Tíminn - 09.12.1972, Page 13

Tíminn - 09.12.1972, Page 13
Laugardagur !). desember 1!)72 TÍMINN 13 Forsagamannkyns og geimfarið Vóru guðirnir geimfarar? nefnist bók.sem bókaútgáfan Orn og örlygur sendir frá sér. Höfundur bókarinnar heitir Erich von Daniken. Hann er fæddur i Sviss árið 1935. Ráðgátur fortiðarinnar i ljósi nútimatækni er undirtitiil þessarar bókar. Og vist er svo, að hún reynir að gera ýmsa hluti skiljanlega i ljósi geimferðanna. Það er alkunnugt, að lengi hef ur verið vitað um forn mannvirki, sem nánast eru óskiljanleg. Má þar nefna piramidana miklu i Egyptalandi. F'lestir menn játa, að það sé raunar óskiljanlegt hvernig frumstæðar fornþjóðir Sagnir Bergsveins Skúlasonar Ut er komin hjá Leiftri bókin Lent með birtu eftir Bergsvein Skúlgpon sogur og sagnir úr Breiðafirði. Höfundur segir i aðfararorðum, að teknar séu upp i þessa bók flestar sögurnar, sem út komu i litlu kveri hjá Isafoldarprent- smiðju hf. 1950. og hél Sögur og sagnir úr Breiðalirði, en miklu er þar við aukið. Bergsveinn Skúlason. hefur gert Breiðafirði góð skil. Hann hefur ritað breiðfirzkar sagnir i þremur bókum og tveggja binda verk: Um eyjar og annes. Þannig hefur hann skilað til varðveizlu miklum fróðleik um horfna at- vinnuhætti og breyttar byggðir. Þeir. sem lesið hafa eitthvað af bókum hans, vita, að hann er hlut- gengur sögumaður. Þessar frásagnir eru sundur leitar, enda komnar frá ýmsum heimildarmönnum og ljalla um ólik efni. Sumt eru nánast skrýtl- ur. annað sögur um drauma og fyrirburði. smáþættir af einstök- um mönnum eða svaðilförum, og i þeim l'lokki eru fyrstu sögurnar Irá áhlaupaveðrinu mikla 14. desember 1935. En allt eru þetta þa'ttir úr islenzku þjóðlifi og þvi heimild um þjóðlif og þjóðtrú þann jarðveg. sem við erum öll vaxin úr og mótuð af. v' — II. Kr. Börn í Bæjarhreppi sækja skóia um 30 km leið Barnaskólanum á Borðeyri var s.l. haust breytt úr heimavistar- skóla i það.sem kalla má heima- akstursskóla. Eru þá börnin sótt heim að morgni og þeim ekið heim aftur að kennslu lokinni. Eru börnin flutt á tveim bilum. Fer annar norður i Bæjarhrepp, en hinn suður á við. Lengst ferða- lag i skóla eiga þau börn, sem búa norður i Skálholtsvik, sern er 30 km leið frá Borðeyri. Aka þau börn þvi 60 km leið á hverjum skóladegi. Börnin, sem lengst eru sótt i hina áttina.búa i 30 km f jar- lægð frá skólanum. Fyrir kemur, að ekki er hægt að l'lytja börnin vegna ófærðar, en það sem af er vetrar hefur það verið furöusjaldan, og fáir skóladagar fallið úr. Þeir.sem kunnugir erumálum, telja, aö þetta fyrirkomulag sé mun betra bæði fyrir börnin og kennarann en að hafa heimavist á Borðeyri. Börnin eru þá aldrei lengi að heiman i einu, og kennar- inn þarf ekki að hafa áhyggjur af þeim, nema meðan kennsla stendur yfir, en ekki allan sólar- hringinn, eins og áður var. i skólanum eru tvær deildir, eldri og yngri deild. Hvor deild um sig er i skólanum annan hvern dag, en á fri hinn daginn. I ráði er að byggja nvtt skólahús á Borðeyri, en skólinn er nú til húsa i gömlu timburhúsj, sem ekki er fullnægjandi sem skólahúsnæði. Verður væntanlega hafizt handa um byggingu nýs skólahúss að vori, ef næg fjárveiting fæst. gátu byggt slikt. þó að reynt hafi verið að gizka á einhverjar skýringar. A seinni öldum hafa fundizt i Suður-Ameriku leifar af fornum