Tíminn - 16.10.1972, Blaðsíða 16

Tíminn - 16.10.1972, Blaðsíða 16
TÍMINN Þriöjudagur. 17. októbcr 1972. Reykjavíkurmótið í handknattleik: Fram sigraði Armann 14:12 og hefur tekið örugga forustu f Reykjavíkurmótinu - Axel Axelsson skoraði 8 mörk Ármenningar stóöu lengi vel i islandsmeisturunum Fram, þeg- ar þeir léku gegn þeim á sunnu- dagskvöldiö i Laugardalshöllinni. Ármenningar tóku strax góða for- ustu i leiknum, en Framarar söx- uöu á forskotið, komust yfir og sigruöu 14:12 i góðum leik. ÍR- ingar áttu f erfiölcikum gegn ný- liðunum úr Fylki og i siðasta leik kvöldsins, sigraði Vikingur, vesturbæjarliöiö KR. Fylkisliðið að sækja í sig veðrið, það skoraði tólf mörk gegn IR. Fylkisliðið er aö sækja i sig veðrið, leikmenn liðsins skora nú fleiri mörk, — eftiraö liðið er búið að leika fleiri leiki. Leikmenn Fylkis skoruðu tólf mörk gegn 1R og voru sum þeirra stórglæsileg. Ásbjörn Skúlason, kom Fylkislið- inu yfir 1:0 gegn lR-liðinu, sem svaraði fyrir sig fljótlega og komst yfir 2:1 eftir 9. min. 1R- liðið, bætti svo við forskot sitt og leikar stóðu 9:4 i hálfleik. Brynjólfur Markússon, skoraði svo tvö fyrstu mörk siöari hálf- leiks fyrir 1R og allt útlit var að 1R ætlaði að sigra auðveldan sigur, þegar Ólafur Tómasson skoraði 12:5, af linu. Þá tók Fylkisliðið heldur betur við sér og Einar Agústsson skoraði tvö góö mörk, en þá skoraði Jóhannes Gunnarsson fyrir tR úr hraðupp- hlaupi. Þessu marki svara leik- menn Fylkis, með næstu þremur mörkum — AsbjörnsSkúlasonar, Einars Einarssonar og Einars Agústssonar, og staðan er orðin 13:10. Agúst Svavarsson skorar þrjú mörk fyrir tR, en efnilegur Fylkisleikmaður Asbjörn, skor- aði eitt mark i millitiðinni. Einar Agústsson lagaði svo stöðuna i 16:12 — Jóhannes Gunnarsson, átti siðasta orð leiksins og skoraði 17:12 ú hraðupphlaupi. IR-liðið lék mjög lélegan varn- arleik gegn Fylki, og lét liðið Fylkismenn skora mörg ódýr mörk, með langskotum. Leik- menn Fylkis notfærðu sér veik- leikann i vörn 1R og skoraði ungur og efnilegur leikmaður, Asbjörn Skúlason, sex mörk gegn tR — sum þeirra stórglæsileg. Axel Axelsson skoraöi átta mörk gegn Ármanni og þau dugöu Framliðinu til sig- urs. Enn einu sinni sýndi Axel Axelsson, að hann er okkar lang- bezta langskytta I dag, þegar hann skoraöi átta mörk gegn Armanni, en leikmenn Ármanns réðu ekki viö Axel og þar af leið- andi náðu þeir ekki að sigra Fram.þó að þeir hafi byrjaö vel i lciknum gegn Framliöinu. Ármannsliðið komst yfir 3:0 með mörkum frá Birni Jóhannes- syni, Ragnari Jónssyni og Vil- bergi Sigtryggssyni. Eftir sjö min. skoraði svo Framliðið sitt fyrsta mark, það gerði Axel Axelsson úr viti. Grétar Arnason, skoraði svo 4:1, en Axel skoraði úr viti fyrir Fram. Ragnar Jónsson, bætti marki við fyrir Armann. Á 12. min. skoraði svo Sigurbergur Sig- steinsson, mark fyrir