Tíminn - 11.11.1972, Blaðsíða 2

Tíminn - 11.11.1972, Blaðsíða 2
TÍMINN Laugardagur 11. nóvember 1972 Trúlofunar- HRÍNGIR 0 Fljótafgreiðsla Sent ipóstkröfu GUDAAUNDUR <& ÞORSTEINSSON ^ gullsmiöur yg ££ Bankastræti 12 jS VOTTAR JKIIOVA OFSÓTTIR t MALAWI. Fréttir frá Afrfku herma, að mikil ofsóknaralda hafi skollið á votta Jehóva i Malawi. Ofsókn- irnar eru mjög grimmilegar, og hafa allmargir vottar þegar verið myrtir. Vottar Jehóva hafa verið i Malawi allt frá því að fyrri heimsstyrjöldinni lauk og hafa prédikað skipulega undir stjórn Varðturnsfélagsins allt frá árinu 1933. Siðla árs 1967 hafði fjöldi þeirra aukizl upp i rúmlega 18.500. Þá i október, sama ár, skullu á grimmilegar ofsóknir. 23. október, 1967, var sagt frá ofsókn- um þessum i The Timessvohljóð- aridi. „Sem trúfélag hafa vottar Jehóva verið lýstir „hættulegir góðri stjórn i Malawi" og eru þvi nú ólöglegur féiagsskap- ur....engum meðlimi leyfist að halda samkomur eða nokkrum meölimum leyfistaðkoma saman i nokkru húsi, byggingu eða stað, sem hann á eða þar sem hann dvelur." Ekki var þó látið við það sitja að banna starfsemi þeirra, heldur voru þúsundir þeirra teknir hönd- um, auk þess að konum var grimmilega nauðgað, jafnvel þótt sumar þeirra væru þungaðar. Eignum þeirra var rænt, heimili þeirra brennd og sumir jafnvel myrtir. Þrem árum áður höfðu á annað þúsund heimili vottanna verið brennd, auk rúmlega eitt hundraðsamkomustaða þeirra. A árunum 1965 til 1966fengu þeir þó að starfa óáreittir undir hagstæð- um skilyrðum. Nú um þessar mundir hefur sama sagan endurtekið sig, nema hvað ofsóknirnar eru enn grimmi legri en áður. t september s.l. hélt eini stjórnmálaflokkur Malawi, Kongressflokkurinn, árlega ráð- Takið eftir - Takið eftir Hausta tekur í efnahagslífi þjóðarinnar. Vegna þess skal engu fleygt, en allt nýtt. Við kaupum eldri gerð húsganga og húsmuna, þó um heilar bú- slóðir sé að ræða.Staðgreiðsla. Húsmunaskálinn Klapparstíg 29 — Sími 10099 IPenni nwb stimpíi fyrit jijnirtœki og einstakímcja Skipt um fyllingu TIIHttílÍÍI ^ REYKJAVlK, SÍMI 10615 .-^íir N^ Ath.: Opnunartími kl. 9-12 og 1-5 virka daga nema laugardaga stefnu sina. Bréf dagsett 20. okto ber, sem sent hefur verið til allra hinna 27.000 safnaða votta Jehóva um heim allan, greinir frá þessu og segir: „A þinginu var samþykkt yfir- lýsing, þar sem krafizt var brott- visunar votta Jehóva frá vinnu- stöðum og afturköllunar rekstr- arleyfis sérhvers fyrirtækis, sem segði vottum Jehóva ekki upp vinnu, einnig skyldi vottum Jehóva stökkt burt ur þorpum þeim, sem þeir búa i, enda mundi rikisstjórn landsins vernda þá flokksmeðlimi, sem fram- kvæmdu þetta." Sú staðreynd, að vottar Jehóva neita að kaupa sér meðlimaskir- teini Kongressflokksins, er lögð fram sem ástæða. Afstaða vott- anna til stjórnmála er hins vegar samkvæmt orðum Jesú i Jóhannesar guðspjalli 17:16, er hann mælti um eftirfylgjendur sina: „Þeirheyra ekki heiminum til, eins og ég heyri ekki heimin- um til." Brefið lýsir áfram þeim hörmungum, sem vottarnir hafa orðið að þola i Malawi: „Að þessari stjórnmálaráð- stefnu lokinni hafa vottar Jehóva orðiö fyrir vægðarlausum ofsókn- um. Þeir hafa verið reknir úr starfi, hraktir frá eigin heimilum, en sum hús þeirra hafa verið brennd, afurðir þeirra eyðilagðar og