Tíminn - 02.02.1973, Side 10

Tíminn - 02.02.1973, Side 10
10 TÍMINN Föstudagur 2. febrúar 1973 Föstudagur 2. febrúar 1973 TÍMINN 11 Stekkjargrófinni og hestar voru á túni iSverðinum. Blöndugilið fullt af snjó upp fyrir tún. Það er ann- ars undarlegt fyrirbæri þetta, sem við köllum mannlegar til- finningar. Aldrei geta þær látið sér segjast, hvernig sem hin svo- kallaða skynsemi tekur þær i karphúsið. Eða er þetta ef til vill nauðsynlegur eiginleiki? Er sú vesalmennska, sem varla getur horft á bernskustöðvar sinar, án þess að finna til likt og óviti, sem hefur týnt uppáhaldsleikfanginu sinu — er hún eftir allt saman for- senda þess, að eitthvað er til i veröldinni sem heitir föðurlands- ást? Getur verið. Og sé svo, eru óþægindi einstaklinganna ekki til einskis. Það var ekki hægt að stanza lengi i sveitinni. Von bráðar var ekið niður i þorp aftur og komið snöggvast við á einum bæ i leið- inni. Næsta verk var að raka sig, þvo sér og gera sig að öðru leyti þorrablótshæfan. Þorrablótiö Klukkan átta hófst svo sam- koman, sem verið hafði tilefni þessa sögulega ferðalags. Fjögur stór langborð voru i samkomu- húsinu og voru þau öll þéttsetin. Samkomuna setti Steingrimur Sæmundsson, formaður þorra- blótsnefndar, og siðan hófust skemmtiatriði, sem ekki verða talin hér i þeirri röð sem þau voru flutt, heldur samkvæmt geðþótta þess, sem hér pikkar á ritvél. Agústa Þorkelsdóttir, hús- freyja á Refsstað, flutti minni karla. Það var ágætt erindi, sem gaman hefði verið að segja frá, en bezt mun aö hafa sig hægan og fara að öllu með gát, þvi að konur láta ekki bjóða sér hvað sem er nú á dögum. Ekki vildi Agústa viður- kenna það, að við karlmennirnir, værum sterkara kynið, þótt við gætum lyft fleiri kilógrömmum. Siðan gerði hún bráðskemmtilega athugun á þvi, sem karlmenn geta og geta ekki, og hvað konur geta og geta ekki. Hún viður- kenndi lika, að allar konur þráðu sinn draumaprins á hvitum hesti, en lét þess getið, að það táknaði ekki, að þær elskuðu allar hann Halldór i Skálanesi. En „Halldór i Skálanesi” er Halldór Karl Hall- dórsson, kaupfélagsstjóri þeirra Vopnfirðinga, og mun hann lengi hafa átt ljósgráan hest. Mætti nú ætla af orðum húsfreyju, að „stjórinn” væri ekki meira en svo vinsæll i héraði sinu, enda vöktu þessi orð mikinn fögnuð þeirra, sem til þekktu og vissu, að Hall- dór er hið mesta ljúfmenni og kvennagull að auki. — Að lokum lagði Agústa það til, að kynin ynnu saman i sátt og samlyndi, þar sem hvorugt gæti án hins verið, þegar til alvörunnar kem- ur. Það skal tekið fram, að þessi frásögn er skrifuð eftir minni ein- göngu, viku eftir að ég hlustaði á erindið. Ég bið þvi frúna velvirð- ingar, ef hér er mjög hallað réttu máli, og ég býðst til þess að birta leiðréttingu seinna, ef mér hefur tekizt aö fara hér fram úr þeirri alkunnu ónákvæmni dagblaða, sem allir þekkja og enginn kippir sér lengur upp við. Annál liðins árs flutti Alfreð Pétursson bóndi á Torfastööum. Það var ljómandi vel samið er- Það heföi einhvern tíma þótt saga til næsta bæjar, að hægt væri að aka á fólksbil frá Reykjavík til Vopnafjarðar á þorranum, og það án þess að þurfa í gegnum einn einasta snjó- skafl alla leiðina, hvað þá aðgrípa til rekunnar. Þetta gerðist þó, ekki alls fyrir löngu, eða nánar til tekið dagana nitjánda og