Fram, en Ragnar svaraði með góðu lang- skoti. Axel skoraði fjórða mark Fram, sem Jón Astvaldsson, svaraði og Armannsliðið hafði þá yfir 7:4. En þá kemur slæmur leikkafli hjá Armanni, sem kost- aði Armannsliðið sigur i leiknum. Sigurður Einarsson, skoraði mark af linu og Axel bætti marki við. Þá jafnar Sigurður úr hrað- upphlaupi og þegar 23. sek. eru til leikshlé, skoraði Axel mark meö langskoti og kom Framliðinu yfir 7:8. Gylfi Jóhannsson, skoraöi mark fyrir Fram i byrjun siðari hálfleiks,Jón Astvaldsson skoraði fyrir Armann, siðan skiptust liðin Víkingsliöið átti ekki í vandræðum meö KR. I fyrsta skiptið i Reykjavikur- mótinu, lék Vikingsliðið með alla sina sterkustu leikmenn, þegar liðið lék gegn KR. Með liðinu léku Framhald á bls. 13 Svava Sigtryggsdóttir, skoraöi úrslitamarkið fyrir Val gegn Ar- manni. Svava er ein efnilegasta handknattleikskona, sem hefur komið fram i kvennahandknatt- leik. Hún var t.d. kosin bezta handknattleikskonan i móti sem 2. flokkur Vals tók þátt i úti i Danmörku i sumar. Hér á myndinni sést Haukur Ottesen, en hann er yngsti fyrirliöi, sem leikur með 1. deildarliði i handknattleik. Meistaraflokkur kvenna: Valur sigraði flrmann og KR nýliðana úr ÍR - kvennahandknattleikur hafinn Tveir leikir voru leiknir i meist- araflokki kvenna i Reykjavikur- mótinu i handknattleik á sunnu- daginn. A þeim sást aö kvenfólkiö fr ekki komiö i góöa æfingu, en leikir liðanna lofa góöu — leikur Armanns og Vals, var leikur sem margir biöu eftir, þvi aö Armannsliöiö og Valsliöiö, koma til með aö beriast I kvennahand- knattleiknum i vetur, en liöin eru talin beztu kvennaliöin okkar i dag. KR sigraði reynslulitið IR- lið KR og 1R léku fyrri kvennaleik- inn á sunnudaginn og sigraði KR- liðið með miklum mun. Emilia Sigurðardóttir, skoraði fyrsta mark leiksins, en Ólöf Einars- dóttir, jafnaði. A 7. mín. skoraði Hjördis Sigurbjörnsdóttir, annað mark KR og Emilia bætti við þriðja markinu, þegar 25. sek. voru til leikshlés. IR-liöið byrjaði aö skora i siðari hálfleik, — markið gerði Ágústa D. Jóns- dóttir. Eftir það tók KR öll völd á leiknum og þegar leiknum lauk var staðan 10:2 fyrir KR. KR-liöið byggist að mestu leyti upp á tveimur stúlkum — þeim Emiliu og Hjördisi, sem eru ung- ar og efnilegar handknattleiks- konur. Skoruðu þær fjögur mörk hvor i leiknum. Ólöf Hansdóttir skoraði tvö mörk. IR-liðið er ungt lið og eru stúlk- urnar i liðinu ekki nógu öruggar. Með smá festu, getur liðið leikiö þokkalegan handknattleik — t.d. eru leikkonur liðsins ekki nógu ákveðnar i sókn. Keppnisreynsla Vals dugði til sigurs. Kvennaliö Vals, sigraði Armann 3:2 og getur liðið þakkað keppnisreynslu sinni sigurinn. Armannsstúlkurnar höfðu yfir i hálfleik 1:2, en i siðari hálfleik brást þeim bogalistin og sigurinn varð Vals. Katrin Axelsdóttir skoraði fyrsta mark leiksins, fyrir