Tíminn - 11.11.1972, Blaðsíða 11

Tíminn - 11.11.1972, Blaðsíða 11
Laugardagur 11. nóvember 1972 11 Rafvirkjar kanna nú möguleika á stofnun framleiðslusamvinnufél- ags. Þeir kusu 9 manna nefnd i málið i nóvember 1971 og áhugi á málinu fór vaxandi eftir rafvirkjaverkfallið i ár. Hannes Jónsson hefur gert uppkast að samþykktafyrirmyndum fyrir félagið. A myndunum eru talið frá vinstri: Hannes Jónsson, félagsfræðingur, Magnús Geirs- son, formaður félags islenzkra rafvirkja, og Asgeir Eyjólfsson rafvirki, sem hefur haft forustu fyrir nefndinni i samvinnu við félagsstjórnina. hér á landi og viða annars staðar lengi vel bundinn eignayfirráðum yfir fjármunum og fasteignum eða jafnvel skattgreiðslu, en fátæklingar, sem þegið höfðu sveitastyrk og ekki endurgreitt hann, nutu ekki kosningaréttar hér á landi fyrr en árið 1934. Mismatið á mönnum á grundvelli frekju fjáreigenda og ofmati á þeim.) en vanmat á verkafólki, launþegum og ógæfusömum fátæklingum, var þannig lengi vel skráð inn i stjórnskipulag rikja, og enn er langt i frá að efnahagslegu jafnrétti hafi verið náð. Leitin að rétt- látri lausn. Hugsjónamenn og fræðimenn af ýmsu tagi hafa viða um heim og á ýmsum timum velt þvi fyrir sér, hvernig uppræta megi arðrán af vinnu og tryggja hinum vinn- Einar Þorsteinsson andi manni sannvirði vinnu sinnar. Hafa verið settar fram ýmsar meira eða minna skyn- samlegar hugmyndir um þessi mál. Erfitt hefur þó reynzt að finna algilda formúlu um það, hvaö með réttu sé vinnunnar og hvað fjármagnsins, ef skipta á framleiðsluafrakstrinum i þessa tvo staði. Algengasta úrræðið, sem reynt hefur verið til úrbóta fyrir laun- þegann, eru hin hagfélagslegu átök samtaka aðila vinnu- markaðarins, sem við köllum verkföll. Af þeim höfum við þó misjafna reynslu, m.a. vegna þeirrar svikamyllu, sem hægt hefur verið að beita með þvi að veita kauphækkunum i krafti verkfalls út i verðlagið og taka kjarabótina þannig aftur af laun- þegum á skömmum tima með verðbólgu og dýrtiðaraukningu. Margt bendir til þess, að erfitt og jafnvel ómögulegt geti verið að finna fullkomna formúlu fyrir réttlátum skiptum framleiðslu- afrakstursins i tvo staði, á milli fjármagns og vinnu, miðað við rikjandi ástand efnahags- og atvinnulifsins. Aðeins með þvi að uppræta skiptinguna i þessa tvo staði og sameina fjármagn og vinnu i höndum hins vinnandi fólks, þannig að allur fram- leiðsluafraksturinn fari á einn stað, til vinnunnar, er hægt að tryggja að misskipti eigi sér ekki stað á milli þessara tveggja höfuðþátta framleiðslunnar, vinnunnar og fjármagnsins. En þetta er einmitt grundvallar- atriðið i hugmyndakerfi fram- leiðslusamvinnunnar. Hin friðsæla og jákvæða efnahags- bylting. Framleiðslusamvinnufélögin leitast við að sætta fjármagn og vinnu með þvi að sameina hvoru tveggja i höndum hins vinnandi fólks og tryggja þar með, að allur afrakstur vinnu og fjármagns renni á einn stað, til vinnunnar. Með þessu upprætir framleiðsu- samvinnan i raun og veru einka- gróðahyggjuna i atvinnu- rekstrinum, gerir milliliðinn milli verkafólks og vinnukaup- enda óþarfann. Hinn starfandi maður verður þannig i félags- tengsluni viðsamstarfsmenn sina hinn virki ráðamaður atvinnu- og framleiðslulifsins. Framleiðslu- samvinnan felur þv'i i sér rót- tækustu efnahagsbyltinguna, sem ég þekki til. Þetta byggist á þvi, að gangi hún vel,þá upprætir hún einkagróðahyggjuatvinnu- reksturinn, en gerir verkafólkið að sjálfstæðum og fullveðja þátt- takendum í atvinnurekstrinum og eigendum hans á grundvelli gagnkvæmrar samhjálpar og félagsreksturs. Athyglisvert er lika i þessu sambandi, að þessi róttækasta atvinnulifsbylting framleiðslu- samvinnunnar fer friðsamlega fram og á grundvelli gildandi lögmála viðskipta- og atvinnu- lifsins sjálfs eins og þau eru i efnahagskerfi okkar i dag. Það er með öðrum orðum hægt að byrja að framkvæma þessa róttæku byltingu atvinnu-, viðskipta- og efnahagslifsins hvar og hvenær sem verkafólkið sjálft vill leggja það á sig að hætta fé og fyrirhöfn til þess að stofna framleiðslusam- vinnufélag i atvinnugrein sinni. Framleiðslusamvinnan, sem efnahagsleg byltingarstefna, er með öðrum orðum laus við þann glæfraleik að vilja steypa öll mannleg samfélög i fyrirfram ákveðin mót, i einum vettvangi, með einu átaki, og með ofbeldi. Framkvæmd hennar byggist á frjálsri samhjálp verkafólksins sjálfs og sameiginlegu átaki sjálfstæðra smáhópa