Tíminn - 02.11.1972, Page 5

Tíminn - 02.11.1972, Page 5
Fimmtudagur 2. nóvember 1972 TÍMINN 5 Prinsinn og prinsessan giftast Orðrómur er uppi um að i haust verði tilkynnt opinberlega að Karl Gustav, Sviaprins muni ganga að eiga önnu prinsessu af Englandi. Sagt er að Elisabet drottning sé mjög fylgjandi þessum ráðahag, og hafi beðið * Gary Grant fær yfirráða- rétt yfir dóttur sinni. Gary Grant er orðinn sjötugur og ber aldurinn vel. Hann er enn fUI UV7AA& * * * lengi eftir bónorði prinsins, en hann er nú einn af örfáum prins- um, sem eftir eru i Evrópu, sem ekki er þegar kvæntur, og er af rikjandi konungsætt. Karl Gustav og Anna prin- sessa hafa oft hitt hvort annað og eru sæmilega kunnug, þótt þau hafi ekki flikað þvi opinber- * glæsilegur á velli og andlit hans er tiltölulega unglegt undir silfurhvitum hærum. Þrátt fyrir nokkur hjónabönd, á leikarinn lega. Oft hefur verið minnst á að þessi ráðahagur væri sjálf- sagður og eðlilegur, en hvorki prinsinn, prinsessan eða sænska og enska hirðin hafa sagt neitt um málið. En fréttir um þetta efni, sem birzt hafa brezkum og þýzkum blöðum, hafa ekki verið bornar til baka. * ekki nema eitt barn, fimm ára gamla dóttur, Jennifer. Hann skildi við siðustu konu sina, Dyan, fyrir fimm árum og hefur alltaf siðan barist eins og Ijón til að ná yfirráðarétti yfir dóttur þeirra. Hefur barátta hans litinn árangur borið þar til nýlega, aö siðgæðisvitund dómstóla kom honum til hjálpar. Móðir Jennifer, leikkonan Dyan Cannon, hefur undanfarið leikið i mjög vafasömum kvik- myndum, sem yfirleitt eru ekki sýndar i kvikmyndahúsum, sem bera velsæmið fyrir brjósti. Auk þessa kvikmyndaleiks, skemmtir Dyan sér og öðrum við aðdansastripuð á óliklegustu stöðum, til dæmis á borðum opinberra veitingahúsa þar sem hún er gestur. Þessi tiltæki konunnar hefur Gary Grant notfært sér og held- ur fram, að það sé ekki hollt fyrir unga stúlku að móðir hennar iöki slikar skemmtanir og sé hún ekki fær um að ala dótturina upp á sómasamlegan hátt. Á þetta hefur dómstóll fall- ist og fær faðirinn nú yfirráða- rétt dótturinnar. Heimsfréttir Ingrid Bergman er aftur komin til Hollywood og býr þar á Beverly Hills hótelinu. Hún fer i sundlaug hótelsins á hverjum morgni, áður en hinir gestirnir lara á stjá. i tilelni silfurbrúðkaups drottningarinnar i Bretlandi og Filipusar i haust, verður slegin ný mynt. Þykir þeim, sem séð haf^drottningin vera full gömul á myndinni á nýju myntinni. Listamaðurinn Pietro Anni- gonni, sem teiknaði myndina, segir að hann hafi gert drottn- inguna eins og hún er. Pat Nixon upplýsir, að þegar hún og maður hennar séu ósam- mála, rifist þau ekki, en þegi þangað til illindin séu gleymd. T Rona Barret er mesta kjafta- skjóðan i Hollywood um þessar mundir. Hún hefur nýlega sent l'rá sér skáldsögu. Frank Sin- atra varð snarvitlaus þegar bókin kom út, og segir að hún sé iykilróman, og fjalli um sig og fjölskyldulif sitt og heimtar að kerlingin verði dæmd i tugthús. Roger Moore skiptir um simanúmer eftir að hann fer að leika James Bond. Númer hans er nú Denham 2-007. Söngkonan Joan Baez ætlar að skilja við mann sinn eftir þriggja ára hjónaband. Skömmu eftir brúðkaupið var eiginmaðurinn tekinn fastur og hefursetið i fangelsi þar til fyrir skömmu að honum var sleppt. Hjónin hafa ekki sést siðan hann losnaði úr fangelsinu. Jackie Onassis syndir ávallt með gieraugu til að varna þvi að vatn eða sjór fari i augu hennar. Ef ég nota ekki sundgleraugu litur út eins og ég hafi grátið klukkustundum saman eftir að ég kem úr sundi. ▼ Dean Martin, 55ára, ætlar sér ekki að deyja frá smábörnum, og hefur látið vana sig. Hann á sjö börn, en hann hefur verið kvæntur þrem konum um ævina. ^ Tahia Nasser, ekkja Egypta- landsforsetans fyrrverandi, er undir ströngu eftirliti i Karió. Ilún fær ekki leyfi til að fara til Sviss, en sagt er að maður hennar hafi komið þangað nær tveim milljörðum króna, sem geymdir eru i banka þar. — Hvernig stendur á þvi að maðurinn yðar heimsækir yður aldrei, spurði hjúkrunarkonan? — Hann liggur á karladeildinni. — Það var leitt. — Engin ástæða til þess. Það var hann sem byrjaði. o dýrt á útsölu. o Svona getur það lika verið: Einhversstaðar við norðurströnd Skotlands urðu sjómenn alveg æfir, þegar átti að fara að hreinsa úrgang frá verksmiðju, sem venjulega var veitt i sjóinn. 1 ljós kom, aðhumar og krabbar voru á þessu svæði tvisvar sinnum stærri en venjulegt mátti teljast. Verksmiðjan var auðvitað viský- verksmiðja. o Það var nokkrum dögum eftir jólin. Umferðin var mikil og tappi hafði myndazt. Eins og venjulega voru fáeinir bilstjórar, sem ekki gátu stillt sig um að leggjast á flautuna. Þá hallaði ung stúika sér út um bilrúðuna og kallaði til eins hinna óþolinmóðu: — Hvað fékkstu fleira i jólagjöf? Þetta er þó betra cn horfa á sjón- varpið. Hcr er þó enginn að ryk- suga, tala i simann, eða að reyna að lesa. DENNI DÆMALAUSI

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.