Tíminn - 09.12.1972, Qupperneq 8

Tíminn - 09.12.1972, Qupperneq 8
8 TÍMINN I.augardagur !). desember I!)72 Meðan jörðin grær er skáldsaga eftir Einar Guðmundsson. Þctta er sveitasaga, sem gerist íyrir miðja öldina eða svo. Höfundur er þar að lýsa þvi, sem hann þekkir af eigin raun. Hann lýsir sinni samtið og sinu lifi, getum við sagt, þvi að uppeldi, þrár og óskir og draumar er allt svo áþekkt einni kynslóð við sömu lifskjör. Sagan er liðlega sögð og verður skemmtileg aflestrar a.m.k.fyr- ir þá, sem þekkja örlög sin og um- hverfi i henni. Hað eru kannski ekki stórbrotnar mannlýsingar, en sveilaíólkið sem frá er sagt, er allt saman ósköp eðlilcgt. Við þekkjum það og þann gang sög- unnar, sem þar er lýst. Krekar orkar tvimælis um sennileikann, þegar. sagan berst til höluðstaðarins, og þó er það raunar ekki nema Klara Vest- fjörð, sem segja má að sé ósenni- leg. l>eir feðgarnir, Hávarður og Hreggviður eru svo sem engir Eiiiar Guöinundsson furðufuglar, enda engin illmenni. ()g lýsing Kliiru Vestfjörð er eng- an veginn út i bláinn. Annaö mál er það, að menn geta ekki gert börn sin arflaus á íslandi, en þrátt fyrir þau lagaákvæði er ekki vist, að alltaf sé skipt jafnt milli systkina. l>að eru ekki æsilegir atburðir i þessari sögu, umfram þaö, sem gengur og gerist i hversdagsleg- um veruleika. Ef til vill finnst einhverjum, að sumt af sögufólk- inu sé heldur lýtalaust, en það er ástæðulaust, þvi að þannig er margt fólk. Kannski er það gömlu hjónin á Grjótncsi og I)al, sem taka hug lesandans löstustum tökum, þessir gömlu búendur, sem hafa bundið örlög sin og lifsstörf við bújarðir sinar, en lifa siðan þá tima, að ,,það er ekki lengur i tizku að búa i sveit”. l>ó að þetta sé ekki stórbrotin saga.þykir mér hún þokkaleg og skemmtileg aflestrar. II. Kr. Nlagnús E. Baldvinsson Laugavegi 12 - Simi 22604 Veljið yður í hag - OMEGA Úrsmíði er okkar fag Niuada ©I nOAMErc PIERPOflT 25555 14444 wmm BILALEIGA IIVJ5UFISGÖTU 103 VWSemliíerðabiffeið-VW 5 manna-VWsvefnvagn VW9manna-Landrover 7manna I Jóla 1 slwiðarnar X> Itomnar GUuMUNDUR ÞORSTEINSSON Gullsmiður Bankastræti 12 Sími 14007 Vb MÁLARAMEISTARINN Opna í dag nýja glæsilega málningavöruverzlun að Grensásvegi 50 Þorsteinn Gíslason mólarameistari. Simi 8-49-50 AAEISTARI HLUT- SKYGGNINNAR t>að er tiltölulega stutt siðan farið var að rannsaka svokallaða hlutskyggni með visindalegri ná- kvæmni. Sitthvað hefur verið rit- að um þau fræði á seinni árum og þó nokkuð af sliku komið á is- lenzku. Nú hefur Ævar Kvaran þýtt bók sem sýnir vel hvað hér er um að ræða, þar sem er bókin Hugsýnir Croiset eftir Jack Harrison Pollock. Croiset þessi er hollenzkur maður, en i Hollandi er viðkunnur prófessor, dr. Willem Fanhaeff, sem lengi hefur rannsakað fólk með dulargáfur. Á rúmum 40 ár- um rannsakaði hann 47 mann- eskjur, sem höföu ófreskigáfu, en Croiset ber af þeim öllum. Fan- haelf prófessor er talinn merkasti vísindamaður á sinu sviði ásamt dr. J.P. Rhine prófessor við Duke-háskólanum i Ameriku. Croiset hefur verið kallaður til hjálpar við ýmsar aðstæður og af margskonar tilefni: Lögregla hel'ur leitað til hans.þegar upp- lýsingar vantar. Visindamenn hafa leitað til hans með forna muni. Þessu er yfirleitt þannig varið, að þegar Croiset fær i hendur ein- hvern hlut, sér hann eða skynjar sitthvað i sambandi við eiganda hans. Dannig hafa komiö fram UDPlýsingarum týnda menn, eldri og yngri, lifs eða liðna. Og það virðist vera eins hvort um er að ræða týnt barn, miðaldahandrit, eða jaínvel fornsögulegar minjar. Hitt er svo annað mál, að það er margt, sem getur ruglað fólk með þessa gáfu. Til dæmis er hætt við þvi, að ákveðnar skoðanir eða hugmyndir viðstaddra geti haft sin áhrif. Margar sögur eru sagðar af Croiset i þessari bók. Lögreglu- sögurnar eru eðlilega heldur óskem mtilegar sumar, enda margar i sambandi við morð og mannahvörf, en fróðlegar eru þær engu að siður. Og það eitt út af fyrir sig, að lögregla viða um lönd leitar nú slikra ráða til að upplýsa mál, kynni sumum að virðast frásagnarvert. En auðvit- að er slikum leiðbeiningum ekki trúað i blindni. Dessar dulskynjanir eru fyrir- bæri, sem enginn skilur eða skil- greinir