Tíminn - 11.11.1972, Blaðsíða 15

Tíminn - 11.11.1972, Blaðsíða 15
Laugardagur 11. nóvember 1972 TÍMINN 15 AtvinnuSýðræði á grund- velli hugmyndakerfis framleiðslusamvinnunnar Framhald af bls. 11. Erfiðleikar fram- leiðslusamvinn- unnar. I þessu sambandi er rétt að taka fram, að starfræksla fram- leiðslusamvinnufélaga er ekki eins auðveld og menn kunna að halda. Dauðatala þeirra er mjög há. Á vegi þeirra eru margir þröskuldir, sem erfitt hefur reynzt fyrir vinnandi fólk að yfirstiga. Skal ég nú drepa laus- lega á fjóra þeirra: 1 fyrsta lagi er skortur verka- fólks á rekstursfétil þess að koma fjárhagslega fótunum undir félögin. 1 öðru lagi má nefna skort á við- skiptavinum, einkum á meðan verið er að byggja fyrirtækið upp. 1 þriðja lagi má nefna skort verkafólksins á reynslu við fram- kvæmdastjórnfyrirtækja og fjár- munalega starfsemi. Og i f jórða lagi má nefna ýmis- leg persónuleg miskliðarefnúsem upp geta komið meðai félags- manna i slikum sameignar- félögum, svo sem afbrýðisemi, óánægju og tortryggni af einu eða óðru tagi, sem er afleiðing félags- legs vanþroska. Reynslan sannar, að öll þessi atriði hafa á ýmsum stöðum og timum orðið framleiðslusam- vinnunni fótakefli. Mér virðist þó, að það sé langt i frá, að þessir erfiðleikar séu óyfirstiganlegir miðað við nU- verandi ástand i islenzku þjóð- félagi. Iðnsveinar á tslandi eru t.d. ekki það illa á sig komnir fjár- hagslega, að þeir geti ekki margir saman lagt fram nægjanlegt fé til þess að mynda þann höfuðstól framleiðslusamvinnufélags, sem nægja mundi til þess að koma fótunum undir slikt firma, sem gæti svo opnað viðskiptareikning i banka, er tryggði þeim eðlilegt rekstursfé likt og öðrum firmum i landinu. Hitt er lika augljóst, að eftir- spurn eftir atvinnuþjónustu iðn- sveina er það mikil á íslandi i dag, að ekki ætti að verða skortur á viðskiptavinum fyrir fram- leiðslusamvinnufélag iðnsveina, enda ætti að vera auðvelt fyrir starfandi samvinnufélög og sam- vinnusamtök i landinu að beina verkefnum til slikra félaga. Hvað snertir þriðja erfiðleik- ann, skort verkafólks á reynslu við framkvæmdastjórn fyrir- tækja og f jármunalega starfsemi, þá er þess að gæta, að fram- leiðslusamvínnufélög geta að sjálfsögðu, ekki siður en önnur fyrirtæki, ráðið i sina þjónustu viðskiptafræðinga eða aðra menn með verzlunarþekkingu og reynslu af fjármunalegri starf- semi og viðskiptalifinu. Fjórði erfiðleikinn snertir félagsandann innan félagsins. Riður að sjálfsögðu á, að forusta félagsins geri sér far um að skapa og viðhalda heilbrigðum félags- anda, efla félagslegt siðgæði félagsmanna, og fyrirbyggi þar með að persónuleg afbrýðisemi, flokkadrættir, óánægja og tortryggni grafi um sig meðal félagsmanna. Að sjálfsögðu veltur mest á aðalforustu- mönnum félagsins hvað þetta snertir. Gegni þeir hlutverki sinu, vel, ætti þetta ekki að verða framleiðslusamvinnufélagi fremur en öðrum félögum atvinnu- og viðskiptalifsins að fótakefli. Reynslan af Hreyfli. Segja má, að hér á landi hafi þegar verið hafizt handa um framleiðslusamvinnu i þjónustu- grein, þegar samvinnufélagið Hreyfill var stofnað i Reykjavik af 70 sjálfseignarleigubifreiða- stjórum 11. nóvember 1943. Hefur það félag dafnað vel um nærri 30 ára skeið og er um margt til fyrir- myndar, þótt litið hafi verið gert til þess að halda á lofti þessum þætti islenzks samvinnustarfs. Árangur af starfi Hreyfils er þó enn meiri en lesa má út úr þróun sjálfs félagsins af þvi að starf- semin hafði veruleg áhrif á aðrar bifreiðastöðvar i þá átt að koma stöðvunum i eigu sjálfseignar- bifreiðastjóra og tryggja þeim þar með allan afrakstur fjár- magns og vinnu í greininni, þótt aðrir bilstjórar en Hreyfilsmenn beittu hlutafélagsforminu en ekki samvinnufélagsforminu. Er nú svo komið, að langflestar bifreiðastöðvar i landinu eru i eigu bilstjóranna sjálfra, og má rekja þá þróun að verulegu