Árni og afi og amma báðum megin voru islenzk ég held frá Eyrarbakka. Landið er töfrandi og ekki skemmir fólkið það. Það gerði ekkert til þó það væri rigning á hverjum degi, bara betra. Alls staðar hlýja og gestrisni, já og hitaveitan, hreina loftið og góða vatnið. Ég á engin orð til að lýsa öllu heima. V.ð komum áreiöanlega aftur næsta sumar og þá ætlum við vestur á firði til að hitta skyldfólk og kannski förum við lika norður. Ég kalla mig Ted og er frá Norður- Dakota”, og hann heldur áfram að tala og endurtekur hástigs- lýsingarorðin um þetta unaðs- lega, nýfundna land sitt norður , við heimskautsbaug. Og þegar hinir Amerikanarnir heyra að við erum að tala um Island, þá dynja á mér spurningarnar og ég á fullt i fangi með að svara og norski kventúlkurinn sér, að ég er að stela af henni senúnni, setur upp fýlusvip og horfir i gnaupnir sér biðandi eftir að fá aftur að vera aðalmanneskjan. Sólin heldur áfram að skina og meira ferðalag. Bátsferð út i Bygdey og skoöað þjóðminja- safnið. Mikið stapp og labb og margt að sjá Við erum þreytt i fótunum, þegar heim á hóteliðl?) kemur enda sólin setzt og byrjað að húma úti. Siðasta kvöldið og þá skála i Madeira, og við leyfum okkur þann munað að þykjast vera alvörutúristar i á að gizka klukkutima. Fáir á ferli á Karli Jóhann, þegar við röltum heim i kvöld- kulinu. Nokkrir háværir ung- lingar með Neimerki i barminum eru skammt fyrir neðan hótelið okkar. A morgun verður það Stokkhólmur. Ný borg og ókannaðar leiðir. „Ætli við fáum ekki vistlegra herbergi i Stokkhólmi,” segir konan min áður en við förum i háttinn. Ég get engu lofað. Vel á minnzt, rúmfötin á hótelherberg- inu eru hrein, en hvergi var sápu að iinna. b. hótel á tslandi? Er verðlagið við- ráðanlegt? Seljið þiö bjór með mat? Fær maður pólskan vodka á börunum? Hvað er hitastigið hátt á sumrin?” Og Ameríkaninn heldur áfram að hella yfir mig spurningum, sem ég reyni að svara eftir beztu samvizku. Maðurinn i sjónvarpinu spáir betra veðri fyrir morgundaginn. Gott fólk islendingar Eldsnemma morguns, þvi ég er morgunskarfur. Á torginu fyrir framan járnbrautarstööina stendur ungur Austurrikismaður norpandi i morgunkulinu. Hann segist biða eftir fari til Kaup- mannahafnar. „Ég er raffræðingur og er á heimleið. Lenti i partýi og á kvennafari i nótt og er fjári þunnur. Annars á ég viskýleka i flösku i rassvasanum, en ég kann ekki að drekka annað er bjór svona snemma og það drekkur heldur enginn af stút út á miðri Oötumynd frá Osló. um manninn fyrir utan járn- brautarstöðina. Uppgjafabrenni- vinsberserkur á snöpum eftir einhverju matarkyns úr rusla- tunnum. Austurrikismaðurinn farinn til Kaupmannahafnar, og norski sjómaðurinn fylgist með mér upp Karl Jóhann. „Djöfuls nirflar eru þessir Austurrikismenn og Þýzkarar og nú á að fara að selja Noreg. Við, sem stundum sjóinn stöndum saman gegn útgerðar- bröskurunum og kapitalistunum. Eruð þið i Efnahagsbanda- laginu? ” Áður en ég get svarað er Norðmaðurinn horfinn inn i næsta aungstræti. Allt i einu fyrir framan ráð- húsið og bátarnir að koma aö með rækjur, þaraþyrskling og ýsuseyði. Þætti lélegur afli hjá trillukörlunum fyrir austan. Fátt af kúnnum, og veðurbitinn sjó- maður kemur upp á kajann og gefur sig á tal viö mig: „Hann er tregur núna. Böl- kemur sá dagur, að við getum fylgt ykkur i þessu sanngirnis- og réttlætismáli. Gott fói.k ís- lendingar, hitti marga góða karia, þegar ég var á sildinni i gamla daga”. Og nú eru komnir viðskipta- menn og Norðmaðurinn með hrukkurnar i andlitinu og ylinn i augunum fer aftur niðrí bátinn sinn. Vestur-Islerdíngur á Holmenkollen Það er hætt að rigna og sólin glennir sig, já og það er sama sólin og skin yfir Austurvelli. Og svo er að leita uppi Loft- leiðaafgreiðslu. Hún er á næsta leiti, og ég ber upp erindið við ungan mann. „Taskan min hefur glatazt, sennilega villzt til Stokk- hólms”, segi ég og ber mig illa. „Allt i lagi, við reddum þvi”, segir ungi maðurinn og er upp- örvandi. Augsýnilega réttur maður á réttum stað. og ég ætti að þekkja þá. Ég hef^ verið fjörutiu ár, i Ástraliu og stunda útgerð, svo ég er ekki alveg ókunnugur bransanum. Ég veit, að mina menn langar til að sýna ykkur tennurnar, en gallinn er bara sá, að þeir hafa ekki farið i tannlækni siðustu árin og þaðan af siður notað tannbursta. Geð- slegur maður þessi utanrikisráð- herra ykkar, sá hann á sker- minum i Danmörku. Hann lætur vonandi ekki fyrrverandi landa mina segja sér fyrir verkum”. „Góður fiskurinn ykkar”, segir Flóridamaðurinn. „Eru sæmileg götu”, segir sá austurriski og reynir að bera sig mannalega. Okkur kemur saman um að fá okkur hressingu i bakkabúðinni við járnbrautarstöðina. Kaffið hressir og sjómaður vestanfjalls fær sæti við borðið hjá okkur. Hann drekkur bjór, og segist bara eiga fyrir einum. „Eigið þið i staupinu, strákar”?, spyr,sjóarinn. „Komdu með fram á klósett, og ég skal gefa þér einn stuttan”, segir austurriski raf- fræðingurinn. Það er rigning og ekki margt vaður ræfill. Fer versnandi með hverju árinu. Hvaðan ertu góði?” Ég segi til min, og þá fer hann að tala um landhelgina: „Þið eruð á réttri leið. Maður þekkir þetta. Ef almennilegbleyða finnst, þá eru togararnir þar og skrapa allt upp. Þið verðið að standa ykkur i slagnum við Breta og láta ekki þvinga upp á ykkur einhverja nauðungarsamninga eins og verið er að gera við okkur þessa dagana. Stórveldishrokinn er ofarlega i þeim brezku og enn stutt i heimsveldið, sem nú er fyrir bý. Já, vinur, vonandi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.