tuttug- asta janúar siðast liðinn, og verður nú reynt að segja ofurlítið frá þeirri för. Sagan hefst á því, að stig- ið var upp i áætlunarbif- reið, sem var að fara til Akureyrar, klukkan átta að morgni föstudagsins nítjánda janúar. Það var myrkur á jörðu niðri, en máninn hló á himni og var fagur á að lita. Sumarauðir vegir Þegar upp i Borgarfjörð kom, var orðið bjart af degi. Ferða- langurinn undraðist, hversu snjó- laust var þarna. Hið mikla og viö- lenda fæðingarhéraö Páls Berg- þórssonar, veðurfræðings, haföi auðsjáanlega ekki bitiö á beiskj- unni, hvað tiðarfar snerti, það sem af var vetri. Ef ekki heföu verið nokkrar gamlar fannir, efst i brúnum, hefði eins mátt trúa þvi, að nú væri októbermánuður, en ekki janúar. Að visu var nokk- ur héla á grasi, en hver einasta læna og lækur voru marauð, og frostið á pollum meðfram vegin- um var ekki nema örþunnt hem. Þegar upp á Holtavörðuheiði kom, var hélan i grasinu dálitið meiri en niðri i sveitum, en þó var varla hægt aö segja, að jörð væri grá yfir að lita. Segir nú ekki af ferðinni, fyrr Séra Ilaukur Agústsson (t.v.) og Jörgcn Sigmarsson (t.h.) syngja tvisöng. notkuna alla leiðina norður: Borð hlaðið kræsingum og ágætur fólksbill, reiðubúinn til ferðalags. Var nú sezt að snæðingi og raðað svo i sig, sem lystin leyfði — og meira þó. Það var nefnilega ekki ætlunin að stanza lendur i höf- uöstað Norðurlands en nauðsyn krafði. Þegar unnið hafði verið að matnum eftir beztu getu, var stigið inn i fólksbilinn og ekið af stað. Okumaðurinn og eigandi bifreiðarinnar var alvanur ferða- maður, svo i bliðu sem striðu, og auk þess þaulkunnugur leiðinni, sem fara skyldi. Reyndist það og, þegar farið var aö koma sér fyrir, að i bilnum voru ekki aðeins skjólflikur nægar, heldur lika matur mikill, ef svo skyldi nú fara, að feröalagiö strandaði ein- hvers staðar fjarri mannabústöö- um. Það þurfti að aka Dalsmynnið, þvi að Vaðlaheiði var ófær. A Húsavik átti að taka benzin, en þá kom i ljós, að afgreiðslumaðurinn var búinn að taka sér hvild frá erfiði dagsins, og var þvi ekki meira hugsað um slika hluti, en ekið áfram sem leið lá fyrir Tjör- nes. Þegar við komum að Lóni i Kelduhverfi, sáust þar ljós i gluggum, og var þvi árætt að gera þar vart við sig, þótt klukkan væri orðin eitthvað hálftólf, eða rösk- lega það. En konan, sem við hitt- um, sagði að ekkert væri sjálf- sagðara, og afgreiddi benzinið bæði fljótt og vel og hugsuðum við hlýlega til hennar fyrir það á eftir. Sagði þá bilstjórinn, að ef hann lenti i einhverjum hrakning- um á ferðalögum, (sem nokkuð oft hefur vist komið fyrir), vildi hann miklu heldur leita sér fyrir- greiðslu á sveitabæjum en i kaup- stöðum, — sér hefði reynzt það betur. Draugaleg nótt Og enn var farinn vegur. Nú var ekið fyrir Sléttu, án viðkomu á Kópaskeri, enda var sýnilegt, að þar væru allir menn gengnir til en náttmyrkur og hávaðarok yfir ogalltum kring. Mann þurfa ekki að vera neitt s%erlega hjátrúar- fullir til þess aö láta sér detta i hug, að sitthvað dularfullt geti verið á sveimi i svo draugalegri vetrarnótt. Það var heldur óynd- islegt á Raufarhöfn nóttina þá, og lá við að hægt væri að skilja Egil Jónasson, þótt visan sem hann orti forðum um þann stað sé reyndar hvorki fögur né skáldleg. Hér verður hlaupið yfir kafla og er þar næst til