leyti til framtaks samvinnubilstjóra Hreyfils árið 1943. Fyllsta samstarf við stéttarfélögin Annað atriði, sem vert er að hafa i huga, er það, að grund- vallarmarkmið framleiðslusam- vinnufélaga er I raun.og veru hið sama og grundvallarmarkmið stéttarfélaganna. Þaustefna bæði að varanlega vaxandi kjara- bótum, afnámi arðráns af vinnu og vilja tryggja hinu starfandi fólki sem stærstan hlut i fram- leiðsluafrakstri og menningu þjóðfélagsins. Af þessu sameiginlega mark- miði framleiðslusamvinnufélaga og stéttarfélaga Ieiðir, að órjúfanlegt samband og sam- starf þarf að vera á milli stéttar- félagsins og framleiðslusam- vinnufélagsins i viðkomandi grein, og eðlilegast virðist mér að þau styðii hvort annað. Sem dæmi um gagnkvæman stuðning félaganna má nefna, að framleiðslusamvinnufélögin geta stutt stéttarfélögin i kaupdeilum með þvi að veita þeim sem fyllstar upplýsingar um greiðslugetu og með þvi að ganga á undan öðrum og fallast á sann- gjarnar kröfur stéttarfélagsins við gerð kjarasamninga. A hinn bóginn gætu stéttarfélögin ávaxtað hluta af sjóðum sinum i stofnsjóðsbréfum framleiðslu- samvinnufélagsins og auðveldað þvi þannig útvegun nauðsynlegs fjármagns til rekstrarins. — Gagnkvæmt samband af þessu tagi hefur t.d. verið um áraraðir á milli framleiðslusamvinnufélags rafvirkja i Danmörku og stéttar- félags rafvirkja, og fleiri dæmi mætti nefna, m.a. frá Bretlandi. Reynslan af starfi samvinnu- félagsins Hreyfils hér á tslandi og nærri 30 ára farsæls samstarfs félagsins við stéttarfélag leigubil- stjóra, undirstrikar lika hið eðli- lega gagnkvæma samband, sem á að vera á milli framleiðsíusam- vinnufélaga og stéttarfélaga. Eftir þvi sem ég bezt veit;eru það fyrst og fremst áhrif samvinnu- félagsins Hreyfils, að verkföll tilheyra löngu liðinni tið leigubil- stjóra. Þetta leiðir af eðli máls, eftir að fjármagn og vinna hafa verið sameinuð i höndum hins starfandi fólks. Allur afrakstur vinnunnar rennur til þeirra, endi er bundinn á arðránið og atvinnu- lýðræðið fer vaxandi. Hvar og hvenær á að byrja? En spurningin i dag er: Hvar og hvenær á að byrja að útfæra framleiðslusamvinnuna i iðju og iðnaði, hinum vaxandi starfs- greinum nútiðar og framtiðar? Það er mikilvægt að velta slikum spurningum fyrir sér nú, eftir að iðnaðarráðherra hefur greint frá þeirri stórfelldu iðn- byltingu, sem i vændum er á_ Islandi næsta áratuginn og gæti haft i för með sér þá gjör- breytingu á útflutningsverzlun okkar, að hlutur iðnvara fari úr um 10% upp i 60% á sama tima og hlutur sjávarútvegs og land- búnaðar sameiginlega fari úr um 90% niður i um 40%. Svarið við spurningunni um það, hvar og hvenær eigi að byrja er einfaldlega þetta: Hvar og hvenær, sem starfs- fólkið sjálft hefur gefið sér tima til þess að kynna sér þessi mál og hefuröðlazt skilning, þekkingu og vilja til þess að hætta fé og fyrir- höfn til þess að byggja upp atvinnulýðræði á tslandi á grund- velli frjálsrar samhjálpar i formi framleiðslusamvinnunnar. Ég gat þess i upphafi, að raf- virkjar hafi fengið áhuga á að kanna úrræði framleiðslusam- j vinnunnar við lausn sinna kjara- mála. Hef ég þegar samið fyrir þá samþykktarfyrirmyndir, sem þeir munu nota, ef af félags- stofnun verður. Samþykktar- fyrirmyndirnar eru i likingu við frumvarp tii laga, sem ég samdi fyrir fyrirhugað framleiðslusam- vinnufélag rafvirkja og hús- byggjenda áður en ég fór til útlanda á vegum utanrikis- þjónustunnar árið 1955. Byggjast þær á samvinnulögunum og kenningunni um framleiðslusam- vinnufélög. Gætu önnur félög hagnýtt sér samþykktarfyrir- myndirnar með smávægilegum breytingum, en þær eru fáanlegar hjá Félagsmálastofnuninni. En hvort sem af félagsstofnun verður eða ekki hjá rafvirkjum þá gefur auga leið, að þeir geta hafið rekstur framleiðslusam- vinnufélags hvar sem er og hvenær sem þeir vilja. Sama er að segja um t.d. húsgagnasmiðasveina i Reykja- vik