Tíminn - 16.10.1972, Blaðsíða 19

Tíminn - 16.10.1972, Blaðsíða 19
Þriðjudagur. 17. október 1972. TÍMINN Grein í Sjómannablaðinu Víkingur: Ruglað saman strandi Ægis og vélarskiptum í Þór ÞÓ—Reykjavik. I nýútkomnu hefti Sjómanna- blaðsins Vikingur er grein, sem nefnist Varðskipið bór. Á greinin að fjalla um vélarskiptin i Þór, og gerir það vissulega á sinn hátt. En sá galli er á greininni, að greinarhöfundur ruglar algjör- lega saman strandi varðskipsins Ægis við Selsker á Ströndum, og vélarskiptunum i Þór. Greinar- höfundur viröist litið hafa fylgzt með varðskipunum á siðasta ári og tekur Þór og Ægi fyrir eitt og sama skipið. Greinarhöfundur segir m.a.: Nú á eitt meinlaust strand, þar sem skipi er bjargað vandræöa- laust, ekki að valda nauðsyn til vélaskipta. Aðalvél skips i gæða- flokki þessa skips á aö endast jafnlengi og byröingur, með eðli- legum endurnýjunum á einstök- um slitum. Sú tið er löngu liðin aö skipta um vélar i bátum einu sinni eða tvisvar á ári eins og tiðkaðist fyrstu áratugi aldarinn- ar, svo að eitthvað sérstakt hlýtur að liggja hér á bak viö. Engar tæknilegar byltingar á sviði disil- Sparisjóður Bolunga- víkur í nýja ráðhúsið Krjúl—Bolungavik A laugardaginn var Sparisjóður Bolungavikur fluttur i ny húsa- kynni i ráðhúsi Bolungavíkur, er Hólshreppur hefur látið reisa i samlögum við sparisjóðinn og 1ögreg1ustjóraemb æ 11ið i Bolungavik. Þegar þessari byggingu er lokið, veröa þar, auk sparisjóösins, skrifstofur hrepps- ins og fundarsalur, slökkvistöö og skrifstofur lögreglustjóraem- bættisins. Alls er ráðhúsið 1340 fermetrar að flatarmáli, en að rúmmáli 4890 teningsmetrar. t hlut hreppsins kemur 40%, en sparisjóðs og lög- reglustjóraembættis 30% hvors. Það af byggingunni, sem kemur i hlut hrepps og lögreglustjóraem- bættis, er ekki fullgert enn, en verður væntanlega tekiö i notkun á næsta ári. Sparisjóður Bolungavikur var' stofnaður ll.april 1908, og hefur hann verið i sömu húsakynnum frá þvi 1935, bæði þröngum og óhentugum. Nú fær hann bæði vönduð og vistleg húsakynni, þar sem aðstaðan verður öll hin bezta, bæði fyrir starfsfólk og viðskiptavini. Umsvif sparisjóðs- ins hafa mjög aukizt á seinni árum, þvi að auk þess, sem hann tekur við fé til ávöxtunar og lánar öðrum, annast hann hlaupareikn- ingsviðskipti, innheimtu, giró- þjónustu, afgreiðslu rafmagns- reikninga og fleira. Bókhald annast sparisjóðurinn fyrir lif- eyrissjóðinn i Bolungavik. Það er meðal nýjunga, að nú geta menn fengið geymsluhólf i spari- sjóðnum. Innistæður i sparisjóðnum nema nú.85 milljónum króna og jukust um 35% á siðast liðnu ári, og varasjóöur er rúmar sjö millj- onir króna. A þeim sextiu og fjórum árum, sem liðin eru frá stofnun spari- sjóðsins, hafa miklar framfarir orðið i Bolungavík á öllum sviðum, og hefur sparisjóðurinn óefað stuðlað mjög að þeim. Þessi þróun heldur áfram, og mun óviða á landinu jafnmikið byggt af ibúðarhúsum. En þar er spari- sjóðurinn ein styrkasta stoðin. Fimm menna hafa veitt spari- sjoðnum forstöðu frá þvi hann tók til starfa: Pétur Oddsson, sem var fyrsti forstöðumaður hans, Jón J. Fannberg, Arni Arnason, Steinn Emilsson og Sólberg Jóns- son, er tók við þvi starfi 1961- Stjórn sjóðsins skipa Guðfinnur Einarsson, Benedikt Bjarnason og Guömundur Kristjánsson. Fastráðnir starfsmenn eru þrir. Jón Kr. Einarsson bygginga- meistari sá um byggingu ráö- hússins, en aðalverkstjóri var Bjarni Magnússon. Húsa- meistarar voru bræðurnir Helgi og Vilhjálmur