Tíminn - 02.03.1973, Page 4
4
TÍMINN
Föstudagur 2. marz 1973.
Lausar skóreimar
Albert Shiner óskar þess, að
einhver hefði sagt honum að
binda skóþveng sinn daginn sem
hann gifti sig. Af þvi að enginn
gerði það, átti hann eftir að
lenda i vandræðum i kirkjunni.
Þegar Albert gekk inn kirkju-
gólfið steig hann á skóreimina,
sem hafði losnað og hrasaði við.
Ljósmyndarinn var byrjaður að
taka myndir, svo atvikið verður
Shiner og konu hans ógleyman
legt. En það er hægt að detta um
skóþvengi annars fólks lika.
Jenny Mason var að stiga upp i
járnbrautarlest, og hafði þá
stigið á skóreim manns, sem
stóð við hlið hennar. Maöurinn
steig áfram, og kippti fótunum
undan Jenny með skóreiminni,
og hún var næstum dottin fyrir
lestina.
Álmtrén urðu
að víkja
Tvö hundruö álmtré urðu aö
falla fyrir öxi I Paris á siðasta
ári. Tré þessi höfðu staöiö meö-
fram strætum borgarinnar, en
höfðu orðið fyrir sýkingu ein-
hvers konar. f Paris eru um 20
þúsund álmtré meöfram götum
og strætum, og er þaö um 5%
allra trjáa i borginni, en þau
munu vera um 400 þúsund
talsins. Það er einhvers konar
sveppasjúkdómur, sem herjar á
álmtrén. Hafa borgaryfirvöld
nú gert tilraunir með að fá
álmtré frá Japan og Siberiu, i
von um að þessi tré hafi mót-
stöðu gegn sjúkdómnum. En
það eru fleiri trjátegundir i
hættu i Paris. Nú deyja 1.66%
allra triáa i borginni árlega.
Fyrir tiu árum var þessi tala
aðeins k2%. Telja garðyrkju-
menn aö þetta stafi af síaukinni
megun loftsins.
Stríð við
götumálarana
Lögreglan i Paris er nú i strlði
viö götumálarana i Place du
Tertre á Montmartre-hæðinni.
Hefur öllum málurum veriö
skipað að hafa sig á brott þaðan,
þar sem algjörlega sé bannaö aö
mála og seljamálverká götum
úti. Málararnir mótmæla harö-
lega og segja aö fátt yröi þá
fyrir feröamenn aö sjá og hafa
gaman af á Montmartre, ef
málararnir yröu aö hafa sig á
brott. En lögin, sem fariö er
eftir varöandi brottrekstur mál-
aranna eru nokkuö loöin, og þvi
er ýmislegt, sem málari getur
gert án þess aö lögreglan geti
rekiö hann i burtu fyrir þaö. Til
dæmis er málurunum leyfilegt
aö vera aö mála úti á götu. Þeir
mega lika láta sem þeir séu aö
mála, þ.e. þeir geta látiö málar-
atrönurnar standa meö mál-
verki á, meira aö segja fleiru en
einu, þannig aö helzt megi
halda, aö þeir séu aö byrja eöa
ljúka viö aö mála málverk.
Einnig er i lagi, aö málverkin
séu aö þorna. En málari má alls
ekki fara frá málartrönunum
sinum, og ekki má hann heldur
láta sjá aö hann taki viö
peningum af kaupanda, en allt
er i lagi meö þaö, aö vegfarandi
dáist aö málverki, og spyrji
málarann, hversu mikils viröi
þaö sé. Lögreglan segir aö aöal-
vandamálið við götumálara sé,
hversu margir þeir eru.
Daglega má sjá ekki færri en
hundrað og fimmtiu málara aö
„störfum" og þegar verst lætur,
er svo þröngt á götunum, þegar
allar málaratrönurnar eru
komnar upp, aö ekki er hægt aö
aka um þröngar götur
Montmartre fyrir málara-
trönum.
Flatfættir
fá uppreisn
Þaö er engin ástæöa fyrir fólk
aö láta það á sig fá, þótt þaö
hafi flatan fót. Dr. Herman Tax
hjá Fótaheilbrigöismiðstööinni i
New York segir, aö flatfættir
megi jafnvel vera þakklátir.
Eðlilega flatur fótur sé sterkasti
fóturinn. Þá er það stærri flötur
en ella, sem gengiö er á og
fóturinn endist betur
Margvislegar
fjáröflunarleiðir
Fólk er alltaf að finna upp nýjar
og nýjar leiðir tii fjáröflunar.
Happdrætti eru sigild leið, tom-
bólur, bázarar og nú siðar flóa-
markaðir. En það má gera
margt annað og fá fyrir það
peninga. Sjónvarpsstjarnan
Blái Pétur i BBC tok upp á þvi
að selja gömul hnifapör til þess
að afla fjár til að koma fátækum
borgarbörnum i sumarleyfi út
úr borgunum. Svo voru það
þrjár ungar stúlkur, sem komu
fyrir gömlu baðkari á Trafalgar
togri i London, og einnig þær
ætluðu sér að safna peningum til
góðgerðarstarfsemi. Hér er svo
þriðja fjáröflunarleiðin, sem
þær Christine Strelis og Jenny
Willis fóru. Þær seldu kossa á
fimm pence á kappreiðum i
Englandi, en þær seldu aðeins
niu kossa, þó eru þær alls ekki
sem verstar i útliti, en kannski
málefnið hafi ekki verið nægi-
lega gott.
<mm jgMBg'
e: - m
„Rólegur herforingi. Þetta er aðeins ég".
DENNI
DÆMALAUSI
Maður verður að vita, hvað
maður á að segja til þess aö
liann brosi. Sjáðu bara. Mundir
þú ekki sakna min, hr. Wilson,
ef ég flyttist i burtu.