atvinnu- lifsins, til þess að fjármagna fyrirtæki sin og reka þau siöan sem sjálfstæðir aðilar án milli- göngu milliliða. I lýðræðisþjóð- félagi, eins og rikir hér á Islandi, þarf framleiðslusamvinnan þvi ekki, og má ekki eðli sinu sam- kvæmt, komast i framkvæmd með valdboði ofan frá, heldur einmitt með þvi að fólkið noti sér ýmis grundvallar atriði lýð- ræðisskipulagsins og kapitalis- mans, svo sem, frelsi til athafna og frumkvæði til samkeppni við annan atvinnurekstur. Elzta grein samvinnunnar. Framleiðslusamvinnan er elzta grein samvinnufélaga. Hún á uppruna sinn i Frakklandi fyrir áhrif Buchez árið 1831; hún hefur gengið mjög misjafnlega,og mér finnst sérstök ástæða til að taka það fram, að dauðatala fram- leiðslusamvinnufélaga er hlut- fallslega hærri en nokkurrar ann- arrar tegundar samvinnufélaga. Samt sem áður er það staðreynd, að innan alþjóðasambands sam- vinnumanna eru nú samtals 63.110 framleiðslusamvinnufélög með samtals 5,4 milljónir félags- manna og velta þeirra var um 1.780 milljónir sterlingspunda árið 1968. Skilgreining og flokkun. Framleiðslusamvinnufélögin má skilgreina þannig, að þau séu atvinnufyrirtæki, sem verka- fólkið, er við þau vinnur, á og rekur á eigin ábyrgð og áhættu á grundvelli lýðræðislegrar stjórn- skipunar og nvtur alls afraksturs- ins af i hlutfalli við framlagða vinnu. Aðalhlutverk framleiðslusam- vinnufélaganna er og hefur verið að vinna að félagslegum og efna- hagslegum hagsmunum meðlima sinna, með þvi að veita þeim stöðuga vinnu, tryggja þeim allan afrakstur vinnu og fjármagns og gera þá þannig sjálfstætt verka- fólk á grundvelli gagnkvæmrar samhjálpar. Framleiðslusamvinnufélög má flokka i tvo meginflokka. Annars vegar eru iönfélög með sam- vinnusniði, en hins vegar "iðju- félög með samvinnusniði. t iðnfélögunum bindast* iðn- sveinar samtökum til þess. að gerast sjálfstæðir verktakar, vinna fyrir eigið verktakafélag, sem flytur þá oft einnig inn vöru og hráefni og annast sölu á henni, jafnframt vinnunni, beint til vinnukaupenda. t iðjufélögunum gerir vinnandi i'ólk aftur á móti samtök sin á milli til þess að framleiða markaðsvöru úr hráefni eða að einhverju leyti unnu efni og selja hana ýmist til annarra samvinnu- félaga eða dreifingaraðila á neytendamarkaði. Markmið framleiðslu- samvinnunnar. Meginmarkmið framleiðslu- samvinnufélaganna eru fjögur: 1 fyrsta lagi, að uppræta fjarmuna- lega mismatið á mönnum með þvi að sameina fjármagn og vinnu i höndum hins vinnandi fólks við atvinnureksturinn. 1 öðru lagi, að afnema arðrán af vinnu.með þvi að tryggja hinu vinnandi fólki allan afrakstur fjármagns og vinnu og finna þannig og greiða verkafólkinu sannvirði vinnunnar við fram- leiðsluathöfnina. 1 þriðja lagi, að tryggja verka- fólkinu á lýðræðislegan hátt yfir- ráð við stjórnun atvinnu- rekstrarins. t fjórða lagi, að gera verka- fólkið efnalega sjálfstæða fram- leiðendur, sem ráða bæði fjár- magni og vinnu, yfirtaka hlutverk atvinnurekandans, uppræta milliliðinn og efla sjálfstæði verkafólksins. Enn eitt grundvallaratriði, sem telja verður til markmiða fram- leiðslusamvinnufélaga, eins og allra annarra félaga, sem vinna að varanlegum framförum og kjarabótum launþega, er að vinna að framförum I verktækni og vinnuaðferðum viðkomandi starfsgreinar. Tækniframfarir, vaxandi verktækni og vinnuhag- ræðing, sem miða að aukinni framleiðni og framleiöslu, eru forsendur bættra lifskjara og vaxandi hagsældar og þar með meginundirstaða varanlegra kjarabtita. Að þessu hljóta fram- leiðslusamvinnufélögin þvi að keppa. Hagnýtingin á framleiðslusam- vinnu sem úrræði i kjarabarátt- unni gerir verkamanninn ábyrgan þátttakanda ekki aðeins i framleiðslunni heldur einnig i atvinnu- og viðskiptarekstrinum. Innan vébanda framleiðslusam- vinnufélagsins er hinn starfandi maður i senn eigandi fyrir- tækisins með félögum sinum og vinnuþiggjandi, sjálfstæður launþegi og atvinnurekandi, sem rekur fyrirtæki sitt á félagslegum grundvelli, þvi gert er ráð fyrir athafnafrelsi og blönduðu hag- kerfi, þar sem athafnasvigrúm er fyrir einkarekstur, samvinnu- rekstur og opinberan rekstur. Frh. á bls. 15 Húsbyggjendur að verki. Framleiðslusamvinnan býður upp á mikla möguleika fyrir iðnsveina l öllum greinum,og iðnaðarmenn þurfa sjálfir að eiga beina aðild að iðnbvltingunni nýju með hagnýtingu at- vinnulýðræðis framleiðslusamvinnunnar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.