Armann úr vitakasti eftir 30. sek. Valur jafnaði eftir 2. min. er Elin Kristinsdóttir skoraði af linu. Katrin kemur Armann yfir með góðu langskoti. A 3. min. siðari hálfleiks á Sigriður Rafnsdóttir, Ármanni, skot i stöng, ef hún hefði skorað þarna, þá hefði Armannsliðið, verið komið með forustu, sem dugaö hefði til sigurs. Björg Guðmundsdóttir jafnaöi fyrir Val 2:2 á 5. min., en Björg lét verja frá sér vitakast min. siðar. A 7. min. skorar svo Svala Sigtryggs- dóttir fyrir Val og dugði það mark Valsliöinu til sigurs, sem var sanngjarn. Valsliðið er að koma upp ungu og efnilegu liði og verður það ekki auðunnið i vetur. Ármannsliðið er einnig ungt og efnilegt, i liðinu eru góöar langskyttur, sem eru frekar ragar við að skjóta. SOS á að skora, fyrst Axel úr hraðupp- hlaupi, Hörður Kristinsson og Axel úr viti. Armannsliðið tókst að jafna 11:11, með mörkum frá Birni og Vilberg og voru þá liðnar 14. min. af siðari hálfleik. Framliðiö skoraði svo næstu tvö mörkin — Axel og Stefán Þórðar- son, sem lék nú aftur með Fram. Vilberg svaraði og lagaði stöðuna i 12:13 og voru þá tvær min. til leiksloka og leikurinn æsispenn- andi. Armannsliðið reyndi að ná knettinum, en þvi tókst það ekki og þegar 10. sek. voru til leiks- loka, þá sendi Axel stórgóða linu- sendingu, langt utan af velli til Björgvins Björgvinssonar, sem greip örugglega og skoraði 12:14 fyrir Fram, sem hafði þá tekið örugga forustu i Reykjavikur- mótinu. 1 leik Armanns og Fram, fengu áhorfendur að sjá okkar beztu linumenn i dag spreyta sig, en það eru þeir Björgvin og Sigur- bergur, hjá Fram og hinn stór- kostlegi linumaður Armanns, Vil- berg Sigtryggsson, sem sannaði i þessum leik að hann er að vera okkar allra bezti linuspilari. Staðan og þeir markhæstu Fram hefur tekið örugga forustu i Reykjavikurmótinu i handknattleik, liðið hefur hlot- ið 8 stig eftir fjóra leiki. Vikingur er i öðru sæti og Val- ur, sem hefur aðeins leikið tvo leiki, er i þriðja sæti. Eftir leikina á sunnudagskvöldið er staðan þessi. Fram 4 4 0 0 60:38 8 Vikingur 3 2 1 0 40:29 5 Valur 2 2 0 0 27:14 4 KR 4 2 0 2 43:45 4 Ármann 3 1 0 2 36:30 2 1R 3102 35:42 2 Þróttur 3 0 1 2 30:35 1 Fylkir 4 0 0 4 26:64 0 Markhæstu menn: Axex Axelsson, Fram 22 (14) Einar Magnúss. Vik 13 (13) AgústSvavarss. IR 12 ( 2) Björn Pétursson, KR 12 ( 2) Vilb. Sigtryggss. A 11 ( 6) Björn Jóhanness. A. 10 ( 5) Brynjólfur Markúss. IR 10 (10) Haukur Ottesen KR 10 ( 7) Björgv. Björgvinss. Fram 9 ( 4) Guðjón Magnúss. Vik. 9 (12) Markhæstu leikmennirnir hafa greinilega skorað fleiri mörk með liðum sinum i Reykjavikurmótinu nú heldur en i fyrra. Mörkin, sem þeir skoruðu i fyrra, eru i sviga, en það eru mörk leikmannanna, sem þfeir skoruðu i jafn mörg- um leikjum og félag þeirra hefur leikið i mótinu nú. SOS.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.