Hjálmarssynir, verkfræðingar Vifill Oddsson og Hilmar Knudsen. Þegar sparisjóöurinn var opn- aður i hinum nyju húsakynnum, flutti Sólberg Jo'nsson spari - sjóðsstjóri aðalræöuna, en Jóna- tan Einarsson oddviti svaraöi og þakkaði af hálfu hreppsins. Framvegis veröur sparisjóöur opinn klukkan 10,30 - 12,15 og 13,30 - - 15,30. véla hafa oröið á þeim tima, sem liðinn er frá byggingu Þórs til þessa dags, sem gætu réttlætt skipti á aðalvel. Siðan leggur greinarhöfundur nokkrar spurningar fyrir for- stjóra landhelgisgæzlunnar, og biður hann um svör viö eftirfar- andi spurningum: 1. Hvaða samband er á milli strands m/s Þórs á Húnaflóa og nauösynjar á að skipta um aðal- vélar skipsins? 2. Hvaða gallar voru á vélum skipsins, sem réttlættu vélaskipti og hvenær urðu þeir kunnir? 3. Hvaða trygging er fyrir þvi, aö nýjar vélar, sem nú veröa sett- ar i skipið, verði gallalausar eða betri en þær fyrri? 4. Hvaða kosta þessi vélaskipti og hver borgar þann kostnað? 5. Hvað hefðu forráðamenn Landhelgisgæzlunnar sagt um þessa galla (eða umbúnaöi þess) ef skipið heföi verið byggt á Islandi? Þetta eru spurningarnar og hætt er við að forstjóri Land- helgisgæzlunnar eigi auðvelt með að svara þessum spurningum. Allavega þeirri fyrstu, þvi Þór hefur aldrei strandaö og strax i fyrra þorskastriðinu var byrjaö á þvi aö tala um nauðsynleg vélar- skipti i skipinu. Það er leitt, að grein sem þessi skuli hafa birzt i Sjómannablað- inu Vikingur, þvi ætla má að is- lenzkir sjómenn vissu betur um Landhelgisgæzluna og hvaöa skip hennar hefðu orðið fyrir áföllum, en allur almenningur. ARISTO léttir námið í.......í............r.....•: i......t..................... ............................................L*............•....! 1 jjríWiifhinjÍi^Íft^^ ...."*•''11 ■{-■■•■•.•■■■■y-.T-í.~rt-~ni° Me5 aukinni stærðfræðikennslu og vaxandi kröfum nútíma tækniþjóðfélags er sérhverjum námsmanni nauðsynlegt að vera búinn full- komnum hjálpargögnum við námið. Aristo reiknistokkurinn er gerður fyrir náms- fólk með kröfur skóianna í huga. Aristo reiknistokkur á heima í hverri skóla- tösku. PENNAVIÐGERÐIN Ingólfsstræti 2. Sími 13271. _ PÓSTSENDUM — ÓSKILAHESTUR Hjá lögreglunni i Kópavogi cr i óskilum ungur jarpskjótt- ur hestur, ójárnaður. Verði hestsins ekki vitjað af réttum eiganda fyrir 24. þ.m. verður hann seidur fyrir áföllnum kosnaði. Nánari upplýsingar gefur Gestur Gunnlaugsson Mel- tungu, simi 34813. um fóðrun og hirðingu alifugla og svína Fundirnir verða haldnir á eftirtöldum stöðum og tima: Miðvikudag 18. okt. kl. 14-17.30 Flúðir " 18. okt. kl. 21 Tryggvaskáli Fimmtudag 19. okt. kl. 14-17.30 Samkomuhúsið, Hellu. ” 19. okt. kl. 21 Félagsheimili Fáks Á fundunum flytur fyrirlestur einn fremsti séi* fræðingur i Danmörku á þessu sviði, tilraunastjór- inn hr. Jacobsen. Sýndar verða skýringarmyndir og túlkur verður á staðnum. Allir svina- og alifuglaeigendur velkomnir. Munsturskurðarvélar til að skera munstur í slitin dekk og breyta munstrum í nýjum dekkum. Nauðsynleg tæki fyrir hvert hjólbarðaverkstæði. SKIPHOLTI 35, REYKJAVÍK, SÍMI 30688 vS&íSSSík RJÚPNAVEIÐIMENN Leyfi til r júpnaveiði á Holtavörðuheiði og i Geldingafelli, landi Bæjarhrepps, eru seld i Staðarskála. öðrum en þeim.sem afla sér leyfis er veiði stranglega bönnuð á þessu svæði. STAÐARSKÁLI Við bjóðum fjölbreyttar veitingar, ennfremur gistingu i vistlegum og rúmgóðum herbergjum. STAÐARSKÁLI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.