eða á Akureyri. Hvenær sem þeir ákveða að koma á atvinnu- lýðræði i grein sinni, stofna til frjálsrar samhjálpar á grundvelli framleiðslusamvinnu, þá geta þeir gert það, hafi þeir nógu sterkan og samstilltan vilja til þess. Geti einstaklingar, hluta- félög eða rikið rekið húsgagna- smiðaverkstæði. með marga sveina i sinni þjónustu og grætt vel á þvi, þá hljóta þessir sömu sveinar að geta annazt slikan rekstur, þótt þeir keyptu út viðskiptafræðilega vinnu. Og sama er að sjálfsögðu að segja um aðra iðnsveina i landinu, hvort sem um er að ræða múrara, trésmiði, bifvélavirkja eða aðra. Hvers vegna skyldu þeir endilega þurfa að láta meistara sina fá verulega álagningaprósentu ofan á laun sin og hirða gróða starfseminnar? Þvi skyldu þeir ekki sjálfir eignast sin tæki, reka sitt fyrir- tæki með kollegum sinum og fá allan afrakstur fjármagns og vinnu i þessum greinum i sinar hendur? Ýmsar fleiri greinar mætti nefna, þar sem augljóst er,að úrræði framleiðslusamvinnunnar mætti beita með góðum árangri i kjarabaráttu hins vinnandi íólks. Ég nefni prentiðnaðinn, hár- greiðslu- og rakarastofur, skipa- smiðar, leikfangasmiði, sauna- stofur o.s.frv., sem augljós við- bótardæmi um það, hve mikla möguleika iðnstéttirnar á tslandi hafa til þess að hagnýta sér úrræði framleiðslusamvinnunnar i kjarabaráttunni. Og vert er að hafa það i huga, að þegar nokkur framleiðslusam- vinnufélög hafa verið stofnuð, skapast möguleikinn til þess að stofna samband þeirra og færa út kviarnar t.d. með þvi að fara út i ýmis konar arðbæra hliðarstarf- semi, svo sem innflutning á tækjum og hráefni til viðkomandi iðngreina og endursölu á þeim svo og ýmiss konar framleiðslu- starfsemi. Hinu má heldur ekki gleyma, að eðlilegra er, að slik samtök verkafólksins sjálfs taki þátt i að byggja upp stóriðju á Islandi i félagi við riki og sveitarfélög, heldur en að einkagróðahyggju- menn séu þar látnir fleyta rjómann af arðinum. Ber vissu- lega að hafa það i huga við fram- kvæmd iðnþróunaráætlunar- innar. Af þvi sem nú hefur verið sagt vona ég að ljóst sé, að fram- leiðslusamvinnan hefur miklu hlutverki að gegna á íslandi. Það er hægt að byrja að framkvæma hana hér á landi hvar sem er, og þáð er hægt að byrja hvenær sem er, ýmis smátt eða stórt, ef vilji hins vinnandi fólks sjálfs er fyrir hendi til þess að byggja upp atvinnulýðræði I landinu og tryggja sér allan afrakstur vinnu og fjármagns með þessu rót- tækasta úrræði, sem vinnandi fólk á völ á i kjarabaráttunni. Eina skilyrðið fyrir framkvæmd hennar er, að fólkið njóti fyllsta athafnafrelsis og aðstöðu til þess að hefja atvinnurekstur á grund- velli frjáls framtaks i samkeppni við aðra atvinnurekendur i við- komandi greinum. Vegna hér- lendra aðstæðna ætti að vera auð- veldara en annars staðar að gera stórátak i þessum efnum hér á landi á næstu árum. Um það þurfa allir félagshyggjumenn landsins að sameinast i jákvæðu uppbyggilegu starfi. Skrifstofustarf óskum að ráða stúlku til starfa viö simavörzlu og afgreiðslu frá og með n.k. mánaðamótum að telja eða fyrr eftir samkomulagi. Starfsreynsla æskileg. Umsókninásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, sendist Vegamálaskrifstofunni, Borgartúni 1. Reykjavik, fyrir 17. þ.m. Vegagerð rikisins. Herbergi óskast Erlendur visindamaður, sem mun starfa við Háskóla tslands, óskar eftir herbergi með húsgögnum frá 1. jan til 30. júni, 1973. Tilboð sendist Raunvísindastofnun Háskólans, Dunhaga 3, fyrir 20. nóv. n.k. Kauiivisimlastormin Háskólans. Stærðir 137 til 290 lítra Frysti-kæliskápur f rá Bauknecht tveir skápar í einum Tekur ekki meira rúm en venjulegir kæliskápar. Alsjálfvirk affrysting í kæli- rumi. Hægri eöa vinstri opnun eftir vali. Ódýr í rekstri. 3 stærðir fyrirliggjandi. Samband íslenzkra samvinnufélaga VÉLADEILD Ármúla 3 Reykjavik simi 38900

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.