máls að taka, að komið var að Sandvikurheiði. Hún er á milli Bakkafjarðar og Vopnafjarðar. Ekki er þetta há heiði né brött, en hefur þó löngum snjóþung þótt. Þar voru lika einu vetrarmerkin á allri leiðinni frá Akureyri til Vopnafjarðar. Þar var á tveim stöðum nokkurt svell á veginum, en þó ekki nema fáar billengdir á hvorum stað — og hefði einhvern tima ekki þótt mikið. En það var annað, sem ekki var til þess að flýta fyrir: A heiðinni var niðaþoka, þrátt fyrir slikt hvassviðri, aö manni fannst stundum, sem billinn myndi varla hafa sig á móti. Þokan og úðinn þutu framhjá með leifturhraða, en hraði bilsins varð aö takmark- ast af aðstæðum. Þetta var for- takslaust ömurlegasti kafli alls ferðalagsins. Um siöir glytti þó i brúna á Fuglabjargá, og eftir það var fljótfarið niður i Selárdalinn. Brátt sást ljósið i sjónvarpsturni Vopnfirðinga og þá leið ekki heldur á löngu, unz rafljósin i þorpinu komu i ljós. Loks staðnæmdist svo billinn fyrir framan eitt af húsum þorps- ins. Þá var klukkan á minútunni sex, og hafði þá blaðasnápurinn setið i bil i tuttugu og tvo klukku- tima samfleytt. „VS ber að dyrum" Nú var næst fyrir að gera vart við sig, og var lamið og barið utan það húsið, sem næst hendi var, en ekki bar það neinn árangur. Menn sváfu svefni hinna réttlátu og ætl- Á þorrablóti í Vopnafirði Formaður þorrablótsnefndar setur samkomuna. uðu auðsjáanlega að búa sig sem bezt undir þorrablótiö, sem halda skyldi næsta kvöld. Þá var reynt annars staðar, en ekki varð það undirrituðum til neins álitsauka. Hann villtist nefnilega i sinu eigin heimahéraði og spurði eins og álf- ur út úr hól, hvort tiltekinn kven- maður byggi ekki hér. Nei. Maðurinn, sem til dyra kom, svaraði þvi, að hún byggi i næsta húsi við, og sagöist ekki hafa haldið, að VS berði að dyrum svo snemma morguns. Þá var ekki um annað að gera en aö lúpast eins og sneyptur hvolpur að næstu dyrum og reyna þar. Jú, þetta reyndist allt saman satt og rétt: Það var rétt kona, sem til dyr- anna kom, og þar uröu nú heldur en ekki fagnaðarfundir. Hún nærri þvi hrópaði upp yfir sig, þegar hún sá mig við dyrnar:„Ég vissi, að það hlaut að vera band- vitlaus maður sem var að hamast á dyrabjöllunni um þetta leyti! Þú hlýtur að hafa sótt að mér, ég var vöknuð”. Að öðru leyti þarf ekki að lýsa viðtökunum. Þarna var maður i frænda og vina hönd- um, og það var engu likara, en að konunni væri gerður stór greiöi með þvi, að maður skyldi vera að troðast inn á hana, löngu fyrir fótaferðartima almennilegs fólks. Dansinn dunar. Á heimaslóðum Eftir um það bil tveggja klukkustunda rotsvefn uppgefins manns, var aftur haldið á kreik. Þorrblótið átti að visu ekki að vera fyrr en um kvöldið, en ekki dugði að eyða öllum deginum til ónýtis. Nú var ekið upp i sveit. Af gömlum vana var haldið upp dal- inn, þar sem forum hafði verið bjástrað við kindur og kýr. Ekki var þó farið heim að bæ, enda blasir landið betur við með þvi að vera hinum megin i dalnum, handan árinnar. Féð bóndans var á beit i Höllunum, upp af i janúarmánuöi fyrir sextán árum og hreppti blindbyl frá Akureyri að Varmahlið, en froststorm og fljúgandi hálku eftir það. Til Reykjavikur var komið klukkan hálfþrjú að nóttu — eða rösklega það — og var þá margur farþegi þreyttur. En að þessu sinni bauð Moldhaugnahálsinn