skepnur drepnar, eigur þeirra gerðar upptækar, og margir hafa verið barðir, rændir, limlestir eða myrtir, og konum nauðgað." Blaðafréttir benda til, að ekki færri en 10 vóttar hafi verið drepnir,og fjöldi þeirra hefur orð- PIPULAGNIR Stilli hitakerfi — Lagfæri gömul hita- kerí'i Set upp hreinlætis- tæki — Hitaveitu- tengingar Skipti hita — Set á kerfiö Danfoss-ofn- ventla SÍMI 17041 banl.iiiii or luikhjarl 'BÍNMMRBANKINN ið að hafast við i frumskógunum. Samkvæmt The Daily Telegraph frá 26. október, hafa um 20.000 vottar af alls 23.300 fliiio til ná- grannalandanna, s.s. Zambíu og Mósambique. Þýðingárlaust hef- ur reynzt að leita hjálpar lögregl- unnar i Malawi, þvi að vottunum er tjáð, að þeir skuli kaupa sér flokksskirteini, og þá verði þeim hjálpað. Sjúkrahús neita aö veita læknishjálp. Varðturnsfélagið hefur hins vegar sent fé þessum bágstöddu vottum til hjálpar og mun senda meira eftir þörfum. Eins og áður segir, er orsök of- sóknanna sú, að vottarnir neita að taka þátt i stjómmálum. 1 fyrri ofsóknum hefurdr. Banda, forseti Malawi, notað mismunandi ákær- ur, þ. m. hefur hann ákært þá fyrir að neita að greiða skatta, æsa fólk upp gegn yfirvöldunum og, eins og dr. Banda sagði: „þeir stofna til vandræða alls staðar..." Þessu mótmælir The Daily Tele graph 26. okt. og segir: „Alls staðar i Afriku hafa vottar Jehóva reynzt vera sómakærir, siðprúðir borgarar, sem lifa sam- kvæmt háum siðgæðismæli- kvarða. Þeir eru bindindissamir (enda þótt þeir séu ekki algerir templarar). Fjölskylduagi þeirra er til fyrirmyndar. Frjálst kynlif og fjölkvæniysem einkennir þjóð- félög Afríkubúa, er blátt áfram óhugsandi meðal vottanna. Flokkurinn innrætir sparsemi, stundvisi, heiðarleika og hlýðni." „Þrátt fyrir þetta", heldur blaðið áfram, „hafa þeir verið bannaðir i einu landinu á fætur öðru." Slik bönn og ofsóknir koma vottunum þó ekki á óvart. Með þvi að nema bibliuna, hafa þeir komizt að þvi, að slikra ofsókna er að vænta, og eru þvi viðbúnir að mæta þeim. Þetta bendir greinin á, er hún segir að lokum: „Þeir eru Asiumenn Mið- Afriku. Og ekki er sennilegt,að yfirstandandi erfiðleikar muni draga úr fjölda þeirra eða ákafa: á „hinum siðustu dögum" eiga þeir fyllilega von á ofsóknum. Saga vottanna i fangabúðum Þjóðverja og Rússa bendir til, að i þessu tilfelli standi stjórnendur Afriku andspænis minnihluta, sem ekki er auðvelt að yfirbuga." Guðmundur Halldór Guðmundsson. 2/2 2siNNUM LENGRI LÝSING NEOEX 2500 klukkustunda lýsing við eðlilegar aðstæður (Einu venjulegu perurnar framleiddar fyrir svo langan lýsingartíma) NORSK ÚRVALS HÖNNUN Heildsala Smásala Einar Farestveit & Co Hf Bergstaðastr. 10A Stmi 16995 . vís veiíum runfaj þaS borqar sig jSflff OFNAR H/R Sígumúla 27 ? Reykjavák Símar 3-55-55 og 3-42-00 Jón Grétar Sigurösson héraðsdómslögmaöur Skólavörðustlg 12 Simi 18783 Veljið yður í hag ¦ ¦ Úrsmíði er okkar fag Nivada OMEGA JUpina Magnús E. Bal< PlfRPOOí lausavtgl 12 - Sfmi 12*04 SANDVIK snjónaglar SANDVfK SNJÓNAGLAR veita öryggj í | snjó og hálku. Ldtið okkur athuga gömlu | hjólbarðana yðar og negla þá upp. I Skerum snjómunstur í slitna hjólbarða. I Verkstæðið opið alla daga lcl. 7.30 til kl. 22; GÚMMIVNNUSTOFAN HF. SKIPHOLTI 35 REYKJAVÍK SÍMI 31055

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.