Tíminn - 09.12.1972, Page 15

Tíminn - 09.12.1972, Page 15
Laugardagur í). desember 1972 TÍMINN 15 Þórarinn Tyrfingsson, leikur sinn 200, leik gegn Haukum. Hér á mynd- inni, sést hann fleiknum gegn Haukum, sem lauk með sigri ÍR 17:16 Reykjavíkurmeistaramir mæta íslandsmeisturunum - verður Ingólfur tekin úr umferð, þegar Fram leikur gegn Víking? Tekst IR að sigra Hauka í annað sinn? Annað kvöld heldur íslandsmótið i hand- knattleik áfram i Laugardalshöllinni, þá verða leiknir tveir spennandi leikir. Fyrst leika ÍR og Haukar og siðan leika íslands- meistararnir Fram gegn Reykjavikur- meisturum Vikings, og má búast við/ að það verði hart barizt, þvl liðin eru ákveðin að blanda sér i baráttuna um íslandsmeistara- titilinn 1973. Leikirnir annað kvöld hefjast kl. 20.15. Fyrri leikurinn annað kvöld, verður að öllum likindum mjög skemmtilegur, en þá leika IR og Haukar. Þessi lið léku í sfðast- liðnu lslandsmóti um fallsætið og var seinni leikurinn, mjög spenn- andi og tvisýnn, hann endaði með naumum sigri IR 17:16 og var það i fyrsta skiptið, sem IR-Iiðið hefur sigrað Hauka i handknatt- leiksleik, i meistaraflokki karla. Fram og Vikingur leika siðari leikinn og verður örugglega hart barizt þá — Vikingsliðið er i stöðugri framför og liðið sigraði Ármann létt á miðvikudags- kvöldið. Veikasti bletturinn hjá Víking, er vörnin. Ef henni tekst vel upp gegn hinum „taktísku” leikmönnum Fram, þá er aldrei að vita, hvernig fer. Framliðinu fer fram með hverjum leik og ungu leikmennirnir i liðinu eru að komast i toppklassa, sérstaklega Guðmundur Sveinsson, Andrés Bridde og Sveinn Sveinsson. Ingólfur óskarsson, er nú kominn i sitt gamla form og má búast við að Pétur Bjarnason, þjálfari Vikingsliðsins, setji Stefán Halldórsson, til höfuðs Ingólfs og láti hann elta hann um völlinn. Spurningin er, tekst Reykja- vikurmeisturunum að sigra tslandsmeistarana? „Fyritiiðinn sigursæli" Franz Beckenbauer: r HANN A AÐ GERA V-ÞÝZKALAND AÐ HEIAASMEISTURUM Frægasti knattspyrnu- maður Evrópu, Franz Beck- enbauer. lifir ekki öfunds- verðu lifi þessa daganna. Það er sifellt verið að tilkynna honum, að hann verði myrtur og hann fær ekki frið heima hjá sér fyrir hringingum og hótunarbréfum. Hann er nú undir stöðugu eftirliti lögreglu vegna morðhótana, sem honum hefur borizt — vopnaðir lögregluþjónar gæta heimili hans nótt og dag. „Fyrirliðinn sigursæli”, hefur Beckenbauer oft verið nefndur , sérstaklcga eftir að hann stjórnaði liði sinu til sigurs á Wembley, þar sem V-Þýzka- land sigraði Englendinga 3:1 og stuttu siðar urðu V-Þjóð- verjar Evrópumeistarar landsliða. Þá er Beckenbauer einnig fyrirliði eins bezta félagsliðs heims, Bayern Múnchen, en með liðinu leika sex fastir leikmenn I V-Þýzka landsliðinu. Margir halda, að morð- hótanirnar séu settar S svið, til að brjóta niður hið sigur- sæla lið Bayern Munchen, en liðið hefur verið nær óstöðv- andi i V-Þýzkalandi siðan 1966. Hvaða áhrif þessar morðhótanir hafa á liðið, veit enginn enn þá — Bayern Múnchen tapaði mjög óvart fyrsta leik sinum eftir að hótanirnar voru hafðar frammi. En nú virðst liðið vera aftur að ná sér á strik og þá er erfitt að stöðva það. Leikmenn liðsins eru algjörir dýrlingar i heimaborg sinni Munchen og einnig um allt V- Þýzkaland, enda eru þarna frábærir leikmenn á ferðinni, ungir leikmenn, sem hafa getið sér orð i heimsknatt- spyrnunniá örskömmum tima — með þessum ungu leik- mönnum leika þrir af frægustu knattspyrnumönn- um V-Þýzkalands og heimsins, það eru þeir Franz Beckenbauer, Gerd Miiller og markvörðurinn, Josep (Sepp) Maier. Bayern Múnchen er heims- frægt félag, sem hefur unnið margasigra: 1932 varð félagið Þýzkalandsmeistarar og 1969 og 1972 Vestur-Þýzkalands- meistarar. 