ekki upp á öskubyl og ófærð, eins og árið 1957, heldur ryk — rétt eins og hann héldi, að nú væri komið sumar. Komið var til Akureyrar á i minútunni sjö, eftir vel heppnaða og skemmtilega ferð, sem staðið hafði yfir i nákvæmlega elleftu klukkustundir. Það er alltaf gam- an að ferðast um land sitt, hvort sem það býður upp á blitt eða stritt. Menn ættu ekki að nota flugvélar, nema að þeir þurfi eitt- hvað sérlega mikið að flýta sér, þvi að flugið sviptir okkur lang- oftast þvi, sem dýrmætast er á ferðalögum: Að njóta þess, sem fyrir augu ber. Ferö með fyrirhyggju A Akureyri var aðkoman slik, að ekki hefði veriö hægt að hugsa sér hana ákjósanlegri, þótt allt hugmyndaflugið hefði verið haft i náða. En hér var það, sem alvara lifsins fór að láta á sér kræla. Þaö hafði að visu alltaf verið strekk- ingsgola á sunnan, frá þvi við vorum i Ljósavatnsskarðinu, en nú fór að hvessa fyrir alvöru, og loftið var biksvart e ns og ketil- botn. Fyrir Sléttu var vegurinn lika vondur, aurbelyta ofan á klakanum, eins og á vordegi og pollar i öðru hverju spori, sumir talsvert djúpir. Það er einkenni- legt að aka eftir sjávarkambi með hafið á aðra hönd og lón inn- an við á hina, en hvassviðrið ýfir svo hvort tveggja, að það glittir i úfna öldufaldana á báðar heridur, en komið er fyrir neðan túnið á Geitaskarði. Þar hafði myndazt alldjúpur pollur fyrir neðan túnið. Siðan hafði vatnið frosið, og kom- ið djúp og hörð hjólför. Þarna þurfti að aka lúshægt, og var það eini bletturinn á allri leiöinni til Akureyrar, þar sem draga þurfti úr ferð af völdum Veturs kon- ungs. Mér fannst rétt að segja frá þessar- einu undantekningu, þvi að ekki verður það talið liklegt, að slikt færi gefist oft á þessari leið um það leyti árs, sem hér var um að ræða. Og mikill var munurinn nú og þegar undirritaður var að flytjast búferlum til Reykjavikur Talað fyrir niinni karla. Fluttur annáll liöins úrs. Lesin Dagskrá niorgundagsiiis. ...undirritaður flulti frumsam- inn þvætting.” indi, en ekki naut ég allrar fyndn- innar, þar sem ég var aðkomandi og skildi þvi ekki alltaf að hverju var verið að skopast. Hitt var auðséð, að sveitungar hans skildu — og skemmtu sér konunglega. Gunnar Sigmarsson flutti pistil, sem nefndist Dagskrá morgun- dagsins. Það var óskaplega mein- fyndinn lestur, sem sannaði full- komlega, að Gunnari eru fleiri listir lagnar en pianóleikur. Þá var fluttur leikþáttur, sem að visu var ekki á neinn hátt frumlegur að efni: Maður ætlar að selja eöa kaupa bil, en lendir óvart inn á skrifstofu hjúskapar- miðlara. Þetta er gamalkunnur misskilningur i reviustil, og auð- velt að koma að mörgum hnytti- legum tilsvörum, þar sem svo er i pottinn búið, enda vantaði ekkert á að það tækist. Næst er að segja frá leik einum, sem ég hafði aldrei áður séð, en hafði ósvikna ánægju af að horfa á: Tveir karlmenn voru leiddir upp á sviðið og bundið þar vand- lega fyrir augu beggja. Siðan voru þeim fengnir pokar tveir — sinn pokinn hvorum manni — og nú hófst keppnin. 