mannvirkjum, sem svip- að er um að segja. Daniken dregur saman ýms ummæli og frásagnir úr fornum ritum, einkum trúarlegs eðlis, sem honum þykja benda til,að sagt sé frá geimskipum einhvers konar. Meðal annars vitnar hann þar i bibliuna. Frásagnirnar um Enok og Elia, sem fóru til himna á eldlegum vögnum, eru vitan- lega næsta ónákvæmar, en vel gætu þær byggt á minni um geim- íerðir. Miklu fyllri og nákvæmari er sýn Esekiels spámanns, og raunar ekki annað hægt en lesa hana með nýrri athygli á öld geimferðanna. Daniken tengir hin fornu minni saman, og óneitanlega finnur hann nokkuð viða rök og likur, sem l'alla saman hjá honum. Einna mest sannfærandi finnst mér sú staðreynd, að til er gamalt landabréf, sem er nákvæmlega rétt umhverfis Miðjarðarhaf, en þegar fjær dregur, er það með þeim skekkjum.sem verða, þegar horl't er á jörðina utan úr geimn- um, en kortin ná alla leið á heims- skaut. Þessi kort eru alveg eins og myndir, sem Bandarikjamenn geta tekið i dag beint yfir Kairó. Hér er ekki rúm til að endur- segja fræði eða röksemdir Danikens svo að nokkru nemi. Hugmynd hans er sú, að hingað til jarðar hafi komið geimfarar frá öðrum hnöttum. Kunnátta þeirra og visindi hafi legið til grundvall ar óskiljanlegum stórvirkjum lornaldarinnar. Jarðarbúar voru þá á steinaldarstigi, en með kyn- blöndun við geimfarana kom lram nýtt mannkyn, og urðu það þáttaskil i sögu okkar. Þvi fer íjarri, að Daniken haldi sig kunna þessa sögu til hlitar, og hann slær fram ýmsum hug- myndum, sem honum þykja hugsanlegar, svo sem þeirri, að hingað kunni að hal'a komið land- námsmenn lrá Mars. Mér linnsl þessi bók vera skemmtileg aflestrar og fróð- leg er hún, þvi að höfundur getur um margt, bæði nýtt og gamalt. Loftur Guðmundsson belur þýtt bókina. Það hefur eflaust verið erfitt verk, en það hefur tekizt vel, þvi að hér er talað um þessi efni öll á alþýðlegu og hreinu máli, svo sem vera ber. — II. Kr. VIRKNIi Ármúla 24 Jóía- markaður; Leikföng Kerti Sælgæti Skraut II Bygginga* VÖRUR Veggfóöur^ Málning Boltar Skrúfur ^ Verkfæri < AAAAÁAAAÆ VIRKMf Ármúla 24 Nauðungaruppboð sciii augiysl var i 43, 45, og 49. tbl. Lögbirtingarblaðs 1972 á luiseigii að Borgarmýri 5 (Sútunarverksmiðju) á Sauð- árkróki, með lilbeyrandi lóðarréltindum, véluin og verk- læriim, þinglýstri eign Loðskinns h.f., fer fram að kröfu (iuðnumdar Malmquist lögfræðiugs f.b. Byggðarsjóðs, Brunabótal'élags Islands, innheimtumanns ríkissjóðs o.fl., á eigninni sjállri fimmludaginn 14. desember 1972 ki. 17.0(1. Ba'jarfógetinn á Sauðárkróki pappirs HANDÞURRKUR á alla vinnustaði Á. A. PÁLMASON Simi 11517 N? 26762 VINNINGAR: Opel Rekord, árg. 1973 Kr. 605,000- Opel Kadett, árg. 1973 - 475,000- Heildarverömæti vinninga Kr. 1.080,000- ÚTGEFNIR MIÐAR 75 þús. Upplýsingar Hringbraut 30, simi 24483. Verð kr. 100,00 Þeir, sem hafa fengið heimsenda miða, eru vinsamlegast beðnir að gera skil á skrif- stof u happdrættisinsað Hringbraut 30, sími 2-44-83, sem er opin til kl. 7,00 i dag, eða á afgreiðslu Timans, Bankastræti 7, frá kl. 9—12. Einnig taka á móti uppgjöri umboðsmenn happdrættisins víða um land. Einnig hefur happdrættið gíró-reikning nr. 34444 við Samvinnubankann og má greiða inn á það númer í bönkum, sparisjóðum og pósthúsum um allt land. DREGIÐ í DAG

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.