til íulls. Það er fullsannað, að hinn dulskyggni sér oft eða skynjar það, sein gerðist, eins og það var. Hvernig sú vitneskja er geymd og hvaðan hún kemur kann enginn enn að skýra. Stund- um a.m.k. er um það að ræða, sem enginn lifandi maður veit. Hitt er þó e.t.v. enn furðulegra hvernig Croiset hefur sagt fyrir óorðna hluti. Hann hefur verið látinn segja fyrir hver settist i ákveðið sæti i tiltekinni samkomu einhverntima áður en hún er. Umsögn hans hefur verið hljóð- rituð og siðan geymd i lokuðu um- slagi þangað til samkoman er byrjuð. Þá er lýsing hans athug- uð. Þá kemur i ljós, að hann hefur sagt, það sem enginn vissi.og talið var, að enginn gæli vitað. Slikar staðreyndir hljóta að verða til þess, að þeir, sem á þeim þreifa, eigi erfitt með að álíta alla spá- dóma vitleysu. Ekkert er eðlilegra en mönnum sé illa við að trúa þvi, að allt sé fyrirfram ákveðið. Rétt er lika, að gera sér ljóst, að það er allt annað, að eithvað sé fyrirsjáan- legt og að það sé fyrirfram ákveð- ið. Ef einhver þekkir okkur nógu vel, getur hann vitað hvernig við bregðumst viö og þannig séð fyrir hvað verða mun og verða hlýtur. Sögurnar •um fyrirburði og vitranir til að afstýra slysum og óhöppum standa jafnréttar eftir, þó að atvik séu séð og sögð fyrir. 1 þessari bók um hugsjónir Croisets er nokkurt yfirlit um þróun dularsálfræði. Það er ekki löng saga, þvi að sem visinda- grein i háskólum var hún ekki til fyrr en á dögum núlifandi manna. Nú er fengizt við hana viða um heim jafnt i Bandarikjum Ame- riku sem Sovétrikjunum. Og þessi bók gefur allgóða hugmynd um, hvað hún er,og hvar hún er á vegi stödd. H.Kr. ,ÍSLAND BÝÐUR YÐURVELKOMINN’ Frábær landkynningarmynd Loftleiða frumsýnd í gær Stp—Reykjavik. Það vill stundum verða svo, að kvikmyndir, sem teknar eru hér á landi, þjóni ekki tilgangi sinum, þ.e. að sýna fegurð og gæði lands- ins. Þetta átti sannarlega ekki viö landkynningarkvikmynd þá, sem Loftleiðir frumsýndu i gær. Hafi einhver gengið með þá grillu, að hér væri um eitthvert fúsk að ræða, þá mun sá hinn sami tvimælalaust hafa skipti um skoðun, eftir að hafa séð hana. Óþarfi er að fletta upp á klassiskum fagurfræðiyrðum til að finna rétta oröið yfir þessa mynd. Það nægir að segja, að hér er um eina beztu- lslandskvik- mynd, að ræða, og er þá átt við landkynningarmynd. Myndin „Iceland Welvomes You” sam- einar allt i senn — frábæra töku, klippingu, liti, tónlist og texta. Sér i lagi ber að vekja athygli á uppbyggingunni og klippingunni, þar sem atriðin eru stutt en itar- leg og vixluð saman á afar skemmtilegan hátt. Sýningartimi myndarinnar er 27 min. (16 mm filma), og er undravert. hve vel, hefur tekizt að skapa skýra og fullnægjandi heildarmynd, án þess að gengið sé fram hjá nokkr- um verulegum atriðum. Islend- ingar, jafnt reyndustu ferðamenn sem aðrir, munu fylgjast spenntir með henni frá upphafi til enda. Má þvi gera sér i hugarlund, hve mikil áhrif hún hlýtur að hafa á útlendinginn, sem aldrei hefur augum litið þá dýrð, sem Island býr yfir. Kvjkmyndin er að mestu leyti gerð af bandariskum manni að nafni William Keith, en nokkur atriði eru tekin af þeim Ásgeiri Long, Árna Stefánssyni og Ernzt Witzel. Tónlistin við myndina er frumsamin af Magniisi Blöndal Jóhannssyni og hefur honpm sannarlega tekizt vel upp, það er viss ,,sjarmi” yfir henni og fram- andi blær, sem eykur dýpt myndarinnar. Eins og þegar hef- ur verið greint frá i fjölmiðlum, hefur myndin nýverið hlotið við- urkenningu á alþjóðlegri kvik myndaháfið, ferðamyndahátið, i Tékkóslóvakiu. Hafa Loftleiðir gert um 80 eintök af kvikmynd- inni.með texta á fimm tungumál- um, og dreift henni viða um heim. Það yrði of langt mál að fara að rekja minnisstæð atriði úr mynd- inni, þvi að þau eru mörg. Kvik- myndavélinni er beint um allt land, ekki hvað sizt Reykjavik, og einnig er brugðið upp myndum af höfuðatvinnuvegum þjóðarinnar og hinum ýmsu þjóðfélagshátt- um. Er vert að þakka Loftleiðum það framtak, sem hér hefur verið innt af hendi. Ef til vill á mynd þessieftirað verða rikasti þáttur- inn i viðleitni að auka ferða- mannastrauminn til landsins i framtiðinni.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.