1 pokunum var alls kyns kvenklæðnaður, sem hinir blindu menn drógu upp og klæddu sig i, hverju utan yfir ann- að. Vann sá, sem fljótari var að tina allt upp úr sinum poka og klæða sig i það. Verst gekk þeim með brjóstahaldarana, blessuð- um. Það var svo hábölvað að krækja þetta saman fyrir aftan bak á sér, og það meira að segja uppi á herðum. Þá datt öðrum þeirra það snjallræði i hug að renna flikinni niður að hnjám, krækja þar saman að framan, en snúa henni siðan við og lyfta upp i rétta hæð. Var auðséð á handtök- um hans, að hann hafði nokkuð af kvenþjóðinni lært, og mundi það nú, þegar til þurfti að taka, enda gekk honum öllu betur i keppn- inni, þótt litlu munaði. Annars voru handatiltektir þessara kepp- enda stórskemmtilegar, enda vöktu þær mikinn fögnuð áhorf- enda. Söngur og dans En Vopnfirðingar gerðu meira en að éta hákarl og að hlæja að skemmtilegum orðum og athöfn- um á þorrablótinu þvi arna. Þeir sungu lika — og það svo að um munaði. Tvisöng sungu þeir séra Haukur Ágústsson á Hofi og Jörgen Sigmarsson á Bökkum. Auk þess stjórnaði séra Haukur fjöldasöng og gerði það af slikum þrótti og smekkvisi, að unun var á að hlýða. Séra Haukur er nýkom- inn i Vopnafjörð, til þess að gera, og ekki getur sá sem þessar linur hripar, hælt sér af þvi að þekkja hann neitt. En það má mikið vera, ef þar fer ekki maður, sem á sér visar vinsældir, hvar sem hann fer. Að lokum er svo þess að geta, að undirritaður paufaðist upp á sviðið og flutti frumsaminn þvætting. Veizlustjóri þessarar miklu samkomu var Haraldur Gislason, sveitarstjóri i Vopnafirði.Harald- ur er sonur Gisla Jónssonar, fyrrv. alþingismanns, og það sakar ekki að geta þess, að hann er kvæntur öldungis bráðfallegri konu. Veizlustjórn Haraldar hefði verið með ágætum, ef hann hefði sparað sér fyndnina, sem hann flutti á milli þátta. 1 fyrsta lagi var hún ekki öll sérlega fersk — allt niður i útjaskaðar dagblaða- skrýtlur — en auk þess tafði þetta borðhaldið, sem stóð hvorki meira né minna en hálfan fjórða klukkutima. Var satt að segja að- dáanlegt, hversu rólegir menn sátu, og átti séra Haukur ekki lit- inn þátt i þvi með glaðværð sinni og öruggri smekkvisi. Þegar menn höfðu nú etið og drukkið af hjartans lyst, jafn- framt þvi sem þeir nutu hinna andlegu veitinga, var staðið upp frá borðum. Þá var tekið til við dansinn og stóð hann til klukkan hálffimm um morguninn. En þótt úti væri ballið, var ekki þar með sagt, að ferðalangur, sem óvænt skýtur upp á skinum bernsku- stöðvum, geti farið að sofa. Nú var sezt að spjalli með vinum og frændum (Reykvikingar hefðu sjálfsagt kallað það kjaftatörn), og gekk svo fram á morgun. Þá var loks lagzt til hvildar litla stund, en siðan tekið að búa sig til ferðar, þvi að ekki er það gætilegt að sitja með fólksbil austur á Vopnafirði i marga sólarhringa um hávetur, enda þótt veðrið sé milt og vegirnir góðir — eins og er. Búizt til brottfarar. Eftir tæplega tveggja klukku- stunda hvild var farið að búa sig til brottfarar og sveitin kvödd upp úr hádeginu. Þetta hafði verið undarlegur sólarhringur. Að vera allt i einu kominn i sitt heimahér- að, eftir margra ára fjarveru, troðast þar eins og i draumi innan um fjölda manna, sem allir vilja heilsa manni og tala við mann og maður botnar ekkert i þessum feikilegu vinsældum, en heilsar á báða hendur og með báðum hönd- um jafnt — eða svo finnst manni að minnsta kosti eftir á. Þegar svo allt er allt i einu um garð Framluild á bls. I!) Þar eru þcir komnir i kvennaskrúðann. f * ' "T* Íæ • W* pKMg,*- Setið að snæðingi.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.