1957, ’66, ’67, ’69 og ’71 varð félagið bikarmeistar- ar. Bayern, eins og félagið er kallað i daglegu tali, varð sigurvegari i Evrópukeppni bikarmeistara 1967. Bayern Múnchen kom upp i „Bundesliguna” (1. deild), 1965 og hefur liðið aldrei farið fyrir neðan fimmta sæti, yfir- leitt verið i fyrsta, öðru eða þriðja. Leikvöllur félagsins heitir: An der Grunwalder Strasse og tekur hann um 44 þús. áhorfendur. Nú stendur til að Bayern fái að leika heimaleiki sina á nýja OL-- leikvanginum, en það stendur til að hann verði skirður „Beckenbauerstadion”, i höfuðið á fyrirliðanum sigur- sæla. Frægustu leikmenn liðsins, eru eftirtaldnir leikmenn: Franz Beckenbauer (26 ára), miðvörður, er tvimæla- laust kunnasti leikmaður v- þýzka landsliðsins og talinn einn allra bezti knattspyrnu- maður heims, hann var til dæmis valinn i „Draumalið”, sem var valið af um hundrað iþróttafréttariturum, frá um fjörutiu löndum, en liðið var skipað leikmönnum, sem hafa leikið knattspyrnu einhvern- timan á siðastliðnum tuttugu árum. Lið þetta var valið 1970 og var Beckenbauer þá aðeins 24 ára gamall. Liðið leit þannig út: Lev Yashin, Rússlandi Djalma Santos, Brasiliu Giacinto Facchetti, italiu Josef Bozik, Ungverjal. Billy Wright, Englandi Beckenbauer, V-Þýzkal. Stanley Matthews, Englandi Pele, Brasiliu Alfredo Di Stefano, Argentinu Fcrenc Puskas, Ungverjal. Bobby C'harlton, Englandi. Beckenbauer er frægur mið- vallaspilari, en er nú búinn að draga sig til baka — hann hefur yfir mikilli knatttækni að ráða og framkvæmir erfiðustu hreyfingar af þvi er virðast án mikillar fyrir- hafnar. Beckenbauer á það til að rjuka allt i einu i sókn og skora eitt af sinum frægu mörkum, með utanfótar- snúning, langt fyrir utan vitateig. Hann var einn af beztu leikmönnum V-Þýzka- lands, i Heimsmeistarakeppn- inni i Englandi og Mexico, þá var hann maðurinn á bak við sigur landsins i Evrópukeppni landsliða, i júni s.l. sumar. Scpp Maier (27 ára), mark- vörður, hefur verið fastur landsliðsmarkvörður, siðan að Hans Tilkowski, hætti. Georg Schwarzcnback (23) ára), er einn af hinum ungu og efnilegu knattspyrnumönnum V-Þýzkalands og hefur verið fastur miðvörður með lands- liðinu i ár, samvinna hans og Beckanbatier er frábær. Paul Breitner (20 ára), bak- vörður, setti Karl-Heinz Schnellinger út úr landsliðinu — honum er bezt lýst með orðum Sir Alf Ramsey — ’Breitner er maður framtiðar- innar, ég á aðeins eitt orð yfir hann — frábær”. Uli Hocness ( 19 ára) út- herji, er eitt mesta efni, sem hefur komið fram i v-þýzkri knattspyrnu siðustu árin, hann lék með landsliðinu fyrst nú i ár og var þá skráður áhugamaður — skoraði mark á Wembley i 3:1 leiknum, sem var hans annar landsleikur, einnig skoraði hann mark i sinum fyrsta landsleik. Gcrd Múller (27 ára) miðherji, mesti markaskorari sem hefur verið uppi i V- Þýzkalandi, — kallaður „Bomber” þar i landi. Hann þarf mjög litið svigrúm, er eldfljótur að skjóta og er alltaf á réttum stað. Þessir sex leikmenn, eru allir fastaleikmenn i landsliði V-Þýzkalands, sem er talið sterkasta landslið heims og það hefur fengið erfitt hlut- verk — nefnilega að sigra Heimsmeistarakeppnina 1974 i V-Þýzkalandi. sos I’RANZ BECKENBAUER....hann getur gert allt við knöttinn, nema látið hann tala. Það er sagt, að fæturnir á honum séu álíka verðmætir og fætur Marlcne Dietrichs og tryggingin á þeim álíka há.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.